Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 4
4 FRÉTTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR SVONA ERUM VIÐ VERÐBÓLGA SÍÐUSTU 11 MÁNUÐI Neysluverðsvísitalan, sem mælir verð- bólgu, hefur hækkað um 8,1% það sem af er árinu 2001, en hækkaði um að meðaltali 3,4% árlega frá 1998-2000. Meginmarkmið Seðiabankans frá því í vor hefur verið að draga úr þeirri þenslunni og gerir bankinn ráð fyrir 2,5% verðbólgu á árinu 2003 Stig 220] 219 | 218 ’ 217 -216 215 214 213 212 210 209 208 207 206 205 204 203 202 •'ö ..... jaa feb. mar. apr, ma( jún. júl. ág. sep. okt' nóv. JÓN KARL ÓLAFSSON Hækkum eða lækkum ef for- sendur breytast. Aukin iðgjöld Flugfélags íslands: 250 krónur af hverjum farþega samcöncur „Iðgjöld sem við greiðum fyrir tryggingar eru háð fjölda farþega. Nú er ljóst að kostnaðaraukning- in í ár verður um 80 milljónir króna og við teljum rétt að innleiða sjálfstætt 250 króna gjald sem leggst ofan á hvert fargjald," segir Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flug- félags íslands, og bætir því við að tryggingariðgjöld hafi tífaldast eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum. Til greina korni þó að hækka eða lækka gjaldið eftir því sem forsendur breytast, en miðað við núverandi rekstur muni 250 krónur á farþega duga til að mæta kostnaðinum. Jón Karl segir það undarlegt að tryggingariðgjöld hafi hækkað jafnmikið í íslensku innanlands- flugi og bandarísku. „Það er eng- inn greinarmunur gerður á því hvort flogið er til Grímseyjar eða bandarískrar stórborgar. Með fullri virðingu fyrir Grímsey sem áfangastað þá er augljóslega hætta á mun meira tjóni í stór- borginni." Hann segir hluta auk- inna iðgjalda vera greiddan til ríkisstjórnarinnar í samræmi við ábyrgð hennar. ■ Innkaiipastofnun um rerluna: Rætt við fast- eignasölur einkavæðinc Samþykkt var á stjórnarfundi Innkaupastofnunar Reykjavíkur að ræða við ákveðn- ar fasteignasölur vegna fyrirhug- aðrar sölu á Perlunni. Tveir borg- arfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við þessa afgreiðslu. Inn- kaupastofnun og forstjóri Orku- veitunnar eiga að hafa samvinnu um sölu Perlunnar. Jón G. Sandholt hjá Stóreign ehf, sem er ein þeirra fasteigna- sala sem á að ræða við, segir ýmsa hafa velt fyrir séi mögu- leikum á að kaupa Perluna. Hann reiknar með að setja sig í sam- band við Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar í vikunni til að ræða framgang málsins. Gíslj Gíslason hjá fasteignasöl- unni íslenskri auðlind ehf. segir málið algjörlega á frumstigi. Hann hafi sóst eftir viðræðum við fulltrúa Orkuveitunnar um kaup á Perlunni þar sem nokkrir af hans skjólstæðingum hafi lýst yfir áhuga á eigninni. Hins -vegar er enn óljóst hvernig söluferlið verði og á hvaða kjörum salan fari fram. ■ Sala ríkisjarða og farþegalistar flugmálastjórnar: Upplýsingum haldið frá þingmönnum alþinci „Ég stend við það að vilji Guðni ekki gefa þingmönnum upplýsingar um sölu ríkisjarða þá hljóti hann að hafa eitthvað að fela,“ segir Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, en hann tók þátt í hörðum umræðum um málið á þingi á mánudag. Hann segir viðbrögð ráðherra bera keim af nýlegum viðbrögðum stjórnarliða við beiðni Gísla S. Einarssonar um farþegalista flug- vélar Flugmálastjórnar og að mál- LÚÐVÍK BERG- VINSSON Erfitt að fá upplýs- ingar. GUÐNI ÁGÚSTSSON Ekki rétt að kjöl- draga pilt. inu sé ekki lokið af hálfu Samfylk- ingarþingmanna. „Það hafa verið mjög undarleg- ar hugmyndir uppi hjá stjórnar- liðum um að þingmenn hafi ekki meiri rétt til upplýsinga en al- menningur í landinu. Guðni Ágústsson fer út fyrir allan þjófa- bálk þegar hann neitar að gefa þingmönnum upplýsingar um sölu ríkisjarða og ber fyrir sig mann- réttindum og einhverju lögfræði- áliti.“ Lúðvík segir að upplýsing- ALÞINGI Þingmenn og ráðherrar hafa verið að takast á um aðgengi að upplýsingum. arnar liggi að stórum hluta fyrir í ríkisreikningum og þinglýsingar- bókum. „Þegar við förum fram á þessar upplýsingar verður að líta til þess þingmenn fara sameigin- lega með fjárveitingarvald en ekki einungis stjórnarliðar. Ég botna einfaldlega ekki í landbún- aðarráðherra í þessu máli.“ ■ Brottfor talibana fagnað í Kabúl Talibanar flúðu frá Kabúl, höfuðborg Afganistans í gær. Kathy Gannon, fréttamaður í Kabúl, lýsir fyrstu viðbrögðum íbúa borgarinnar. Sumir létu það verða sitt fyrsta verk að raka af sér skeggið. kabúl. ap Nýrakaðir karlmenn sáust nudda á sér vangana í Kabúl í gærmorgun. Eldri maður var bú- inn að snyrta á sér gráa skeggið og dansaði úti á götu við tónlist úr litlu kasettutæki sem hann hélt upp að eyranu. Ekki fór á milli mála að taliban- arnir voru farnir, og með þeim boð þeirra og bönn. Þeir höfðu bannað tónlist, bannað mönnum að skerða skegg sitt og bannað konum að sýna andlit sitt á almannafæri. „Ég þoldi ekki skeggið," sagði Amhed Shah, sem var fljótur að raka sig. „Mig klæjaði alltaf undan því.“ Margar konur voru ekki enn til- búnar að láta felubún- inginn lönd og leið. En margt benti þó til þess að sérstaklega yngri konur muni fljótlega fara að klæðast frjáls- legri fötum en hina hefðbundnu búrku, sem hylur allan lík- amann. Ein gerðist svo djörf að svipta af sér búrkunni í gömlum strætisvagni, en setti hana fljótlega á sig aft- ur. „Við ætlum að klæðast búrkunni áfram enn um sinn,“ sagði Mariam Jan. „Við vitum ekki ennþá hvaða fólk þetta er, sem er komið inn í borgina." Eiginmaður hennar, sem er tadjískur, sagði: „Þetta er okkar hefð. Við erum ekki viss hvort af henni verður látið.“ TÓNLIST í KABÚL Athygli manna I Kabúl beindist mjög að kassettutækinu, sem þessi gráskeggjaði maður dró upp úr pússi sínu. Úr tækinu hljómaði tónlist á fullum styrk, en þess konar hljóð hafa verið harðbönnuð f borginni undanfarin ár. RAKSTUR í KABÚL Ungir karlmenn í Kabúl fylgjast spenntir með þegar ummerkí talibanastjórnarinnar eru fjarlægð af andliti félaga þeirra á rakarastofu þar í borg. Sumir létu það verða sitt fyrsta verk að raka sig eftir að talibanar höfðu yfirgefið borgina. „Við erum frjáls!" hrópaði Noor Mohammed, gamli maðurinn sem dansaði með kasettutækið við eyrað. íbúar í Kabúl, höfuðborg Afganistan, nálguðust varlega her- bækistöðvar talibana og kíktu inn um dyrnar, sem stóðu opnar. „Eru þeir farnir?" hvíslaði fólk. Tvö lík lágu fyrir utan bækistöð hersins, sem er skammt frá gisti- húsi Sameinuðu þjóðanna. Þessi lík voru af aröbum, sem eru aðkomu- menn í landinu, höfðu barist gegn Sovétríkjunum á sínum tíma og börðust við hlið talibana. Þá mátti einnig sjá lík fimm Pakistana, sem lágu fyrir utan lögreglustöð í mið- borg Kabúl. Andstæðingar talibana höfðu náð Kabúl, höfuðborg landins, á sitt vald nánast án fyrirstöðu. Taliban- arnir höfðu sig einfaldlega á brott. Hermenn Norðurbandalagsins skutu sumir upp í loftið til að fagna sigrinum, en talibanar höfðu ráðið ríkjum í Kabúl frá því 1996. Loft- árásir Bandaríkjamanna höfðu greitt Norðurbandalaginu götuna inn í höfuðborgina, en sókn þeirra hófst fyrir alvöru á föstudag þegar þeir náðu borginni Masar-e-Sharif á sitt vald. Síðan hafa þeir unnið hvern sigurinn á fætur öðrum á talibönum, sem hafa hörfað jafnt og þétt. ■ Klébergsskóli á Kjalarnesi: Stjórnendurna í hamarshöggin íviENNTAivíái Nokkur sált virðisl hafa náðst um tilhögun og skipu- lag námsaðstöðu Klébergsskóla á Kjalarnesi. Forsvarsmenn for- eldrafélags skólans afhentu Sig- rúnu Magnúsdóttur, formanni fræðsluráðs Reykjavíkur, harðorð mótmæli fyrir helgi. Á mánudag átti hún svo fund með fulltrúum skóla, foreldra, og borgarinnar þar sem sæst var á nokkrar breyt- ingar til úrbóta. Sigþór Magnússon, skólastjóri Klébergsskóla, segir að skásti möguleikinn af mörgum í stöö- unni hafi orðið ofan á, en ekki stæði til að setja aukið fé í fram- kvænidirnar. „Kjarni málsins ei að reynt verður að taka í notkun stjórnunarhluta nýja hússins, en stjórnendurnir eru eiginlega eina fólkið sem á er leggjandi að vera í hamarshöggunum. Við það losna stofur sem nýta má til kennslu þar sem stjórnunaraðstaðan er núna,“ sagði hann og bætti við að til stæði að taka bygginguna í fulla notkun haustið 2003. Sigrún Magnúsdóttir, áréttaði í samtali við blaðið að menn hefðu ákveðinn ramma sem þyrfti að halda sig við og vinna eftir og reynt væri að gera það besta úr í hverju tilviki. „Fundurinn fór vel NÝJA SKÓLABYGGINGIN Skólastjóri Klébergsskóla segir nokkra óánægju á Kjalarnesi með að nýja skólabyggingin skuli ekki hafa fengið meiri forgang því það hafi verið hluti af sameiningarsamkomulagi Kjalarness og Reykjavíkur. fram og það var samkomulag um að byggingardeildin ynni að ákveðinni lausn í samvinnu við skólann og skólanefndina. Það varð mjög góð sátt um að taka höndum saman og gera það besta fyrir það sem við höfum úr' að spila,“ sagði hún. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.