Fréttablaðið - 02.11.2001, Page 4

Fréttablaðið - 02.11.2001, Page 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvemer 2001 FÖSTUDAGUR SVONA ERUM VIÐ TEKJUR f FISKVEIÐUM ÁRIÐ 2000 LOÐNUBÁTAR. ÍSFISKTOGARAR — OG FRYSTITOGARAR Samtals voru tekjur fiskveiða á síðasta ári 62,5 milljarðar króna. Á móti komu gjöld upp á rúma 50 milljarða, 19,8 _ afskriftir og fjármagnsliðir. Tölurnar gefa mynd af vægi innan greinarinnar. 7A Loðnu- (sfisk- Frysti- Annað bátar togarar togarar SH EVARDNADZE Eduard Shevardnadze á blaðamannafundi í Tbilisi sl. mánudag. Hann hefur nú tekið af skarið og rekið alla ríkisstjórn sína vegna hneykslismáls sem upp kom. Eduard Shevardnadze, forseti Georgíu: Rak ríkisstjórn- ina vegna hneykslismáls TBILISI.GEORGÍU.AP Eduard Shevar- dnadze, forseti Georgíu, ákvað í gær að reka ríkisstjórn sína eftir að hún hafði verið gagnrýnd harð- lega fyrir að hafa látið 30 menn á sínum vegum gera öryggisleit hjá sjálfstæðri sjónvarpsstöð í land- inu vegna ásakana um að hún hefði brotið skattalög. Var ríkis- stjórnin í kjölfarið sökuð um að hafa reynt að þagga niður í gagn- rýnum fjölmiðli. Höfðu þúsundir mótmælenda, aðallega stúdentar, safnast saman fyrir utan stjórnar- ráðsbyggingu landsins og heimtað afsögn ríkisstjórnarinnar. Á mið- vikudag sagði öryggismálaráð- herra landsins af sér vegna máls- ins auk þess sem innanríkisráð- herra landsins sagði upp í gær. „Málfrelsi í Georgíu er ekki í hættu,“ sagði Shevardnadze á miðvikudaginn eftir uppsögn ör- yggismálaráðherrans. „Það verð- ur ekki brotið gegn því,“ bætti hann við. Aðstoðarráðherrar munu tímabundið fylla skarð þeir- ra sem látið hafa af störfum. ■ —«— Norskir karlar: Láta stækka liminn LÆKNAVisiNPi Læknar í bænum Þrándheimi í Noregi eru afar áhyggjufullir um þessar mundir vegna vaxandi fjölda heima- manna sem ferðast til útlanda til að láta stækka getnaðarlimi sína. Að minnsta kosti 100 menn hafa sjálfviljugir borgað um 3 milljón- ir króna fyrir slíkar aðgerðir. Margir þeirra sem snúið hafa aft- ur úr aðgerð hafa hins vegar þjáðst af ýmsum aukaverkunum, að því er segir á Aftenposten. Að sögn Per Lundmo, sérfræðings í Noregi, framkvæma viðurkenndir skurðlæknar ekki stækkanir á getnaðarlimum þar sem niður- stöður slíkra aðgerða hafi hingað til ekki gefið góða raun. Segir hann að flestir sjúklinganna, sem komi til hans til að fá bót meina sinna eftir aðgerð utanlands, hafi ferðast til Danmerkur til þess þar sem slíkar aðgerðir séu ekki framkvæmdar í Noregi. ■ Fyrirtæki: Andvaraleysi í íslenska góðærinu? góðærid „Það er ýmislegt sem bendir til þess að sá vandi sem nú steðjar að fyrirtækjum sé upp- söfnun frá því í góðærinu, að fyr- irtæki hafi almennt sýnt af sér andvaraleysi," segir Árelía Eydís Guðmundsdóttir, hagfræðingur, en hún varði nýlega doktorsrit- gerð við Háskóla íslands um að- lögun íslensks atvinnulífs að efna- hagskreppunni í byrjun síðasta áratugar. Nú beinir hún sjónum sínum að frammistöðu fyrirtækja í uppsveiflunni eftir 1996 og við- brögðum þeirra við efna- hagslægðinni. Árelía bendir m.a. á að hér á landi hafi þjónustustig fyrirtækja ÁRELÍA EYDÍS Fyrirtæki einbeittu sér of mikið að eigin vexti. fallið eftir að toppi hagsveiflunn- ar var náð, en á sama tíma jókst það hjá sambærilegum þjóðum í kringum okkur. Þetta sé eitt af mörgu sem bendi til þess að lítt hafi verið hugað að innviði fyrir- tækja hér á landi meðan.á vaxtar- skeiðinu stóð. „Ef fyrirtæki ein- beita sér of mikið að eigin vexti þá kann það að leiða af sér ákveð- ið aðhaldsleysi. Við sjáum það núna að afskriftir bankanna eru að aukast samfara gjaldþrotum fyrirtækja og einnig hafa fjölda- uppsagnir gert vart við sig. Að hluta til gæti þessi vandi verið uppsafnaður." ■ FLUGUMFERÐARSTJÓRAR Þeir telja að flugumferðarþjónusta og eftirlit verði mun skilvirkara með því að aðskilja þessi þætti í starfsemi Flugmálastjórnar Vilja að þjónusta og efitirlit verði aðskilið Flugumferðarstjórar segja slíkt gert í nágrannalöndum. 1,5-2 milljarða tekjur af flugumferðarþjónustu við úthafsflug. FLUGIÐ Loftur Jóhannsson formað- ur Félags flugumferðarstjóra seg- ir að félagið telji það bráðnauð- synlegt að rekstur flugumferðar- þjónustunnar verði aðskilinn frá eftirlitis- og reglugerðarþætti Flugmálastjórnar. Það sé í sam- ræmi við það sem hefur verið að gerast í þessum efnum víða í ná- grannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafsins og stefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar og ESB. Ef eitthvað er þá telur hann að sofandaháttur stjórn- valda í þessum efnum geti jafnvel leit til þess að aðrar þjóðir tækju við flugumsjón á alþjóðlega flug- stjórnarsvæðinu í kringum ís- land. Jón Birgir Jónsson ráðu- neytisstjóri í samgönguráðuneyt- inu segir að þessi hugsanlega breyting hafi komið til umræðu en engar ákvarðanir hafi verið teknar. Formaður Félags flugumferð- arstjóra segir að samkvæmt áherslum sem Alþjóðaflugmála- stofnunin hefur sett fram í þess- um efnum og einnig ESB að flug- umferðarþjónustan eigi að vera sjálfstæður rekstrar- og þjónustu- aðili sem aflar og ráðstafar eigin tekjum til að efla og bæta þjónust- una við sína viðskiptavini. Tekjur flugumferðarsviðsins innan Flug- málastjórnar hafa numið um 1,5 - 2 milljörðum á ári vegna þjónustu við úthafsflugið yfir íslenska flugstjórnarsvæðinu. Hann bend- ir þó á að Alþjóðaflugmálastofnun hefur lagt til að þessi breyting verði ekki gerð með einkavæð- ingu heldur verði flugumferðar- þjónustan áfram rekin sem opin- ber en sjálfstæð stofnun. ■ Framkvæmdastjóri SVÞ fékk bréf frá Nígeríu: Kfnverskur vísindamaður: Skortur á plágu- eyði dregur úr sj álfsmorðstíðni peking.ap Kínversk stjórnvöld geta dregið úr sjálfsmorðstíðni í landinu um helming með því að gera fólki erfiðara um vik með að kaupa plágueyði til að eitra fyrir sjálfu sér, að því er kínverskur vísindamaður heldur fram. Af þeim 250 þúsund Kínverjum sem fremja sjálfsmorð á ári hverju, eru margir þeirra konur sem búa í sveit, en þar mun vera auðvelt að verða sér út um plágueyði. Sam- kvæmt nýjustu tölum fremja 22 af hverjum 100 þúsund manns í Kína sjálfsmorð. ■ Ferðaskrifstofur: Líkur á sam- einingum ferðalög Andri Már Ingólfsson, framkvæmdastjóri Heimsferða, segir líklegt að einhverjar ferða- skrifstofur muni sameinast til að vera betur í stakk búnar að bregð- ast við samdrætti í ferðalögum. Hann segir verulegan samdrátt hafa verið hjá sumum ferðaskrif- stofum og ekki ólíklegt að þær muni leita sameiningar þó ekki sé vitað til þess að viðræður þess efnis séu nú í gangi. Andri segir þó að Heimsferðir muni starfa áfram á sama grunni og hingað til enda hafi verið mikil aukning í bókunum hjá félaginu á árinu þó nokkuð hafi hægt um bókanir eftir 11. september. Verð á ferðum hefur verið að hækka jafnhliða því að eftirspurn dregst saman og segir Andri ástæðuna vera þá að krónan hafi fallið um 40% gagnvart dollar á árinu. Flugið kosti ákveðna upp- hæð og það er ákveðinn botn fyrir því hvað hægt er að bjóða ferðir á segir Andri og segir að það verði klárlega einhver samdráttur í framboði á næstunni. ■ --4,- Górillan Copito 35 ára: Fékkaf- mælistertu og ávaxtaplatta barsel6na.spáni.ap Górillan Copito de Nieves, sem býr í dýragarði í borginni Barselóna á Spáni, fagn- aði í gær 35 ára afmæli sínu. Fékk, Copito, eins og hún er köll- uð, sérstaka afmælistertu í tilefni dagsins auk þess sem hún fékk platta troðfullan af ávöxtum til að gæða sér á. Copito er afar vinsæl í Barselóna og hefur öðlast stóran sess í hjarta borgarbúa og þeirra sem sækja borgina heim. ■ Lofað 30 milljónum fyrir peningaþvætti tölvupóstur Svo virðist sem alltaf sé eitthvað um það að forráða- menn íslenskra fyrirtækja og fé- lagasamtaka fái tölvupóst erlend- is frá þar sem þeim eru boðnar háar upphæðir fyrir að taka þátt í peningaþvætti. Sigurður Jóns- son framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, SVÞ, seg- ist hafa á tímabili fengið slíkan póst allt að því tvisvar sinnum í viku. Hann segist vera hættur að lesa hann núorðið heldur sendir hann allan slíkan póst beint til efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Sem dæmi nefnir hann að nýverið hafi honum ver- ið lofað að fá rúmar 30 milljónir króna ef hann opnaði bankareikn- ing og sendi bréfsefni sitt sem ní- gerískur kaupsýslumaður fengi afnot af. Þeir sem hafa verið að senda slíkan tölvupóst til Sigurður og annarra starfsmanna SVÞ segj- ast gjarnan vera í tygjum við ýmsa fyrrverandi forystumenn og fyrirtæki í Nígeríu og Kongó til að auka trúverðugleika sinn og traust. Af ýmsum ástæðum segj- ast þeir þó eiga í erfiðleikum með að fjárfesta erlendis vegna óvin- veittra stjórnvalda heima fyrir sem sækjast eftir fjármunum þeirra. Meðal þess sem þessir menn skreyta sig með er t.d. Kabila fyrrverandi forseti Kongó, Mobutu fyrrverandi for- seta Zaire, ættingjar hershöfð- ingja og stjórnenda olíufyrir- tækja í Nígeríu svo nokkuð sé nefnt. Þær upphæðir sem sendendur telja sig ráða yfir hlaupa oft á mörgum tugmilljón- um og þá oftast í bandarískum dollurum. ■ SIGURÐUR JÓNSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI SVÞ IMeð eitt bréfið sem hann fékk sent í tölvupósti, en hann segist hafa fengið slík bréf allt að því tvisvar sinnum í viku.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.