Fréttablaðið - 02.11.2001, Side 7

Fréttablaðið - 02.11.2001, Side 7
FÖSTUDAGUR 2. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 7 Væntingar fyrirtækja til næstu mánaða: 30% reikna með lakari afkomu EFNflHAGSiÍFiÐ íslensk fyrirtæki eru þokkalega bjartsýn. Um 30% fyrir- tækja reikna með versnandi af- komu á næstu mánuðum, en um 20% reikna með að afkoman fari batnandi. Þetta kemur fram í könn- un sem Samtök atvinnulífsins hafa gert. Best er hljóðið í fjármála- og sjávarútvegsfyrirtækjum en verst í fyrirtækjum í ferðaþjónustu. Um helmingur reiknar með óbreyttri afkomu. Fyrirspurnir voru sendar til um 1.100 fyrirtækja og svöruðu 417 eða tæp 40%. ■ Valgerður Halldórsdóttir bæjarfulltrúi: Segist vera í baráttu- sætinu framboðsmál Valgerður Halldórs- dóttir bæjarfulltrúi segist líta svo á að hún sé í baráttusæti fram- boðslista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Hún skipar sjöunda sæti listans, sem samþykktur var í fyrrakvöld, en hún var í öðru sæti á Fjarðarlist- anum við síðustu kosningar. Hún segist ekki taka þessu sem ein- hverju vantrausti á störf sín í bæjar- málunum, heldur muni hún berjast fyrir því að ná sæti í bæjarstjórn og tryggja þar Samfylkingunni öruggan VALGERÐUR HALLDÓRS- DÓTTIR Segist hafa viljað opið prófkjör i stað skoðana- könnunar með meirihluta í komandi kosningum sem fram fara næstá vor. Sam- fylkingin hefur fimm af ellefu bæjarfulltrúum. Hún segist þó hafa á sínum tíma gert athugasemdir við fram- kvæmd skoðanakönnunarinnar, eða krossaprófsins sem hún nefn- ir skoðanakönnunina sem viðhöfð var um val á frambjóðendum meðal félagsmanna. Þar hefðu menn krossað við nöfn þeirra sem þeir vildu sjá á framboðslistanum en ekki raðað þeim í sæti. Hún segist frekar viljað hafa opið prófkjör en skoðanakönnun með þessum hætti. ■ .—4.— Sigmar Armannsson: Ekki sam- ráð trygg- ingafélaga tryggingamál „Ég kannast alls ekki við, það sem haft er eftir Karli Jónssyni vátryggingamiðlara, að hafa lýst því yfir að íslensk trygg- ingafélög hafi samráð um að skipta ekki við vátryggingamiðlara,“ segir Sigmar Armannsson, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga. „Stjórnendur flestra vátryggingafélaga, hafa hinsvegar sjálfir tekið ákvarðanir um að skipta ekki við miðlara, til þess að halda niðri kostnaði við vá- tryggingastarfsemina og þar með iðgjöldum." Ef borinn sé saman kostnaður við vátryggingastarf- semi hér á landi og víða erlendis, er kostaðurinn lægri hér og skýrist það meðal annars af því, að trygg- ingafélögin selji og veiti þjónustu milliliðalaust. „Mörg tryggingafé- lög erlendis kjósa að miðla sínum vátryggingum beint, án milligöngu vátryggingamiðlara," segir Sigmar. „Það er hreinn barnaskapur að haida því fram að það sé ólögmætt að einstakir stjórnendur fyrirtækja kjósi að skipta ekki við milliliði í því skyni að halda kostnaði við starfsemina niðri.“ ■ Flugleiðir vilja þátttöku ríkisins í markaðssetningu: Oska eftir aðkomu ríkisins vegna samdráttar samgöngur Flugleiðir hafa ákveð- ið að óska eftir því við stjórnvöld um að þau komi að markaðssókn erlendis vegna þess samdráttar sem orðið hefur í flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásanna í september s.l. Markaðsstjórar Flugleiða segjast sjá merki þess að sóknarfæri séu í sölu íslands- ferða á næsta ári þrátt fyrir sam- dráttinn en til þess þurfi öfluga markaðssókn. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða segir að menn hafi engar mótaðar tillögur um það hvernig slíku samstarfi skuli háttað en að það sé vilji fyr- ir því að setjast niður með stjórn- völdum og takast af festu á við stöðuna sem upp er komin. Stjórn- völd hafi sýnt vilja til að takast á við vandann sem að steðjar og því séu vonir um að það gangi eftir. Steinn Logi Björnsson, fram- kvæmdastjóri sölu- og markaðs- sviðs sagði að þrátt fyrir erfið- leika að undanförnu sjái menn merki um að eftirspurn sé að ranka við sér og að einhver tæki- færi séu að byrja að skapast. Það sé þó ljóst að átak þurfi til að ferðamönnum fækki ekki. ■ alvarlegar afleiðingar 10°/o fækkun erlendra ferðamanna kostar 10,7 milljarða og 1.100 ársverk. Umhverfisverðlaun LIÚ: HB heiðrað siávarútvegur Haraldur Sturlaugs- son, framkvæmdastjóri HB, tók við Umhverfisverðlaunum LÍÚ 2001 úr hendi Árna Mathiesen sjávarút- vegsráðherra á landsfundi samtak- anna í gær en þau voru veitt í þrið- ja sinn. Kristján Ragnarsson, for- maður LÍÚ, sagði HB hafa komið best allra fyrirtækja út úr könnun á því hvernig fyrirtæki hefðu staðið að almennri stefnumótun í um- hverfismálum og almennum að- gerðum, vörnum gegn mengun, um- gengni um auðlindina og annað sem máli skiptir. ■ ARDARKA Ferð til fjárl MllS| hummersopw ÍACUS ’J'-ltóSUPPE

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.