Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.11.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS Ertu veðurhræddur? Nei ég er það nú ekki hér í bænum. Ef ég ætla að fara út á land þá velti ég fyrir mér hvernig veðurspáin er, enda hef ég lent í stórhriðum. Guðmundur Pálsson, ellilífeyrisþegi LAUNPEGAR OG ÍÞRÓTTAMENN TRYGGÐIR Slysatrygging launþega hjá Tryggingastofn- un ríkisins nær til launþega að störfum en einnig íþróttamanna sem eru orðnir 16 ára og slasast við æfingar eða keppni. Slysatrygging Trygginga- stofnunar: Enginn samn- ingur um kross- bandsaðgerðir slysatrygging Slysatrygging laun- þega hjá Tryggingastofnun ríkis- ins nær til launþega sem starfa hér á landi en tryggingin nær ekki til frístundaslysa. Nokkrir hópar njóta þessarar tryggingarverndar án þess að vera launþegar að störfum og í þeim hópi er íþrótta- fólk sem er orðið 16 ára og tekur þátt í íþróttaiðkunum og slasast við æfingar, sýningar eða keppni og er þá átt við að viðkomandi æfi reglubundið hjá viðurkenndu íþróttafélagi undir stjórn þjálf- ara. Slysatrygging íþróttamanna nær til slysa sem valda sjúkleika og vinnutjóni í minnst 10 daga og greiðir kostnað vegna lækningar hins slasaða, ýmist að fullu eða að hluta. Greitt er fyrir læknishjálp og sjúkrahúsvist, lyf og umbúðir, tannviðgerðir, gervilimi og svipuð hjálpartæki, flutning slasaðs ein- staklings, sjúkraþjálfun, ferða- kostnað innanlands með ákveðn- um fyrirvara og hjúkrun í heima- húsum. Samningar eru í gildi um ýmis læknisverk á einkastofum. Hins vegar er slíkur samningur ekki fyrir hendi um krossbandsaðgerð- ir. „Samkomulag er ekki í sjón- máli eins og er og ekki er vitað hvenær það verður,“ segir Sæ- mundur Stefánsson hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. ■ Ilögreglufréttir] Maður kastaðist út úr bifreið eftir bílveltu á Sandgerðis- vegi um hálf átta í gærmorgun. Var maðurinn fluttur á Sjúkra- húsið í Keflavík og þaðan með sjúkrabifreið á Landspítala - há- skólasjúkrahús. Kenndi hann sér eymsla í baki og öxlum. Ekki er ljóst hversu alvarleg meiðslin eru. Að sögn lögreglunnar í Keflavík var hálka á vegum um það leyti sem slysið varð. Rúður voru brotnar í tveimur fyrirtækum í Austurborginni um áttaleytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík er talið að um mögulega tilraun til innbrots hafi verið að ræða. Þá var hleypt úr þremur hjólbörðum á bifreið í Breiðholtinu. 6 FRÉTTABLAÐIÐ 14. nóvember 2001 MIÐVIKUDAGUR Grunsamlegt umslag fannst milli kaffisekkja: Kaffibrennslu lokað í kjölfarið miltisbrandur Starfsmaður Kaffi- brennslunnar Kaffitárs í Njarð- vík fann umslag í vörusendingu sem kom með gámi frá Rúanda um hálf ellefu leytið í gærmorg- un. Fann maðurinn umslagið á milli kaffisekkja og þegar hann opnaði það hrundi úr því hvítt duft og komst hluti af því í snert- ingu við hendur mannsins. Að sögn lögreglunnar í Keflavík fleygði maðurinn umslaginu strax aftur inn í gáminn og lokaði honum. Ekki er talið að neinn annar hafi komist í snertingu við umslagið fyrir utan þennan eina starfsmann sem gengst undir við- Lýsir Byggðastofnun ábyrga fyrir vanreiknuðu hóteldæmi eigandi læknismeðferð. Að sögn Aðalheiðar Héðinsdóttur, eiganda Kaffitárs, var fyrirtækinu lokað og starfsmenn sendir heim. Sagði hún kaffibaunirnar í gáminum ekki hafa borist verksmiðjunni og engar aðrar vörur farið frá fyrir- tækinu í gær. Kallað var eftir eiturefnasveit slökkviliðsins á Keflavík sem fjarlægði umslagið og setti í lok- að ílát. Svæðið í kringum gáminn var klórþrifið og gámurinn inn- siglaður þangað til skorið hefur verið úr um innihald umslagsins. Að sögn Aðalheiðar átti hún von á svari í dag. ■ HVÍTT DUFT BARST MEÐ KAFFINU Gámurinn sem umslagið fannst í var lestaður í Rúanda I. september siðastliðinn og mun þetta vera í fyrsta sinn sem kaffibrennslan kaupir milliliðalaust þaðan að sögn Aðalheiðar Héðinsdóttur, eiganda Kaffitárs. Hótel Tindastóll er til sölu eftir að opinberir sjóðir gáfust upp á fyrrverandi eiganda og leystu til sín húsið á uppboði. Kröfur á uppboðinu námu 80 milljónum króna en skuldirnar eru taldar mun meiri. Byggðastofnun er sögð hafa ýtt fyrirtækjum á Sauðárkróki í skuldafen með endur- reisn hótelsins. Theódór Bjarnason, forstjóri Byggðastofn- unar, segist bjartsýnn á sölu Hótels Tindastóls því fjögur til sex tilboð hafi þegar borist, sum verulega hærri en upp- boðsverðið. viðskipti Ferðamálasjóður og Byggðastofnun eru þessa dagana að reyna að selja Hótel Tindastól sem þau eignuðust á uppboði í lok —«— september fyrir 26 milljónir króna. Sjóðirnir kröfð- ust uppboðsins vegna vanefnda fyrrverandi eig- anda hótelsins, Péturs Einarsson- ar. Samtals höfðu þeir lánað Pétri um 54 milljónir króna að núvirði í nokkrum skömmt- um frá því hann keypti hótelið fyr- ir lítið fé í febrúar —♦—- 1999 og þar til á þessu ári. Einnig gerði sænski sjóðurinn Auto Skandinavia kröfu vegna láns að núvirði um 15 millj- ónir króna. Þá gerði VÍS kröfu um fáein hundruð þúsund króna en fjöldamargir aðrir lánadrottnar og viðskiptaaðilar létu hjá líða að gera kröfur við uppboðið. Theódór Bjarnason, forstjóri Byggðastofnunar, segist bjart- sýnn á sölu Hótels Tindastóls því fjögur til sex tilboð hafi þegar borist, sum verulega hærri en uppboðsverðið. Á meðan hefur rekstur hótelsins verið leigður ungum hjónum á Sauðárkróki. Með vöxtum námu kröfur áður talinna fjögurra aðila í Hótel Tindastól um 80 milljónum króna en gera má ráð fyrir að heildar- skuldir Hótels Tindastóls séu eitt- hvað á annað hundrað milljónir króna. Ekki hefur enn verið kraf- ist gjalþrotaskipta í félaginu en eigendur þess, Pétur Einarsson og eiginkona hans, sem stýrði hótel- HÓTEL TINDASTÓLL Hótelið Tindastóll sem er nú til sölu var fyrst opnað árið 1884 og er elsta gistihús landsins. I því eru ellefu herbergi fyrir gesti. inu, eru á leyndum dvalarstað á Kýpur. Ríkissaksóknari hefur enn til meðferðar meinta íkveikju Pét- urs í húsi þeirra hjóna á Sauðár- króki og brot gegn valdstjórninni PÉTUR EINARS- SON Hóteleigandinn og flugmálastjórinn fyrrverandi býr nú við Miðjarðarhafið en á meðan þrátta menn um Hótel Tindastól heima á Islandi. við sama tilefni. Pálmi Sighvatsson, starfsmað- ur íþróttavallarins á Sauðárkróki, segir í grein í bæjarblaðinu Feyki í síðustu viku að þó Pétur hafi fengið á bilinu 80 til 100 milljónir króna í lán og styrki hafi endur- bætunar á hótelinu aðeins kostað 35,4 milljónir. Þar af hafi Pétur ekki greitt nema 19,6 milljónir króna og iðnaðarmenn á Sauðár- króki sitji því margir eftir með sárt ennið. Pálmi segir endurbyggingu Hótel Tindastóls vera loftkastala sem Byggðastofnun hafa hrundið af stað og sé því ábyrg „fyrir því skuldafeni sem fyrirtæki á Sauð- árkróki hafa verið ginnt ofan í, þar sem stofnunin sýndi enga aðgæslu eða eftirlit með því fjárstreymi sem frá henni kom til verksins." Theódór Bjarnason vísar full- yrðingum Pálma í Feyki á bug. „Við öflum nákvæmra upplýsinga um það hvernig rekstrinum miðar hjá þeim aðilum sem við höfum veitt fyrirgreiðslu," segir forstjóri Byggðastofnunar. gar@frettabladid.is Dómur fallinn í Berlín vegna hryðjuverks frá árinu 1986: Talið sannað að Líbía hafí lagt á ráðin berlín. ap Ein kona og þrír karlar voru í gær dæmd í 12-14 ára fangavist fyrir sprengjuárás á diskótekið La Belle í Vestur- Berlín árið 1986. Tveir bandarisk- ir hermenn og ein tyrknesk kona létust af völdum sprengjunnar, auk þess sem 229 manns særðust. Dómari í Berlín komst að þeir- ri niðurstöðu að leyniþjónusta Líbíu og starfsfólk í líbíska sendi- ráðinu í Austur-Berlín árið 1986 hafi skipulagt hryðjuverkið. Dóm- arinn sagði þó ekki hægt að sanna að Moammar Gaddafí Líbíufor- seti hafi lagt á ráðin. Marhofer sagði það vonbrigði, en kenndi um tregðu bæði þýskra og banda- rískra stjórnvalda til þess að gera upplýsingar opinberar. Bandaríkin hafa lengi sagt Líb- íu hafa staðið á bak við þetta 15 ára gamla hryðjuverk, en framan af var fátt eitt vitað um raunveru- leg tildrög þess, eða allt þar til rannsakendur málsins komust i skjalahirslur austurþýsku leyni- þjónustunnar Stasi eftir fall Berlinarmúrsins og sameiningu þýsku ríkjanna árið 1990. Sakborningarnir fimm voru handteknir í Líbanon, Ítalíu, Grikklandi og Berlín árið 1996, en þeir eru flestir rúmlega fertugir. Verenna Channa, Yassir Charidi og Musbah Abdulghasem Eter hlutu 14 ára fangelsi, en Ali Chanaa hlaut 12 ára fangelsi. Fimmti sakborningurinn, Andrea Heusler, var sýknuð vegna skorts á sönnunargögnum, en hún er systir Verennu Channa. ■ VÖRÐURÁÞAKI Meðan dómur var kveðinn upp yfir fjórum hryðjuverkamönnum í Berlín í gær, stóð þessi lögreglumaður vörð uppi á þaki dómhússins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.