Fréttablaðið - 21.11.2001, Side 15

Fréttablaðið - 21.11.2001, Side 15
MIÐVIKUDAGUR 21. nóvember 2001 FRETTABLAÐIÐ 15 Meistaradeild Evrópu: I Henry með Arsenal á móti Deportivo í kvöld KNATTSPYRNA Arsenal, sem hefur tapað öllum útileikjum sínum í Meistaradeildinni hingað til, á erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld, þegar liðið mætir Deporti- vo La Coruna á Riazor leikvangin- um. Arsenal hefur fjórum sinnum leikið á Spáni og aldrei sigrað og ekki einu sinni náð jafntefli. I þessum fjórum leikjum hefur lið- ið aðeins skorað tvö mörk. Deportivo á harma að hefna gegn Arsenal því í fyrra tapaði liðið 5-1 á Highbury, en ósigurinn kostaði það sæti í Evrópukeppni félagsliða. Arsene Wenger, fram- kvæmdastjóri Arsenal, sagði að búast við miklu erfiðari leik núna, enda væri Deportivo á meðal bestu liða í Meistaradeildinni, ef ekki það besta. Þá væri spænska deildin tæknilega sú besta í Evr- ópu. Búist er við að Thierry Henry verði í liði Arsenal í kvöld, en hann lék ekki gegn Tottenham um MEISTARADEILD: NÆSTU LEIKIR C RIÐILL_______D RIÐILL________ Panathinaikos-Porto Sparta Prag-Real Madrid LIÐ L Real Madrid 0 PanathinaikosO Porto 0 Sparta Prag 0 STIG 0 0 0 0 Dep. La Coruna-Arsenai Juventus-B. Leverkusen LIÐ L STIG Juventus 0 0 Dep. La CorunaO 0 Arsenal 0 0 B. Leverkusen 0 0 helgina vegna ökklameiðsla. Francis Jeffers verður hins vegar ekki með vegna meiðsla og þá verður Arsenal einnig án Dennis TVEIR GÓÐIR Búist er við að Frakkarnir Robert Pires og Thierry Henry verði báðir með Arsenal gegn Deportivo í kvöld. Bergkamp, sem er flughræddur. Búist er við að Fran Gonzalez, fyr- irliði spænska liðsins, verði ekki með vegna meiðsla. ■ Mike Tyson: Betri en Lewis hnefaleikar Mike Tyson er sann- færður um að hann verði heims- meistari í þunga- vigt ef hann fái tækifæri til að berj- ast við Lénnox Lewis. „Það er eins gott að þú byrjir að telja niður Lewis, því dagar þínir sem heimsmeistari eru svo gott sem taldir," sagði Tyson í viðtali við breska slúðurblaðið Sun í gær. Reiknað er með að Tyson berj- ist við Ray Mercer áður en hann mæti Lewis. ■ Formaðurinn um ummæli Eysteins Haukssonar: „Síðasta sort að fá svona kveðju“ knattspyrna Rúnar Arnarson, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, segir að gagnrýni Eysteins Haukssonar á vinnu- brögð deildarinnar eigi ekki við nein rök að styðjast. í Fréttablaðinu í msmm f gær sagðist Ey- steinn vera ósáttur við vinnubrögð stjórnarinnar. Hann hefði boðið félaginu nýjan samning, sem það hefði hafnað. Þá hefði hann boðist til að æfa endur- gjaldslaust með liðinu til áramóta RUNAR ARNARSON „Það eina sem við höfum til saka unnið er að vilja ekki semja við hann." og þá gæti félagið metið hvort það vildi semja, en stjórnin hefði líka hafnað því. í kjölfar þessa sagði hann útilokað að hann léki með liðinu á næsta keppnistíma- bili. „Síst af öllu áttum við skilið að fá þessa kveðju frá honum,“ sagði Rúnar. „Það var alveg síð- asta sort að fá svona kveðju frá leikmanni sem við höfum staðið í skilum við allan þann tíma sem hann hefur verið hérna. Það eina sem við höfum til saka unn- ið er að vilja ekki semja við hann og að mínu mati eru þessi ummæli fyrst og fremst særindi af hans hálfu. Eysteinn er búinn vera meiddur og veikur í lang- an tíma og ég held að það sé leit- un að félagi sem sé tilbúið að greiða leikmanni laun í tvö ár þó hann spili ekki neitt. Við hefðum hugsanlega getað slitið samn- ingnum á sínum tíma, en gerðum það ekki. Deildin á í fjárhags- vandræðum og þegar verið er að draga seglin saman þá er erfitt að semja við leikmann sem ekki er víst að leiki neitt með liðinu.“ Varðandi þennan reynslutíma til áramóta sagði Rúnar að Ey- steinn hefði stillt því þannig upp að hann greiddi húsaleigu fram að áramótum, en að ef samið yrði 'í s SÁTTUR Paul Okon, fyrirliði Ástrala, var sáttur eftir að hafa lagt Úrúgvæ að velli með einu marki gegn engu í keppni um laust sæti á HM. Kevin Muscat hjá Astralíu: Frá skúrki til hetju KNATTSPYRNA Kevin Muscat breytt- ist úr skúrki í hetju þegar hann skoraði eina mark leiksins þegar Ástralir lögðu Úrúgvæja í fyrri leik liðanna um seinasta lausa sætið á HM í knattspyrnu í Melbo- urne í gær. Muscat var harðlega gagn- rýndur fyrir að brjóta illa á Christophe Dugarry í vináttu- landsleik gegn Frökkum fyrir skömmu, sem varð til þess að sá síðar nefndi verður frá knatt- spyrnuiðkun um tíma. Muscat var hinsvegar vel fagnað af 90.000 áhorfendum sem sáu hann skora úr vítaspyrnu á 78. mínútu sem reyndist vera eina mark leiksins. Ástralir voru sterkari aðilinn í leiknum og sóttu mun meira en Úrúgvæjar vörðust vel. Fabian Carini, markyör' - Úrúgvæja, bjargaði hvað eftir annað á meist- aralegan hátt. Besta marktæki- færi Úrúgvæja kom strax í byrj- un leiks þegar Alvaro Recoba vippaði knettinum yfir Mark Schwarzer, markvörðu, en boltinn fór einnig yfir markið. Seinni leikurinn fer fram í Montevideo í Úrúgvæ þann 25. nóvember. ■ við hann eftir það og hann léki með Kefla- vík næsta sumar hefði félagið átt að endurgreiða honum leiguna. E y s t e i n n sagðist einnig hafa verið ósátt- ur við að hafa þurft að ganga á eftir stjórninni til að fá svar við seinna til- boði sínu. Rúnar sagði að stjórnin hefði einfaldlega verið að vinna í öðrum málum, t.d. ráðningu nýs þjálfara, og því hefði það dregist um nokkra daga að svara honum. Rúnar sagði að fjárhagsstaða deildarinnar væri slæm, en vildi þó ekki nefna nákvæma skulda- stöðu, en sagði samt að verið væri að tala um tugi milljóna króna. Hann sagði að verið væri að vinna í að fá fyrirgreiðslu og þegar það gengi eftir yrði málið komið í þann farveg að deildin ætti að geta borgað skuldir sínar á fimm árum. ■ Kókaínmál Daum: Sakaður um að múta vitni réttarhöld Beiðni saksóknara um að nýr lögfræðingur verði skipað- ur til að verja Christoph Daum, knattspyrnuþjálfara sem er ákærður fyrir kókaínviðskipti, var hafnað. Saksóknari heldur því fram að núverandi lögfræðingar Daum hafi reynt að múta einu vitni í málinu og boðið því um 100 millj- ónir króna fyrir breyta framburði sínum. Ullrich Christoffel, dómarinn í málinu, telur ekki sannað að lög- fræðingarnir hafi reynt að múta vitninu. Þeir halda því sjálfir fram að vitnið hafi farið fram á greiðsl- una, en þeir ekki samþykkt það. Daum átti að taka við þýska landsliðinu þegar kókaínmálið kom upp og því varð ekkert úr því. Hann þjálfar nú Besiktas í TVrL- landi, en ef hann verður fundinn sekur gæti refsingin verið allt frá fjársekt upp í 5 ára fangelsi. ■ ÁKÆRÐUR Christoph Daum gæti fengið 5 ára fangelsisdóm. Tékkneska landsliðið: Chovanec hættur knattspyrna Jozef Chovanec, þjálfari tékkneska landsliðsins í knattpyrnu sagði upp störfum í gær. Chovanec var harðlega gagn- rýndur fyrir að koma liðinu ekki í lokakeppni Heimsmeistara- keppninnar, en Tékkar töpuðu fyrir Belgum í umspili um laust sæti í keppninni. Þá var hann ein- GAGNRÝNDUR Jozef Chovanec varð harðlega gagnrýndur fyrir að koma ekki Tékkum á HM. nig harðlega gagnrýndur fyrir 3- 1 tapið gegn íslandi á Laugar- dalsvellinum í september. ■ Frumkvöðlasetur ungs fólks í Húnaþingi vestra auglýsir eftir ungu fólki í háskólanámi til að vinna viðskiptaáætlun úr sínum eigin hugmyndum. Laun, vinnuaðstaða og íbúðarhúsnæði samkvæmt samningi við Hagfélagið ehf. Frumkvöðlasetur verður starfrækt frá 1. júni - 25. ágúst 2002. Umsóknum skal skilað fyrir 15. janúar 2002. Frekari upplýsingar og eyðublöð fást hjá Hagfélaginu ehf. sími 455 2515, netfana: ferdamal@hunathina.is. Meginmarkmið með frumkvöðlasetrinu er að efla atvinnulíf í Húnaþingi vestra með því að gefa ungu fólki tækifæri á að þróa sínar eigin hugmyndir. Odýrustu skórnir í bænum Jólaskór á börnin 500 Barnamoonboots 500 Barnakuldaskór I000 Heilsuinniskór, dömu- og herra 1500 Mikið úrval af dömu- og herraskóm ó ótrúlegu verði Nýjar vörur með 40% afslætti Skólagerinn Skemmuvegi 32 (beint á móti Byko) Opið virka daga frá 13-18

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.