Fréttablaðið - 31.10.2001, Síða 18
31. október 2001 MIÐVIKUDAGUR
A HVAÐA PLÖTU ERTU AÐ HLUSTA?
Hlusta á allt
Enga sérstaka. Ég hlusta á allt.
Rakel Ingólfsdóttir nemi
JÓN KALMAN STEFÁNSSON
Bækur hans njóta hylli I Þýskalandi.
Samningar takast á milli
Bjarts og Bastei-Lubbe:
Birtan á fjöll-
unumí
Þýskalandi
útcAfusamnincur Bjartur hefur
gengið frá útgáfusamningi við
þýska forlagið Bastei-Liibbe um
bók Jóns Kalmans Stefánssonar
Birtan á fjöllunum sem er þriðja
og síðasta bókin í rómuðum þríleik
hans (Skurðir í rigningu, Sumarið
bak við brekkunaj.Bókin segir frá
sambýli sérkennilegra sveitunga í
dal vestur á landi. Þess má geta að
Skurðir í rigningu var tilnefnd til
menningarverðlaun DV og Sumar-
ið bak við Brekkuna fékk tilnefn-
ingu til bókmenntaverðlauna
Norðurlandaráðs í fyrra. í sumar
voru fyrri bækurnar í þríleiknum
gefnar út í Þýskalandi og hefur
salan gengið vel. Á fyrstu þremur
mánuðunum seldist bókin í nærri
6000 eintökum sem telst góð sala á
þýddri skáldsögu eftir óþekktan
höfund. ■
——
Stórsveit Reykjavíkur og
Greg Hopkins:
Verk eftir Woody
Herman
tónleikar Stórsveit Reykjavíkur
verður með tónleika í Kaffileikhús-
inu í kvöld ásamt bandaríska
trompetleikaranum, tónskáldinu
og hljómsveitarstjóranum Greg
Hopkins. Þema kvöldsins eru verk
af efnisskrá klarinett- og saxófón-
leikarans Woody Herman sem
stjórnaði afar vinsælli stórsveit á
árunum 1937 - ’87. Einnig verða
leikin verk og útsetningar eftir
Hopkins sjálfan.
Greg Hopkins hefur m.a. gert
garðinn frægan sem trompetleik-
ari og útsetjari með Buddy Rich
stórsveitinni en er nú búsettur í
Boston þar sem hann stjórnar eigin
stórsveit, kennir við Berklee tón-
listarháskólann auk þess að ferðast
víða sem fyrirlesari, kennari, út-
setjari og trompetleikari. Stórsveit
Reykjavíkur hefur staðið í ströngu
undanfarna mánuði. Nú nýverið
hélt sveitin tónleika í Þorlákshöfn í
tilefni af 50 ára afmæli bæjarins. í
júlíbyrjun kom sveitin fram á
Sandviken jazzhátíðinni í Svíþjóð
og hlaut góðar viðtökur og mjög já-
kvæða dóma fyrir leik sinn. Tón-
leikarnir í kvöld hefjast kl. 21. ■
VIRGINlA WOOLF
TRYGGIÐ YKKUR SÆTI í NÓVEMBER
m Stóra sviðið kl 20.00
► SYNGJANDI f RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed
Fim. 1/11 örfá sæti laus, fös. 2/11 uppselt, lau. 10/11 uppselt,
fim. 15/11 nokkur sæti laus, fös. 16/11 uppselt, fös. 23/11.
► VATN LÍFSINS - Benóný Ægisson
8. sýn. lau. 3/11 örfá sæti laus, 9. sýn. 4/11 nokkur sæti laus 10. sýn. 8/11,
11. sýn. 11/11, 12. sýn. 18/11.
► BLÁI HNÖTTURINN - Andri Snær Magnason
Sun. 4/11, sun. 11/11. Sýningarnar hefjast kl. 14:00
■ Litla sviðið kl 20.00
► HVER ER HRÆDDUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF7 - Edward Albee
Lau. 3/11 uppselt, sun. 4/11 uppselt, fim. 8/11 uppselt, fös. 9/11 uppselt,
lau. 17/11 uppselt, sun. 18/11 uppselt, fim. 22/11 örfá sæti laus, sun. 25/11.
m Smíöaverkstædiö kl 20.00
► VIUI EMMU - David Hare
Fös. 2/11, lau. 10/11.
Miðasölusímir 551 1200. Miðasalan er opin kl. 13-18 mánudaga og þriðjudaga.
Aðra daga kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga.
Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is
ÞJOÐLEIKMUSIÐ
13. sýn. fös 2. nóv. kl. 20.00-ÖRFÁ SÆTI
14. sýn. lau 3. nóv. kl. 19.00 - ÖRFÁ SÆTI
15. sýn. fös 9. nóv. kl. 20.00-LAUS SÆTI
16. sýn. sun 11. nóv. kl. 17.00- ÖRFÁSÆTI
17. sýn. fös 16. nóv. kl. 20.00-LAUS SÆTI
18. sýn. lau 17. nóv. kl. 19.00-LAUS SÆTI
Alh. breytilegan sýningartíma
Miðasala opin kl. 15-19 alla daga nema
sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga.
Símasala kl. 10-19 virka daga.
Sími miðasölu: 5114200
Rannsóknastofnun KHÍ:
Menntun leik-
skólakenncira
fyrirlestur Þórdís Þórðardóttir,
lektor við Kennaraháskóla ís-
lands, heldur í dag kl. 16.15 fyrir-
lestur á vegum Rannsóknarstofn-
unar KHÍ í sal Sjómannaskóla ís-
lands við Háteigsveg.
í fyrirlestrinum verður reynt
að varpa ljósi á hvernig menntun
leikskólakennara er skipulögð og
uppbyggð í sjö skólum víðsvegar
um Norðurlöndin.
í því skyni verður meðal annars
rætt um viðhorf kennara í þessum
skólum til námsins, námsefnis og
námsþátta og hvað þeir telja al-
mennt að einkenni góðan leik-
skólakennara. ■
Gallerí í ökufæru ástandi
Myndlistarmaðurinn Spessi verður á Mokka kl. 17 -19 í dag. A meðan
verður Listhúsinu E-541 lagt á stöðumæli fyrir utan með myndverkum
Spessa, gestum og gangandi til yndisauka. Þess má geta að Listhúsið er
appelsínugulur Volkswagen „rúgbrauð" í ökufæru ástandi.
f GÍR OG AF STAÐ
Það er eins gott fyrir listunnendur að hafa hraðann á. Þegar stöðumælirinn er gjaldfal-
inn setur Listhúsið í gír og brunar niður Skólavörðustíg og eitthvað út í buskann.
myndlist Myndlistarmaðurinn
Spessi, öðru nafni Sigurþór
Hallbjörnsson, opnar í dag sýn-
ingu á verkum sínum í E-541
Listhúsi fyrir utan Kaffi Mokka
á Skólavörðustíg. Sýningin er
haldin í appelsínugulum
Volkswagen „rúgbrauði" með
skráningarnúmerið E-541 sem
galleríið er kennt við. Gestum
og gangandi gefst kostur á að
skoða sýninguna kl. 17-19 en þá
verður Listhúsinu lagt á stöðu-
mæli fyrir utan Mokkakaffi.
Sjálfur verður listamaðurinn á
kaffihúsinu á meðan á sýning-
unni stendur. Sýninguna nefnir
Spessi „Bootleg" en á henni get-
ur að líta brot af því gríðar-
magni af polaroidmyndum sem
listamaðurinn hefur tekið í
tengslum við starf sitt sem at-
vinnuljósmyndari og myndlist-
armaður. Ljósmyndarar taka
gjarnan polaroid myndir áður en
myndatakan sjálf á sér stað. Oft-
ast er slíkum myndum hent en
fyrir kemur að slíkar myndir
heppnist vel og sýni hluti sem
eru frábrugðnir „alvörumynd-
inni“. Spessi hefur haldið pol-
aroidmyndunum til haga og sýn-
ir þær í bílrúðum Listhússins.
Að sögn Áslaugar Thorlacius,
annars eiganda gallerísins, er
Spessi ekki fyrsti listamaðurinn
sem sýnir í Listhúsinu. Hreinn
Friðfinnsson sýndi í bílnum í
júlí. Þá fékk bresk listakona
Listhúsið til umráða s.l. sumar í
tengslum við sýningu í Nýlista-
safninu.
„Við höfum átt þennan bíl
"mmmmmmmmmmml .. 111 .....
lengi. Okkur þykir vænt um
hann en hann er kannski ekki
skynsamleg eign að öllu leyti.
Með þessu framtaki erum við að
réttlæta það að við skulum eiga
hann og svo hefur okkur alltaf
langað að vera með gallerí. Það
vantar alltaf vettvang til að
sýna,“ segir Áslaug. Hún segir
bílinn vissulega vera kominn til
ára sinna og hann sé orðinn
„svolítil drusla“. Hins vegar hafi
hann alltaf staðist bifreiðaskoð-
anir auk þess sem heimilisfólkið
noti bílinn talsvert. Áslaug segir
óvíst hvert bíllinn haldi að lok-
inni sýningu á Mokka en fólki sé
frjálst að panta sýninguna hvert
á land sem er í samráði við lista-
manninn. Eins geti listamenn
haft samband sem vilja sýna í
bílnum.
kristjang@frettabladid.is
............. . 1 '
MIÐVIKUDAGURINN
31. OKTÓBER
RÁÐSTEFNUR________________________
13.00 Ráðstefna Víðskipta- og hag-
fræðideildar Háskóla islands, í til-
efni 60 ára afmæli deildarinnar,
verður haldin f Gullteigi á Grand
Hóteli. Fjölmargir fræðimenn og
sérfræðingar út atvinnulífinu flytja
erindi. Að loknum erindum verða
hringborðsumræður. Ráðstefnan
er öllum opin.
SAMKOMUR__________________________
20.00 Intercoiffure á íslandi kynnir nýj-
ustu hártískuna frá Parfs. Kynning-
in fer fram í myndveri Saga film
að Laugavegi 176 (þ.e. gamla
Sjónvarpshúsinu).
20.00 Hljómorðakvöld í Nýlistasafn-
inu. Bandarísk skáld og tónlistar-
menn af alþjóðlegu Ijóða- og
sönghátíðínni LIPS flytja hljómorð
ásamt Megasi, Mike og Danny
Pollock og Braga Ólafssyni. Að-
gangseyrir er kr. 500.
FYRIRLESTRAR______________________
12.05 Málstofa sálfræðiskorar. Árni
Kristjánsson, nemandi f fram-
haldsnámi í skynjunarsálfræði og
hugfræði við Harvard, flytur erind-
ið: Hvenær eru árvekni og eftir-
tekt til trafala? Vísbendingar frá
rannsóknum á augnhreyfingum.
Málstofan fer fram í Odda stofu
201, er öllum opin og lýkur
stundvíslega kl. 12.55
12.30 Valgerður Tinna Gunnarsdóttir
iðnhönnuður og kennari við LHl
fjallar um sýninguna/'Kollur í
kassanum" sem hún vann í sam-
starfi við Karen Chekerdjian kolle-
ga sinn í Beirut og um þátttöku
þeirra í hinni árlegu húsgagnasýn-
ingu Salone Del Mobile í Mílanó í
aprfi síðastliðnum. Fyrirlesturinn
er haldinn í Skipholti, stofu 113.
16.15 Þórdís Þórðardóttir, lektor við
Kennaraháskóla íslands, flytur er-
indi um Menntun leikskóia-
kennara í sjö skólum á Norður-
löndum, i sal Sjómannaskóla is-
lands við Háteigsveg. Fyrirlestur-
inn er öllum opinn.
TÓNLEIKAR_________________________
12.30 Berglind María Tómasdóttir og
Kristjana Helgadóttir þver-
flautuleikarar flytja verk eftir
Hindemith, Petrassi, Maderna og
Taíra á háskólatónleikum f Nor-
ræna húsinu. Tónleikarnir taka
u.þ.b. hálfa klukkustund. Að-
gangseyrir er kr. 500. Ókeypis er
fyrir handhafa stúdentaskírteinis.
21.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur tón-
leika með bandaríska trompet-
leikaranum, tónskáldinu og
hljómsveitarstjóranum Greg Hop-
kins. Tónleikarnir verða í Kaffi-
leikhúsinu. Þema kvöldsins eru
verk af efnisskrá Woody
Hermans hljómsveitar hans en
einnig verða leikin verk og útsetn-
ingar eftir Hopkins sjálfan.
21.00 Hljómsveitin Url heldur tónleika á
Nýja sviði Borgarleikhússins í til-
efni af útgáfu plötunnar Þröng-
sýni. Húsið opnar kl. 20.30.
22.15 Hljómsveitin Santiago leikur
frumsamda tónlist á Vídalín
Listþingið Omdúrman:
Alþjóðlegt hljómorðakvöld
nýlistasafnið Hljómorðakvöld
verður í Nýlistasafninu í kvöld.
Bandarísk skáld og tónlistarmenn
af alþjóðlegu ljóða- og sönghátíð-
inni LIPS (The London Inter-
national Poetry and Song Festi-
val) heimsækja Megas á listþingið
Omdúrman sem Nýlistasafnið og
vefritið Kistan.is standa að.
Meðal þeirra sem fram koma
eru Ron & Dylan Whitehead,
Scaramungo og Anonymous. Þeir
munu fremja hljómorð ásamt
Megasi, Mike og Danny Pollock
og Braga Ólafssyni en þrír síðast-
nefndu voru voru gestir á LIPS.
Að auki verður hljómorðadiskur
Megasar, Haugbrot, kynntur og
nýr hlómorðadiskur Mikes Poll-
ock og Braga Ólafssonar, Rons
Whitehead, o.fl.: From Iceland to
Kentucky & Beyond (Ómi 2001).
Hljómorðakvöldið hefst kl. 20. Að-
gangseyrir kr. 500. ■
MEGAS
Listþing helgað Megasi stendur nú yfir í
Nýlistasafninu.
SANTIAGO
Tónleikar Santiago á Vídalín hefjast stund-
víslega kl. 22.15.
Santiago leikur á Vídalín:
Frumsamin
og-ljúf tónlist
tónleikar Hljómsveitin Santiago
leikur ljúfa, frumsamda tónlist á
Vídalín í kvöld. Hljómsveitina
skipa, Sigríður Eyþórsdóttir söng-
ur, Jökull Jörgensen bassa, Oddur
Sigurbjörnsson trommur, Birgir
Ólafsson gítar og Ragnar Emils-
son gítar. Tónleikarnir hefjast
stundvíslega kl. 22.15. ■