Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 12
Fósturforeldrar á höfuðborgarsvæðinu óskast í krefjandi en gefandi verkefni Fósturforeldrar óskast fyrir 12 ára þroskaheftan dreng. Við erum að leita að fólki sem hefur reynslu af að vinna með börnum með þroskafrávik og getur tekið að sér krefjandi en jafnframt gefandi verkefni á heimili sínu. Drengurinn er í sérskóla, dagvistun eftir skóla og einnig dvelur hann 7 daga mánaðarlega í hvíldarvistun. Einnig áætlað að drengurinn hafi regluleg samskipti við fjölskyldu sína. Frekari upplýsingar gefur Hildur Sveinsdóttir K_______Barnaverndarstofu í síma 530-2600._ /------------------------------------\ símver^ Konur............... þurfið þið alltaf að vaska upp eftir matinn? Hvernig væri að segja því upp og koma að FRÉTTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR CLAÐBEITTIR FORSETAR Leiðtogarnir voru glaðbeittir á blaðamannafundi í Washington að loknum fundi í gær. Bush hittir Putin: Fækkun kjamavopna washincton. ap George W. Bush, Bandaríkjaforseti, hét því í gær að eyða tveimur þriðju hlutum lang- drægra kjarnavopna úr vopnabúri Bandaríkjanna á næsta áratug. Þetta kom fram eftir fyrsta fundinn í Bandaríkjaheimsókn Pútins, Rússlandsforseta, sem nú er í Bandaríkjunum. Pútin sagði á blaðamannafundi við sama tækifæri að Rússland mundi „reyna að svara í sömu mynt.“ Bush sagði að markmið um að fækka sprengjuhleðslum í 1.700 til 2.200 væri í fyllsta samræmi við öryggi Bandaríkjanna. Á blaðamannafundinum sögðu leiðtogarnir að þeir hefðu komist niður á sameiginlegan flöt á fjöl- mörgum málefnum, svo sem varð- andi stríðið gegn hryðjuverkum og mótun nýrrar ríkisstjórnar í Afganistan. Enn væru þeir ósam- mála um áform Bandaríkjamanna um geimvarnaáætlun. Þeir halda áfram viðræðum sínum í Texas næstu tvo daga. Bush sagði að við- ræður þeirra væru til marks um „að nýr dagur væri risinn í hinni löngu sögu rússnesk-bandarískra samskipta, dagur framfara og von- ar.“ Þau ummæli þóttu til marks um þáttaskil í samskiptum hinna höf- uðandstæðinga kalda stríðsins. ■ Mál Sophiu Hansen tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu: Islenska ríkið skilar inn athugasemdum vinna innanum skemmtilegan hóp á kvöldin. Vinnutími frá kl 18:00 - 22:00. Næg verkefni og fjölbreytni....endilega kíkið í heimsókn til að okkar að Borgartúni 29 og fáið nánari upplýsingar hjá okkur. Símver ehf Borgartún 29 <___________________________________________* mannréttindi Samþykkt var á rík- isstjórnarfundi í gærmorgun að verða við boði Mannréttindadóm- stóls Evrópu að senda inn athuga- semdir til stuðnings kæru Sophiu Hansen gegn tyrkneska ríkinu um brot á 8. grein mannréttinda- sáttmálans sem kveður á um rétt manna til friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. í ákæru Sophiu gegn Tyrklandi er því haldið fram að brotið hafi verið á rétti hennar til þess að njóta um- gegnisréttar við dætur sínar þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til tyrkneska stjórnvalda að fram- fylgja þeim rétti á árabilinu 1992- 1997, en Hæstiréttur Tyrklands SOPHIA HANSEN Kæra Sophiu Hansen var fyrst skráð hjá Mannréttindadómstólnum árið 1997 en ákvörðun um að taka málið til efnislegrar meðferðar var ekki tekin fyrr en 19. júní 2001. var búinn að viðurkenna þann rétt. Að sögn Bjargar Thorarensen, skrifstofustjóra dómsmálaráðu- neytisins, er venja að bjóða stjórnvöldum frá heimalandi ákærandans tækifæri til að skila inn greinagerð áður en tekin sé efnisleg afstaða í kærumálinu, slíkt sé ekki sjaldgæft. Bætti hún því jafnframt við að þrátt fyrir að skila inn stuðningsyfirlýsingu sé íslenska ríkið ekki beint aðili í málinu, það sé alfarið rekið af Sophiu Hansen. Björg sagði stutt- an tíma til stefnu til að skila inn greinargerð en frestur renni út 11. desember næstkomandi. ■ LANDSFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR HÓTEL SÖGU • REYKJAVÍK • 16.-18. NÓVEMBER 2001 Jöjh tœkifœri Allir velkomnir á setningarathöfn landsfundar Samfylkingarinnar Föstudagur 16. nóvember Kl. 17.30 Setningarathöfn Setningarræða formanns Samfylkingarinnar, Össurar Skarphéðinssonar Ávarp erlends heiðursgests, Dr. Mustafa Barghouthi læknis, baráttumanns og verðlaunahafa frá Palestínu Edda Heiðrún Backman syngur lög Atla Heimis Sveinssonar Oflugar málstofur á föstudag og laugardag Allir áhugasamir um framgang Samfylkingarinnar og jafnaðarstefnunnar hvattir til að mæta! Aðalmálstofa föstudagskvöld Kl. 20.00 -22.00 Súlnasalur Auðsköpun og velferð Stjórnandi Bryndís Hlöðversdóttir, formaður þingflokks Samfylkingarinnar Framsögur Ágúst Einarsson, prófessor og deildarforseti Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla íslands Niels Chr. Nielsen, aðstoðarlækningaforstjóri Landsspítala-Háskólasjúkrahúss Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusambands íslands Aðrar málstofur föstudagskvöld ki. 21.00 - 22.30 • ísland í Evrópu • Sveitarfélög nýrrar aldar • Skuldbindingar íslands í umhverfismálum Sérstök málstofa á laugardag kl. 15.00 - 1600 Breytt heimsmynd og barátta Palestínumanna Framsaga Dr. Mustafa Barghouthi, heiðursgestur landsfundarins Umræöuvaki Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóri Landsfundurinn er öllum opinn Nánari upplýsingar um landsfundinn veittar á skrifstofu flokksins í síma 551 1660. Netfang samfylking@samfylking.is. Veffang www.samfylking.is Samfylkingin aNAW/dV

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.