Fréttablaðið - 12.11.2001, Side 19
MÁNUDAGUR 12. nóvember 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
Truman Gapote:
Aðrar
raddir,
aðrir staðir
nýjar bækur Bókin Aðrar raddir,
aðrir staðir eftir Ti-uman Capote
er komin út hjá bókaútgáfunni
Muninn. Höfundur var aðeins 24
ára gamall þegar þessi fyrsta bók
hans kom út, en hún vakti strax
heimsathygli við útkomu. í þess-
ari dulmögnuðu skáldsögu segir
frá 13 ára dreng, Jóel Know, sem
leita föður síns á niðurníddri
plantekru í miðju Suðurríkja
Bandaríkjanna, stað þar sem
NÝ SKÁLD-
SAGA
Sagan er rituð í
töfraraunsæisstíl.
furðulegir og afkáralegir einstak-
lingar eru við hvert fótmál og
upplausnin og geðsýkin eru
skammt undir yfirborðinu. And-
rúmsloft sögunnar er að hálfu
leyti martröð, að hálfu leyti ævin-
týri. Vegna þeirra áhrifa er Jóel
verður fyrir af þessu umhverfi,
kveður hann senn barnæsku sína
og nær þroska og þrótti til að líta
tilveruna augum fullvaxta manns.
Höfundur ritar formála að sög-
unni. Atli Magnússon þýddi. ■
Ný bamabók:
Klukkan sem
gekk eins og
henni sýndist
nýjar bækur Klukkan sem gekk
eins og henni sýndist eftir Per
Nilsson er komin út í þýðingu Sig-
rúnar Árnadóttur.
Fyrir þann sem kann á klukku
er einfalt að passa tímann, mæta á
réttum tíma í skólann og missa
ekki af barnasjónvarpinu. En
hvað ef maður á klukku sem ekki
er hægt að stóla á? Klukkan sem
gekk eins og henni sýndist er
hressandi lesning fyrir krakka frá
6 ára aldri.Myndir gerði Eva Lind-
ström. Bókin er 94 bls. Mál og
menning gefur út. ■
opin mánudaga til föstudaga kl 13 til 18
og laugardaga 13 til 16 og henni lýkur
21. nóvember.
Megas í Nýlistasafninu. Til sýnis er
sjaldséð myndlist Megasar í ýmsum
miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin
stendur til 30. nóvember.
Myndlistarsýning á vegum WHO, Hvr-
ópudeild Alþjóða Heilbrigðisstofnun-
innar stendur yfir í Hafnarborg.
20 framsæknir listamenn í Evrópu hafa
verið fengnir til starfa í því augnamiði að
hvetja fólk til að leita sér aðstoðar við
að hætta reykingum. Sýningin er opin
alla daga nema þriðjudaga frá kl 11 til
17 og henni lýkur 12 nóvember.
Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóðar-
bókhlöðunni. Þetta er fjórða sýningin í
sýningaröðinni Fellingar sem er sam-
starfsverkefni Kvennasögusafnsins,
Landsbókasafns íslands - Háskólabóka-
safns og 13 starfandi myndlistarkvenna.
Opnunartími Kvennasögusafnsins er
milli klukkan 9 og 17 virka daga og eru
allir velkomnir.
Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn-
ingar á verkum Ásmundar Sveinssonar
í Listasafni Reykjavíkur, Ásmundar-
safni. Á sýningunni eru verk sem span-
na allan feril listamannsins. Safnið er
opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til
10. febrúar á næsta ári.
------- . • ...—♦------
TOMAS TRANSTRÖMER
Hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir
skáldskap sinn.
Ein mest selda ljóðabók í
Svíþjóð:
Sorgar-
gondóll og
fleiri ljóð
nýjar bækur Ljóðabókin Sorgar-
gondóll og fleiri ljóð eftir Tomas
Ti-anströmer í þýðingu Ingibjarg-
ar Haraldsdóttur er komin út hjá
Máli og menningu. Tomas Tran-
strömer er höfuðskáld Svía og
nýtur þar meiri vinsælda en dæmi
eru um ljóðskáld nú á dögum.
Hann gaf út fyrstu ljóðabók sína
árið 1954 og eftir það fjölda ljóða-
bóka auk minningabókar. Ljóð
hans hafa verið þýdd á 51 tungu-
mál, og er hann án efa mest lesna
norræna ljóðskáld samtímans.
Tornas hefur hlotið fjölda viður-
kenninga, m.a. Bókmenntaverð-
laun Norðurlandaráðs og norræn
verðlaun Sænsku Akademíunnar.
Þessi bók Sorgai'gondóllinn hefur
hlotið verðlaun í Svíþjóð sem
besta skáldverk ársins og er ein
mest selda ljóðabók allra tíma í
Svíþjóð.
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld-
kona er löngu orðin þekkt sem
einn vandaðasti þýðandi okkar.
Auk þess er í þessari bók sérstak-
ur viðauki sem geymir nokkur
nýrri ljóð Tomasar Ti'anströmers,
sem hann sendi Ingibjörgu sér-
staklega.
Bókin er 56 síður. Kápuna
prýðir málverk eftir listmálarann
Georg Guðna. ■
J MðSASKIPTUNUM^
Norræna bókasafnavikan
12.-18. nóvember
Orð og tónar í norðri
norræn Ijóðlist, norræn vísnahefð og
h norræn tónlist í öndvegi
Mánudagur 12. nóvember kl. 18:00
Norræn vísnatónlist í Borgarbókasafni:
Aðalsafn Grófarhúsi: Menn frá Kleifum
Borgarbókasafnið í Gerðubergi: Tríó Hafdísar
Foldasafn í Grafarvogskirkju: Ásgeir Páll Ágústsson
Kringlusafn í Borgarleikhúsi: Stúlkur úr Vox Feminae
Sólheimasafn, Sólheimum 27: Kór Menntaskólans við Sund
Aðgangur ókeypis og allir velkomnir
Föstudagur 16. nóvember
Gerðuberg kl. 15:00: Rýmnaflæðismeistararnir Igore rappa
Seljasafn kl. 15:00: Gunnhildur Hrólfsdóttir segir börnum sögu
Sólheimasafn kl. 17:30: Gunnhildur Hrólfsdóttir les úr nýrri
verðlaunabók sinni Sjáumst aftur...
Laugardagur 17. nóvember kl. 14:00
Kringlusafn: Barnakór Bústaðakirkju syngur
Sunnudagur 18. nóvember kl. 15:00
Aðalsafn Grófarhúsi: Nordenom, norrænn vísnakvartett
leikur á Reykjavíkurtorgi
í aðalsafni og Kringlusafni verða piparkökusögustundir alla vikuna
í vikunni fá gestir safnsins Ijóð Jónasar Hallgímssonar
Ástkæra, ylhýra málið með sér heim
------------------------ m
BORGARBÓKASAFN
REYKJAVÍKUR
* 5 JÓNARHÓLL
Tvenn qleraugu Eitt verð
KynniS ykkur ótrúlegt tilboðið
Reykj avíkurvegi 22, Hafnarfirði 565-5970
#
*
* . * #
• *
UðS í NIYRKRI
Vetrarhátíð Reykjavíkur
27.2.-3.3. 2002
Hugmyndasamkeppni
Leitað er eftir hugmyndum að viðburðum, sýn-
ingum eða öðrum verkefnum fyrir alla aldurshópa.
Tilefnið er vetrarhátíð sem haldin verður í mið-
borginni og Laugardalnum, bæði innandyra og
utan, dagana 27. febrúar til 3. mars 2002. Hátíðin
verður helguð Ijósi og orku og hefur hún hlotið
heitið „Ljós í myrkri“.
Um keppnina:
Allir hafa þátttökurétt en nemendur á öllum
skólastigum eru sérstaklega hvattir til þátttöku.
Hugmyndirnar geta t.d. verið á sviði lista, tækni
útivistar, íþrótta, fræða eða hönnunar. Fram þurfa
að koma lýsing á viðburði, möguleg staðsetning
og markhópur.
Veitt verða þrenn verðlaun. Fyrstu verðlaun að
upphæð 50.000 kr., önnur verðlaun 35.000 kr. og
þriðju verðlaun 25.000 kr. Auk þess verða greiddar
10.000 kr. fyrir þær hugmyndir sem ekki hijóta
verðlaun en verða nýttar.
Stýrihópur hátíðarinnar metur innsendar tillögur
i og ákveður hverjar þeirra hljóta verðlaun. Tillögur
sendist undir dulnefni til Ráðhúss Reykjavíkur
l merktar „Ljós í myrkri" fyrir 1. desember nk. Hverri
| tillögu skal fylgja lokað umslag sem inniheldur nafn
1 sendanda.
sp
FRÁ REYKJAVÍKURBORG