Fréttablaðið - 31.10.2001, Qupperneq 24
FRETTABLAÐIÐ
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 75 20
VlÐ SEGJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á VÍSÍf-ÍS Fyrstur með fréttirnar
JfítcMcwb í
Aáde^cTuc
Kr. 1090
Grensásvegur10
Sími 553 88 33
lizza
HÚSIÐ
COMPAOL
Ný lína
Compaq Evo
AcoTæknival
Þráins Bertelssonar
36 hektarar af
tyggjóklessum
Lengi vel höfðu íslendingar það
fyrir satt að þrennt væri óteljandi
hér á landi: Eyjarnar á Breiðafirði,
hólarnir í Vatnsdalnum og vötnin á
Arnarvatnsheiði. Og nú hafa tyggjó-
klessurnar á götum og gólfum bæst
við þessa upptalningu en tala þeirra
er legíó. Án þess að ég viti það ímyn-
da ég mér að þessi munaðarvara hafi
borist til landsins í seinna stríði þeg-
ar bandaríski herinn hélt hér innreið
sína með Wrigleystuggur og nælon-
sokka og alsnægtir en fram að því
hafði þjóðin ekki haft efni á að skyr-
pa út úr sér matvælum.
—♦—
ÍSLENSKUM ÍHALDSMÖNN-
UM á þeirri tíð (og það voru sko al-
vöruíhaldsmenn) blöskraði sú nýmóð-
ins afþreying að japla gúm og spýta
því síðan út úr sér. Tyggjónotkun var
þegar í stað stranglega bönnuð í skól-
um og skólamenn fluttu innblásnar
ræður um að það væru eingöngu
sauðkindur og nautgripir sem sefuðu
hugann með jórtri en hin æðri spen-
dýr eins og skólabörn ættu ekki að
hugsa um tyggigúmmí, taka heldur
með sér hollt nesti í skólann, helst
rúgbrauð og magarín.
■—♦—
í ÞANN TÍMA var lítið um gang-
stéttir en þeim mun meira um malar-
götur svo að það gerði í sjálfu sér
ekki mikið til þótt ein og ein persóna
missti út úr sér jórtrið. En nú er öld-
in önnur. Nú jórtra allir eins og þeir
eigi lífið að leysa og hrækja tuggunni
á fortó eða marmaragólf, og tyggja
jafnvel sér til heilsubótar til að losna
við hina lífsjiættulegu reykingafíkn
og vilja hætta að vaða reyk og jórta í
staðinn. En nú eru komnar gangstétt-
ir út um allt og ef 50 þúsund manns á
landinu tyggja 1 tuggu á dag til að
hrækja út úr sér (varlega áætlað) og
hver tugga þekur 2 fersentimetra þá
hverfa 100 þúsund fersentimetrar á
dag undir tyggjóklessur eða 36 hekt-
arar á ári, það er dálagleg spilda á
einni öld - og umtalsverð mengun.
—♦—
VONANDI hverfur landið ekki á
næstunni undir eitt alsherjar tyg-
gjóteppi því að íslendingar hljóta
senn að fara að tileinka sér snyrti-
mennsku og uppgötva til hvers rusla-
fötur á almennafæri eru ætlaðar. Þá
getur verslunarstjórinn í Pétursbúð
vestur á Ægisgötu tekið niður skiltið
góða fyrir utan búðina sem á stendur:
Vil ekki tyggjó! - Stéttin. ■
Ekki láta þetta verða þinn næsta tvísmell...
Fæstir vilja vera álitnir lögbrjótar. Þrátt fyrir það nota margir hugbúnað án þess að hafa
til þess leyfi. Annað hvort vegna vanþekkingar á því að slíkt er refsivert eða fólk trúir
þvi að ekki komist upp um það. Þetta ástand er óviðunandi. Nú hefur BSA ákveðið að
ráðast gegn heimildarlausri notkun á hugbúnaði á íslandi. BSA skorar á einstaklinga,
fyrirtæki og stofnanir að afla strax tilskilinna notkunarleyfa hjá viðurkenndum
söluaðilum.
Ef þú veist um ólöglega notkun hugbúnaðar, láttu okkur vita af því í síma 533 33 33 eða
í tölvupósti bsa@amp.is. Nánari upplýsingar um BSA og hugbúnaðarnotkun má fá á
www.amp.is/bsa
Business Software Alliance
Business Software Alliance (BSA) eru alheimssamtök
hugbúnaðarframleiðenda sem vinna gegn notkun á
hugbúnaði án tilskilinna leyfa, í atvinnulifinu, hjá hinu
oþinbera og hjá einstaklingum. BSA beitir sér með
fræðslustarfi og í gegnum réttarkerfið.
Halló Suðurnes!
Suðumesjamenn! Fréttablaðið ykkar liggur nú frammi á völdum stöðum á
Suðurnesjum. Grípið eintak um leið og þið kaupið inn eða setjið bensín á bílinn.
• Sandgerði
Sparkaup
Shell
• Garður
Sparkaup
Esso
• Keflavík
Sparkaup
Olís
Aðalstöðin
Miðbær
Kaskó
• Njarðvík
Hagkaup
Shell
Olís
Samkaup
• Grindavík § Vogar
Esso Esso
Olís
Shell
Samkaup
FRÉTTABLAÐIÐ
V I Ð SEGJ U M FRÉTTI R