Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 13

Fréttablaðið - 19.11.2001, Side 13
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2001 FRETTABLAÐIÐ 13 Talibanar bjóða uppgjöf í Kunduz gegn skilyrðum: Liðsmenn al Kaída sagðir myrða liðhlaupa STRÍÐ i afcanistan Breska dagblaðið Telegraph skýrði frá því í gær að liðsmenn A1 Kaída, samtaka bin Ladens, hafi myrt á annað hund- rað talibana í borginni Kunduz í norðurhluta Afganistans til þess að koma í veg fyrir að þeir gerist liðhlaupar. Er þetta haft eftir flóttamönnum frá Kunduz. Þá sögðu flóttamenn einnig að jafnt talibanar sem liðsmenn A1 Kaída hafi myrt fleira fólk í Kunduz. Talibanar buðust í gær til þess að gefast upp í Kunduz, en með því skilyrði að liðsmenn A1 Kaída fengju að fara óhultir frá borg- inni. Ekki var vitað hvort and- stæðingar talibana, hið svonefnda Norðurbandalag, hafi fallist á þetta boð. Norðurbandalagið hefur sótt hart að Kunduz undanfarna daga, en borgin er síðasta vígi talibana og al Kaída í norðurhluta landsins. Talibanar eru flestir Afganir, og eru þeir mun viljugri en liðs- menn A1 Kaída til þess að leggja niður vopn, enda eru þeir á heima- slóðum. Liðsmenn A1 Kaída eru hins vegar aðkomumenn í Afganistan, flestir frá Sádi-Arabíu eða öðrum arabaríkjum og Pakist- an. Þeir þykja ekki vel liðnir með- al almennings og eiga mun erfið- ara með að falla inn í mannlífið án stuðnings talibanastjórnarinnar. ■ FYLGST MEÐ LOFTÁRÁSUM Hermenn Norðurbandalagsins fylgdust með loftárásum Bandarikjanna á bækistöðvar tali- bana í nágrenni Kunduz, sem er síðasta vígi talibana og Al Kaída í norðurhluta Afganistans. Sóðar á Suðurskautinu: Rusl safnast á hafsbotni WELLINGTON. ap Hafsbotninn um- hverfis Suðurskautslandið er þak- inn rusli, að því er fram kemur í nýrri skýrslu frá stjórnvöldum á Nýja-Sjálandi. Verst mun ástandið vera í flóa sem heitir McMurdo Sound, en næst bækistöðvum bandarískra og nýsjálenskra vís- indamanna eru fleiri bjórdósir heldur en svampar, sem þar lifa í sínu náttúrulega umhverfi. Á hafsbotninum er líka tölu- vert af ónýtum bifreiðum, og skolp hefur safnast þar fyrir í stórum stíl, enda er þúsundum lítra af því veitt út í sjóinn á hverjum degi. ■ Á FLUGVELLINUM Bushan K. Chatria heldur þarna á annarri dóttur sinni, Ganga, á flugvellinum í Singa- pore í gær. Síamstvíburarnir í Singapore: Heim til Nepal eftir aðskilnað singapore. ap Samvöxnu tví- burarnir, sem skildir voru að í Singapore fyrr á árinu, fóru heim til sín í Nepal um helgina. Ganga og Jamuna Shrestha eru átján mánaða, og hafa ekki þekkt annað heimili síðastliðið ár en sjúkrahúsið í Singapore. Lækn- arnir gáfu vinnu sína og sjúkra- húsgjöldum var að mestu sleppt. Foreldrarnir ungu voru með tárin í augunum á sunnudaginn og föðmuðu lækna og vini sem komn- ir voru til að kveðja þau á flug- vellinum í Singapore. Læknarnir í Singapore segja ólíklegt að stúlkurnar tvær verði „eins og önnur börn þegar þær eldast." „Við getum ekki sagt fyrir víst hvers konar fötlun þær þurfa að búa við þegar fram í sækir, en það verður einhvers konar fötlun," sagði Ho Lai Yun, einn læknanna 20 sem aðskildu stúlkurnar. Aðgerðin, sem fór fram í apríl síðastliðnum, stóð í rúmlega fjóra sólarhringa, en stúlkurnar voru samvaxnar á höfðunum. Höfuðlag þeirra beggja verður óreglulegt, enda þurfti að búa til hluta af höf- uðkúpu þeirra beggja úr gerviefn- um og græða húð á sárin. ■ Slapp frá eigandanum: Strútur skokk- aði um götur Lundúna london. ap Tveggja metra hár strút- ur, sem kallaður er Godzilla, slapp frá eigendum sínum í London nú fyrir helgi og skokkaði um götur borgarinnar í nærri tvo tíma þang- að til íbúum tókst að króa hann af. Svo óheppilega vildi raunar til, að rétt um sama leyti streymdu börn út úr skóla í næsta nágrenni og þyrptust þau að strútnum. Hann sýndi þeim mikinn áhuga og gerði sig líklegan til að elta börnin. En í því kom sonur eiganda strútsins að- vífandi og tók hann með sér án vandræða. ■ ,**»«•*•* *** | | | I 1 1 * 1 1 1 f # $ 1 1 • i- 1 «- f i Í 1 • ,i •' • • • § ffiíStt i 1 1. f * i » I M I I I I * » S § i i • • *. * * • • • • « » i « m i i 11 i i i i i i § § i i * I * * 1 i « t f I i s tt g 1 1 4 1 • • • * I t i t i I I t , , f # ;• f * * * « § t 1 ? I # | | | i ‘ f * . * * 4 * * » i 1 •***.*•»; * * * ■ •«*. 9 f f. # |ii t

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.