Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 1
bls 22 MENNING Tvöfalt líf bóka ÍÞRÓTTIR Hlusta á pabba bls 14 LÆKNAR Vil sitja við sama borð bls 6 FASTEIGNASALA Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) ■ Sími 533 4300 • fax 568 4094 FRETTABLAÐIÐ I ..... 147. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík - sími 515 7500 Mánudagurinn 19. nóvember 2001 MÁNUDAGUR Konur lesa úr nýjum bókum bækur Klukkan hálf níu í kvöld lesa rithöfundarnir Anne Kristine Magnúsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Sigríður Dúna Kristmundsdóttir og Þórunn Stefánsdóttir úr nýút- komnum verkum sínum í Kaffi- leikhúsinu. Þetta er fyrsta kvöldið af fjórum af þessu tagi sem Kaffi- leikhúsið stendur fyrir næstu vik- urnar. vedriðTdác Hafa tapað 2.500 milljónum á árinu Níu mánaða uppgjör nokkurra tækni- og fjarskiptafyrirtækja voru skýr skilaboð um að mjög erfitt er framundan í greininni. Sérfræðingar telja að uppstokkun sé ekki langt undan. Eigið fé Aco-Tæknival er uppurið og gott betur. Hratt gengur á hlutafé Islandssíma. Sameiningar og uppsagnir framundan. REYKJAVÍK Suðvestan 10-15 m/s með skúrum síðdegis. Hiti 4 til 9 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður © 10-15 Skúrir ©7 Akureyri © 8-13 Rigning Q 6 Egilsstaðir © 8-13 Rigning ©6 Vestmannaeyjar © 10-15 Skúrir Q 7 Leit að tölvuveirum fyrirlestur Klukkan 9:00 í dag held- ur Helgi Páll Helgason fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í tölvunarfræði í stofu 156 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6. Verkefnið heitir „Leit að tölvuveirum með tauga- netsreiknum“ og var unnið i sam- vinnu við Friðrik Skúlason ehf. uppcjör Uppgjör tæknifyrirtækja endurspegla verulega erfitt ár- ferði í greininni. Aco-Tæknival tapaði 861 milljón fyrstu nýju mán- uði ársins og er eigið fé orðið nei- kvætt um 265 milljónir króna. Ein- ar J. Skúlason tapaði 450 milljón- um króna og Íslandssími tapaði 777 milljónum fyrstu níu mánuði árs- ins. Tap Opinna kerfa var rúmar 200 milljónum, en það stafar að mestu af áhrifum af eign í dóttur- félögum. Samanlagt tap þessara fyrirtækja er því á þriðja milljarð króna. Sérfræðingar á markaði segja ekki mikla ástæðu til bjartsýni í bráð. Jafet Ólafsson, hjá Verð- bréfastofunni, segir að fyrirtæki hafi dregið verulega úr tæknifjár- festingu. „Þegar harðnar á dalnum fresta fyrirtæki því að kaupa ný tæki og ekki má heldur gleyma að fyrirtæki hafa verið að fjárfesta verulega í tækjum og hugbúnaði og geta því leyft sér að hinkra í ein- hvern tíma.“ Hann segir uppgjör íslands- síma heldur lakara en búist var við, en að ekkert í því komi veru- lega á óvart. Þeir sem talað var við voru á einu máli um að Aco-Tæknival væri í erfiðri stöðu og einn lét þau orð falla að ólíklegt væri að fyrir- tækið yrði til í núverandi mynd lengi enn. Þegar hefur fólki verið sagt upp og óttast er að fleiri upp- sagnir muni verða á næstunni. Már Wolfgang Mixa hjá verð- TAP TÆKNIFYRIRTÆKJA FYRSTU NÍU MÁNUÐI ÁRSINS: Aco-Tæknival 86 7 milljónir Einar J. Skúlason 450 milljónir íslandssimi 777 milljónir Nýherji 93 milljónir Opin Kerfi 204 milljónir Skýrr 75/ milljónir bréfadeild Sparisjóðs Hafnarfjarð- ar segir að Opin kerfi og EJS hafi bæði sterkar vörur og skýra stefnumótun og því líkleg til að bregðast rétt við samdrættinum. Hann segir ljóst að mikill þrýsting- ur verði á hagræðingu í greininni á næstu mánuðum og ekki ólíklegt að einhver tækni og fjarskiptafyr- irtæki muni sameinast á næstunni. Aðrir tóku í svipaðan streng og töldu Aco-Tæknival og íslands- síma í erfiðustu málunum. Hand- bært fé til rekstrar væri neikvætt hjá Aco-Tæknivali og Íslandssími væri að brenna hlutafé sínu af miklum hraða og spurning hversu mikið þanþol núverandi hluthafar hefðu. Landsbankinn myndi hugs- anlega teygja sig ansi langt til að verja fjárfestingu sína, en bankinn gæti ekki varið slíkt endalaust. Jafnvel þótt miðað væri við núver- andi gengi þessara fyrirtækja sem hefur hrunið á undanförnum mán- uðum.væri erfitt að verja fjárfest- ingu í þeim nú um stundir. Áhætt- an væri einfaldlega allt of mikil. haflidi@frettabladid.is Listakona talar fyrirlestur Listakonan Polly Apfel- baum flytur í dag kl. 12.30 fyrir- lestur í Listaháskóla íslands, Laug- arnesvegi 91, sem hún nefnir „From wallflower to powerpuffs." Apfelbaum hefur átt þátt í því að endurskilgreina málverkið á síð- asta áratug. Gaukurinn átján ára AFMÆLi Veitingastaðurinn Gaukurinn heldur upp á 18 ára afmæli sitt í kvöld. Stefán Hiimars og Eyjólfur Kristjánsson bregða sér í gervi Simons og Garfunkels, auk þess sem hljómsveitin Buff lætur í sér heyra. IKVÖLDIÐ í KVÖLD| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 íþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐÍÐ Hvaða blöð lesa íbúar höfuðborgar svæðisins' 77,9% 723% Meðallestur 18 til 67 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 eintök 78% fóiks les blaðið ITjölmiðlakönnun fricewaterhousecoopers var FRAMKVÆMD DAGANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. JÓLIN KOMA. Byrjað er að skreyta götur Reykjavíkur og borgin gerist sífellt jólalegri. Lítil von er til að jólasnjór falli í bráð. Gert er ráö fyrir vorhita um allt land. Þó er ekki öll nótt úti enn, um að snjórinn falli fyrir jól, þar sem nokkrar vikur eru til jóla. Sjómannafélag Reykjavíkur boðar átök við Atlantsskip: Skærur í Sundahöfn ÁTÖK „Þeir sitja klofvega á samn- ingnum og það eitt er ólöglegt," sagði Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, en stjórn félagsins hyggst koma í veg fyrir afgreiðslu skips frá Atlants- skipum í dag. Jónas segir að Atl- antsskip standi ólöglega að samn- ingi um flutninga fyrir varnarlið- ið á Keflavíkurflugvelli. í samn- ingnum er ákvæði um að banda- rískt útgerðarfyrirtæki skuli sjá um 35 prósent flutninganna en ís- lenskt félag um 65 prósent. Jónas segir að Atlansskip ráði yfir öllum flutningunum þrátt fyr- ir ákvæði um annað. Þeir geri skipið Geysi út frá Bandaríkjun- um utan um 35 prósentin og skip- ið Radeplein út frá Hollandi um 65 JÓNAS GARÐARSSON Sjómannafélagar Reykjavíkur leitar til dóm- stóla vegna Atlantsskipa. prósentin. Þrátt fyrir það neituðu forsvarsmenn Atlantsskipa því að félagið geri út skipið Radeplein í málflutningi vegna skaða- bótaki-afna fyrir íslenskum dóm- stólum. Jónas sagði að stjórn Sjó- mannafélagsins hafi átt fundi með íslenskum stjórnvöldum vegna brota á samningnum og talið sig hafa fundið fyrir skilningi á sín- um sjónarmiðum. „Við höfum hinsVegar ekki orðið varir neinna viðbragða." Radeplein leggst að bryggju fyrir hádegi í dag og segir Jónas að félagar í Sjómannafélagi Reykjavíkur muni gera allt til að koma í veg fyrir afgi-eiðslu þess. I framhaldi verður Atlantsskipum stefnt fyrir dóm. Engir íslenskir sjómenn eru á skipum Atlans- skipa. ■ TþETTA HELST 1 Litlu munar á atvinnuleysis- bótum og launum tónlist- arkennara bls. 2 *— Heimilslæknar vilja fá að star fa sjálfstætt og fara í mál við ráðheri’a. bls. 6 Allt bendir til hægri stjórnar í Danmörku. bls. 8 Borgarfulltrúar deila um Perluna. bls. 10 ..- ■ Neslistinn segist stefna að stærri minnihluta í bæjar- stjórn Seltjarnai’ness. bls. 12 Hejmllisbjaði Vikulegt sérblað um heimili, hús og fasteignamarkaðinn Fullt af lesefni ogfl Fasteignauglýsingum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.