Fréttablaðið - 31.10.2001, Blaðsíða 12
RAÐAUGLÝSINGAR
SIGLINGASTOFNUN
Laust starf á skipasviði
Siglingastofnun íslands auglýsir laust til um-
sóknar starf á skipasviði. í starfinu felst skrán-
ing skipa og útgáfa mælibréfa. Háskólapróf
eða sambærileg menntun er æskileg en eink-
um er sóst eftir starfsmanni sem hefur þekk-
ingu á skipum og útgerð og er með almenna
tölvukunnáttu.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi fjármála-
ráðherra og stéttarfélags viðkomandi starfs-
manns. Um fullt starf er að ræða. Vinnutími er
frá kl. 8.00 til 16.15.
Umsóknarfrestur ertil 15. nóvember nk. og
er stefnt að ráðningu sem allra fyrst. Um sér-
stök umsóknareyðublöð er ekki að ræða, en
umsóknum, auðkenndum „skipaskrá",
ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
skal skila til Siglingastofnunar íslands,
Vesturvör 2, 200 Kópavogi.
Nánari upplýsingar veitir forstöðumaður
skipasviðs, Jón Bernódusson, í síma 560 0000.
Að sjálfsögðu verður öllum umsóknum svarað
þegar ákvörðun um ráðningu liggurfyrir.
Siglingastofnun er framsækin þjónustustofn-
un sem vinnur að öryggi sjófarenda og aukinni
hagkvæmni í sjósókn. Með sérfræðiþekkingu
og skilvirkri miðlun upplýsinga um málefni
hafna og siglinga þjónar Siglingastofnun
stjórnvöldum, sjófarendum og útgerðarmönn-
um. Starfsemin fer fram í nýlegum húsakynn-
um á fallegum stað við Vesturvör í Kópavogi.
Starfsmenn eru um það bil 80.
ÚTBOÐ
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eft-
ir tilboðum í uppsteypu viðbyggingar við Hlíðaskóla.
Heildar gólfflatarmál viðbyggingar er um 2.000 m2.
Helstu magntölur:
Mótaflötur: 4.000 m2.
Steinsteypa: 550 m3
Holplötur: 1.250 m2.
Verktími:
Fyrri verkhluti: 1. apríl 2002.
Síðari verkhluti: 1. júlí 2002.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 30. októ-
ber 2001, gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: 8. nóvember 2001, kl. 11:00 á sama stað.
BGD 125/1
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800 - Bréfsími 562 2616
www.reykjavik.is/innkaupastofnun - Netfang: isr@rhus.rvk.is
Byggingaverktaki
Húsasmíðameistari getur bætt við sig
inni og úti verkefnum.
Tilboð og tímavinna
Upplýsingar í síma 895 3430 og 897 0941
laawmwi*]
e
uventus
íti n hii nn r h h c
3 IJ Li SLJ i/ / i <d l/ C"# i í í LJ
Juventus hugbúnaðarhús ehf. auglýslr eftir sölumanni til að
annast sölu á hugbúnaði. Starfsaðstaða og góð laun eru í
boði fyrir réttan aðila.
Áhugasamir hafl samband í síma 511-6300 á skrifstofutíma
og pantl viðtal. Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2001.
Juventus hugbúnaðarhús er hugbúnaðarfyrirtæki í örum vexti.
Þar starfar fjölbreyttur hópur fólks. Fyrírtækið er bæði sölu-
og þjónustufyrirtæki og meðal viðfangsefna þess er gerð
heimasíðna, vefumsjónarkerfið Affino, netgátt fyrir bókhalds-
kerfið Concorde, fasteignasölukerfið Húsið, kennsluforritið
Ævar, almenn forritun og margt fleira.
„Ljóðstafur Jóns úr Vör“ Ljóðasamkeppni
Lista og menningarráð Kópavogs efnir til
árlegrar Ijóðasamkeppni undir heitinu „Ljóðstafur Jóns úr Vör“.
• Veitt verða ein verðlaun, kr. 300.000.- og mun verðlaunaskáldið fá til varðveislu í eitt ár göngustaf
sem á verður festur skjöldur með nafni þess.
• Dómnefndina skipa þau Matthías Johannessen skáld, Olga Guðrún Árnadóttir rithöfundur og
Skafti Þ. Halldórsson bókmenntafræðingur.
• Öllum skáldum er velkomið að senda Ijóð í keppnina. Þau mega ekki hafa birst áður.
• Ljóðum skal skilað með dulnefni og skal nafn, heimili og sími skáldsins fylgja með í lokuðu
umslagi auðkennt með sama dulnefni. Aðeins má senda eitt Ijóð í hverju umslagi.
• Skilafrestur er til 7. desember 2001 og utanáskriftin er:
„Ljóðstafur Jóns úr Vör“
Fræðslu- og menningarsvið Kópavogs
b.t. Sigurbjargar Hauksdóttur,
Fannborg 2, 200 Kópavogur
Afhending verðlaunanna fer fram á afmælisdegi Jóns úr Vör, mánudagskvöldið 21. janúar 2002.
Þátttökuljóð má sækja á ofangreint heimilisfang fyrir 1. febrúar, eftir það verður þeim eytt.
FRÉTTABLADID
Holl og vellaunuð morgunhreyfing
Við óskum eftir blaðberum til að bera út Fréttablaðið í eftirtalin hverfi:
101 200 225
Míðbær og Þingholt Grundimar Sjávargata og nágrenni
og Vesturbær Kópavogs
Þeir sem áhuga hafa geta hringt í síma 595 6500, 595 6535 eða 695 6515.