Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 1
FÓLK Ekki mikill glamúr bls 22 MENNING Tónlist úr öllum áttum bls 18 HEiLSUGÆSLA Bara bráðaaðgerðir bls 8 FRETTAB S M A R I N N Fasteignasala SÍMI 564 6655 144. tölublað - 1. árgangur Þverholtí 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 14. nóvember 2001 Ráðherra gefur út bók BÓKAÚTGÁFA BjÖm Bjarnason mennta- málaráðherra er að gefa út bók, sem heitir í hita kalda stríðsins, og hefur að geyma safn greina Björns um tilefni af útkomu hennar verður fundur kl. 17.15 á Hótel Sögu þar sem Björn fylgir verkinu úr hlaði. Jakob Ásgeirsson útgáfustjóri, Albert Jónsson, stjórnmálafræðingur og Ásgeir Sverrisson blaðamaður spjalla ein- nig um bókina. |veðrTðTpac| REYKIAVlK Hæg vestlæg átt, 3-5 m/s og dálitil súld en úrkomulítið síðdegis. Hiti 5 til 8 stig. ísafjörður VINDUR © 8-13 ÚRKOMA Skúrir HITI Os Akureyri © 5-8 Skýjað 05 Egilsstaðir © 5-8 Skýjað 05 Vestmannaeyjar © 4-5 Súld 05 Hvað kostar hollustan? vehblag ASÍ og Manneldisráð kynna í dag niðurstöður könnunar sinnar á kostnaði við að fylg- ja ráðleggingum um hollustu í mataræði. Könnunin miðaðist við tvær matarkörfur; í annarri voru hollustuvörur en í hinni al- gengustu neysluvörur. Verðið var svo kannað í matvöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Sungið gegn verkfalli tónleikar Óperukórinn ætlar að syngja fyrir samninganefnd Launa- nefndar sveitarfélaga, tónlistar- skólakennara og sáttasemjara svo og aðra áhugasama í Karphúsinu kl. 13.30 í dag. Með tónleikunum vill kórinn hvetja til samninga í deilu tónlistarkennara. KVÖLPIÐ í KVÖLDí Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 IFJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VAR FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. utanríkismál. í Segir gagnrýni á stjórn hafa leitt til uppsagnar Framkvæmdastjóra Sólheima í Grímsnesi sagt upp störfum og gert að rýma skrifstofu sína strax. Segir samanburðarkönnun sína á kostnaði við umönnun fatlaðra á Sólheimum og annars staðar undirrót uppsagnar. Stjórnarmenn vilja ekki tjá sig uppsögn Birni Hermannssyni, framkvæmdastjóra Sólheima í Grímsnesi, var sagt upp störfum + í gær að ákvörðun stjórnar Sólheima og gert að rýma skrifstofu sína strax og íbúð sína á staðnum innan þriggja daga. „Það virðist hafa farið fyrir brjóstið á —♦— stjórnarformann- inum þegar ég benti honum á að mér fyndist bæði stjórn- og um- sýsla Sólheima ekki í lagi,“ sagði Mér virðist sem stjórnend- ur hafi á undan- förnum árum misst sjónar á málefnum vist- manna Björn í samtali við Fréttablaðið um ástæður uppsagnar sinna. Björn sagði að sér hefðu verið gefnir þrír kostir á uppsögn, að gera starfslokasamning, segja upp störfum sjálfur eða sæta uppsögn. „Ég hafði enga ástæðu til að segja upp störfum sjálfur þar sem ég tel mig hafa fullkomlega hreina samvisku gagnvart öllum á Sólheimum. Ég tel mig með málefnalegum hætti hafa rætt hagsmuni fatlaðra íbúa og starfs- manna á Sólheimum en mér virð- ist sem stjórnendur hafi á undan- förnum árum misst sjónar á mál- efnum vistmanna. Þessi umræða var greinilega ekki vel liðin og því fór sem fór og mér gert að yf- irgefa skrifstofu mína samstund- is.“ Björn sagði að þegar gerð hafi verið samanburðarkönnun á kostnaði fatlaðra vegna búsetu á Sólheimum miðað við kostnað fatlaðra annars staðar virðist sú könnun meðal annars hafa farið mjög fyrir brjóstið á stjórnarfor- manninum. Björn tók við framkvæmda- stjórastarfinu 15. ágúst sl. „Það IBÚAR KABÚL FAGNA íbúar í Kabúl, höfuðborgar Afganistan, þustu út á götur til að fagna her Norðurbandalagsins í gærmorgun, er hermenn liðsins hafa haldið innreið í fjölmörg vígi talibana undanfarna daga. Norðurbandalagið vill viðræður fylkinga í Afganistan um stjórn undir væng SÞ: Veldi talibana að hrynja KABÚL. ÍSLAMABAD. ap íbúar í Kabúl fögnuðu ákaft í gærmorgun þegar í ljós kom að talibanar höfðu yfir- gefið borgina í skjóli myrkurs. Norðurbandalagið mætti nánast engri fyrirstöðu þegar það hélt inn í borgina. Bandaríkjamenn höfðu gert harðar loftárásir fyrir norðan borgina til þess að auðvelda Norð- urbandalaginu inngöngu. Veldi talibana í Afganistan virð- ast vera að ljúka. Þeir virðist ein- nig vera að yfirgefa Kandahar í vestri og Jalalabad í austri, og eru þá fallnar allar helstu borgir landsins. Upplausnarástand ríkir í landinu og fréttir hafa borist um að hermenn talibana hafi verið teknir af lífi. Vegna óvissu um ástandið hefur flutningur hjálpar- gagna tafist þar sem ekki þykir tryggt að þau komist í réttar hend- ur. Talsmenn Norðurbandalagsins óskuðu í gær eftir viðræðum fylk- inga í landinu, annarra en talibana, um stjórn landsins undir hand- leiðslu Sameinuðu þjóðanna. Bandaríkjaforseti og fleiri leið- togar á Vesturlöndum fögnuðu fréttunum í gær. Bush hafði reynd- ar hvatt Norðurbandalagið til að fara ekki inn í Kabúl, heldur bíða fyrir utan borgina. Stjórnvöld í Pakistan ítrekuðu í gær þá afstöðu sína að víðtækt samkomulag verði að nást um næstu stjórn landsins en þau leggja áherslu á að Kabúl verði ekki undir vopnavaldi Norð- urbandalagsins. Stuðningsmenn Zaher Shah, fyrrverandi konungs landsins, telja sig svikna af innreið Norðurbandalagsins í Kabúl og sögðu að samkomulag hefði legið fyrir þess efnis að ekkert herlið færi inn í borgina eftir að taliban- ar væru hraktir frá völdum. Nánar bls. 4. er með miklum söknuðu að ég yf- irgef þetta góða fólk núna. Ég finn helst fyrir beiskju þegar ég hugsa til þess hvernig vinnu- brögð eru viðhöfð af stjórn Sól- heirna." Haft var samband við Pétur Sveinbjarnarson, stjórnarfor- mann, og sr. Valgeir Ástráðsson, sem á sæti í stjórninni. Vildi hvorugur þeirra tjá sig um málið. Sagði Valgeir uppsögnina hafa verið samdóma niðurstöðu stjórnarinnar að vel athuguðu máli. kolbrun@frettabladid.is 1 PETTA HELST | George W. Bush, Bandaríkja- forseti, hét því í gær að eyða tveimur þriðju hlutum lang- drægra kjarnavopna úr vopna- búri Bandaríkjanna á næsta ára- tug. Pútin, Rússlandsforseti, hét því að reyna að svara í sömu mynt. bls. 12. Fyrirtæki sem réði níu Litháa til starfa án atvinnuleyfis hef- ur áður verið staðið að því að ráða útlendinga til vinnu án þess að sækja um atvinnuleyfi fyrir þá. bls. 2. Lúðvík Bergvinsson alþingis- maður segir að fyrst Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra vilji ekki gefa þingheimi upplýs- ingar um sölu ríkisjarða, hljóti hann að hafa eitthvað að fela. bls. 4. K 1 N (; A Ltriv Til mikils að vinna!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.