Fréttablaðið - 31.10.2001, Side 22
22
FRÉTTABLAÐIÐ
31. október 2001 MIÐVIKUDACUR
HRAÐSOÐID
FINNUR SVEINBJÖRNSSON
Framkvæmdarstjóri Verðbréfaþing (slands
Skráning
hlutabréfa í
erlendri mynt
möguleg
ER Verðbréfaþing reiðubúið að skrá
hlutabréf islenskra félaga í erlendri mynt?
Ríkisstjórnin hefur kynnt að félög-
um verði heimilað að gera upp í er-
lendri mynt. Nú mun vera unnið að
því að útfæra nauðsynlegar laga-
breytingar í fjármálaráðuneytinu.
Þótt einstök atriði breytinganna
liggi ekki fyrir enn, er af hálfu Verð-
bréfaþings verið að undirbúa að allt
verði til reiðu fyrir íslensk félög að
breyta hlutafé sínu úr íslenskum
krónum í erlenda mynt.
HVERNIG verður þetta gert?
Ég vil ekki úttala mig um það að
þessu sinni. Verðbréfaþing, Verð-
bréfaskráning íslands og Seðlabanki
íslands höfðu þegar hafið undirbún-
ing fyrir skráningu og uppgjör á
hlutabréfum erlendra félaga því
þingið er kjörinn vettvangur fyrir
bréf erlendra sjávarútvegsfélaga,
svo augljóst dæmi sé nefnt. Þessi
undirbúningur nýtist auðvitað þegar
kemur að skráningu á hlutabréfum
íslenskra félaga í erlendri mynt.
HVAÐ felst í þessum breytingum?
Það eru tvö atriði sem ég vil nefna
sem sýna að þetta er ekki alveg eins
einfalt og virðist við fyrstu sýn. Ef
skráning og uppgjör eru í erlendri
mynt, þá þarf á einhverju stigi að
umreikna fjárhæðir yfir í íslenskar
krónur til að nota í ýmiss konar vísi-
tölur og aðra tölfræði. Hitt sem ég
nefni er að skráning og uppgjör í er-
lendri mynt er áhugaverð fyrir er-
lenda fjárfesta en ég reikna ekki
með að íslenskum fjárfestum myndi
hugnast að þurfa að kaupa eða selja
gjaldeyri með tilheyrandi kostnaði
þegar þeir eiga viðskipti með hluta-
bréf íslenskra félaga sem skráð eru
hér á landi.
OPNAR þetta nýja möguleika fyrir
íslensk félög?
Ef félag er skráð hér á landi og því
er leyft að skrá bréf sín í dollurum
er erlendum fjárfestum gert auð-
veldara fyrir að fjárfesta hér á landi
í umhverfi og gjaldmiðli sem þeir
þekkja. Þetta opnar því nýja mögu-
leika fyrir innlend félög sem vilja
selja erlendum fjárfestum hlutabréf
og markaðurinn stækkar. Fjárfestar
losna þá við það umstang sem fylgir
því að versla með íslenska krónu.
MUNU þá öll félög skrá hlutabréf sín
í erlendri mynt?
Nei, ég hef enga trú á öðru en að
ströng skilyrði verði sett varðandi
það hvaða félög geta skráð hlutabréf
sín í erlendri mynt. Það verða að öll-
um líkindum fyrirtæki sem eru með
stærstan hluta af sinni starfsemi er-
lendis.
Finnur Sveinbjörnsson er fram-
kvæmdastjóri Verðbréfaþing íslands og
hefur starfað þar síðan árið 2000.
Samsæriskenningar einkaspæjara:
Versace íjölskyldan í vörn
dómsmál Nú standa yfir í Sydney
réttarhöld vegna ákæru Versace
fjölskyldunnar á hendur ástralska
einkaspæjaranum Frank Monte.
Hann skrifaði bókina Spy Game,
þar sem kemur fram að fjölskyld-
an sé tengt mafíunni og að nokkr-
ir meðlimir fjölskyldunnar, þ.á.m.
Donatella og bróðir hennar Santo,
hafi staðið á bak við morðið á Gi-
anni Versace í Miami árið 1997.
Bókin átti að koma út í júlí en var
stöðvuð af fjölskyldunni.
Gianni var skotinn tvisvar í
höfuðið af Andrew Cunanan, sem
hafði áður myrt fjóra aðra og
framdi sjálfsmorð níu dögum
seinna. Monte segist hafa verið
lífvörður Gianni um þetta leyti.
Hann segir hann hafa sagt sér frá
vafasömum samböndum fjöl-
skyldunnar við mafíuna og ýmsu
öðru.
Réttarhöldin hófust á mánu-
daginn og mun m.a. Santo Versace
flytja vitni. í opnunarræðu sagði
lögmaður Versace fjölskyldunnar
Monte greinilega hafa dreymt
þessar sögur því hann sé einungis
að vekja athygli á sjálfum sér.
Lögmaður Monte svaraði um hæl
að þó að þetta sé martröð fyrir
fjölskylduna væri þetta enginn
draumur.
Fyrrverandi ritari og kærasta
Monte tók ekki undir þessi orð
lögfræðingsins í gær. Hún sagði
bókina vera uppspuna byggðan á
símbréfi, sem hann fann í ruslagá-
mi í New York. „Þetta kemur sér
vel,“ á Monte að hafa sagt þegar
hann fann bréfið. Þegar Gianni
var myrtur falsaði Monte bréfs-
hausinn þannig að það lyti út eins
og Gianni hefði sent honum skila-
boðin. „Hr. Monte hefur sagt svo
marga skrýtna hluti við mig og
bullað svo mikið í gegnum árin að
DONATELLA VERSACE
Hér er hún eftir tiskusýningu í Mílanó.
Ástralski einkaspæjarinn Frank Monte segir
hana m.a. hafa staðið á bak við morðið á
bróður sínum Gianni.
það kemur mér ekkert á óvart
lengur," sagði fyrrverandi
kærastan en réttarhöldin halda
áfram í nokkra daga. ■
APressunni er bent á að í bók
Pálma Jónassonar, íslenskir
auðmenn, vanti nú ýmsa af þeir-
ri tegund. Auðkýfingar úr sjáv-
arútveginum eru til að mynda
ekki margir nefndir á nafn né
heldur auðmenn af gömlu ætt-
unum segja Pressumenn sem
bíða eins og fleiri spenntir eftir
bók Sigurðar Más Jónssonar,
blaðamanns á Viðskiptablaðinu,
sem einnig hefur legið yfir ís-
lenskum auðkýfingum og mun
brátt gefa út bók þar sem finna
má yfirlit yfir 200 ríkustu ís-
lendingana.
Fylgi Vinstri grænna mælist
mikið þessa dagana og flest-
ir vilja þakka það Steingrími J.
Sigfússyni, for-
manni flokksins.
Þorbjörg Sigríð-
ur Gunnlaugs-
dóttir, pistlahöf-
undur á vefritinu
Deiglunni er ekki
á því að hann sé
svo pottþéttur.
„Hann er dæmigerður fýlu-
púki,“ segir hún í pistli sínum
og tíundar til dæmis til brott-
hvarf hans af vettvangi sameig-
inlegs flokks vinstrimanna.
osningabaráttan á Seltjarn-
arnesi harðnar með degi
hverjum enda styttist óðum í
prófkjör Sjálfstæðisflokkins.
Stuðningsmenn Ásgerðar Hall-
dórsdóttur eru ekki sammála
því sem kom fram hér í gær að
þeir tali á neikvæðum nótum
um Jónmund Guðmarsson og
störf hans. Ásgerður og Jón-
mundur berjast sem kunnugt er
um efsta sætið á lista Sjálfstæð-
isflokksins á Seltjarnarnesi.
Þeir skora á Jónmund að hann
hafi hemil á þeim sem með hon-
um starfa. „Nafnlaus illmælgi á
undir engum kringumstæðum
rétt á sér, allra síst í prófkjör-
um stjórnmálaflokkanna, þar
sem kjósendur verða að geta
treyst því að frambjóðendur
fari málefnalega fram,“ segja
þeir í bréfi til Fréttablaðsins.
Björn Bjarnason, mennta-
málaráðherra, hefur verið
orðaður við lista Sjálfstæðis-
flokks í Reykjavík, þó að þær
raddir hafi lækk-
að undanfarið.
Hann gerir R-
listann að um-
ræðuefni í nýjas-
ta pistli sínum og
veltir því fyrir
sér hvaða hag
Vinstri-grænir
hafi af því að
vera í R-listanum. „Sú spurning
hlýtur að gerast áleitin á þá,
sem vilja veg vinstri/grænna
sem mestan,
hvort besta leið-
in til þess sé að
fara undir pils-
fald Ingibjargar
Sólrúnar Gísla-
dóttur í R-listan-
um. R-listinn
undir forystu
hennar gerði á sínum tíma út af
Hlutverk okkar í
nýrri heimsmynd
Viðskipta- og hagfræðideild H.í. fagnar 60 ára kennsluafmæli á þessu
ári. Af því tilefni er efnt til ráðstefnu á Grand Hóteli í dag þar sem
fjallað verður um hina nýju heimsmynd og hlutverk okkar í henni.
Meðal fyrirlesara eru sérfræðingar úr háskólasamfélaginu og
forystufólk úr atvinnulífinu.
ráðstefna Viðskipta- og hag-
fræðideild Háskóla Islands
stendur fyrir ráðstefnu í Gull-
teigi á Grand Hóteli í dag kl.13-
16.
Ráðstefnan, sem ber yfir-
skriftina: Ný heimsmynd! Hvert
verður hlutverk okkar?, er hald-
in í tilefni af 60 ára afmæli
kennslu í viðskiptafræði og hag-
fræði við skólann.
„Við ætlum að ræða spurning-
una um nýja heimsmynd. Hvort
það sé komin ný heimsmynd og
hvert okkar hlutverk sé í henni.
Fyrirlesarar eru kennarar úr
deildinni og háskólasamfélaginu
og forystufólk úr atvinnulífinu.
Fyrstur tekur til máls Birgir ís
leifur og hugsanlega koma þar
fram einhver ný tíðindi í
sambandi við stefnu
Seðlabankans án þess að
ég viti það nákvæm-
lega,“ segir Ágúst Ein-
arsson, prófessor og for-
seti viðskipta- og hag-
fræðideildar. Ágúst er
einn þeirra sem flytja
erindi á ráðstefnunni.
Aðrir fyrirlesarar
eru Tryggvi Þ. Herberts-
son, forstöðumaður Hag-
fræðistofnunar, Gylfi
Zoéga, dósent í Birkbeck
háskólanum í London,
Árelía Eydís Guðmunds-
dóttir, lektor í Háskólan-
um í Reykjavík, Gylfi
Arnbjörnsson, framkvæmda-
stjóri ASÍ, Friðrik Már Baldurs-
son, hagfræðingur á Hagfræði-
stofnun, Rannveig Rist, forstjóri
ísal, Þráinn Eggertsson, prófess-
f TILEFNl AF AFMÆLINU
Fjölmargir fræðimenn og sérfræðingar úr atvinnulífinu flytja erindi á ráð-
stefnu viðskipta- og hagfræðideildar H.í. á Grand Hótel í dag. Ráðstefnan
er haldin í tilefni af 60 ára kennsluafmæli deildarinnar.
FORSETI VIÐ-
SKIPTA- OC HAG-
FRÆÐIDEILDAR
Ágúst Einarsson, for-
seti viðskipta- og hag-
fræðideildar er einn
þeirra sem flytur er-
indi á ráðstefnunni.
or í viðskipta- og hag-
fræðideild, Ingjaldur
Hannibalsson, prófess-
or í viðskipta- og hag-
fræðideild og Birgir ís-
leifur Gunnarsson
Seðlabankastjóri. Að
loknum erindum verða
hringborðsumræður.
„Við munum einnig
fjalla um breytingar
sem orðið hafa í hagstjórn vegna
hins nýja hagkerfis. Við fjöllum
um velferðina í því sambandi og
síðan mannauðinn, sem er lykil-
efni í allri umræðu innan efna-
hagslífsins," segir Ágúst. Þá
verður fjallað um náttúruna og
mörk orku og lífríkis og um al-
þjóðavæðingu.
„Það má segja að þetta sé til-
raun viðskipta- og hagfræði-
deildar á 60 ára afmælinu til að
líta fram á veginn. Við metum
það svo að breytingarnar séu al-
veg stórkostlegar í okkar um-
hverfi. Spurningin er höfum við
einhverju hlutverki að gegna og
þá hvaða hlutverki? Hvað getur
280.000 manna þjóð gert í þessu
sambandi?"
kristjang@frettabladid.is
við Kvennalistann og er nú á
góðri leið með að rústa Fram-
sóknarflokkinn og Samfylking-
una. Ætla vinstri/grænir að taka
þessa áhættu? Eða kjósa þeir að
halda sjálfstæði sínu og sér-
stöku svipmóti í Reykjavík? Ef
þeir velja fyrri kostinn, hljóta
þeir að gera kröfu um, að stefna
þeirra setji sterkt svipmót á
kosningastefnuskrá R-listans og
þeir fái þar fulltrúafjölda í sam-
ræmi við styrk sinn, sem verður
ekki mældur með öðrum hætti
en skoðankönnunum, og ætti þá
Framsóknarflokkurinn að fá
fæsta fulltrúa, Samfylkingin
næstflesta og vinstri/grænir
flesta,“ segir Björn sem eins og
Sjálfstæðismenn vill gjarnan að
R-listinn leysist upp enda sýna
skoðanakannanir að Sjálfstæðis-
mönnum er ekki spáð sigri í
borgarstjórnarkosningunum
verði áfram samstarf um R-
lista.
ÞRUÐA