Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 14
14 FRÉTTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR KNATTSPYRNA BESTU SÓKNARLIÐ ENGLANDS Lið Mörk 1 Man. Utd. 28 2 Arsenal 24 3 Newcastle 21 4 Blackburn r 20 5 Liverpool ^ 20 6 Tottenham 19 7 Everton 18 8 Aston Villa 17 9 Middlesbrough 16 10 Bolton 16 11 Chelsea 16 12 Leeds 15 13 Ipswich 13 14 Charlton 12 15 West Ham 12 16 Fulham 12 17 Southampton 10 18 Sunderland 10 19 Derby 9 20 Leicester 7 LENNOX LEWIS Tapaði óvænt fyrir Hasim Rahman í Suður- Afríku f apríl. Las Vegas: Erfítt hjá Levvis hnefaleikar Englendingurinn Lennox Lewis fær tækifæri til aö endurheimta heimsmeistaratitil- inn í þungavigt á laugardaginn þegar hann mætir Bandaríkja- manninum Hasim Rahman í Las Vegas. Rahman sigraði Lewis mjög óvænt í Suður-Afríku í apríl, en vegna sérstaks ákvæðis í samningi sem var gerður fyrir þann bardaga fær Lewis nú annað tækifæri gegn Bandaríkjamann- inum. Jim McDonnell, fyrrverandi áskorandi í fjaðurvigt, telur að Lewis sé að gera stór mistök með því að berjast strax aftur við Ra- hman. Hann telur að Lewis hefði átt að berjast við nokkra aðra and- stæðinga áður til þess að byggja upp sjálfstraustið. Hann sagði að þegar Lewis hefði tapað WBC og IBF titlunum til Oliver McCall árið 1994 hefði hann ekki barist aftur við hann fyrr en 1997. Þá hefði hann verið búinn að leggja fjóra aðra hnefaleikamenn og því verið vel undirbúinn til þess að sigra McCall, sem hann hefði og gert. ■ Massimo Gragnotti: Ferguson á að hætta strax knattspyrna Massimo Cragnotti, sonur Sergio eiganda Lazio, tel- ur að Man. Utd. eigi að láta Alex Ferguson hætta strax. Aðeins með því að gera það muni liðið geta rétt úr kútnum. Man. Utd. hefur valdið nokkrum vonbrigðum það sem af er tímabilinu og m.a. tapað þremur leikjum í deildinni og tvisvar fyrir Deportivo La Cor- una í Meistaradeild Evrópu. Cragnotti sagði að rekja mætti þetta slæma gengi til þess að Ferguson hefði ákveðið að hætta eftir tímabilið. Lazio hefði lent í svipuðum vandræðum þegar Svíinn Sven Göran Eriksson hefði þjálfað liðið eftir að hann hefði verið búinn að ákveða að taka við enska landsliðinu. „Leikmennirnir ná ekki að einbeita sér að fullu þegar þeir vita að þjálfarinn er að fara,“ sagði Cragnotti og líkti liðinu við sjómenn sem vissu að skipstjór- inn væri u.þ.b. að fara að stökk- va frá borði. Cragnotti sagði að Man. Utd. gæti lært mikið af reynslu Lazio sem hefði náð að rétta úr kútn- um eftir að ákveðið hefði verið að láta Eriksson hætta strax. Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að David Beckham, sem myndað hefur sterk tengsli við Eriksson, vildi fá hann sem næsta þjálfara Man. Utd. Svíinn er hins vegar samningsbundinn enska knattspyrnusambandinu til ársins 2006. ■ DAVID BECKHAM Enskir fjölmiðlar greindu frá þvl í gær að Beckham vildi að Sven Göran Eriks- son tæki við Man. Utd. Brasilía og Þýskaland ekki með á HM? Nú fer að skýrast hvaða þjóðir komast í lokakeppni HM í knattspyrnu sem fram fer í Suður- Kóreu og Japan næsta sumar. Ovíst er hvort Brasilía og Þýskaland komist í lokakeppnina. Það skýrist í kvöld hvaða fíórar Evrópuþjóðir taka þátt. BRASILÍA Brasilfsku landsliðsmennirnir Belleti, Juninho, Luizao og Rivaldo á æfingu í Rio de Janeiro fyrir leikinn gegn Venesúela. KNATT5PYRNA Það hljómar kannski ótrúlega, en bæði Brasilíu og Þýskalandi gæti mistekist að tryggja sæti sitt í lokakeppni HM í knattspyrnu í Japan og Suður- Kóreu á næsta ári. Átta lið frá Evrópu leika í kvöld um fjögur laus sæti í lokakeppninni og fimm leikir fara fram í Suður-Ameríku riðlinum. Þjóðverjar hafa þrisvar sinn- um hampað heimsmeistaratitlin- um en voru ekki með í lokakeppn- inni árið 1930 í Úrúgvæ og 1950 í Brasilíu. Þeir mæta Úkraínu í kvöld í Þýskalandi, í seinni leik liðanna um laust sæti. Fyrri leikn- um lauk með jafntefli, 1-1. Þótt Þjóðverjar verði að teljast líklegri til að komast áfram má ekki gley- ma því að Úkraína er með feyki- sterkan mannskap og þar fer fremstur í flokki Andrei Shevchenko, sóknarmaðurinn snjalli hjá AC Milan. „Við tókum lítið skref í áttina LEIKIR KVÖLDSINS Tyrkland - Austurríki (l-O) Rúmenía - Slóvenía (2-1) Þýskaland - Úkraína (1-1) Tékkland - Belgía (O-l) SUÐUR-AMERÍKU RIÐILL: Úrúgvæ - Argentína Brasilía- Venezúela Paragvæ - Kólumbfa Chile - Ekvador Perú - Bólivla Á morgun 1 Iran - írland (0-2) | að HM með jafntefli," sagði Oli- ver Kahn, markvörður og fyrirliði þýska landsliðsins. „Fyrir vikið þurfum við ekki að taka mikla áhættu í leiknum á miðvikudag. „Við fengum smjöi’þefinn af því sem koma skal en á miðviku- dag er það allt eða ekkert. Að komast í lokakeppni HM reynir meira á taugarnar en að spila í slíkri." Mikil taugaspenna mun án efa ríkja meðal þýsku áhorfendanna í Westfalen í kvöld og sömu sögu verður að segja um áhorfendur í Sao Luiz de Maranhao í Brasilíu þar sem heimamenn og Venesúela mætast. Fjögur lið frá Suður-Ameríku komast beint í lokakeppnina en fimmta þjóðin keppir við Ástrali um síðasta sætið. Argentína, Paragvæ og Ekvador eru þegar búinn að tryggja sæti sitt en Brasilía á í harðri baráttu við Úr- úgvæ og Kólumbíu um laust sæti. Brassar eru í fjórða sæti sem stendur með 27 stig, Úrúgvæ er með 26 og Kólumbía er með 24 stig. Brasilía hefur tekið þátt í lokakeppni HM í öll skiptin frá því hún var sett á laggirnar fyrir 71 ári. Brasilía mætir Venesúela í kvöld og verður við ramman reip að draga. Venesúela hefur ekki tapað fimm leikjum í röð, gerðu fyrst jafntefli við Kólumbíu, 2-2, og síðan kpmu fjórir sigrar í röð. Chila 2-0, Úrúgvæ 2-0, Perú 3-0 og síðast Paragvæ 3-1, en auk þess er Roberto Carlos, bakvörðurinn snalli meiddur. Úrúgvæar mæta Argentínu- mönnum á heimavelli en Kól- umbíumenn sækja Paragvæ heim. Týrkir mæta Austurríkismönn- um en fyrrnefnda liðið vann fyrri leikinn með einu marki gegn engu. Tyrkir hafa ekki verið með í lokakeppni HM síðan 1954. Rúmenar, sem hafa þrisvar sinnum tekið þátt í lokakeppninni, taka á móti Slóvenum í Búkarest en síðarnefnda þjóðin sigraði 2-1 í fyrri leiknum. Gheorghe Popescu, fyrirliði Rúmeníu og mágur Georghe Hagi, landsliðsþjálfara, segir liðið eiga góða möguleika á að komast áfram. „Við spiluðum vel í fyrri leikn- um en misnotuðum nokkur færi og töpuðum. Slóvenar voru aftur á móti heppnir og sigruðu." Tékkar þurfa að sigra upp 1-0 tap á móti Belgum en í fyrri leiknum spiluðu þeir manni færri allan fyrri hálfleik. Tomas Repka var rekinn af velli í lok fyrri hálf- leiks og var það hans sjöunda rauða spjald á þessu ári. Hann verður í banni í kvöld og sömu sögu er að segja af risanum Jan Koller, sem fékk að sjá rautt gegn fslendingum á Laugardals- velli. kristjan@frettabladid.is Ný kappaksturskeppni: Enski boltinn: Leikmannakaup: Ipswich kaupir fransk- an kantmann knattspyrna Ipswich hefur keypt franska kantmanninn Ulrich Le Pen frá Lorient fyrir um 1,4 millj- ónir punda. Le Pen, sem er 27 ára gamall, hjálpaði Lorient að vinna sér sæti í efstu deildinni í Frakk- landi í vor, en þá skoraði hann sjö mörk í 29 leikjum. George Burley, framkvæmda- stjóri Ipswich, sagði að Le Pen væri sókndjarfur kantmaður, sem væri mjög leikin og að skapa marktækifæri. Frakkinn, sem skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning, verður í leikmannahópi Ipswich sem mætir Bolton á sunnudaginn. ■ Bílamir merktir stærstu knattspyrnuliðum Evrópu kappakstur Premier 1 Grand Prix er nafnið á nýrri kappakstur- keppni sem verður hleypt af stokkunum á næsta ári. Allir bíl- arnir í keppninni verða með eins vél og eins dekk og því verður ár- angurinn alfarið undir ökumönn- unum sjálfum kominn. Bílarnir í keppninni verða merktir stærstu knattspyrnuliðum Evrópu. Leeds og Benfica hafa t.a.m. þegar ákveðið að vera með og viðræður eru í gangi við Man. Utd., Celtic og fleiri lið. Stefnt er að því að halda tíu keppnir og mun sú fyrsta fara fram í Estoril í Ungverjalandi 14. júlí. f hverri keppni verða eknar NIGEL MANSELL Skipuleggjendur Premier 1 Grand Prix eiga I viðræðum við Mansell, sem sigraðí í For- múlu 1 árið 1992. 200 mílur, en smá hlé verður eftir 100 mílur. Rásröð verður ákveðin með tímatöku, en rásröð eftir hléið fer eftir því í hvaða sæti ökumennirnir voru eftir fyrstu 100 mílurnar. Sigurvegarinn í hverri keppni fær um 14 milljónir í verðlaunafé og svipuð upphæð verður veitt fyrir annað sætið. Fyrrverandi kappaksturshetj- urnar Nigel Mansell og Damon Hill eru í viðræðum við skipu- leggjendur keppninnar um að vera með í henni, en Mansell sigr- aði í Formúlu 1 árið 1992 og Hill árið 1996. Þá er einnig verið að ræða við þá Mark Blundell og Johnny Herbert. ■ Stoke rassskellt knattspyrna Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Stoke voru rassskelltir af Wigan Athletic í ensku 2. deildinni í gær. Leiknum lauk með 6-1 sigri Wigan, sem fyr- ir hann sat í 21. sæti deildarinnar. Með sigri hefði Stoke komist á topp hennar, en þess í stað situr liðið enn í þriðja sæti tveimur stigum á eftir Brighton sem er í því fyrsta. Staðan í hálfleik var 3-1 fyrir Wigan. Tony Dinning kom þeim yfir á 4. mínútu en Jurgen Vand- eurzen jafnaði tveimur mínútum síðar. Síðan komu fimm mörk frá Wigan í röð án þess að Stoke næði að svara fyrir sig. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.