Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.11.2001, Blaðsíða 14
FRÉTTABLAÐIÐ KNATTSPYRNA 14 MEISTARADEILDIN: STYRKLEIKAFLOKKAR FLOKKUR I FLOKKUR I LIÐ Real Madrid Juventus Barcelona Bayern Munchen LIÐ Liverpool Panathinaikos Nantes Deportivo FLOKKUR3 FLOKKUR4 LIÐ LIÐ Manchester United Roma Arsenal Bayer Leverkusen Galatasary Sparta Prag Porto Boavista Ísland-Noregur: Norðmenn með sitt sterkasta lið staðið sig frábærlega að und- anförnu. Landsliðið hittist síðast fyr- ir fimm mánuðum og segir Guðmundur leikina eiga eftir að verða erfiða. „Norðmennirnir koma með sitt besta lið að ég held. Níu af þeim spila í þýsku deildinni og markvörðurinn á Spáni þannig að þeir eru með mjög gott lið. Ég held að þetta sé sterkasta lið sem þeir hafi átt í lengri tíma.“ Leikur númer tvö verður á Ak- ureyri á laugardag og hefst klukk- an 14.00 en þriðji og síðasti leikur- inn verður í Laugardalshöll á sunnudag klukkan 20.30. ■ HANDKNATTLEIKUR fslenska landsliðið í handknattleik mæt- ir því norska í þrígang um helgina og fer fyrsti leikurinn fram í Kaplakrika í kvöld klukkan 20.30. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálf- ari, hefur valið átján manna leikmannahóp og spila flestir leikmennirnir með félagsliðum hér heima. „Að hluta til erum við með okkar sterkasta lið en það vantar einhverja inní þetta. Ég tók fjóra kornunga stráka inn í hópinn en aðal hugmyndin er að leyfa þeim að kynnast þessu. Þetta er meira hugsað til framtíðar." SNORRI GUÐJÓNSSON Einn af fjórum nýliðum landsliðsins. Nýliðarnir eru þeir Snorri Guð- jónsson Val, Bjarki Sigurðsson Val, Markús Máni Mikaelsson Val og Arnór Atlason KA en þeir hafa 2. nóvemer 2001 FÖSTUDAGUR LANPSLIÐSHÓPUR ÍSLANPS: MARKVERÐIR: Birkir Ivar Guðmundsson Magnús Sigmundsson Revnir Revnisson Stjarnan Haukar UMFA HORNAMENN OG LÍNUMENN: Guðjón Valur Sigurðsson Essen Bjarki Sigurðsson Valur Einar Örn Jónsson Haukar Gústaf Bjarnason Sigfús Sigurðsson Minden Vatur ÚTILEIKMENN: Patrekur Jóhannesson Bjarki Sigurðsson Essen UMFA Ólafur Stefánsson Rúnar Sigtryggsson Snorri Guðjónsson Magdeburg Haukar Valur Arnór Atlason Aron Kristjánsson Magnús Sigurðsson Markús Máni Mikaelson KA Haukar Stjarnan Valur „Coppell hefur breytt öllu“ Olafur Gottskálksson og Ivar Ingimarsson hafa leikið vel með Brentford sem situr í efsta sæti ensku 2. deildarinnar. Olafur sagðist hafa heyrt af áhuga annarra liða á sér en að hann væri ekki að hugsa sér til hreyfings. BARÁTTUNAGLI Ólafur hefur fengið mikið lof í enskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína með Brentford. Meistaradeildin: Ensku liðin í meðallagi KNATTSPYRNA í dag verður dregið í milliriðla í Meistaradeild Evrópu. UEFA setti Bayern Munchen, Real Madrid, Barcelona og Juventus í 1. styrkleikaflokk en ensku liðin þrjú eru í 2. og 3. Það kemur ekki á óvart að Liverpool er riðli ofar en Man. United og Arsenal en liðið stóð sig frábær- lega í fyrravetur og nú í ár. í hverjum riðli verða fjögur lið, eitt úr hverjum styrkleikaflokki. Lið sem eru frá sama landi eða mætt- ust í 1. umferð geta ekki mæst. ■ IJEFA keppnin: Hermann og Eyjólfur skora knattspyrna Eyjólfur Sverrisson var í stuði með Hertha Berlin á móti Viking í Evrópukeppni félags- liða í gær. Hann skoraði seinna mark liðsins í 2-0 sigri auk þess að skora mark, sem var dæmt af. Lið- ið tryggði sér sæti í 3. umferð. Það gerðu Hermann Hreiðarsson og fé- lagar í Ipswich einnig með 3-1 sigri á móti Helsingborg. Hermann skor- aði fyrsta mark Ipswich. Chelsea datt hinsvegar úr keppni. Liðið var í stöðugri sókn, með Eið Smára Guðjohnsen í fremstu línu, en gerði 1-1 jafntefli á móti Hap. Tel Aviv. ■ KNATTSPYRNA Brentford hefur kom- ið mjög á óvart það sem af er þessu tímabili og situr í efsta sæti ensku 2. deildarinnar, en liðið hafnaði í 17. sæti í fyrra. Tveir ís- lendingar leika með liðinu þeir Ólafur Gottskálksson markvörður og ívar Ingimarsson miðvallar- leikmaður. Þeir eru báðir fasta- menn í liðinu og hafa báðir staðið sig mjög vel. Ólafur, sem er 33 ára gamall, gekk til liðs við Brentford í fyrra frá Hibernian í Skotlandi. í samtali við Fréttablaðið sagði hann að dvölin hjá liðinu hefði ver- ið mjög lærdómsrík. Hann væri elstur í liðinu, sem væri reyndar mjög ungt. „Þetta er enginn risaklúbbur heldur frekar klúbbur sem tekur inn unga stráka, elur þá upp og sel- ur þá síðan til stærri liða,“ sagði Ólafur. „Þetta gekk svona upp og ofan í fyrra en við höfum náð að smella saman í ár. Það urðu í raun ekki miklar breytingar á leikmanna- hópnum í sumar. Við fengum tvo nýja leikmenn og svo kom reyndar nýr framkvæmdastjóri með nýtt starfsfólk." Steve Coppell, fyrrverandi leik- maður Man. Utd. og enskur lands- liðsmaður, er nú framkvæmda- stjóri Brentford, en hann hefur áður stjórnað Crystal Palace og Manchester City. „Coppell hefur breytt öllu. Hann er mikill „boss“ og menn bera allir mikla virðingu fyrir hon- um og vilja leggja sig fram í návist hans. Allar æfingar og allt í kring- um liðið er orðið miklu fagmann- legra. Það var svona létt yfir þessu í fyrra en nú eru æfingarnar orðna miklu erfiðari. Hann er mjög taktískur þjálfari sem kortleggur alla andstæðinga fyrir leiki.“ Ólafur sagði að liðið væri nú að uppskera samkvæmt þessari und- irbúningsvinnu þjálfarans og góð- um æfingum. Leikmennirnir væru í mjög góðu líkamlegu ástandi og sagði hann að það væri kannski helsti styrkleiki liðsins. „Við náum að keyra út allan tím- ann. Við höfum oft lent undir en alltaf náð að koma tilbaka. Það skiptir gríðarlegu máli í þessari deild að menn séu í góðu formi. Þetta eru 46 leikir og mjög hraður bolti. Helsti veikleiki liðsins er lítil breidd því við höfum verið að keyra þetta mikið á sömu leikmönnunum." Auk Brentford sagðist Ólafur telja að Bristol City og Stoke City væru með bestu lið deildarinnar. Þann 10. nóvember sækir Brent- ford Stoke heim og sagði Ólafur að sér litist þokkalega á leikinn. Reyndar yrði Brentford án fjög- urra lykilmanna, sem væru í leik- banni. Maðurinn og ferillinn NAFN: Ólafur Gott- skálksson FÆDDUR: 12. mars 1968 FERILL: Keflavík til 1987 -KA 1987-1988 -ÍA 1988-1990 -KR 1990-1994 -Keflavík 1994-1997 -Hibernian 1997-2000 -Brentford 2000-? LANDSLEIKIR: A-lið 9 -U21 7 -UI8 1 : MAKI: Marta Guðmundsdóttir BÖRN: Andrea Björt 6 ára UPPÁHALDS MATUR: I íslenskt lambalæri UPPÁHALDS HLJÓMSVEIT: Eagles UPPÁHALDS LEIKARI: Meg Ryan BESTI KNATTSPYRNUMAÐUR HEIMS: Zinedine Zidane BESTI MARKVÖRÐUR HEIMS: Peter Schmeichel __________________________________I Ólafur er sáttur við eigin frammistöðu enda með góða vörn fyrir framan sig og í góðri æfingu. Hann sagðist aðeins hafa heyrt af áhuga annarra liða á að kaupa hann en í raun væri hann lítið að spá í það því honum liði mjög vel hjá Brent- ford og væri samningsbundinn lið- inu til 2003. Hann sagði líka gott að hafa annan íslending hjá liðinu - ívar væri „toppmaður." Ólafur er ekki farinn að huga að því að leggja skóna á hilluna þó hann sé 33 ára, enda spila leikmenn, sérstaklega markmenn, lengur í dag. Hann sagðist ætla að halda áfram á meðan hann hefði heilsu til. trausti@frettabladid.is Lagersala í Rafha húsinu Hafnarfirði. 2.-4. nóvember. Opið frá 11.00 - 18.00 Mikið úrval af vídeóspólum. Nýjum sem notuðum. Eitt verð 300 kr. Lína Langsokkur Löggulíf og Skýjahöllin. Ótrúlegt úrval af öðrum bíómyndum. Tannburstar, sápur og snyrtivörur á 50 krónur. Einnig mikið úrval af gjafavörum. Upplýsingar í síma 869 8171 ’ Kíttisprautur Borvélar Skrúfjám Verkfæri % Lyklasett Juðarar Tappar Háþrýstidælur Smiðjuvegi 5 1200 Kópavogur | Simi 544 20201 www.hrim.is | hrim@vortex.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.