Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 14. nóvember 2001 FRÍTTABLAÐIÐ Golfheimurinn: Casey valinn nýliði ársins í Evrópu golf Paul Casey, frá Englandi, var í gær valinn nýliði ársins í golf- heiminum í Evrópu, en verðlaun þessi eru kennd við Sir Henry Cotton. Casey, sem ér 24 ára, gerðist atvinnumaður í nóvember í fyrra og vann sinn fyrsta titil á skosku PGA mótaröðinni í ágúst og endaði í öðru sæti á the Great North Open. „Ég er mjög ánægður með verðlaunin," sagði Casey. „Maður fær bara eitt tækifæri til að vinna þau. Það er gaman að spila vel á fyrsta ári sínu sem atvinnumaður og ég held að það tíðkist nú að ungir golfarar komi fram á sjón- arsviðið og standi sig vel. Undir- búningurinn er betri nú og maður er búinn undir það að takast á við þá bestu.“ Meðal annara sem hafa unnið til verðlauna eru Jose Maria 01- azabal (1986), Sandy Lyle (1978) og Nick Faldo (1977) ■ PAUL CASEY Hann er annar Englendingurinn til að vinna til verðlaunanna en lan Poulter vann þau fyrir tveimur árum. 1S Man. Utd.: Keane fer ekki í uppskurð knattspyrna Roy Keane, miðvallarleikmaður Man. Utd., þarf ekki að gangast undir skurðað- gerð vegna hnémeiðsla sem hann hlaut í leik ír- lands og íran á laugar- daginn. Um tíma var ótt- ast að hann yrði frá í allt að þrjá mánuði, en Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Man. Utd., sagði að hann yrði jafnvel tilbúinn ROY KEANE Verður jafnvel með gegn Bayern Munchen. í leikinn gegn Bayern Munchen í Meistaradeild Evrópu í næstu viku. Keane hefur ekki far- ið í röntgenmyndatöku og sagði Ferguson að hann myndi ekki fara í hana. Það mun því í raun ekki skýrast fyrr en hann hefur leikið nokkra leiki hvort meiðslin muni draga einhvern dilk á eftir sér. ■ Besti knattspyrnumaður í Evrópu: Ellefu Frakkar tilnefndir BESTll KNATTSPYRNUMENN í EVRÓPU knattspyrna Ellefu franskir lands- liðsmenn eru á lista yfir þá 50 knattspyrnumenn sem tilnefndir eru af franska íþróttablaðinu France Football sem bestu knatt- spyrnumenn í Evrópu. Sex ítalir eru tilnefndir og fimm leikmenn frá Brasilíu og Englandi. Gullni boltinn verður afhentur við hátíðlega athöfn í næsta mán- uði en íþróttafréttamenn frá 51 landi taka þátt í kosningunni. Lík- legast þykir að Luis Figo, Zinedi- ne Zidane, Francesco Totti eða Michael Owen muni berjast um titilinn besti knattspyrnumaður í Evrópu. Athygli vekur að Ronaldo er ekki á listanum, en hann hefur verið meiddur lengi, sem og Christian Vieiri. ■ TOTTI (talinn Francesco Totti þykir sigurstranglegur 1 kjörinu um besta knattspyrnumann I Evrópu. mzsÞorc c^A/[óíe[ A/znuá. Nú fer hver að verða sfðastur að panta, þvf að senn koma jólin t>að má segja að jólahlaðborðlð _ 'n. þvf sú minnlng sem fólk hcfur um þatf"sceiraTll scm seg|a þarf og vlð höfum mctnað tll aö gera enn betur I ár. 51« hjá okkur í fyrra haff sleglo Frakkland: cg* Roberto Carlos (Real Madrid) Gabriel Batistuta (Roma) Vincent Candela k|| Ciovane Elber (Bayern Munich) Hernan Crespo (Lazio) (Roma) Cafu (Roma) Eric Carriere (Lvon) / Holiand: /Vi Marcel Desailly (Chelsea)^^ England: Jimmy F. Hasselbaink (|j| Fabien Barthez (Man. Utd.) Steven Gerrard (Liverpool) flflk\ (Chelsea) \ Thierry Henry (Arsenal) Michael Owen / \ Patrick Kluivert (Barcelona) Bixente Lizarazu (Bayern Munich) (Liverpool) j j Robert Pires (Arsenal) David Beckham (Man. Utd.) \ t V Þýskaland: Lilian Thuram (Juventus) Paul Scholes (Man. Utd.) Oliver Kahn (Bayern Munich) Patrick Vieira (Arsenal) Rio Ferdinand (Leeds) Stefan Effenberg (Bayern Munich) Zinedine Zidane (Real Madrid) David Trezeguet (Juventus) Spánn: Annað: /jhPI Raul (Real Madrid) Ebbe Sand (Schalke) í, ftalia: Ivan Helguera (Real Madrid) Andriy Shevchenko jf Alessandro Nesta (Lazio) Gaizka Mendieta (Lazio) (Milan) V. Damiano Tommasi (Roma) Ryan Giggs (Man. Utd.) i Francesco Totti (Roma) Portúgal: Sami Hyypia (Liverpool) Roberto Baggio (Brescia) Manuel Rui Costa (Milan) Harry Kewell (Leeds) Gianluigi Buffon (Juventus) Pauleta (Bordeaux) Sami Kuffour (Bayern Munich) Alessandro del Piero (Juventus) Luis Figo (Real Madrid) Henrik Larsson (Celtic) Hidetoshi Nakata (Parma) Brasilía: Argcntína: Pavel Nedved (Juventus) Sonny Anderson (Lyon) Juan S. Veron \ 1Lfey *». J E. Olisadebe (Panathinaikos) Rivaldo (Barcelona) (Man. Utd.) \^^ Leikmannakaup: Delgado til Sout- hampton knattspyrna Southampton hefur keypt framherjann Aguston Delgado fyrir 3,5 milljónir punda frá mexíkóska liðinu Necaxa. Delgado, sem er 26 ára, er lands- liðsmaður Ekvador og hefur skor- að 29 mörk í aðeins 42 landsleikj- um. í síðustu viku tryggði Ekvador sér í fyrsta skiptið í sög- unni sæti í lokakeppni Heims- meistarakeppninnar. Delgado skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við Sout- hampton. Hann á við smávægileg hnémeiðsli að stríða en búist er við að hann muni geta leikið með Southampton fljótlega. Delgado DELCADO Agustin Delgado (t.v.) í skallaeinvígi við Paolo Montero, leikmann Úrúgvæ. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í síðustu viku. er lék m.a. með Necaxa í heims- Madrid, þannig að ljóst er að meistarakeppni félagsliða og hann mun styrkja lið Sout- skoraði þá tvö mörk gegn Real hampton verulega. ■ Verð pr. mann er 3.200,- • Leltlð tllboða fyrlr hópa Gosiakokkm* er Kristjá Örn Freerferlkson Bjóðum upp á gistlngu og jólahlaðborð á kr. 5.450,- pr. m., ef gist er f ivaer nætur þá er síðari nóttin frf 3CvtSja ^udmunjut oy Ot'iouj.tl Borðapantanir í fma *137 2345 Misstu ekki af ! Óðum fækkar lausum tímum í barna- og fjölskyldumyndatökur fyrir jól. Myndir í nýju ökuskírteinin alla virka daga, opið í hádeginu. Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 Ljósmyndastofa Kópavogs ®VSJÓNARHÓLL Tvenn glerauqu Eitt Verð Kynnið ykkur ótrúlegt tilboðið Reykj aví kurvegi 22, Hafnarfirði 565-5970

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.