Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 11
BORGARSKIPULAG REYKJAVÍKUR BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SlMI 563 2340 • MYNDSENDIR 562 3219 Auglýsing, um tillögur að deiliskipulagsáætlunum í Reykjavík I samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, eru hér með auglýstar til kynningar eftirfarandi tillögur að deiliskipulagáætlunum í Reykjavík. Vélamiðstöðvarreitur, tillaga að deiliskipulagi svæðis sem afmarkast af Borgartuni til norðurs, Höfðatúni til austurs, Skúlagötu til suðurs og Skúlatúni til vesturs. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir reitinn í heild sem gerir ráð fyrir töluverðri uppbyggingu. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að á norðurhluta reitsins (norðan lóðanna við Skúlagötu) verði heimilt að byggja nýbyggingar sem að jafnaði skulu vera 4-6 hæðir. Heimilt er þó að byggja þar eina Turnbyggingu sem má vera allt að 16 hæðir. Á suðurhluta reitsins er gert ráð fyrir að heimilt verði að byggja 1-2 hæðir ofan á húsin við Skúlagötu 59 og 3-4 hæða byggingar á lóðum aftan við húsin við Skúlagötu. Bílastæðakrafa er 1 stæði á hverja 40 fm húsnæðis auk 75 bílastæða fyrir stofnanir Reykjavíkurborgar að Skúlatúni 2 og Borgartúni 3. Skal bílastæðum að mestu leiti komið fyrir í bílgeymslum neðanjarðar. Nýtingarhlutfall á reitnun verður að jafnaði 1,5 ofanjarðar. Landnotkun á reitnum er athafnasvæði og því gert ráð fyrir blandaðri atvinnustarfsemi á reitnum þ.e. einkum skrifstofum, léttum iðnaði og verslunum. Teigahverfi, deiliskipulag svæðis sem afmarkast af Borgartúni og Sundlaugavegi til norðurs, Reykjavegi til austurs, Sigtúni til suðurs og Kringlumýrarbraut til vesturs. Um er að ræða tillögu að deiliskipulagi fyrir reitin í heild. Tilgangur tillögunnar er að móta framtíðarstefnu um uppbyggingu, verndun, landnotkun, gönguleiðir og umferðarmál hverfisins. í tillögunni er m.a. sett fram stefnumörkun og skilmálar fyrir uppbyggingu á svæðinu, viðbyggingar og ofanábyggingar við þegar byggð hús, gerð grein fyrir hvar heimilt verður að byggja bílskúra, gerð grein fyrir bílastæðakröfum og settar fram tillögur um verndun og friðun einstakra húsa og garða svo eitthvað sé nefnt. Tillögurnar verða til sýnis í sal Borgarskipulags og Byggingarfulltrúa í Borgartúni 3,1. hæð, virka daga kl. 10.00 - 16.00 frá 14. nóvember til 12. desember 2001. Eru hagsmunaaðilar hvattir til að kynna sér tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum skal skila skriflega til Borgarskipulags Reykjavíkur fyrir 31. desember 2001. Þeir sem eigi gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkja tillögurnar. Reykjavík, 14. nóvember 2001. Borgarskipulag Reykjavíkur. Góðar tekjur fyrir jólin Óskum eftir starfsfólki í símasölu. Góð verkefni framundan. Dag og kvöldvinna. Upplýsingar í s. 544 5141 eða 822 4211 ( ELÍN ) v___________________________) sím /er Vantar þig spennandi og skemmtilega vinnu.... Símver auglýsir eftir 40 manns í dagvinnu. Starfið felst í úthringingum fyrir fjármála-, trygginga- og fjarskiptafyrirtæki, auk ann- ara skemmtilegra verkefna. Vinnutími er 09:00 - 17:00, einnig kemur til greina Q störf fyrir þá sem vilja það. Upplýsingar veittar á staðnum, alls ekki síma...komið að fáið kaffi hjá Aldísi sem veittir allar frekari upplýsingar. Símver ehf Borgartún 29 Holl og vellaunuð morgunhreyfing Við óskum eftir blaðberum til að bera út Fréttablaðið í eftirtalin hverfi: FRETTABLAÐIÐ 101 104 108 112 Hávallagata, Langholtsvegur Fossvogur Foldír Sólvallagata, Grettisgata, 105 109 210 Laufásvegur Blönduhlíð Flúðasel Hæðir Þeir sem áhuga hafa geta hringt í síma 595 6500, 595 6555 eða 695 6515. RAÐAUGLÝSINGAR ÚTBO_Ð F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í viðbyggingu við leikskólann Furu- borg. Verkið felst í byggingu 195 m2 steinsteyptrar við- byggingar sem reist verður á malarfyllingu. (verkinu felst fullnaðarfrágangur á viðbyggingu innan- og utan- húss ásamt tengingu við eldra hús. Verkinu skal skila eigi síðar en 15. júní 2002. Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með 13. nóvember 2001, gegn 10.000 kr. skilatryggingu. Opnun tilboða: 28. nóvember 2001, kl. 11:00 á sama stað. BGD 126/1 INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3-101 Reykjavík - Sími 570 5800 - Bréfsími 562 2616 www.reykjavik.is/innkaupastofnun - Netfang: isr@rhus.rvk.is MATRÁÐSKONA ÓSKASTTÍL STARFA Á HEIMILI FYRIR EINHVERFA VIÐ DIMMUHVARF í KÓPAVOGI Um er að ræða 50% stöðu við matseld, innkaup og fleira. Vinnutími er frá kl. 16.00 til 20.00 virka daga. Boðið er upp á öflugan faglegan stuðning, þjálfun og námskeið fyrir nýtt starfsfólk. Við bjóðum laun samkvæmt gildandi kjarasamningum S.F.R. Kaffitímar eru greiddir í yfirvinnu, frítt fæði og fleira. Reyklaus vinnustaður. Upplýsingar um ofangreint starf eru veittar í síma 525-0900 á skrifstofutíma. Umsóknarfrestur er til og með 28. nóv. nk. Ráðning getur hafist strax eða eftir sam- komulagi. Umsóknareyðublöð eru á skrif- stofunni að Digranesvegi 5 í Kópavogi og á vef Svæðisskrifstofu á Netinu http://www. smfr. is E___________________________) Diskótek Sigvalda Búa allar græjur - öll tónlist upplýsingar í síma 898 6070

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.