Fréttablaðið - 02.11.2001, Síða 8

Fréttablaðið - 02.11.2001, Síða 8
8 FRÉTTABLAÐIÐ 2. nóvemer 2001 FÖSTUDAGUR Aukin viðskiptatengsl Islands og Rússlands: Tvíhliða samninga- viðræður í vændum Innflutningur norska kúakynsins: Kosið um kýrnar næstu daga landbúnaður Bændur kjósa á næstu dögum um hvort Bændasam- tök íslands og Landssamband kúa- bænda eigi að standa að innflutn- ingi og tilraunum með fósturvísa norska NRF-kúakynsins. Tilraun- irnar, sem sumir bændur vilja legg- ja í, snúast um hvort bæta rnegi kúakynið hér með innblöndun erfðaefnis. Kosningin er skrifleg og bændum eru sendir atkvæðaseðlar en búist er við að atkvæði verði tal- in um næstu mánaðamót. ■ utanríkismál í gær var ákveðið að hefja tvíhliða viðræður milli ís- lands og Rússlands í tengslum við væntanlega aðild Rússlands að Al- jtjóðaviðskiptastofnuninni. Ákvörðunin var tekin á fundi Halldórs Ásgrímssonar, utanríkis- ráðherra, og Alexander Borisov, staðgengli efnahags- og viðskipta- ráðherra Rússlands. Þá voru rædd ýmis mikilvæg tvíhliða við- skiptamál, þar sem Halldór lagði áherslu á að tollalækkanir á sjáv- HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Halldór lagði í gær blómsveig að gröf óþekkta hermarmsins í Alexandersgarðin- um við Kreml, á fyrs- ta degi opinberrar heimsóknar hans til Rússlands. arafurðum yrðu forgangsatriði af hálfu íslands. Á fundinum kom fram áhugi af hálfu Rússlands á framkvæmd EES-samnings og óskuðu þeir eft- ir nánari upplýsingum um fram- kvæmd samningsins. Áhuginn tengist undirbúningi viðræðna þeirra við Evrópusambandið um efnahagssamvinnu. í tilkynningu Utanríkisráðuneytis kemur fram að Halldór hafi tekið vel í mála- leitan Rússa og er frekara samráð ríkjanna um reynslu íslands af framkvæmd EES-samningsins fyrirhugað á næstunni. ■ Fyrirtækin ánægð með skattabreytingar: Minni ánæg- ja úti á landi skattamál Samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins telja 45% fyrirtækja að fyrirhugaðar breyt- ingar á skattaumhverfinu sem ríkisstjórnin hefur boðað, muni hafa jákvæð áhrif á afkomu sína, en um 20% telja áhrifin verða nei- kvæð. Fyrirtækjum á höfuðborg- arsvæðinu líst betur á breyting- arnar en fyrirtækjum á lands- byggðinni. I öllum atvinnugrein- um vænta menn fremur góðs en ills af skattabreytingunum, en al- mennust er ánægjan hjá fjármála- fyrirtækjum og í iðnaði. ■ Sj ávarútvegsráðherra: Umdeil- anlegt vald sjávarútvegur „Það má deila um hvort að ákveðinn aðili eigi að hafa þetta vald í höndum sér“, segir Árni Mathiesen sjávarútvegsráðherra um lagabreytinga- tillögu við lög stjórn fiskveiða sem hann mælir fyrir í dag og kveð- ur á um að sjávar- útvegsráðherra geti úthlutað 2.300 tonnum af steinbít, ýsu og ufsa til Ég'teTaíTsátTsé krókaaflamarksbáta milli stjórnarflokk-1 sjavarbyggðum anna um frum- sem eru mjög háðar varpið. Býst við veiðum þeirra. að það fari svona Hann segir erfið- ' 8e8n- leika við aðlögun að nýju lögunum sem fella krókabáta undir kvótakerfið óhjákvæmileg og að með þessu vilji menn koma í veg fyrir að sú aðlög- un verði of sársaukafull. Árni segir að kvótinn sem ráð- herra getur úthlutað til krókabáta sé ekki einsdæmi enda kveði lögin um stjórn fiskveiða nú þegar á um að ráðherra ákveði úthlutun um 12.000 þorskígildistonna sem hann hefur til ráðstöfunar til að mæta fyrirsjáanlegum áföllum vegna verulegra breytinga á aflamarki. ■ SJÁVARÚTVEGS RÁÐHERRA rir neyt- endur og lánastofnanir Samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. Formaður Neytendasamtakanna kýs lagasetningu um málið og viðskiptaráðherra útilokar ekki þann möguleika. fjármál í gær var undirritað sam- komuleg milli Samtaka banka og verðbréfafyrirtæka, Sambands ís- lenskra sparisjóða, Neytendasam- takanna og viðskiptaráðherra um notkun ábyrgða á skuldum einstak- linga. Samkomulagið byggir á sam- komulagi um sama efni sem gert var árið 1998 en í því er kveðið á um endurskoðun með reglulegu millibili. Markmið samkomulagsins er að draga úr vægi ábyrgða ein- staklinga og að lánveitingar séu miðaðar við greiðslugetu. Nýju ákvæðin í samningnum eru þó ekki afturvirk þannig að staða þeirra sem þegar eru í ábyrgð fyrir skuld- um er óbreytt eftir undirritun þessa samkomulags. Ti’yggingafé- lögum og Lífeyrissjóðum var boðin aðild að samkomulaginu en höfðu ekki áhuga. Ekki er ljóst hvort sam- komulagið nær til Lánasjóðs ís- lenskra námsmanna þrátt fyrir að undirritun viðskiptaráðherra gildi af hálfu stjórnvalda. UNDIRRITUN SAMKOMULAGSINS Jóhannes Gunnarsson, Valgerður Sverrisdóttir, Guðjón Rúnarsson og Sigurður Hafstein undirrituðu endurskoðað samkomulag um notkun ábyrgða á skuldum einstaklinga. „Svona samkomulag er hagur allra,“ segir Valgerður Sverrisdótt- ir iðnaðarráðherra. „Ég tel að með samkomulaginu sé komist að raun- hæfri niðurstöðu sem verndar neytendur og gerir einnig fjármála- stofnunum áfram kleift að lána til dæmis ungu fólki með litla við- skiptasögu í eigin nafni.“ Að mati Valgerðar er ákvæðið um árlegt yfirlit til ábyrgðarmanna um lán sem þeir eru ábyrgir fyrir og stöðu þeirra ein mikilvægasta nýungin í samkomulaginu. Jóhannes Gunnarsson formað- ur Neytendasamtakanna telur veigamesta ákvæðið fyrir neyt- endur í samkomulaginu að greiðslumat er gert að megin- reglu. „Það hefur verið allt of al- gengt að lánastofnanir hafi ekki lánað fólki miðað við greiðslugetu heldur hversu örugga ábyrgðar- menn það getur komið með.“ Jó- hannes segist telja að þetta hafi batnað verulega með samkomu- laginu frá 1998 en muni batna enn frekar nú. „Ég minni á þá stað- reynd að það er ekki verið að gera neinum greiða með því að lána honum umfram greiðslugetu." Skoðun Neytendasamtakanna er þó sú að samkomulagið sé að- eins áfangi. „Við höfum talið að það beri að setja löggjöf um ábyrgðarmenn hér, eins og gildir víða í nágrannalöndum okkar." steinunn@frettabladid.is HELSTU NYMÆLI í SAMKOMULAGINU + Skylda til greiðslumats er afdráttar- lausari en í eldra samkomulagi. I eldra samkomulagi átti greiðslumat einungis að fara fram ef ábyrgðarmaður óskaði eftir því. Samkvæmt nýja samkomulag- inu fer greiðslumat ávallt fram nema ábyrgðarmaður óski þess sérstaklega, og fari skriflega fram á það, að greiðslumat fari ekki fram. + Tílkynna skal ábyrgðarmanní um hver áramót hvaða kröfum hann er í ábyrgð fyrir, hverjar eftirstöðvar eru, hvort þær eru f vanskilum og þá hver- su miklum. + Fjármálafyrirtæki ber að tilkynna ábyrgðarmanni, helst innan 30 daga frá greiðslufalli, um vanskil á skuld- bindingu sem hann er f ábyrgð fyrir. + Einstaklingur sem er ( ábyrgð fyrir yf- irdráttarláni eða kreditkorti er heimilt að segja upp ábyrgð sinni og skal það gert skriflega. Miðast þá ábyrgð hans við stöðu skuldara við lok uppsagnar- dags, sem þá skal ekki vera hærri en hámarksfjárhæð ábyrgðar. Fjármálafyrirtækjum ber að gefa út upplýsingabæklinga um skuldaábyrgð- ir og veðsetningar og dreifa með skjöl- um sem afhent eru ábyrgðarmönnum til undirritunar. Kjaradeila sjúkraliða við ríki, borg og sveitarfélög: Fjöldaflótti brostinn á úr stéttinni kjarapeilur Mikil fagnaðarlæti brutust út á áheyrendapöllum Ráð- húss Reykjavíkur í gær eftir að Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Sjálfstæðisflokks, lauk máli sínu um kjaradeilu sjúkraliða og lýsti yfir eindregnum stuðningi sín- um við þá. Ólafur kvaddi sér hljóðs utan dagskrár í upphafi borgar- stjórnarfundar. „Afleiðingar að- gerða sjúkraliða blasa við okkur víða í heilbrigðisþjónustunni með lokunum sjúkradeilda, frestun að- gerða, lengingu biðlista og skertri þjónustu við sjúklinga á stofnunum og heimilum." Ólafur sagði fjölda- flótta brostinn á úr stétt sjúkraliða. „Um 150 manns hafa horfið úr stéttinni á aðeins þremur mánuð- um.“ í viðtali við blaðið sagði Ólaf- ur að sér þætti fækkun sjúkraliða grafalvarlegt mál. „Þessi flótti bæt- ist ofan á litla endurnýjun í stétt- inni og því enn meira tjón af því að missa duglega sjúkraliða út úr heil- brigðisþjónustunni.“ Ólafur ítrek- ÚR RÁÐHÚSI REYKJAVÍKUR Á pöllunum Ráðhússins voru bæði sjúkra- liðar og tónlistarkennarar sem einnig eiga í kjaradeilu og stóð klapp áheyrenda í um hálfa mínútu eftir að Olafur hafði lokið máli sínu. aði að ár væri liðið síðan samningar sjúkraliða voru lausir og þeir því í raun neyðst til að grípa til verk- fallsvopnsins. „Hvort er betri fjár- festing: að verja milljörðum króna í óþarfa og rándýra yfirbyggingu í utanríkisþjónustunni eða verja litl- um hluta af þessu til vægast sagt nauðsynlegra breytinga á kjörum sjúkraliða, til að stéttin þurrkist ekki út?“ ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.