Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 7
- •( ■ .1. rtvf^ftV yrtítin* > Vl* H. HUÐASMAHA 8 ?00 KÖPAVOGUR * "ý SIMI 564 6655 FAX 564 66 44 SMARINNö’SMARINN.IS WWW.SMARiNN.IS ÞITT HEIMILI Á SPANI COSTA BLANCA ATLAS INTERNATIONAL Hluti af Atlashópnum sem hefur verið staðsettur íTorrevieja i 20 ár. Höldum sýningu á fasteignum frá sólarströnd Costa Blanca. LAGERSALA LAUGAVEGI 67 17. 10. - 17. 11. 2001 MaxMara marjnarin^ldi KAPUR ÚLPUR DRAGTIR KJÓLAR BUXUR PILS TOPPAR SKÓR STÆRÐIR 36-52 IVIIÐVIKUDAGUR 14. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Uppsagnir hjá Moulinex í Frakklandi: Kveiktu í vinnustaðnum Opið hús í dag Formaður Sjómannasambandsins: Fagnar fleiri liðs- mönnum í baráttunni Páll Pétursson um vaxtalækkanir: Of lítið of seint vaxtamái „Mér finnst gott að Seðlabankinn skyldi þó sýna lit á því að lækka vextina en þetta er alltof lítið og alltof seint“, segir Páll Pétursson, félagsmálaráð- herra um 0,8% vaxtalækkun Seðlabankans í síðustu viku. Páll segir að hann hefði viljað sjá vexti um alla vega tvö til þrjú prósent til viðbótar þeirri vaxtalækkun sem Seðlabankinn kynnti. Páll hefur áður gagnrýnt Seðla- bankann harkalega fyrir að halda vöxtum alltof háum. Nokkru áður en Seðlabankinn tilkynnti um vaxtalækkun kvartaði hann undan því að vaxtastefna bankans væri að sliga fyrirtæki og einstaklinga. PÁLL PÉTURSSON Seðlabankinn sýnir lit en gerír ekki nóg. „Afleiðingarnar af því að lækkun- in er ekki meiri en þetta eru mjög alvarlegar fyrir bæði atvinnulífið og heimilin í landinu." ■ Verkalýðsfélög eru ósátt við áætlunina og krefjast þess að hverjum starfsmannanna, sem sagt verður upp, verði greiddar um það bil 1.100 þúsund krónum meira, en ráðgert hefur verið. Umsáturs- ástand hafði ríkt um verk- smiðjuna áður en eldur braust út og höfðu um 100 starfsmenn sest um verk- smiðjuna, sumir á þökum hússins með bensínbrúsa og hótað að kveikja í. Slökkviliðið var því í við- bragðsstöðu og slökkti eldinn fljótt eftir að hann braust út. ■ 1 LÖGREGLUFRÉTTIR Fá útköll voru hjá lögreglunni í Reykjavík í gærmorgun. Að sögn varðstjóra gafst því tími til að sinna frumkvæðis- vinnu sem felst í auknu umferð- areftirliti. Fimmtíu og þrjár bókanir voru gerðar fyrir há- degi í gær og snérist þær að lang mestu leyti um umferðar- mál. Ellefu voru sektaðir fyrir að nota ekki öryggisbelti og átta fyrir að virða ekki stöðvun- arskyldu. Þá var fjölmörgum veitt tiltal fyrir að nota ekki handfrjálsan búnað þegar talað var í farsíma. VIÐ BJÓÐUM YKKUR HJARTANLEGA VELKOMIN Á KYNNINGARFUND UM HELGINA 17. og 18. nóvember í golfskála golfklúbbs Keilis á Hvaleyri í Hafnarfirði kl. 12 - 17. Ókeypis aðgangur. Sími 896 2047, Laddi. Komið, sjáið og fáið fría bæklinga! sjávarútvegsmál „Menn eru loks- ins, loksins að vakna til lífsins um að takmarka framsalið og það að komast inn í stjórnmálaflokkana," sagði Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands íslands um ályktun kjördæmaþings Fram- sóknarflokksins í Norðvesturkjör- dæmi í sjávarútvegsmálum. „Við höfum barist fyrir því, frá því kvótakerfi var sett á, að afnema leiguframsalið alveg; fyrir utan eðlilegar tilfærslur. Eg fagna öll- um liðsmönnum í þeirri baráttu og hefði bara viljað sjá þá ganga alla leið og banna það.“ Sævar hafnar því að afnám leigukvóta verði ákveðnum hópum útgerðarmanna fjötur um fót. „Það gerir enginn út til frambúðar á leigukvóta. Þegar kvótinn er á 150 krónur og fyrir fiskinn eru að fást 200-250 krónur, þá er það enginn grundvöllur fyrir útgerð, þannig að ekki er verið að taka neitt af neinum sem getur gert þetta,“ sagði hann og taldi að nýliðun í greininni ætti að geta átt sér stað fyrir tilstilli fyrningarleið- arinnar. „Þess vegna hörmum við það að þessir ágætu framsóknar- menn hafi ekki séð ástæðu til að skoða það nánar. Vonandi þarf ekki önnur 15 ár í að berjast fyrir að SÆVAR GUNNARSSON Sævar segir það nýmæli að útgerðarmenn séu tilbúnir til að takmarka kvótaframsal, því þeir hafi frá upphafi sagt það nauðsyn- legt framþróun í greininni. sýna mönnum fram á að það sé auðsóttari leið til að hafa nýliðun í greininni heldur en að setja á auð- lindagjald. Að okkar mati þarf að fara saman að afnema leigufram- salið og setja á fyrningarleið," sagði Sævar. ■ Veghús 23 - Grafarvogi Mjög falleg og skemmtileg 4ra herb. 114,4 fm íbúð á annari hæö í 3ja hæöa fjölbýli ásamt 26 fm bílskúr, samtals 140,4 fm. Olíuborið gegnheilt eikarparket. íbúöin getur losnað viö samning. Áhv. 6,0 m. í byggingasj. Jóhannes og Linda taka á móti ykkur í kvöld frá kl. 19:00 til 21:00. Verð 14,5 m. 84 m1 með verönd + svalir + þakverönd + garður Verð frá 21.720.000 San Vicente Þetta glæsilega tveggja íbúða raðhús, er tveggja eða þriggja svefnher- bergja, og er annaðhvort jarðhæð með garði eða efrihæð með svöl- um og þakverönd. Á sérstöku tilboði, með húsgögnum og stutt í alla þjónustu, sameiginleg sundlaug, og nokkura mínútna akstur í bæinn. 2 svefnherbergi jarðhæð: 55,3 nr verönd + garðverönd + garður efrihæð: 54,05 rrh svalir + þakverönd 3 svefnherbergi jarðhæð: 69,55 m- verönd + garður efrihæð: 68,31 rrt svalir + þakverönd Verð frá I2.S00.000 White Lilly Þessi tígulega tveggja/þriggja svefnherbergja parhúsar villa er með vönduðum frágangi og staðsett í göngufæri frá stórkostlegri strönd og nálægt allri þjónustu ásamt verslunum, veitingastöðum, börum og gollvöllum. Hverfið er með eigin sundlaug. Þessi hús samanstanda af tveim eða þrem svefnherbergjum, setustofu, elhúsi, klósetti, flísalögðu baðherbergi, stórum svölum út af hjónaherbergi og þakverönd. Hvert hús er með bílastæði á lóðinni og ganð. LA PEFENSE. FRAKKLANDI.AP. Hópur starfsmanna heimil- istækjaframleiðandans Moulinex kveikti í verk- smiðju fyrirtækisins á þriðjudagsmorgun vegna óánægju með hvernig fyrir- tækið stóð að uppsögn þei- erra. Fyrirtækið sagði nýlega upp starfsmönnum, í kjöl- far þess að samkeppnisaðil- inn Seb yfirtók það og hófst handa við að rétta af fjár- haginn með fjöldauppsögnum og gerði ráð fyrir að aðeins 1.855 af 5.590 starfsmönnum héldu vinn- unni. STARFSMENN Verksmiðja Moulinesx í Normandy stóð í Ijósum logum í gærmorgun og starfsmenn fylgdust með.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.