Fréttablaðið - 12.11.2001, Síða 12

Fréttablaðið - 12.11.2001, Síða 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 12. nóvember 2001 MÁNUDAGUR PIN-númer í hraðbönkum: Ekki eins örugg og áður var talið Framkvæmdaleyfis ekki krafist: Má rækta sinn skóg skipulacsmál Bóndi einn í Borgar- firði þarf ekki sérstakt fram- kvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar nytjaskógræktar á 26 hekturum af landi sínu. Bóndinn hefur þegar hafið ræktunina á 5 hekturum lands en Skipulagsstofnun taldi áform hans svo umfangsmikil að þau út- heimtu sérstakt framkvæmdaleyfi enda hefðu þau talsverð umhverfis- áhrif. Bóndinn skaut þá málinu til úrskurðamefndar um skipulags- og byggingarmál sem komst að fyrr- greindri niðurstöðu. Þess má geta að í svæðisskipulagi er gert ráð fyr- ir skógrækt á umræddu landi. ■ ÖRYGGISMÁL Alvarlegur galli hefur greinst í því tölvukerfi sem notað er til að vernda PIN-númer þeirra fjölmörgu einstaklinga sem taka reiðufé út úr hraðbönkum. Sam- kvæmt öryggissérfræðingum við háskólann í Cambridge, er auðvelt að misnota kerfið. Vara þeir við því að óheiðarlegir bankastarfsmenn, geti misnotað veikleika þessa og dregið til sín peninga af annarra manna reikningum. í hvert skipti sem hraðbanki er notaður er flókinni tækni beitt til að vernda þær upplýsingar sem ber- ast frá bankanum til tölvunnar sem býr yfir upplýsingum um alla reikninga. Við þessa aðgerð er sér- stakt dulmálskerfi notað sem rugl- ar þær upplýsingar sem stimplaðar eru inn í bankann þannig að ekki sé hægt að misnota þær. Kerfið virðist þó alls ekki vera eins öruggt og talið hefur verið. „Það sem áður taldist sterkasti hlekkurinn I keðj- unni er nú orðinn einn sá veikasti," HRAÐBANKI Dulmálskerfið sem notað er til að rugla PIN-númerin sem stimpluð eru inn í hraðbönkum eru gallað. segir Michael Bond, annar öryggis- sérfræðinganna í samtali við BBC. Að hans sögn er hægt að brjótast inn í kerfið á aðeins 24 klukku- stundum. „Dulmálskerfið er mátt- arstoð bankaheimsins í dag,“ segir Bond. „Flest dulmálskerfi eru búin til eftir sömu forskrift og ættu því að eiga við sömu vandamál að stríða víða annars staðar,“ bætti hann við. Iiefur hann, ásamt sam- starfsmanni sínum, hvatt banka í Bretlandi til að endurskoða örygg- isráðstafanir sínar sem fyrst til að tryggja öryggi viðskiptavina sinna í framtíðinni. ■ KOSIÐ I BULGARÍU Öldruð búlgörsk kona mætti á kjörstað í gær til að velja á milli sex frambjóðenda til forseta. Kosningar í Búlgaríu: Lítil kjör- sókn tefur niðurstöðu SOFÍU, BÚLGflRÍu,flP. Almenningur í Búlgaríu sýndi forsetakosningun- um sem fram fóru í landinu í gær lítinn áhuga. Fólk er óánægt með svikin loforð pólitísku stéttarinn- ar í landinu um bætt lífsskilyrði. Talið hefur verið að Petar Stoyanov, sitjandi forseti, ætti ör- uggt endurkjör í vændum og héldi þar með embætti næstu fimm árin. Síðustu kannanir töldu hins vegar ólíklegt að kjörsökn næði 50% eins og skilyrði er til þess að forseti teljist rétt kjörinn í fyrstu umferð. Gangi það eftir þarf aðra umferð kosninga þann 18. nóvem- ber næstkomandi. ■ Þarf að greiða 700.000 kr. til að fá lækningu Tara Sif Þrastardóttir er efnileg í handbolta. Hún sleit krossband á vinstra hné fyrir um tveimur árum og á hægra hné í síðasta mánuði. Það kostar 700 þúsund krónur að fá lækningu. „Maður botnar eíginlega ekk- ert í hvernig heilbrigðis- kerfið virkar." heilbrigðismál Þeir sem stunda íþróttir geta alltaf lent í því að meiðast, jafnvel illa. Tara Sif Þrastardóttir var afar efnileg í handbolta. Hún sleit krossband á vinstra hné fyrir um tveimur árum og á hægra hné í síðasta mánuði. Krossbandsaðgerðir hafa ekki verið gerðar á sjúkrahúsum um skeið. Hægt er að láta gera að- gerðina á stofu en þá kostar hún ^ 350.000 kr. á hvort hné. Ástæðan er sú að engir samn- ingar gilda milli bæklunarlækna og Tryggingarstofn- unar ríkisins þan- —♦— nig að sjúklingur þarf að greiða kostnaðinn að fullu.Tara Sif sleit fremra krossband vinstra megin á íþróttaæfingu árið 1999 og nú í október slitnaði hægra krossband á æfingu hjá sama félagi. Slitin krossbönd eru alvarleg meiðsl sem ekki verða læknuð nema með aðgerð. Krossbandsaðgerðir hafa til skamms tíma ekki verið gerðar á sjúkrahúsum. „Það er ekki byrj- að að gera þessar aðgerðir en það er víst einhver hreyfing á því,“ segir Frigg Þorvaldsdóttir, móðir Töru. „En maður veit að það eru biðlistar." Hinn kosturinn er að láta gera aðgerðina á stofu en þá þarf sjúklingur sjálfur að standa straum að öllum kostnaði. „Mér skilst að það séu engir samningar milli bæklunarlækna sem starfa utan sjúkrahúss og Trygginga- stofnunar og mér skilst líka að fær stúlkan ekki sömu trygging- arvernd og þeir sem eru orðnir 16 ára. „Ef hún væri orðin 16 ára hefði spelkan sem hún er með á vinstri fæti verið greidd að fullu en hún er ekki greidd nema 70%.“ Frigg undrast að svona margt skuli miðast við 16 ára aldurinn. „Mér finnst engin virðing vera borin fyrir börnunum okkar,“ seg- ir hún. steinunn@frettabladid.is Fjölskyldu- og slysatrygg- ingar tryggingafélaga: Taka ekki til kostnaðar ÚR LEIK - AÐ MINNSTA KOSTI í BILI Tara Sif Þrastardóttir getur stundað neinar íþróttir núna þannig að ekki horfir vel um fram- tíð hennar á því sviði. þeir séu ekki að fara að semja.“ Frigg segir það koma dóttur sinni til bjargar nú að hún hafi verið dugleg að þjálfa upp vinstri fótinn eftir fyrra krossbandsslit- ið. „Það þýðir að fóturinn á henni er þá ekki alltaf að ganga til. Sem betur fer gerði hún þetta því hún væri bara fótalaus í dag ef hún hefði ekki verið svona dugleg.“ Stúlkan er nýkomin úr speglun á hægra hné og er að sögn, móður sinnar draghölt og gengur við hækjur. Frigg segir lækni dóttur henn- ar leggja áherslu á að eitthvað fari að gerast í málunum nú þegar hún er meidd á báðum fótum því þá megi engu muna. „Það þarf svo lítið til að hnén klikki, ekki nema bara að labba eða snúa aðeins vit- laust.“ Frigg segir að það eina sem hægt sé að hugga sig við í stöð- unni sé að stelpan sé ekki enn hætt að stækka þannig að binda megi vonir við að kerfið verði orð- ið aðgengilegra þegar hún getur farið í aðgerðina. „Maður botnar eiginlega ekkert í hvernig heil- brigðiskerfið virkar,“ segir hún. Til að bæta gráu ofan á svart vegna aðgerða tryggingar Flestar fjölskyldu- tryggingar ná til barna yngri en 16 ára við íþróttaiðkun. Hins vegar taka slíkar tryggingar og aðrar frítímaslysatrygging að- eins á fjórum bótaþáttum, dánar- bótum, varanlegri örorku, tíma- bundnum missi starfsorku vegna frítímaslyss og tannbrota. Kostn- aður vegna aðgerða er því ekki innifalinn í fjölskyldu- og slysa- tryggingum. Flest íþróttafélög tryggja að- eins meistaraflokka sína en um þær tryggingar gildir það sama og í fjölskyldu- og slysatrygging- ar, að tryggingin nær ekki yfir kostnað vegna aðgerða. ■ Misstu ekki af ! Óðum fækkar lausum tímum í barna- og fjölskyldumyndatökur fyrir jól. Myndir í nýju ökuskírteinin alla virka daga, opið í hádeginu. Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs Nóvembertilboð 30% afsláttur veittur af klippingum með lit, strípur eða permanent Papilla Hársnyrtistofa Laugarvegi 25 Sími: 551-7144 Hægt að draga úr einelti um 70% með norskri aðferð: Einelti er árás en ekki ágrc einelti Ekki er svo langt síðan að lit- ið var á einelti sem eðlilegan hluta þess að vaxa úr grasi og ganga í skóla. Augu manna eru þó stöðugt að opnast betur fyrir því að einelti er samfélagsmein sem leitast verð- ur við að uppræta. Dan Olweus er prófessor við Háskólann í Björgvin í Noregi. Hann hefur unnið að rann- sóknum á einelti í áratugi og er höf- undur aðgerðaáætlunar gegn ein- elti í skólum. Einelti virðist, að sögn Dans Olweus viðgangast í öllum heimin- um, óháð menningu. Einelti er talið vaxandi vandamál og skýrir Olweus það með minnkandi tíma sem fullorðnir verja með börnum sínum og ótryggari fjölskyldubönd- um, auk þess sem hann varar við að gera of lítið úr áhrifum ofbeldis- mynda sem börn horfa á. Olweus leggur áherslu á að ein- elti er ekki ágreiningur heldur árás FRUMKVÖÐULL f RANNSÓKNUM Á EINELTI Dan Olweus hóf rannsóknir sínar á einelti 1970. Sú rannsókn er almennt talin fyrsta vfsindalega rannsóknin á fyrirbærinu einelti I heimi en niðurstöður hennar komu út á bók árið 1973. og þess vegna verður að vinna með það sem slíkt. Ef tilraun er gerð til að miðla málum er ekki tekin af- staða gegn eineltinu sem að hans mati er nauðsynleg því skólinn verður að gefa skýr skilaboð um að einelti sé ekki liðið. Aðgerðaáætlun Olweus gegn einelti varð til á níunda áratugnum og hefur verið í þróun síðan. Hún hefur verið notuð víða um heim og samkvæmt rannsóknum í Noregi er árangur frá 30 upp í 70 % þar sem unnið hefur verið eftir áætluninni. „Ég lít ekki svo á að ekki sé hægt að ná meira 70% árangri," segir Dan Olweus en hann telur að einelti verði ekki leyst í eitt skipti fyrir öll heldur sé það málefni sem alltaf verði að vera til viðbrögð við. „Þetta má því ekki vera átak heldur verður þetta að vera hluti af dag- legu starfi skólans." Olweus telur mikilvægt að áður en hafist sé handa við að vinna gegn einelti í skóla hafi menn yfirsýn yfir málið í hverjum skóla fyrir sig. „Komast þarf að því hvert umfang

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.