Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 12

Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 12
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ Holl og vellaunuð morgunhreyfing Við óskum eftir blaðberum til að bera út Fréttablaðið í eftirtalin hverfi: 101 Vesturbær og Miðbær 200 Vesturbær 210 Garðabær 220 Hafnarfjörður Þeir sem áhuga hafa geta hringt í síma 595 6500, 595 6535 eða 695 6515. Parket... ...á frábæru verði Gæðaparket frá aðeins 2.9901 ra HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is Jóla markaður Jóla og Ijósleiðaraseríur, jólaskraut, kertastjakar, Ijósleiðara englar, syngjandi jólasveinar, jólastyttur jólasveinapúðar, skrautlampar, snertilampar, pottasett, pönnur, hnífatöskur, heimilistæki, Ijós sjónvarpstæki og margt fleira. Opnunartími: Virka daga: 10-18 Laugardaga: 10-16 ON OFF VÖRUMARKAÐUR Smiðjuveg 4 • Kópavogi • Sími: 577 33 77 19. nóvemer 2001 MÁNUDAGUR Guðnán Helga Brynleifsdóttir: Stefnt á stærri minnihluta sveitarstjórnarmál „Stefnan er að ná meirihluta í bæjarstjórn, en ég tel það raunhæft markmið hjá Neslistanum að ná inn þriðja manninum," segir Guðrún Helga Brynleifsdóttir, sem hlaut kosn- ingu í fyrsta sæti í prófkjöri Neslistans á Seltjarnarnesi, með 208 atkvæði. Sunneva Hafsteins- dóttir hlaut 256 atkvæði í fyrsta og annað sæti og Árni Einarson 152 atkvæði í fyrsta til þriðja sæti list- ans. „Nú sjáum við tækifæri til að jafna valdahlutföllin, milli Neslist- ans og Sjálfstæðisflokksins. Nú- verandi bæjarstjóri er að hætta eftir fjörutíu ára starf og með nýju fólki mun landslagið í sveitarstjórnarmálum á Seltjarn- arnesi breytast til muna. Neslist- inn mun leitast við að ná inn þrið- ja manninum, í sjö manna bæjar- stjórn, til að ná betra málefnalegu aðhaldi í stjórnsýslu bæjarins," segir Guðrún Helga. Ekki eru birt úrslit nema í þremur efstu sætun- um, en að sögn Páls Vilhjálmsson- ar, sem sæti á í prófkjörsnefnd bæjarmálafélagsins, eru einungis þau sæti bindandi. Uppstillinga- nefnd Neslistans muni raða í af- ganginn af sætunum, svo jafn- vægis gæti hvað varðar aldur og kyn þeirra sem skipa listann. ■ GUÐRÚN HELGA BRYNLEIFSDÓTTIR Neslistinn mun leitast við að ná inn þriðja manninum, í sjö manna bæjarstjórn, til að ná betra málefnalegu aðhaldi í stjórnsýslu bæjarins. Hæstiréttur krefst úr- skurðar héraðsdóms Fellst á að menn sem ekki eru í gagnagrunni á heilbrigðissviði geti haft lögvarða hagsmuni af því að koma í veg fyrir að aðrir séu í grunninum. Astæðan er sú að hægt sé að ráða í upplýsingar um viðkomandi einstakling af upplýsingum um aðra, svo sem foreldra, systkini eða afkomendur. GAGNAGRUNNUR Á HEILBRIGÐISSVIÐI Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður telur að Alþingi hafi samþykkt tengingu miðlægs gagnagrunns á heilbrigðissviði við ættfræði- . ' gagnagrunn og Soknm byggir erfðafræðigagna- a þvi að upp- grunn án þess að lysingarnar umræða um þess- séu persónu- ar tengingar færu greinanlegar í fram f þinginu. Af- grunninum. leiðingarnar eru —*.... þær að upplýsing- ar í miðlægum gagnagrunni á heilbrigðissviði eru persónugreinanlegar. Hæstiréttur felldi í síðustu viku úr gildi frávísunarúrskurð héraðsdóms í máli sem ung stúi- ka höfðaði gegn íslenska ríkinu. Stúlkan krafðist þess að felld yrði úr gildi ákvörðun landlækn- is um að hafna beiðni hennar um að upplýsingar um látinn föður hennar yrðu ekki fluttar í gagna- grunn á heilbrigðissviði, og held- ur ekki upplýsingar um ættfræði eða erfðafræði varðandi hann. „Aðalatriðið í dómi Hæstaréttar er að viðurkennt er að stúlkan hafi lögvarða hagsmuni í því að fá efnisdóm í málinu, meðal ann- ars vegna þess að það er hugsan- TELUR UPPLÝSINGAR PERSÓNU- GREINANLEGAR Ragnar Aðalsteinsson fer með mál stúlku sem vill að upplýsingar um föður hennar verði teknar úr gagnagrunni á heilbrigðis- sviði. Ragnar fékk um helgina hvatningar- verðlaun Samfylkingarinnar en þessi verð- laun voru afhent í fyrsta sinn. Verðlaunin hlaut hann fyrir starf sitt að mannréttinda- málum. legt að það verði dregnar álykt- anir um hana sjálfa af upplýsing- um um föður hennar," segir Ragnar Aðalsteinsson sem er lög- maður stúlkunnar. Stúlkan krefst þess að upplýs- ingar um látinn föður hennar verði ekki fluttar í gagnagrunn á heilbrigðissviði og byggir kröfu sína á því að erfðafræðilegar upplýsingar teljist til heilsufars- upplýsinga samkvæmt gagna- grunnslögum og að heimilt sé að tengja gagnagrunninn við ætt- fræðigagnagrunn og erfðafræði- gagnagrunn. Því sé hægt að afla upplýsinga um einstaklinga sem hafa skráð sig úr gagnagrunnin- um í gegnum upplýsingar um ná- komna ættingja þeirra sem eru skráðir í grunninn. Þegar málið fer til efnismeð- ferðar er Iíklegt að mati Ragnars að aðalátakaefnið verði hvort upplýsingar sem fara í gagna- grunn á heilbrigðissviði teljist persónugreinanleg eða ekki þeg- ar búið að tengja gögnin við ætt- fræðiupplýsingar og erfðafræði- upplýsingar. „Sóknin byggir á því að upplýsingarnar séu persónu- greinanlegar í grunninum. Vörn- in er aftur á móti á því byggð að ekki skipti máli hvað sé sett í grunninn vegna þess að það sé allt ópersónugreinanlegt." steinunn@frettabladid.is Kosið var í Kosovo um helgina: Ibrahim Rugova bar sigur úr býtum pristina. ap Ibrahim Rugova, leiðtogi hófsamra Kosovobúa, er aö öllum líkindum sigurvegari kosninganna, sem fram fóru þar á laugardaginn. Opinber úrslit kosninganna verða ekki birt fyrr en í dag, en útgönguspár bentu til þess að flokkur Rugovas, Lýð- ræðisbandalag Kosovo, fengi 44,7% atkvæða. Lýðræðisflokkur Kosovo verður næst stærsti flokkurinn, með 23,7 prósent atkvæða, en formaður hans er Hashim Thaci, sem er fyrrverandi leiðtogi upp- reisnarliðsins í Kosovo. í þriðja sæti kemur svo Bandalag um framtíð Kosovo með 8,3% at- kvæða. Bandalag nokkurra serb- neskra stjórnmálaflokka fékk samtals 10,1%, og afgangur at- kvæðanna fór til nokkurra ann- arra smærri flokka. Kosningarnar voru til 120 manna þings, sem hefur það hlutverk að velja forseta Kosovo og mynda bráðabirgðastjórn, en sú stjórn mun fara með völd ásamt embættismönnum frá Sameinuðu þjóðunum og friðar- gæsluliði á vegum Atlantshafs- bandalagsins. Serbum eru tryggð 10 þing- sæti hið minnsta, en ef kosninga- þátttaka serbneska minnihlut- ans reyndist góð, þá geta þeir átt allt að 20 fulltrúa á þinginu. ■ IBRAHIM RUGOVA BROSIR BREITT Enda er hann sigurvegari fyrstu kosning- anna í Kosovo eftir að Atlantshafsbanda- lagið hrakti serbneska valdhafa þaðan með loftárásum árið 1999.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.