Fréttablaðið - 21.11.2001, Page 1

Fréttablaðið - 21.11.2001, Page 1
ERLENT KIÖT Lögum og reglum erfyglt bls 9 TÖLVUR Byrjaði snemma að forrita bls 22 MENNING Bœkur sem skúlptúr bls 18 FASTEIGNASALA ■ Suðurlandsbraut 50 (bláu húsin) • Sími 533 4300 • fax 568 4094 FRETTABLAÐIÐ 149. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Miðvikudagurinn 21. nóvember 2001 IVIIÐVIKUDAGUR Mótmæli í Mosfellsbæ TÓNLISTARKENNARflR Bæjarstjórn Mos- fellsbæjar verður afhent mótmæli vegna verkfalls tónlistarkennara. Mótmælin verða afhent klukkan 16.00 við hijóðfæraleik. Aukapersónur í lííi barna fyrirlestur Gunnlaugur Sigurðsson félagsfræðingur og lektor við Kennaraháskóia íslands heldur fyr- irlestur á vegum Rannsóknarstofn- unar KHÍ kiukkan 16:15. Fyrirlest- urinn verður haldinn í sal Sjó- mannaskóla íslands við Háteigsveg og er öllum opinn. Gunnlaugur fjallar um „aukapersónurnar“ í lífi íslenskra barna, það fullorðna fólk. IVEÐRIÐ í DACl REYKJAVÍK Norðvestan 3-8 m/s og skýjað með köflum. Frost 0 til 5 stig. VINDUR URKOMA HITI isafjörður O 3-8 Skýjað ©5 Akureyri o 8-13 Snjóél 04 Egilsstaðir © 8-15 Él 03 Vestmannaeyjar Q 5-10 Léttskýjað 03 Askell leikur tónleikar Áskell Másson flytur eig- ið verk á tónleikum í Norræna hús- inu í hádeginu í dag. Verk Áskels heitir Tempus Fugit. Strákarnir spila handbolti Þrír leikir verða í ESSO- deild karla í kvöld. HK tekur móti ÍR, Fram fær Val í heimsókn og að Varmá eigast við Afturelding og Haukar. Allir leikirnir hef jast klukkan 20.00. 1KVÖLDIÐ í KVÖLD| Tónlist 18 Bíó 16 Leikhús 18 (þróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvað les fólk á aldrinum 30 til 39 ára? Meðallestur 30 til 39 ára á virkum dögum samkvæmt könnun PriceWaterhouse- Coopers frá september 2001 70.000 elntök 78% fóiks les blsðið I FJÖLMIÐLAKÖNNUN PRICEWATERHOUSECOOPERS VARj | FRAMKVÆMD DACANA 17. TIL 28. SEPTEMBER 2001. I Starfsmaður Kaup- þings í gæsluvarðhaldi Starfsmaður Islandsbanka og hátt settur starfsmaður lífeyrissjóðs, faðir þess sem er í haldi, einnig yfirheyrðir vegna málsins. „Um verulegar íjárhæðir að ræða,“ segir lögregla. Rannsókn beinist að því hvort málið teygi anga sína víða. Hinn grunaði ávaxtaði fé stofnQárfesta. LÖGREGLURANNSÓKN TYlttUgU Og sex ára starfsmaður Kaupþings hefur verið hnepptur í viku gæsluvarð- hald vegna grunsemda um auðgun- arbrot og brot á lögum um verð- bréfaviðskipti. Tveir til viðbótar hafa verið yfirheyrðir vegna máls- ins. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er annar þeirra starfs- maður íslandsbanka en hinn hátt- settur starfsmaður lífeyrissjóðs og faðir þess sem er í haldi. Jón H. Snorrason, yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislög- reglustjóra, staðfesti að um veru- legar fjárhæðir væri að tefla í mál- inu og sagði að það væri hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, sem varðaði starfsmann verðbréfafyr- irtækis. Hann staðfesti jafnframt að rannsókn málsins snúist m.a um hvort málið teygi anga sina víðar. Sá sem hnepptur hefur verið í gæsluvarðhald hefur starfað hjá Kaupþingi á þriðja ár, auk þess að hafa verið þar sumarstarfsmaður meðan hann var í námi. Hann hafði, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, með höndum eigna- stýringu stofnanafjárfesta og sá því um fjárfestingar fyrir lífeyris- sjóði og aðra fjársterka aðila, og velti miklum fjárhæðum. Heimildir Fréttablaðsins herma að innra eftirlit íslandsbanka hafi komist á snoðir um málið vegna þess að hreyfingar á reikningi eins starfsmanns bankans þóttu óeðli- lega miklar. Innan bankans var hafin rannsókn á peningaþvætti og fljótlega beindust spjótin að til- teknum starfsmanni Kaupþings. Það var Kaupþing sem lagði fram kæru á hendur starfsmanni sínum til Ríkislögreglustjóra. Starfs- mönnum Kaupþings var gerð grein fyrir málinu á sérstökum fundi sem haldinn var síðdegis í gær. Samstarfsmenn hans voru slegnir enda maðurinn talinn mjög efni- legur í starfi. Sigurður Einarsson forstjóri Kaupþings sagði að málið væri í höndum lögreglu og vildi að öðru leyti ekki tjá sig um hvort ljóst væri hvort fyrirtækið eða viðskiptavinir þess hefðu orðið fyrir skaða. arndis@frettabladid.is bjorgvin@frettabladid.is BJÖRN BJARNASON Skammaður á þingi fyrir að vilja ekki ræða afleiðingar verkfalls tónlistarkennara á skólastarf. Vildu þingmenn end- urskoða túlkun á reglum um utandagskrárumræður svo ráðherrar gætu ekki komið í veg fyrir þær. Neitar utandagskrár- umræðu: Ráðherra skammaður alþingi Stjórnarandstæðingar gagnrýndu Björn Bjarnason menntamálaráðherra harðlega á Alþingi í gær fyrir að neita að verða til svara í utandag- skrárumræðu sem Kolbrún Hall- dórsdóttir hafði farið fram á um afleiðingar verkfalls tónlistar- kennara á skólastarf. Björn Bjarnason sagöi málið ekki heyra undir sitt verksvið og því teldi hann ekki ástæðu til þess að svara fyrir það. Þetta þótti Kolbrúnu útúrsnúningar enda væri umræðuefnið ekki kjaradeilan heldur áhrif hennar á skólastarf sem heyrði undir ráð- herra. „Það er ekki nýtt að mennta- málaráðherra, Björn Bjarnason, hlaupi úr hlutverkinu þegar það hentar honum“, sagði Steingrím- ur J. Sigfússon og sagði afar al- varlegt að ráðherra synjaði þing- manni um umræðu. ■ 22 ára íslendingur: Myrtur á Spáni manndráp Tæplega 23 ára gamall íslenskur maður, Daníel Eyjólfs- son, lést af stungusári sem hann hlaut í átökum við bróður unn- ustu sinnar í strandbænum Fu- engirola á Suður-Spáni síðastlið- inn sunnudag. Daníel var búsett- ur í Middelfart á Fjóni í Dan- mörku og var í fríi á Spáni ásamt danskri unnustu sinni. Verknað- urinn átti sér stað í íbúð sem parið var með á leigu við Asturi- as í Fuengirola. í frétt spænska blaðsins Sur kemur fram að nágrannar pars- ins hafi látið lögregluna vita af átökum í íbúðinni. Þegar hún kom á staðinn var í fyrstu talið að maðurinn hafi verið skorinn með glerbroti en seinna kom í ljós að hann hafði verið stunginn með hnífi í hjartastað. Daninn sem grunaður er um verknaðinn hef- ur verið færður í gæsluvarðhald í borginni Malaga á Spáni. Foreldrar Daníels hafa búið um árabil í Danmörku og eru með danskt ríkisfang. Daníel sjálfur var hins vegar íslenskur ríkis- borgari. ■ FÓLK Allir miðar seldir SÍÐA 4 ÍÞRÓTTIR Liverpool lá á Anfxeld ÞETTA HELST Kaupin í Bakkavör þau mestu sem gerð hafa verið í ís- lensku hlutafélagi. bls. 2 A XI llir miðar á tónleika Bjarkar hafa selst. bls. 4 Borgarstjórn vill ekki að um- deilt bílskýli verði rifið þrátt fyrir að aðrir telji að það eigi að gera. bls. 6 Danir völdu sér hægristjórn í gær, en borgaralegu flokkarnir hafa ekki haft hreinan meirihluta frá því 1929, bls. 7

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.