Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 14. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 19 Lokatónleikar Tónlistardaga Dómkirkjunnar: Jesús Maríuson og fleiri verk tónleikar f kvöld kl. 20:30 fara fram í Kirkju Krists konungs í Landakoti lokatónleikar Tónlistardaga Dóm- kirkjunnar árið 2001. Flytjendur eru Dómkórinn í Reykjavík, kamm- ersveit og einsöngvararnir Marta Guðrún Halldórsdóttir, Anna Sig- ríður Helgadóttir, Finnur Bjarna- son og Ólafur Kjartan Sigurðarson. Stjórnandi á tónleikunum verður Marteinn H. Friðriksson, dómor- ganisti. Verkin sem verða flutt eru Jesús Maríuson eftir Hjálmar H. Ragn- arsson. Þetta sálmalag var samið við einlægt og fallegt kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum. Verkið var frumflutt í Dómkirkjunni fyrir DÓMKÓRINN f REYKJAVÍK tæpum áratug við fermingu sonar tónskáldsins. A doro te, kórverk eftir Norð- manninn Knut Nystedt. Það er orð- ið eitt af hans kunnustu verkum en hann samdi það að beiðni Dómkórs- ins fyrir Tónlistardaga Dómkirkj- unnar árið 1986. A Hymn to St. Cecilia, er eftir friðarsinnan Benja- min Britten sem samdi verkið í miðju seinna stríði þar sem hann var á siglingu frá Bandaríkjunum heim til Englands. Á þessari sömu siglingu samdi hann einnig A Cer- emony of Carols. Britten var sjálf- ur fæddur á messu heilagrar Sess- elju árið 1913. Kantata nr. 172 eftir Bach, sem er verk fyrir kór, einsöngvara og hljómsveit, sem Bach samdi fyrir hvítasunnuna árið 1714, skömmu eftir að honum var veitt staða konsertmeistara í Weimar. Miðar eru ekki seldir við inn- ganginn, en í safnaðarheimili Dóm- kirkjunnar fram að tónleikum. ■ BÆKUR Mistœk lakkrísgerd Lakkrísgerðin er heiti nýjustu bókar Óskars Árna Óskars- sonar sem áður hefur sent frá sér nokkrar áhugaverðar ljóða- bækur auk smáprósa og þýð- inga. Nýja bókin er safn smá- prósa sem má í raun skipta í tvennt, annars vegar örstuttar sögur af venjulegu fólki jafnt sem óhefðbundnum atburðum eða mannverum, hins vegar lýs- ingar eða svipmyndir allt að því myndir í orðum. Það verður að segjast eins og er að undirrituðum finnst bókin nokkuð misjöfn að gæðum. Sög- urnar eru óneitanlega sterkari hluti bókarinnar og margar nokkuð góðar, lýsingar skraut- 139 Óskar Ámi Óskarsson ilHiWI Lakkrísgerðin Bjartur, 2001 legar og ýmsar uppákomur skondnar. Svipmyndirnar og lýsingarnar ná hins vegar ekki að hrífa í sama mæli enda ef til vill erfitt að meta þær stystu sem eru allt niður í eina og hálfa línu að lengd. Slíkt getur þó ver- ið einstaklingsbundið. Almennt má þó segja að ánægju megi hafa af lestrinum enda er Óskar Árni fær rithöfundur, líkt og hann hefur áður sýnt. Brynjólfur Þór Guðmundsson Hafnarfirði, um íslenska vita. Fyr- irlesturinn nefnir Kristján Vitar og vitarekstur á íslandi og er hann í boði Rannsóknarseturs í sjávarútvegssögu og Sjóminja- safns íslands. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. SÝNINCAR____________________________ Þrjár fyrrum skólasystur minnast skóladaga sinna í Myndlista- og hand- iðaskóla fslands 1964-1966 með sýn- ingu, "Those where the Days", í List- húsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Sýnd eru grafíkverk, glerlist og skart. Sýningin stendur til 21. nóv og er opin á verslunartíma. Handritasýning í Stofnun Árna Magn- ússonar, Árnagarði við Suðurgötu. Sýn- ingin er opin kl. 14 til 16 þriðjudaga til föstudaga til 15. maí. MYNDLIST____________________________ Þrjár sýningar eru nú ( Listasafni Kópa- vogs. Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn sýna nýleg þrívíddarverk í austursal Listasafns Kópavogs. f Vest- ursal safnsins sýnir Aðalheiður Val- geirsdóttir málverk. Sýningin ber yfir- skriftina Lífsmynstur. Á neðri hæð safnsins sýnir Hrafnhildur Sigurðar- dóttir lágmyndir og kallar sýningu sína Skoðun. Björn Hafberg sýnir um þessar mundir olíumálverk í sýningarsal veitingarstað- arins Hornsins. Birgir Sigurðsson myndlistarmaður hefur opnað sýningu í Listamiðstöð- inni Straumi, sunnan álversins. Sýning- in ber yfirskriftina Ástin og lífið og samanstendur af þremur þáttum: Ljós- myndum, Ijósverki og póstkortum. Hver hluti sýningarinnar hefur sitt eigið líf sem saman mynda þá heild sem sýn- ingin er. Verkið er tilraun höfundar til að dýpka skilning sinn og annarra á ástinni og lífinu. Sýningin stendur til 25. nóvember. Sara Björnsdóttir myndlistarmaður er með sýningu í Gallerí Skugga. Sýning- in ber heitið Fljúgandi diskar og önn- ur undursamleg verk. Til sýnis eru skúlptúrar, lágmyndir, myndbands- og hljóðverk, og eru síðastnefndu verkin unnin sérstaklega út frá rými gallerísins. Sýningin stendur til 25.nóvember. Gall- eríið er opið frá 13 til 17 alla daga nema mánudaga. Sýning á verkum Guðmundar Björg- vinssonar stendur yfir í Gallerí Reykja- vfk, Skólavörðustíg 16. Guðmundur sýnir 17 akrílmálverk sem eru öll mál- uð í expressíonískum stll á þessu ári. Myndefnið er maðurinn. Sýningin er opin mánudaga til föstudaga kl 13 til 18 og laugardaga 13 til 16 og henni lýkur 21. nóvember. Yfirlitssýning á verkum Gunnlaugs Scheving i öllum sýningarsölum Lista- safns fsiands. Sýningin er opin alla daga nema mánudaga, 11-17 og stendur til 9. desember n.k. Megas í Nýlistasafnínu. Til sýnis er sjaldséð myndlist Megasar í ýmsum miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin stendur til 30. nóvember. Kristín Reynisdóttir sýnir verk í Þjóð- arbókhlöðunni. Þetta er fjórða sýning- in í sýningaröðinni Fellingar sem er samstarfsverkefni Kvennasögusafnsins, Landsbókasafns Islands - Háskólabóka- safns og 13 starfandi myndlistar- kvenna. Opnunartími Kvennasögu- safnsins er milli klukkan 9 og 17 virka daga og eru allir velkomnir. Svipir lands og sagna er yfirskrift sýn- ingar á verkum Ásmundar Sveinsson- ar í Listasafni Reykjavíkur, Ásmund- arsafni. Á sýningunni eru verk sem spanna allan feril listamannsins. Safnið er opið daglega kl. 10 til 16 og stendur til 10. febrúar á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ ViÐ SEGJUM FRÉTTIR leiðin norður Skagamenn, Borgfirðingar og Norðlendingar! Fréttablaðið ykkar liggur nú frammi á völdum stöðum á Vestur- og Norðurlandi. Grípið eintakið ykkar um leið og þið kaupið inn eða setjið bensín á bílinn. Borgarnes Shell Olís Hyrnan Sauðárkrókur Shell Olís Blönduós Blönduskálinn Esso Hvammstangi Esso Shell Olís Varmahlíð Esso Laugabakki Olís Hrútafjörður Brú Staðarskáli f 1 Borgarfjörður Baula Húsavík Úrval Strax Shell Akureyri Olís Hagkaup Nettó Úrval Strax Esso Veganesti Esso Tryggvabraut Esso Leiruvegi Shell Mýrarvegi Shell Hörgárbraut Olís Tryggvabraut Akranes Shell Olís Skútan Nettó

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.