Fréttablaðið - 19.11.2001, Qupperneq 15
MÁNUDAGUR 19. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ 15
Evrópukeppni félagsliða:
Öll íslensku liðin
eru úr leik
handknattleikur íslands- og bikar- mörk í leikjunum tveimur gegn
meistarar Hauka, Fram og HK eru
úr leik í Evrópukeppni félagsliða,
en liðin töpuðu öll leikjum sínum
um helgina.
Haukar töpuðu 30-28 fyrir
Barcelona á Ásvöllum. Fyrri leik
liðanna lauk með 39-29 sigri
Barcelona og sigruðu þeir því sam-
anlagt með ellefu marka mun.
Halldór Ingólfsson átti stórleik á
laugardaginn líkt og í fyrri leikn-
um og skoraði 12 mörk í 15 skot-
um. Samtals skoraði hann því 26
Styrktarsamningur HSI:
Endur-
speglar ekki
slæma stöðu
handboltans
HANDKNATTLEIKUR Einar Þorvarðar-
son, framkvæmdastjóri Hand-
knattleikssamband íslands, segir
að sú staðreynd að styrktarsamn-
ingur við efstu deild skuli fyrst
vera gerður þegar sjö umferðir
eru búnar af deildinni endur-
spegli ekki slæma stöðu hand-
knattleiks hér á landi.
„Þetta er búið að vera fimm
mánaða ferli og það er vegna ým-
issa aðstæðna, sem tengjast ekk-
ert frekar HSI en einhverjum öðr-
um. Það hefur bara tekið þennan
tíma að koma þessu í gegn og við
fögnum því, því þetta er mjög
sterkur stuðningsaðili."
„Þetta er lýsandi dæmi um
stöðu handknattleiksins að við
skulum fá svo góðan styrktarað-
Barcelona.
Haukar höfðu eins marks for-
ystu í hálfleik og náðu mest fjög-
urra marka forystu. Hið geysi-
sterka lið Barcelona gerði út um
leikinn í upphafi síðari hálfleiks,
en Haukar náðu að minnka mun-
inn í tvö mörk í lokin. Bjarni
Frostason, lék vel í markinu og
varði 15 skot, þar á meðað þrjú
vítaskot með skömmu millibili í
síðari hálfleik. Vinstrihandar
skyttan Lazlo Nagy var atkvæða-
EINAR PORVARÐARSON
Framkvæmdastjóri HS( segist vera ánægð-
ur með nýgerðan styrktarsamning.
ila. Það hefur verið mikil umræða
að þetta sé allt á niðurleið og allt í
skelfilegur ásigkomulagi. Þetta
hefur verið mjög erfiður rekstur
oft á tíðum og menn hafa reynt að
passa uppá reksturinn og reyna að
sníða sér stakk eftir vexti, ekki
vera að eyða í einhverja vitleysu."
Handknattleikssamband ís-
lands og Esso undirrituðu í gær
styrktarsamning sem gildir út
þetta tímabil. ■
EINBEITTUR
Vignir Svavarsson átti ágætan leik með Haukum gegn Barcelona.
mestur í liði Barcelona, en hann
gerði 8 mörk. David Barrufet
varði 8 skot og Tomas Svensson
6.
Fram tapaði 24-22 fyrir Paris
Saint Germain í París, en Fram
tapaði fyrri leiknum með þremur
mörkum. Róbert Gunnarsson var
atkvæðamestur Framara og skor-
aði 8 mörk og Gunnar Berg Vikt-
orsson skoraði 8 mörk fyrir PSG.
HK tapaði 27-25 fyrir Porto í
Portúgal. Porto sigraði einnig í
fyrri leiknum í Kópavogi, 29-24. ■
1. deild kvenna:
KR sigraði
Keflavík
KÖRFUKNATTLEIKUR KR SÍgraðÍ
Keflavík 52-37 í 1. deild kvenna í
körfubolta á laugardaginn.
Njarðvík lék tvo leiki gegn KFÍ.
Fyrri leiknum lauk með 91-89
sigri Njarðvíkur en KFÍ sigraði
síðari leikinn 64-42. á laugardag-
inn. ■
1. PEILD KVENNA
Lið Leikir U T Stig
UMFG 5 5 0 10
ls 4 3 1 6
Keflavík 5 2 3 4
KR 5 2 3 4
KFÍ 4 1 3 2
UMFN 5 1 4 2
Lennox Lewis endurheimti heimsmeistaratitilinn:
Vill Tyson næst
HNEFALEIKAR Lennox Lewis stóð
við stóru orðin í fyrrinótt, þegar
hann rotaði Hasim Rahman í
fjórðu lotu og endurheimti
heimsmeistaratitilinn í þunga-
vigt. Hann er þriðji hnefaleika-
maðurinn til að vinna heims-
meistaratitilinn þrisvar, hinir eru
Muhammad Ali og Evander
Holyfield.
„Núna heitir hann ‘Has-been’
Rahman,“ sagði Lewis eftir bar-
dagann í Las Vegas. „Hans
fimmtán mínútna frægð er búin.“
Lewis, sem tapaði fyrir Ra-
hman í Jóhannesarborg í S-Afr-
íku fyrr á þessu ári, virtist vera í
mjög góðu formi og hafði tölu:
verða yfirburði í bardaganum. í
öryggisskyni var Rahman fluttur
á sjúkrahús eftir bardagann, en
hann er samt ekki talinn alvar-
lega slasaður.
Lewis hefur nú keppt 39 sinn-
ROTHOGG
Rahman var fluttur á sjúkrahús eftir bardagann I öryggisskyni.
um. Hann hefur sigrað 36 sinn-
um, þar af 30 sinnum með rot-
höggi. Hann hefur tapað tvisvar
og einu sinni gert jafntefli. Hann
vill nú berjast við Mike Tyson, en
það er hins vegar spurning hvort
Tyson vilji berjast við Lewis í
svona formi. ■
TIL UMHUGSUNAR
ER VERIÐ AÐ LEIKA SÉR MEÐ ÆVISPARNAÐINN ÞINN?
Samkvæmt lögum mega lífeyrssjóðirnir
leika sér n,eð 25% sparnaðarins í áhættufjárfestingar!
í
!