Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 19.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ jT'f—iQU-íijdmsvóíi .61 huomQUHáívi 19. nóvemer 2001 MÁNUDACUR Böðvar Guðmundsson í Danmörku: ,,Kýs mína hreppsnefnd" Hafnarfjörður: Borga gjöldin að heiman Sveitarfélög Hafnarf jarðarbær býður nú fyrst sveitarfélaga íbú- um að greiða opinber gjöld í gegn- um heimabanka. íbúar geta því fengið reikninga senda rafrænt í netbankann sinn og greitt öll gjöld þar á einfaldan og fljótlegan hátt. Að sögn Jóhanns Guðna Reynis- sonar, upplýsingafulltrúa Hafnar- fjarðar, er þetta gert til þess að fólk hafi aðgang að þjónustu þeg- ar og þar sem því þóknast. Hag- kvæmt sé að greiða reikninga t.d. í vinnunni eða heima og losna við allt pappírsflóðið í gegnum bréfalúguna, kjósi það svo. ■ kosningar „Ég verð töluvert mikið var við kosningabaráttuna hér. Danir hengja mikið upp myndir af frambjóðendum sín- um á ljósastaura og út um allt. Svo er þetta auðvitað mjög áber- andi efni í blöðum og fjölmiðl- um,“ segir Böðvar Guðmunds- son, rithöfundur, sem búið hefur í Danmörku í 17 ár og fylgist með stjórnmálaumræðunni í að- draganda kosninganna, sem fara fram á morgun. Hann segir mikið af upplýs- ingum dreift á götum úti, í hús og svo eru fundir með frambjóð- endum tíðir. „Það er mikið af fundum út um allt.“ Böðvar segir stjórnmálamenn tala auðvitað mest um kosning- arnar en hinn almenni Dani láti sig eðlilega málin varða. Þetta sé stór biti að kyngja því um leið og alþingis- og bæjarstjórnarkosn- ingar fari fram séu um leið amt- kosningar. „Það sem hefur hingað til kannski ekki verið á íslandi er, að umræðan hefur snúist mikið um útlendingamál. Það hefur sett svolítinn leiðinlegan svip á þessa kosningabaráttu," segir Böðvar. Sá málaflokkur hefur nánast alltaf verið efst á baugi. „Ég fer og kýs mína hrepps- nefnd," segir Böðvar, en eftir þriggja ára búsetu í Danmörku öðlast fólk kosningarétt í bæjar- stjórnarkosningunum. Hann segir að það fari vel um sig í Danmörku þar sem hann vinnur að skrifum, meðal annars um ís- lensk Ameríkubréf. ■ BÖÐVAR GUÐMUNDSSON Stjórnmálaumræðan er lituð at málefnum útlendinga en að öðru leyti lík þeirri Islensku. Nýtt stýrikerfi Microsoft: Færri kaupa einkatölvur TÖlvur Eftir að nýtt stýrikerfi Microsoft, Windows XP, kom á markað hafa selst um þrjú hund- ruð þúsund eintök, sem er heldur lægri tala en þegar Windows 98 kom á markað. Samkvæmt vefrit- inu Véfréttin haldast sölutölur í hendur við sölu á nýjum einka- tölvum og jaðartækjum. Sala á einkatölvum á heimsvísu er nú á hraðri niðurleið og vöxtur á milli ára á mismunandi mark- aðssvæðum lítill sem enginn. Ýmsir markaðsaðilar hafa því spáð að stýrikerfið muni ekki selj- ast vel og langan tíma taki að al- menningur tileinki sér það. Microsoft blæs á allar hrak- spár en telur að innleiðing stýri- kerfisins muni ganga hægar fyrir sig en með fyrri stýrikerfum. Um leið og sala á einkatölvum nær sér á skrið aftur verði Windows XP almennt notað á heimilum og í fyrirtækjum. ■ Kosið í Danmörku á morgun: Hægristjóm á næsta leiti kosningar i danmörku Allt bendir til þess að hægristjórn taki við að ríkisstjórn Pouls Nyrups Rasmus- sens í Danmörku. Kosningar fara fram á morgun, og samvæmt skoð- anakönnum, sem birtist í dagblað- inu Politiken í gær, fá þrír helstu hægriflokkarnir, þ.e. Vinstriflokk- urinn, íhaldssami þjóðarflokkur- inn og Danski þjóðarflokkurinn, samtals 52,6 prósent atkvæða. Ef Kristilegi þjóðarflokkurinn verður með í ríkisstjórn hægri flokkanna, þá verður hún komin samtals með um 55 prósent atkvæða og 99 þing- menn af 179. Poul Nyrup Rasmussen, sem verið hefur forsætisráðherra frá því 1993, boðaði óvænt til kosninga þann 31. október síðastliðinn, en skoðanakannanir bentu þá til þess að þessi tímasetning yrði hagstæð stjórnarflokkunum. Allt bendir nú til þess að þar hafi Nyrup Rasmus- sen misreiknað sig. Frá 1996 hefur hann verið í for- sæti minnihlutastjórnar Sósíalde- mókrataflokksins og Róttæka vinstriflokksins, sem notið hefur stuðnings Sósíalíska þjóðarflokks- Tilvalin gjöf fyrír mömmu, pabba, ömmu og afa. Gjöf fyrír ástina þína og alla sem þú vilt láta dekra við! Meðferðir frá kr. 2.100.- TILBOÐ: Heilnudd og fótsnyrting kr. 5.980.- Andlitsbað, fót- og handsn. kr. 10.280.- Litun og vax uppað hnjám kr 3.580,- Fjölbreytt úrval meðferða í boði. CfjEPnátic Gleðileg jól! Snyrtí- og nucCcCstofan «'tiygCó Langholtsvegi 17 Sími 553 6191 Stuttar og síðar ullarkápur. Hattar, húfur. ^fMSIÐ Kosningar 1998 Núverandi minnihlutastjórn (þingsætí) Nýjasta skoðanakönnun Gallup Sósíaldemókratar 36% (63) 29,1o/o (53) Missa ÍO sæti Róttæki vinstriflokkurinn 4% (7) 4,2% (8) Bæta við sig 1 sæti Stjórnin samtals 40% (70) 33,3% (61) Missir 9 sæti Stuðníngsflokkar stjórnarinnar Sósíalíski þjóðarflokkurinn 7,5% 03) 8,10/0 (15) Bæta við sig 2 sætum Einingarlistinn 3% (5) 2,50/o (4) Missir 1 sæti Stuðningsfiokkar stjórnarinnar samtals 10,5% (18) 10,6% (19) Bæta við sig 1 sæti Stjómarandstaðan Vinstriflokkurinn 24o/o (42) 31,4o/o (57) Bæta við sig 15 sætum (haldssami þjóðarflokkurinn 9% (16) 8,50/0 (15) Missir 1 sæti Danski þjóðarflokkurinn 7,4% (13) 10,6% (19) Bætir við sig 15 sætum Kristilegi þjóðarflokkurinn 2,5% (4) 2,3% (4) Óbreytt Miðjudemókratar 4% (8) 1,9% (0) Fá ekkert sæti Framfaraflokkurinn 2,40/o (4) 1,2% (0) Fá ekkert sæti ins og Einingarlistans. Samkvæmt skoðanakönnuninni, sem birtist í Politiken í gær, fá þessir fjórir flokkar samtals ekki nema rúm 42 prósent, eða 76 þingmenn. Til þess að koma manni á þing þurfa stjórnmálaflokkar í Dan- mörku að fá minnst tvö prósent at- kvæða. Tíu flokkar bjóða fram að þessu sinni, en samkvæmt skoð- anakönnunum virðast nokkrir þeirra eiga á hættu að ná ekki manni á þing. í mestri hættu eru Miðjudemókratar og Framfara- flokkurinn, en Kristilegi þjóðar- flokkurinn og Einingarlistinn eru einnig ekki langt frá mörkunum. Málefni flóttamanna og útlend- inga, sem flutt hafa til Danmerkur, hafa sett mjög sterkan svip á kosn- ingabaráttuna að þessu sinni og eiga örugglega stóran þátt í því, hve vel borgaralegu flokkunum virðist ganga að vinna hug kjós- enda með loforðum um að herða tökin á málefnum innflytjenda. Ýmsum hefur komið á óvart hver- su miklar áhyggjur Danir virðast hafa af þessum málum, en þær hafa blossað upp í kjölfar hryðju- verkanna í Bandaríkjunum í sept- ember. Síðast í gær birtist í dag- blaðinu Jyllandsposten frétt, sem vakti mikla athygli, þar sem sagt KOSNINGAAUGLÝSINGAR SETJA SVIP Á KAUPMANNAHÖFN Nöfn á dönskum stjórnmálaflokkum eru ekki vel til þess fallinn að auðvelda utanaðkom- andi skilning á dönskum stjórnmálum. Þannig heitir stærsti stjórnmálaflokkur danskra hægri manna Vinstriflokkurinn, og Róttæki vinstriflokkurinn er alls ekki róttækur vinstri- flokkur, heldur flokkur frjálslyndra félagshyggjumanna. var frá því að flóttamenn frá Palestínu hafi misnotað danska velferðarkerfið. Á morgun fara einnig fram sveitarstjórnarkosningar í Dan- mörku, og er það í fyrsta sinn í sögunni sem kosið er til þings og sveitarstjórna á sama degi. ■ Már Másson í Danmörku: „Minna um auglýsingcir í fjölmiðlum“ Mörkinni 6, sími 588 5518 Bílastæði við búðarvegginn. kosningar „Það fer ekki á milli mála að það eru kosningar á næsta leiti. Það er mikið um kosninga- fundi þar sem formenn og for- svarsmenn flokkanna eru mjög duglegir að mæta á kappræðu- fundi í skólum og fyrirtækjum," segir Már Másson, sem stundar framhaldsnám í Danmörku. „Það kemur mér svolítið á óvart að það er minna um auglýsingar í fjölmiðlum. Það er auðvitað eitt- hvað um það en minna en ég gerði ráð fyrir. Hér er greinilega hefð fyrir því að hengja upp auglýs- ingaspjöld á ljósastaura sem er svolítið skemmtileg," segir Már. Töluvert er um að kosningabæk- lingum sé dreift á götum úti. „Umræðan undanfarið hefur snúist mikið um málefni innflytj- enda og í kjölfarið hefur umræðan líka snúist um umræðuna. Menn hafa rætt mikið um innihald kosn- ingabaráttunnar," segir Már. Már segir lítið talað um Evrópu- MÁR MÁSSON Ekki eins mikið keyrt á auglýsingum í sjónvarpi eins og á (slandi. sambandið en Jafnaðarmenn reyni að teyma umræðuna inn á velferð- armálin. „Það eru þessi hefð- bundnu kosningamál hérna í Dan- mörku.“ „Mér heyrist á mínum skólafé- lögum að menn vílja sjá breyting- ar,“ segir Már sem á von á því að borgaraflokkarhir sigri. Hann seg- ist eiga von á því að fylgjast með kosningaúrslitunum heima með vinum sínum. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.