Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTABLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. [ BRÉF TIL BLAÐSINS | Þarffiskurinn á griðarsvœð- um að halda? Matthías Kristinsson skrifar. fiskveiðar Það er vægast sagt mik- il hörmung að sjá hvernig um- gengnin er um helstu auðlind okk- ar, fiskimiðin. Og enn meiri verð- ur hörmungin ef stjórnmálamenn bera ekki gæfu til að koma þess- um kvótaóskapnaði fyrir kattar- nef. Það liggur við að allar aðrar leiðir séu betri. Ein leiðin gæti t.a.m. verið sú að leyfa óhindraðar bolfiskveiðar á handfæri og línu innan ákveðinnar lögsögu, t.d. að 40 mílum, en þó með hömlum á línulengd hvers báts. Netaveiðar mætti stunda á milli 40 og 80 mílna á sömu forsendum hvað veiðarfæralengd varðar og aðrar veiðar á bolfiski yrðu þar fyrir utan, einnig háðar hámarksstærð veiðarfæra. Þá er nauðsynlegt að komið verði á nokkrum stórum griðarsvæðum fyrir fiskinn úti fyrir öllum landshlutum og væru þau lokuð fyrir allri bolfisksveiði allt árið. Með þessu móti gætu fiskistofnarnir rétt úr sér og fisk- veiðiflotinn veitt jafnmikinn fisk og nú en jafnframt komið með meiri afla að landi þar sem þetta kerfi býður ekki upp á brottkast. Þá má líta til þess að fiskifræðing- arnir ættu betur með að átta sig á stofnstærðum með því að skoða aflamagn og aflasamsetningu og gætu þeir þá gripið inn í með lok- un annarra veiðisvæða eftir þörf- um. Þá er það ekki síður kostur við slíkt kerfi að meintir kvótaeig- endur tapa í reynd engu þar sem þeir hafa skipin sem stunda þess- ar veiðar. Aðeins þeir sem hingað til hafa leigt út og selt kvótá án þess stunda veiðarnar sjálfir myndu heltast úr lestinni og gerir það að sjálfsögðu ekkert til. Þjóð- in hefur ekki efni á slíkum aðli. ■ 10 19. nóvemer 2001 MÁNUDACUR Svona gera fréttamenn ekki Var að hluta til sviðsett. Flestir sem þekkja til vinnu á sjó eru sannfærðir að mynd- skot þau sem Ríkissjónvarpið sýndi í síðustu viku hafi verið sviðsett atriði af Magnúsi Þór ___ Hafsteinssyni og óábyrgum sjó- mönnum. Mér finnst það mjög miður hvernig búið er að draga þessa umræðu niður í svað æsifréttamennsku og skít- kasts.“ Þetta segir Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri ÚA, á heima- síðu félagsins. Fréttir af brottkasti á bátunum Bjarma og Báru hafa eðlilega vak- ið athygli. Það má ekki henda fiski í sjóinn. Það er eitt, hitt er annað að fréttamaðurinn Magnús Þór Hafsteinsson hefur hagað málum með sérstökum hætti. Hann er orðinn miðdepill fréttarinnar - eða sviðsleiksins. Myndirnar sem eru teknar um borð í Bjarma vekja sérstaklega athygli og flest bendir til að þær séu sviðsettar. Báturinn er ekki á ferð meðan á aðgerð stendur. Það er afar sérstakt ef bátur sem rær með snurvoð er á reki meðan á að- gerð stendur. Það eitt og sér vek- ur upp grun um ekki hafi verið með hefðbundin vinnubrögð að ræða og að myndirnar hafi verið sviðsettar. Magnús Þór Hafsteinsson hef- ur gengið svo langt að hóta skip- stjóranum á Bjarma að birta myndir sem áður voru klipptar MáLxnanna Sigurjón M. Egilsson skrifar um fréttir frá og sanna þar með að hann hafi á réttu að standa. Semsagt að standa ekki við loforð um vernd heimilda. Það er ljótur leikur. „Brottkastið sem myndað var um borð í þessum báti var að hluta til sviðsett. Þetta var ekki eðlilegur veiðitúr. Tilgangurinn var að vekja athygli á því vanda- máli sem brottkastið almennt er. Fréttamennirnir gáfu mér dreng- skaparloforð um að myndirnar yrðu ruglaðar þannig að það sæist ekki í hvaða skipi þær væru tekn- ar. Þeir stóðu ekki við það loforö." Þetta sagði Níels Ársælsson skip- stjóri á Bjarma í viðtali við Fiski- fréttir. Hafi Níels rétt fyrir sér er ljóst að brot Magnúsar Þórs er ljótt. Hann hótar að misfara með efni sem hann segist eiga til að vinna gegn heimildarmönnum sínum. Svona mega fréttamenn ekki vinna. ■ um Perluna Fór langt fram úr áœtluðum kostnaði Eg sat í veitustjórn þegar fram- kvæmdir við Perluna stóðu yfir og var þá eini fulltrúi minni- hluta á móti fjórum fulltrúum Sjálf- stæðisflokks,“ sagði Sigrún Magn- úsdóttir, borgarfull- trúi R-listans. „Fyrst í stað stóðu deilur um hvort fyrirtæki eins og Hitaveita Reykja- víkur ætti að stan- da í að byggja veit- ingahús. Manni fannst það dálítið fjarlægt verksviði Hitaveitunnar. Aft- ur á móti var hug- mynd arkitektsins að byggingunni skemmtileg, að byggja hvolfþak og að veitingahúsið gæti snúist. Maður hafði ekki móti hönnuninni sem slíkri en SIGRUN MAGNÚS- DÓTTIR Sigrún segir vænlegan kost að mynda hlutafélag um Perluna, enda verði aldrei öll byggingin seld heldur verði alltaf um sam- eign að ræða. fannst þetta fjarlægt verksviði Hitaveitu Reykjavíkur," sagði hún en bætti við að hvernig staðið hafi verið að framkvæmdinni væri svo kafli út af fyrir sig. „Sérstakur verkefnisstjóri yfir framkvæmd- unum var valinn, fyrrverandi hitaveitustjóri, og málið í sjálfu sér ekki kynnt svo mikið í veitu- stjórn eða borgarráði á fram- kvæmdatímanum. Ekki fyrr en í ljós kom að menn voru komnir fram úr ætluðum 300 milljónum króna í 600 eitt árið. Markús Örn, sem hafði þá verið borgarstjóri í nokkra mánuði, stöðvaði fram- kvæmdir til að láta skoða þetta," sagði hún og minntist mikilla deil- na og að hörð hríð hafi verið gerð að sjálfstæðismönnum. Sigrún segir að reyndar hrífist hún af Perlunni sem ímynd borg- arinnar að hluta. „Meira að segja svo að ég hefði viljað sjá tónlistar- hús í tengslum viö hana, þótt það sé ágætt líka niðri í borg. Mest heillandi var hugmyndin um að hafa hamrasal neðanjarðar í | Öskjuhlíðinni undir tónlistarflutn- inginn." ■ Perlan hefur skilað sínu hlutverki ríkulega Það var svo sem búið að vera í umfjöllun í áratugi að nýta þennan einstæða stað til að búa til sterka ímynd fyrir borgina," sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, aðspurður um til- urð og umræður í kringum byggingu Perlunnar fyrir rúmum áratug síð- an. „Svo var ákveð- ið að gera þetta bara. Ingimundur Sveinsson, arki- tekt, hannaði bygg- inguna og Jóhann- es Zoéga, þá fyrr- verandi hitaveitu- stjóri, var ráðinn verkefnisstjóri." sagði menn hafa fyrst og fremst séð fyrir sér að byggingin gæti orðið sterkt að- VILHJÁLMUR P. VIL- HJÁLMSSON Vilhjálmur segir skipta megin- máli við sölu Perlunnar að aðgengi al- mennings og ferðamanna að byggingunni verði ekki skert. Vilhjálmur dráttai-afl fyrir bæði innlenda og erlenda ferðamenn sem og lands- menn alla auk þess að efla ímynd borgarinnar. „Perlan er auðvitað nátengd hitaveitutönkunum sem þá var einmitt verið að endur- nýja. Þetta gerðist í tengslum við endurnýjun tankanna. Þetta er sambyggt og styður að sjálf- sögðu hvað annað,“ sagði hann en bætti við að byggingin hafi orðið heldur dýrai'i en upphaf- lega var áætlað. „Það er með þetta mannvirki eins og önnur sem menn eru ekki að hanna dag- lega að þetta vill verða dýrara, enda þekkjast margar sögur af slíku. Síðasta dæmið er þegar menn hönnuðu sig inn í Hafnar- húsið með listasafn." Vilhjálmur segir Perluna hafa stimplað Reykjavík með afger- andi hætti inn á heimskortið. „Reykjavík væri fátækari hvað þetta verðar ef ekki hefði verið ráðist í þetta verkefni. Perlan hefur skilað sínu hlutverki mjög ríkulega, þótt kannski mætti nýta hana eitthvað betur,“ sagði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ■ Stærri hljóðdeilctPFAFF AGMENN I HLJ Hágæða heimilishljómtæki Pfaff hf. hefur nú tekið við umboðum og vörumerkjum frá ReynÍSSOn&BIÖndal og býður nú einnig hágæða heimilishljómtæki. Við höfum á undanförnum vikum breytt verslun okkar til að gefa hljóðdeildinni aukið rými, smíðað fullkominn hljóðklefa og bætt aðstöðuna að öðru leyti. m nmrM' f/ii/ V í- mw Ifí f !;í X V 4 .. 'i • '•( ‘í \\ m \ Vv vfei-y m TEAC DtNAUDIO N2>IEIVKHEISEn Skinberkable (((AE))) HHHi IHEÐ33IS3HÍ HHHHB . l é ? -Jd í 1 r -rr lcW 1 V1 lii.I:k'I'M'lSlKSBl www.pfaff.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.