Fréttablaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 12
12 FRETTABLAÐIÐ 21. nóvemer 2001 MIÐVIKUDAGUR Hart deilt á fjármálastjórn sjálfstæðismanna í Eyjum: Ráðgjafl lóðsi Eyjamenn úr sívaxandi skuldasúpu Skattalagabreytingar: Sveitarfélög tapa tekjum umsöcn Skattalagafrumvarp rík- isstjórnarinnar mun leiða til veru- legs tekjutaps sveitarfélaga að mati stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. í umsögn stjórnarinnar um frumvarpið segir að afnám skatt- lagningar af húsaleigubótum muni leiða til tekjutaps upp á 50 - 60 milljónir króna. Hækkun tryggingargjalds mun kosta sveit- arfélögin um 500 til 550 milljónir króna. Þá er bent á að tekjutap ríkissjóðs muni leiða til þess að framlög ríkisins til jöfnunarsjóðs sveitarfélaga muni lækka en þau framlög eru reiknuð sem hlutfall af skatttekjum ríkissjóðs. ■ sveitarstjórnir Hart er deilt í bæj- arstjórn Vestmannaeyja vegna fjárhagsstöðu bæjarins. Minni- hluti Vesmannaeyjalistans segir að þó útsvar hafi hækkað frá því 1998 úr 11,24% í hámarksútsvarið 13,03% hrökkvi það ekki fyrir út- gjöldum og skuldastaðan versni stöðugt. Skuldirnir nemi nú um einni milljón króna á hvern íbúa. Elsa Valgeirsdóttir, sjálfstæð- ismaður og formaður bæjarráðs, segir miklar skuldir m.a. tilkomn- ar vegna þess að vinstri menn hafi byggt upp félagslegt íbúðakerfi sem nú skuldi um 650 milljónir króna og hafi krafist þess að fleiri félögum yrði hleypt í Lífeyrissjóð starfsmanna Vestamannaeyja- bæjar. „Rekstur bæjarins og stofnana hans er í góðu jafnvægi en helstu frávik í fjárhagsáætlun eru tengd nýjum kjarasamningum. Á undan- förnum árum höfum við verið að vinna að framtíðaruppbyggingu á mannvirkjum, t.d. íþróttahúsi, skólum og elliheimili. Valkostur- inn er að gera ekkert og missa þá íbúana í burtu,“ segir Elsa. Ragnar Óskarsson úr Vest- mannaeyjalistanum segir að þó meirihlutinn neiti að horfast í augu við stöðuna verði bæjarfé- lagið að staldra við. „Það þarf að fá hlutlausan ráðgjafa til að meta fjárhagsstöðuna og gera tillögur um hvað okkur er kleift að gera á næstu árum,“ segir hann. ■ VESTWIANNAEYJAR „Valkosturinn er að gera ekkert og missa þá íbúana í burtu," segir formaður bæjar- ráðs í Vestmannaeyjum um versnandi skuldastöðu. Öryggismál Hvalfjarðarganga: Unnið er að úrlausnum samgöngur „Forystumenn Spalar eru ekki sáttir við tóninn sem hef- ur verið nokkuð áberandi í þjóð- málaumræðunni um öryggismál Hvalfjarðarganga og vilja ekki sitja undir ásökunum um að ör- yggi vegfarenda í göngunum sé áfátt.“ Þetta kom m.a. fram í máli Gísla Gíslasonar, stjórnarfor- manns Spalar ehf. á aðalfundi fé- lagsins síðastliðinn föstudag, en forystumenn Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins hafa m.a. látið hafa það eftir sér að þeir telji slökkviliðið ekki í stakk búna til að taka á við það ef eldur kæmi upp í göngunum. í samtali við Fréttablaðið sagði Gísli fyrirtækið £ sífellu hafa þurft að bera það af sér að örygg- ismál gangnanna væri ábótavant og það væri ekki að uppfylla öll þau skilyrði og kröfur sem settar hafa verið. ■ Kringlan er... 9 (*J\ www.kringlan.is upplýsingasími 588 7788 skrifstofusími 568 9200 ...með fjölmörgum Þjóðin sögð tapa tugum milljóna Kvótaleysi smábáta í ýsu og öðrum meðafla. Hærra útflutningsverð fyr- ir kíló af ferskum ýsuflökum en sjófrystum. Ysuafli krókabáta minnkað um 50%. Aukist um 60% hjá togurum. sjávarútvegur Ysuafli krókabáta hefur minnkað um 50% á fyrstu tveimur mánuðum fiskveiðiárs- ins á sama tíma og ýsuafli togara- flotans hefur aukist um 60% frá sama tíma i fyrra samkvæmt töl- urn frá Fiskistofu. Athygli vekur ...... að samkvæmt út- flutningstölum Hagstofu íslands fást 709 krónur fyrir kilóið af ferskum ýsuflök- um en 480 krónur Hann segir að þjóðin hafi hreinlega ekki efni á þessu fyrir sjófryst ýsuflök. Örn Páls- son framkvæmdastjóri Lands- sambands smábátaeigenda segir að þessi samdráttur í ýsuafla krókabáta séu um 1100 tonn. Hann bendir á að ef miðað sé við að 400 tonn af ýsuflökum fáist fyrir 1000 tonn upp úr sjó sé þjóð- in búin að tapa um 100 milljónum króna í gjaldeyri miðað við útflutn- ingsverð á fersk- um og sjófrystum ýsuflökum. Hann telur að þjóðin hafi hreinlega ekkí efni á því. Við síðustu kvótaúthlutun var ýsukvóti til krókabáta aðeins um fjórðungur af því sem þeir veid- du á síðasta fisk- ÖRN PÁLSSON Segir að markað- urinn vilji fremur fersk ýsuflök en sjófryst veiðiári. Fyrir vikið hafa bátarnir átt í erfiðleikum að nýta t.d. sína þorskkvóta vegna þess að þeir hafa ekki nægjanlega mikinn ýsukvóta og kvóta í öðrum meða- fla. Þetta hefur m.a. leitt til mun SMÁBÁTAR Útgerð margra báta er i tvísýnu vegna lítils kvóta í meðafla minni sóknar hjá smábátum víða um land miðað við það sem áður hefur verið. Það hefur svo aftur haft neikvæð áhrif á atvinnuá- stand í mörgum minni sjávar- plássum landsins sem nánast standa og falla með útgerð smá- báta. Þá er leiguverð á ýsukvóta það hátt miðað við markaðsverð að mörgum finnst það hreinlega ekki borga sig. í frumvarpi til laga sem liggur fyrir Alþingi er gert ráð fyrir því að ýsukvóti smábáta verði um þrjú þúsund tonn. Örn Pálsson segir að þótt það sé til bóta sé það aðeins þriðj- ungur af þeim ýsuafla sem bát- arnir veiddu á síðasta fiskveiði- ári. Þá nam ýsuafli þeirra um 10.400 tonnum. Hann vekur ein- nig athygli á því að niiðað við markaðsverð á ýsuflökum sé ljóst að markaðurinn tekur fers- ka fiskinn fram yfir þann sjó- frysta. grh@frettabladid.is T ónlistarkennarar: „Nýttu reyndist vera gamalt kjaramál Sigrún Grendal Jóhann- esdóttir formaður Félags tónlist- arkennara segir að svokallaðar „nýjar“ hugmyndir Launanefndar sveitarfélaga til lausnar kjara- deilu þeirra séu í sjálfu sér ekki nýjar á meðan þeim fylgja ekki meiri fjármunir. Þessar hug- myndir voru kynntar á samninga- fundi sl. föstudag og þóttu alls ekki bitastæðar af hálfu kennara. Síðan þá hefur ekki verið fundað í deilunni en verkfall tónlistar- kennarar hefur staðið yfir í um mánaðartíma. í þessum hugmyndum Launa- nefndar er boðið upp á tvær leiðir. Annarsvegar skammtímasamning til júlíloka á næsta ári þar sem yf- irborganir og álagsgreiðslur séu óbreyttar á samningatíma. Þar er kveðið á um á að skipa nefnd fag- og samningaaðila sem fjalli um kerfisbreytingar sem geta verið valkvæðar og skólalokasamninga um kaup vegna vinnu við að vinna upp námstap nemenda. Hins veg- ar er boðið upp á nýjan kjara- samning á grundvelli tilboðs Launanefndar frá því í lok maí sl. með 32% byrjunarhækkun. Tón- listarkennarar minna á að þetta SIGRÚN GRENDAL JÓHANNESDÓTTIR Segir að meira fjármagn þurfi að fylgja til- boðum sveitarfélaga svo hægt sé að ná samningum tilboð hafi leitt til þess að þeir ákváðu að boða til allsherjarat- kvæðagreiðslu um boðun vinnu- stöðvunar. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.