Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 18
18 FRETTABLAÐIÐ 19. nóvemer 2001 MÁNUDAGUR HVER ER TILGANGUR LÍFSINS? „Tilgangur lífsins er að njóta þess," Reynir Lyngdal, kvikmyndagerðamaður Lögin eru rangsnúin! Meðan ég lífsanda dreg mun ég hrópa upp í þágu þessa kerfis eins hátt og lungu mín leyfa, þótt það hrökkvi því miður skammt," sagði franski þingmað- urinn og hagfræðingurinn Fréd- éric Bastiat í Lögunum, sem kom fyrst út í Frakklandi árið 1850. Og það er óhætt að segja að eftir lestur bókarinnar fái maður loft í lungun og langi til að hrópa upp gegn lögum landsins sem standa fyrir óréttlæti sem þau eiga að beinast gegn. Þó bókin sé orðin 150 ára göm- ul þá gætu flestir lært margt af LÖGIN Höfundur: Frédéric Bastiat Útgáfufélag Andríkis, 2001, 73 bls. boðskap hennar. Hún útskýrir hvernig andi laganna hefur snú- ist upp í andhverfu sína og þjón- ar fámennum hópi fólks á kostn- að hinna. Ritið er tilvalin gjöf fyrir hugsandi fólk því efni þess á fullt erindi til okkar í dag. Björgvin Guðmundsson Hafnarborg: Air Condition myndlist Sýningin Air condition hefur opnað í Hafnarborg, menn- ingar- og listastofnun Hafnar- fjarðar. Það er sýning á verkum fjögurra listamanna, þeirra Catherine Tiraby og Vincents Chhims frá Frakklandi og íslend- inganna Gústavs Geirs Bollason- ar og Jóhanns Ludwigs Torfason- ar. Þau tengjast innbyrðis í gegn- um listnám og eiga hér stefnu- mót. Á sýningunni eru málverk, tölvumyndir, teikningar og vídeó- innsetning en listamennirnir eiga það sammerkt að leitast við að víkka út hugtakið málverk. Sýningin stendur til 3. desem- LISTAMENNIRNIR Catherine Tiraby og Vincent Chhim frá Frakklandi og Gústav Geir Bollason og Jó- hann Ludwig Torfason en þau tengjast innbyrðis í gegnum listnám og eiga hér stefnumót. ber og er opin alla daga nema þriðjudaga frá 11.00 til 17.00. ■ Bókmenntakvöld í byrjun vikunnar: Skáld- konur lesa úr verkum upplestur í kvöld verður fyrsta kvöldið af fjórum í Kaffileikhús- inu þar sem skáldkonur lesa úr verkum sínum. Þær sem lesa úr verkum sínum í kvöld eru Anna Kristine Magnúsdóttir sem les úr bók sinni Litróf lífsins, Rakel Pálsdóttir sem les úr bók sinni Flökkusögur, Sigríður Dúna Krist- mundsdóttir les úr bók sinni ævi- sögu Bjargar Þorláksdóttur og Þórunn Stefánsdóttir les úr bók sinni Konan í köflótta stólnum. Upplesturinn hefst kl. hálfníu. ■ MÁNUPAGURINN 19. NÓVEMBER TÓNLEIKAR__________________________ 21.00 Veitingastaðurinn Gaukurinn fagnar 18 ára afmæli og því að vera loksins orðin sjálfráða. Stef- án Hilmars og Eyjólfur Kristjáns (Simon and Garfunkel) spila á af- mælistónleikum. Hljómsveitin Buff slær botninn í kvöldið. Fríar veitingar í boði. FYRIRLESTRAR_______________________ 9.00 Helgi Páll Helgason heldur fyrir- lestur um verkefni sitt til meistara- prófs í tölvunarfræði. Verkefnið heitir Leit að tölvuveirum með tauganetsreiknum. Fyrirlesturinn verður fluttur í stofu 156 í VR2 við Hjarðarhaga 2-6 og eru allir vel- komnir á meðan húsrúm leyfir. 12.30 Polly Apfelbaum flytur fyrirlestur í Listaháskóla islands, Laugarnes- vegi 91, stofu 024 og nefnist hann From wallflower to power- puffs. Polly Apfelbaum tilheyrir hópi listamanna sem hafa endur- skilgreint málverkið á síðasta tug 20. aldar. Hún er þekkt fyrir notk- un sína á gólfinu sem „rými fyrir málverk" og „hefur hresst upp á abstraksjónina með bæði mar- græðu femínísku innihaldi og óheftri efnislegri fegurð". SÝNINGAR___________________________ Þrjár fyrrum skólasystur minnast skóla- daga sinna í Myndlista- og handíða- skóla íslands 1964-1966 með sýningu, "Those where the Days", f Listhúsi Ófeigs að Skólavörðustíg 5, Reykjavík. Sýnd eru grafíkverk, glerlist og skart Sýn- Andlegi skólinn Síðustu námskeiðin fyrir áramót Al-Einingaröndun; hátt Kriya jóga, hraöþjóunar jóga 1x viku í 4 vikur • Hefst þri. 20.11. kl 20 Sálarhugleiðsia - Miðlun; að fá Sálina í líkamann, - hitta leiðbeinendur sína - læra miðlun frá sálarsviði 1x í viku í 8 vikur, hefst mið 21.11. kl 20 Raja jóga hugleiðsla 1x í viku í 6 vikur, hefst fim 22.11. kl 20 Uppl í síma 553-6537 www.vitund.is/andlegiskolinn andlegiskolinn@vitund .is Jólakortamyndatökur Innifalið: Myndataka af börnunum þínum og 40 jólakort. Verð kr. 8.000.- Ljósmyndastofan Mynd sími 565 4207 U& mti m-*' TO í » Ljósmyndastofa Kópavogs sími 554 3020 JMHBHL—I Leiðin að miðju jarðar Fremstu glerlistamenn Tékka sýna á Kjarvalsstöðum. Sýningin kem- ur hingað frá Tékklandi en þar stendur glerlist einna hæst í dag. glerlist Leiðin að miðju jarðar er heiti sýningar fremstu glerlista- manna Tékklands. Hún opnaði á Kjarvalsstöðum í gær og þar gefur að líta verk Stanislavs Liþenskýs og Jaroslava Brychtovás sem eru heims- þekktir glerlistamenn eftir ára- tuga starf við glerlistina. Einnig eiga verk á sýningunni meðlimir Rúbíkon-hópsins, þeir Bohumil Eliás, Jaroslavs Matous, Jan Exnars og Jaromír Rybáks sem hafa haslað sér völl meðal bestu glerlistamanna álfunnar. Sýning- arstjóri er Ivo Ken, grafískur hönnuður, safnvörður og hug- myndafræðingur Rúbíkon-hóps- ins. Það er samdóma álit þeirra sem til þekkja að glerlist standi einna hæst í heiminum í Tékk- landi. Búast má við því að íslend- ingar taki sýningunni fagnandi, tuttugu þúsund gestir lögðu leið sína á Kjarvalsstaði í fyrra þeg- ar sýning á verkum bandaríska glerlistamannsins Dale Chihuly þegar hún stóð yfir sem sýnir mikinn áhuga á glerlist hér á landi. Efnistök glerlistamannanna sem verk eiga á sýningunni núna FISKUR Form og gerð verkanna eru mjög fjöl- breytt. Þetta er eftir Jaromír Rybák. BLÓM Jaroslav Matous er listamaðurinn á bak við þetta verk. er mjög ólík og endurspegla sér- stöðu hvers og eins þeirra. Það gefur að líta fjölbreyttan þver- skurð af þeim óþrjótandi form- gerðum og litadýrð sem glerið hefur upp á að bjóða, ýmist eitt og sér eða með öðrum efnum. Glerið er leyndardómsfullt efni og möguleikar þess óþrjótandi og sýningin á Kjarvalsstöðum sýnir það svo ekki verður um villst. Sýningin stendur til 13. janú- ar og verða leiðsagnir um sýn- ipguna alla sunnudaga kl. 15.00. Á leiðsögninni sunnudaginn 25. nóvember verður táknmálstúlk- ur einnig til staðar. ■ GLERIÐ ER LEYNDARDÓMSFULLT Verk eftir Jan Exnar sem sjá má á sýningunni. ingin stendur til 21. nóv og er opin á verslunartíma. Maður, lærðu að skapa sjálfan þig heit- ir sýning um sögu Bjargar C. Þoríáksson sem stendur yfir í Þjóðarbókhlöðunni. Það er Kvennasögusafnið sem setur sýn- ínguna upp. MYNDLIST______________________________ I Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar stendur yfir sýning á verkum fjögurra listamanna undir heitinu Air condition. Listamennirnir eru Catherine Tiraby og Vincent Chhim frá Frakklandi og Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason en þau tengj- ast innbyrðis í gegnum listnám og eiga hér stefnumót Á sýningunni eru mál- verk, tölvumyndir, teíkningar og vídeó- innsetning en listamennirnir eiga það sammerkt að leitast við að víkka út hug- takið málverk. Sýningin stendur tíl 3. desember og er opin alla daga nema þriðjudaga 11.00 - 17.00. Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir málverk í Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laugar- vegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýning- unni eru bæði stærri og minni verk. Myndirnar eru mestmegnis tengdar fólki og mannlífi en einnig málar hún lands- lagsmyndir. Sýningin er sölusýning og stendur fram í desember. Opnunartími sýningarinnar erfrá kl.lOrOO - 18:00 alla virka daga, en 10:00 - 14:00 laugardaga. BÆKUR Gefurfrá sér hlýja strauma Frá ljósi til ljóss segir af Rósu sem missti móður sína við fæðingu. Rósa elst upp við um- hyggju föður síns til tíu ára ald- urs en þá fer hann á brott og skilur hana eftir í umsjá vina sinna. Öll elskuðu þau móðurina Magðalenu og stúlkan lifir í takt við þá ást. Rósa veltir gjarnan fyrir sér hvernig Magðalena hefði tekið á hlutunum og hagar lífi sínu í samræmi við það. í þessari bók Vigdísar er nýr tónn sem lesendur hennar hafa ekki áður kynnst. Hún er ólík öðrum bókum Vigsdíar en ef eitthvað er þá kemur Kaldaljós upp í hugann. En fyrst og síðast er þessi saga falleg og full af táknum. Á milli lína má mikið lesa og í reynd er falið þar meira en sagt er. Eins og Vigdís- ar er vandi þá gefur hún ábend- ingar um það sem koma skal en er fjarri því að vera fyrirséð. FRÁ UÓSI TIL UÓSS__________________ Höfundur: Vigdís Grímsdóttir Iðunn, 2001, 196 blaðsíður. Endirinn kemur á óvart og ekki er laust við að mér hafi brugðið. Frá ljósi til ljós er saga um kær- leika og ást og í látleysi sínu segir hún fallega sögu en þegar upp er staðið er ekki allt sem sýnist. Kann að vera að lygin leynist þar sem síst skyldi? Lesandinn finnur eitthvað gott tifa í hjartanum við lestur- inn og í einfaldleika sínum gefur þessi bók frá sér hlýja strauma; ; strauma sem leiða til einhvers góðs. Bergljót Davíðsdóttir.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.