Fréttablaðið - 21.11.2001, Page 18

Fréttablaðið - 21.11.2001, Page 18
21. nóvemer 2001 MIÐVIKUDAGUR ÆTLAR ÞÚ í JÓLAH LAÐBORÐ? __________ . ______ Ekki í jöiahlaðborð „Nei, ég held ekki. En mér finnst samt jólamaturinn góður." Aron Örn Gunnarsson nemi f Austurbæjarskóla JÓNSI Alltaf í stuði. Sigur Rós: Plata ársins hjá Virgin Megastore TÓNU5T Ágætis byrjun, plata hljóm- sveitarinnar Sigur Rós fékk á mánudag Shortlist verðlaunin sem besta plata ársins. Verðlaun- in voru veitt af Virgin Megastore verslunarkeðjunni á tónleika- staðnum Knitting Factory í Los Angeles en þau eiga að vera hlið- stæða hinna bresku Mercury verðlaunanna. Til verðlauna voru tilnefndar plötur listamanna P.J. Harvey, Air, Dandy Warhols, Gorillaz, Ryan Adams og Talib j Kweli. Sigur Rós fékk í verðlaun I rúmlega eina milljón króna (10 þúsund dollara). í dómnefndinni voru Beck, Macy Grey, Ti'ent Reznor, Mos Def, Dave Grohl, Dan the Automator og upptöku- snillingurinn Ross Robinsson. Strákarnir tóku lagið á verðlauna- afhendingunni og þökkuðu feimn- islega fyrir sig. ■ ÁRNI ÞÓRARINSSON Heldur sig á kunnuglegum slóðum blaða- mannsins Einars. í nýjustu bókinni er ýmis- legt leitt til lykta sem upphófst þar. Ný skáldsaga: Blátt tungl nýjar bækur Út er komin skáldsag- an Blátt tungl eftir Árna Þórarins- son. í henni segir frá Einari blaða- manni sem heyrir um mannshvarf í fréttum að kvöldi jóladags sem hann sér sig knúinn til að grennsl- ast um. Þetta verður „upphaf sprettharðrar og spennandi at- burðarásar þar sem Einar tekst á við forna og nýja andstæðinga, en ekki síður sjálfan sig,“ segir í fréttatilkynningu útgefanda, Máls og menningar. Blátt tungl er þriðja bókin um Einar blaðamann og sjálfstætt framhald af fyrri tveimur bókun- um. Þær fyrri, Nóttin hefur þús- und augu og Ilvíta kanínan, hafa fengið afbragðs viðtökur lesenda og gagnrýnenda, jafnt hér heima sem erlendis. ■ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ ■ Stóra sviðið kl 20.00 ► BLÁI HNÖTTURINN - Andri Snær Magnason Kvöldsýning og múm tónleikar í kvöld mið. 21/11 kl. 20:00 Sun. 25/11, sun. 2/12. Sýningarnar hefjast kl.14:00. Aðeins þessar 3sýningar eftir. ► VATN LlFSINS - Benóný Ægisson Fim 22/11. fim. 29/11. Síðustu sýningar. ► SYNGJANDI í RIGNINGUNNI - Comden/Green/Brown og Freed Fös. 23/11 uppselt, lau. 24/11 uppselt, fös. 30/11 örfá sæti laus, lau. 1/12 örfá sæti laus, fös. 7/12 nokkur sæti laus. ► LAUFIN 1 TOSCANA - Lars Norén Sun. 25/11, sun. 2/12. Síðustu sýningar. > Litla sviðið kl 20.00 ► HVER ER HRÆDPUR VIÐ VIRGINÍU WOOLF? - Edward Albee Fim. 22/11 uppselt, sun. 25/11 uppselt, mið. 28/11 örfá sæti laus, fim. 29/11 uppselt, sun. 2/12 uppselt, lau. 8/12 uppselt, sun. 9/12 uppselt. ■ Smíðaverkstæðið kl 20.00 ► VILHEMMU- David Hare Lau. 24/11 uppselt. Aukasýning mið 5/12. ► KARlUS OG BAKTUS - Thorbiörn Egner lau. 24/11 kl. 14:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, lau. 1/12 kl. 14:00 uppselt og kl.15:00 uppselt, lau. 8/12 kl. 14:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt, lau. 15/12 kl.14:00 uppselt og kl. 15:00 uppselt. Aukasýningar kl. 16:00 lau. 24/11 nokkur sæti laus, lau. 1/12 nokkur sæti laus, lau. 8/12, lau. 15/12. Miðasölusimi: 551 1200. Netfang: midasala@leikhusid.is Veffang: www.leikhusid.is 19. sýning fös. 23. nóv. kl. 20.00 - LAUS SÆTI Lokasýning lau. 24. nóv. kl. 19.00 - LAUS SÆTI Allra síðuslu sýningar ÓPERA Á TÍMAMÓTUM Málþing i Islensku óperunni á Degi tónlistar 22. nóv. kl. 13-17 Allir velkomnir - aðgangur ókeypis Miðasala opin kl. 15-19 alla daga nema sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-19 virka daga. Sími miðasölu: 5114200 Háskólatónleikar: Tempus fugit tónleikar Áskell Másson, slag- verksleikari, flytur eigið verk á háskólatón- leikum í Nor- ræna húsinu í dag. Verkið ber heitið Tempus Fugit. Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30 og taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangseyrir er krónur 500 en ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis. ■ ÁSKELL MÁSSON Flytur eigið verk. MIÐViKUDAGURINN 21. NÓVEMBER FYRIRLESTRAR_______________________ 12.05: í málstofu sálfræðiskorar flytur David Wesch, RhD frá Southern lllinois University, erindið Heilleiki óháðra breyta þegar tilraun er endurtekin í þjónustustofnun (Integrety of independent vari- ables in community-based repli- cations). David rekur Behavioral Ecology Consulting fyrirtæki í New Mexico og hefur gert fjöl- margar rannsóknir m.a. á fjöl- skylduofbeldi. Málstofan er haldin í Odda, stofu 201, og er öllum opin. 12.30: Valgerður Tinna Gunnarsdóttir iðnhönnuður og kennari við LHÍ fjallar um sýninguna "Kollur í kassanum" sem hún vann í sam- starfi við Karen Chekerdjian kolle- ga sinn í Beirut og um þátttöku þeirra í hinni árlegu húsgagnasýn- ingu Salone Del Mombile í Míla- no í apríl 2001. Fyrirlesturinn verður haldinn í Skipholti 1 , stofu 113. Aðgangur er öllum op- inn. 16.15: Gunnlaugur Sigurðsson félags- fræðingur og lektor við Kennara- háskóla Islands heldur fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar KHI’ í sal Sjómannaskóla íslands við Háteigsveg. I honum fjallar Gunn- laugur um yfirstandandi rannsókn sína á stöðu fullorðinna í hugar- heimi íslenskra barna í nútím- anum og þætti fullorðins fólks í vitundarlífi þeirra. Einnig fjallar Gunnlaugur sérstaklega um „aukapersónurnar" í lífi íslenskra barna, það fullorðna fólk sem ekki stendur börnunum næst en hefur þó, eftir atvikum, tekið á sig skýra mynd f huga þeirra og er hluti af heimssýn barnanna. Að- gangur er öllum opinn. MÁLSTOFA_______________________ 17.00: Mannréttindaskrifstofa íslands efnir til opinnar málstofu um heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um kynþátíafordóma, sem haldin var dagana 31. ágúst til 8. september sl. í Durban í Suður Afríku. Málstofan verður í Litlu Brekku, einum sala Lækjar- brekku við Bankastræti. TÓNLEIKAR__________________________ 12.30: Á háskólatónleikunum f Nor- ræna húsinu leikur Áskell Más- son slagverksleikari eigið verk, TEMPUS FUGIT. Aðgangseyrir er kr. 500. Ókeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteinis. Annar hópur sem les en fer á sýningar Haraldur Jónsson rithöfundur og myndlistarmaður gefur út bókina Ekki-ástarsögu fyrir jólin. menninc „Eg hef svo gaman af því að lesa viðtöl við fólk sem er að segja frá sjálfu sér,“ segir Haraldur Jónsson rithöfundur og myndlistarmaður. „Ég hef verið mjög upptekinn af þessari áráttu og því áreiti sem er í sam- félaginu í dag.“ Þessi þörf fólks á því að segja allt af létta, raun- ar samskipti í fjölmiðlum í dag voru Haraldi innblástur að bók- inni Ekki-ástarsögu sem kemur út fyrir jólin. „Það er í þessu ákveðin tragísk augnablik sem ég hafði áhuga á að fanga.“ Ekki-ástarsaga er saga ástar- sambands, sögð frá sjónarhorni beggja aðila í sambandinu. Þau hittast á endurfundi síðasta bekkjar grunnskólans og fylgist lesandinn með framvindu sam- bandsins. „Ég er að leika mér með tengslin á milli þeirra og bókin er nokkurs konar bein út- sending frá þeim. Hugmyndin var að búa til einn heim í bók- inni sem er heintur sambands þeirra.“ Haraldur vinnur jöfnum höndum að ritlist og myndlist. „Þetta eru ekki tveir aðskildir heimar hjá mér, ég hef líka not- að texta í myndlist og lít að sumu leyti á bækurnar eins og skúlptúr," segir Haraldur sem tekur undir að viðtökur verka af þessum tveimur formum séu ólíkar. „Fólk getur afgreitt sýn- ingu á skömmum tíma en bókin er varanleg ef svo má segja. Það er líka kannski að sumu leyti annar hópur sem les bæk- ur en fer á myndlistarsýninga,“ segir Haraldur sem þegar þetta viðtal er skrifað er farinn af HARALDUR JÓNSSON Vinnur jöfnum höndum sem myndlistarmaður og rithöfundur. landinu til lands enn meira áreitis en hér á landi, Banda- ríkjanna. „Ég verð þar í vetur og fylgist því bara með jóla- bókaflóðinu úr fjarlægð," seg- ir Haraldur sem á örugglega eftir að fá innblastur að fleiri verkum á Kaliforníuströndum. „Annars er ég komin með hug- mynd að nýrri bók, hún kvikn- aði við gerð þessarar bókar," segir Ilaraldur en lætur ekki meira uppi. sigridur@frettabladid.is Fjölskrúdugar j persónur Artemis Fowl er hrikalega klár og útsmoginn glæpa- maður sem reyndar er bara tólf ára gamall. Hann girnist sjóði álfa og í byrjun bókarinnar nær hann þeim einstæða árangri að I komast yfir Bókina, sem geym- ir lykilinn að ýmum leyndar- málum sem þeir hafa varðveitt og haldið frá gráðugum mönn- um. Bókin Artemis Fowl til- heyrir þeirri bylgju barna/ung- linga/ævintýrabóka sem nú er í gangi og gerast í fleiri en ein- um heimi, heimi manna og, í þessu tilfelli, heimi álfa af ýms- um gerðum. Þessi bók er aðeins villtari en í mörgum bókum | sem skrifaðar eru fyrir börn. Persónurnar eru ekki eins „góð- ar“ eða „slæmar“ eins og í i mörgum þeirra, þær blóta ARTEMIS FOWL______________________ Höfundur Eoin Colfer. Þýðandi: Guðni Kolbeinsson, 280 bls., JPV útgáfa. 2001. meira og eru þannig kannski erfiðari að skipa í flokka en í ýmsum hefðbundnari bókum, sem er hið besta mál. Galli bók- arinnar að mínu mati er að per- sónurnar eru einhvern vegin ekki nægilega heillandi og söguþráðurinn er ekki það spennandi að maður leggist yfir bókina og sleppi henni ekki fyrr en að lestri lokum. Bókin er eigi að síður ágæt lesning, ég mun a.m.k krækja mér í fleiri sögur um kappann ef þær verða á vegi mínum. Sigríður Björg Tórnasdóttir 21.00: Quarashi leika á tónleikum á Gauki á Stöng. Aðgangseyrir er kr. 1500. MYNDHST_______________________________ Nú stendur yfir sýning Ásu Bjarkar Ólafsdóttur, myndlistarmanns og guð- fræðinema, á lágmyndum í safnaðar- heimili Laugarneskirkju. Ása Björk vinnur með mýkt og hörku sem kemur fram í efnisnotkun annars vegar og formi hins vegar. Þar kallast á harka lögmálsins og mildi fagnaðarerindisins. Verkin eru unn- in í steypu og marmarasteypu, öll unnin árið 2001. Safnaðarheimilið er opið þri.- fös. kl. 9-14 og sunnudaga kl. 11-13. Sýningin stendur út nóvember. Á Listasafni Reykjavíkur- Kjarvalsstöð- um stendur yfir sýningin Leiðin að miðju jarðar. Það er sýning tékkneskra glerlistamanna, sem eru meðal þeirra fremstu í heiminum. Sýningin stendur til 13. janúar. I Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar stendur yfir sýning á verkum fjögurra listamanna undir heit- inu Air condítion. Listamennimir eru Catherine Tiraby og Vincent Chhim frá Frakklandi og Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason en þau tengj- ast innbyrðis i gegnum listnám og eiga hér stefnumót. Á sýningunni eru mál- verk, tölvumyndir, teikningar og vídeó- innsetning en listamennirnir eiga það sammerkt að leitast við að víkka út hug- takið málverk. Sýningin stendur tii 3. desember og er opin alla daga nema þriðjudaga 11.00 - 17.00. Eva Dögg Þorsteinsdóttir sýnir málverk í Hár og sýningahúsinu UNIQUE, Laug- arvegi 168, (Brautarholtsmegin). Á sýn- ingunni eru bæði stærri og minni verk. Myndirnar eru mestmegnis tengdar fólki og mannlífi en einnig málar hún lands- lagsmyndir. Opnunartími sýningarinnar er frá kl. 10:00 - 18:00 alla virka daga, en 10:00 - 14:00 laugardaga. Þrjár sýningar eru nú í Listasafni Kópa- vogs. Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn sýna nýleg þrívíddarverk i austursal Listasafns Kópavogs. I Vestur- sal safnsins sýnir Aðalheiður Valgeirs- dóttir málverk. Sýningin ber yfirskriftina Lífsmynstur. Á neðri hæð safnsins sýnir Hrafnhildur Sigurðardóttir lágmyndir og kallar sýningu sína Skoðun. Björn Hafberg sýnir um þessar mundir olíumálverk í sýningarsal veitingarstaðar- ins Hornsins. Megas i Nýlistasafninu. Til sýnis er sjaldséð myndlist Megasar í ýmsum miðlum og frá ýmsum tímum. Sýningin stendur til 30. nóvember.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.