Fréttablaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 21.11.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. BRÉF TIL BLAÐSINS Þarna þarf þá ekki að spara við fatlaða Þorbjörn hafði samband fatlaðir Ég hef fylgst af athygli með umræðunni um Sólheima í Grímsnesi í framhaldi af upp- sögn framkvæmdastjórans. Eg hef lengi heyrt mikla óánægju á fyrrverandi starfsfólki á staðn- um. Það er ótrúlegt hversu litla þjónustu fatlaðir íbúar fá í raun og veru á staðnum miðað við það að ríkið borgar jafnmikið til Sól- heima og t.d. Skálatúns þar sem þjónustustigið er margfalt hærra. Á Skálatúni starfa t.d. um 14 þroskaþjálfar en aðeins einn slíkur er í starfi á Sólheim- um. En ég varð fyrst hissa þegar ég sá það í fjölmiðlum að það er ekki félagsmálaráðuneytið sem hefur verið að ausa svona mikl- um peningum úr ríkissjóði í Sól- heima miðað við aðrar stofnanir fyrir fatlaða. Nei, það voru al- þingismenn, sem ákváðu árlega við afgreiðslu fárlaga að standa svona að verki. Um leið og þeir juku framlögin til Sólheima skáru þeir niður framlög til ann- arra mála í þágu fatlaðra. Mál- efni fatlaðra í þessu samfélagi eru í algjörum ólestri eins og all- ir vita sem fylgjast með fréttum. Víða eru fjölskyldur í hræðilega erfiðum vanda af því að ekki er hægt að fá peninga til þess að bjóða lágmarksþjónustu fyrir fatlað fólk og fjölskyldur þeirra. En þá kemur í ljós að sömu þing- mennirnir og ekki gátu afgreitt fjárveitingar í málaflokkinn töldu peningunum hins vegar vel varið með því að borga fyrir ekki neitt austur á Sólheimum. Það er greinilega engu logið um dugnað þingmannanna á Suður- landi við að herja út peninga fyr- ir óarðbær gæluverkefni í kjör- dæminu. ■ Lægsta verð frá 985 kr. __ —CUÚKia/TT:^; 8 FRÉTTABLAÐIÐ .teaci-f-'i^iwftj-.ix- va;r.i 21. nóvemer 2001 MIÐVIKUDACUR Osama felldi Nyrup Osama bin Laden virðist hafa ráðið úrslitum í dönsku kosn- ingunum þar sem ríkisstjórn jafn- aðarmanna féll. Ef marka má um- fjöllun um dönsku kosningarnar var það öðru fremur bylgja andúð- ar í garð innflytjenda í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. sept- ember sem færði borgaraflokkun- um sigur. Danir hafa lengi viljað bjóða af sér þann þokka að þjóðin sé umburðarlynd gagnvart öðrum menningarheimum og framandi siðum. Langt er þó síðan brestirnir í þeirri glansmynd urðu augljósir hverjum þeim er fylgist um lengri eða skemmri tíma með fjöl- miðlaumfjöllun þar í landi. Dönsku blöðin hafa lengi gert út á fréttir um ofbeldisfulla hóphegðun ungra innflytjenda og ekki síður afstöðu ungra múhameðstrúarmanna í garð kvenna. Háværar umræður hafa verið í samfélaginu undanfar- in misseri um skipbrot þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið í Dan- mörku frá því á árunum í kringum 1970 og fólst í því að gera litlar eða engar kröfur um aðlögun innflytj- enda að samfélaginu. Það má ímyn- da sér að auk umburðarlyndisins, sem var ríkur þáttur í sjálfsmynd þjóðarinnar, hafi búið að baki þeirrar stefnu hrokafull sjálfs- blekking um að svo augljósir væru yfirburðir norrænnar menningar og lifnaðarhátta að önnur kynslóð innflytjenda mundi sjálfkrafa velja hina vestrænu siði og hafna kreddum feðranna. Reynslan sýnir _______MáLmanna Pétur Gunnarsson skrifar um dönsku kosningamar að svo er ekki og nú er komin á legg önnur kynslóð innflytjenda, sem er fædd og uppalin í landinu en er uppruna foreldra sinna trú og býður gildismati og siðum meiri- hluta landsmanna byrginn, oft á ögrandi hátt. Auðvitað eru dæmin um innflytjendur sem kjósa að að- lagast mun fleiri. Það er einmitt úr hópi annarrar kynslóðar danskra innflytjenda, sem hafa farið leið aðlögunar, sem áhrifamestu radd- irnar hafa heyrst um nauðsyn þess að gera virkar kröfur til innflytj- enda um aðlögun að meginreglum samfélagsins. Almenningur í Dan- mörku var augljóslega búinn að missa þolinmæðina gagnvart ríkj- andi stefnu löngu fyrir 11. septem- ber en virðist hafa látið eftir sér að nýta tækifærið sem þá gafst og ótt- ann sem kviknaði til að gera eitt- hvað í málinu. Þess vegna fengu hugmyndir þeirra stjórnmála- manna, sem vilja ganga lengst í því að herða reglur um stöðu innflytj- enda í landinu mestan hljómgrunn. Auðvitað var maklegt að reiðin bitnaði á jafnaðarmönnum sem bera öðrum fremur hina sögulegu ábyrgð á stefnunni sem danska þjóðin hefur nú hafnað. ■ r Aratugur þar gefur jákvœðar til olíuleit niðurstöður Tækniþróun gerir kleift að leita og jafnvel vinna olíu á miklu dýpi við Jan Mayen. Langt ferli framundan áður en ljóst verður hvort olían er undir hafsbotni og hvort það getur svarað kostnaði að vinna hana. Olíuleit Allt að tíu ár munu líða áður en það verður ljóst hvort olíu- lindir leynast á hafsvæði íslands norður undir Jan Mayen. Sérfræð- ingar treysta sér ekki til að spá um líkur af eða á. Tækniþróunin hefur hins vegar gert að verkum að auð- veldara og fljótlegra er orðið að leita að olíu þar sem olíuleitar- menn létu sig ekki dreyma um að leita áður fyrr. Steinar Þór Guðlaugsson, jarð- eðlisfræðingur hjá Orkustofnun, er helsti olíuleitarsérfræðingur hér á landi. Hann segir að það sé ekki gróðavonin ein sem rak ís- lenska ríkið til þess að semja ný- lega við norska fyrirtækið InSeis um olíuleit norður í höfum. „Menn líta á þetta sem hverja aðra starf- semi sem við viljum að sé stunduð af skynsemi og í sátt við umhverf- ið,“ segir Steinar Þór. „Það fari fram vandleg leit með bestu mögu- legri tækni og svo sjáum við til hver niðurstaðan verður." InSeis fékk með samningn- um rétt til að rannsaka jarðlög á 42 þúsund fer- kílómetra stóru íslensku yfir- ráðasvæði. Fyr- irtækið er í eigu manna, sem með- al annars tóku þátt í olíuleit við Færeyjar, og eru meðal helstu sér- fræðinga í olíu- leit í þessum heimshluta. Steinar Þór segir að ástæða þess að svæðið þykir fýsilegt til olíu- Jan JvJayen Leitarsvæðið LEITARSVÆÐIÐ Islendingar og Norðmenn hafa gert samn- inga um nýtingu hafsvaeðisins norður við Jan Mayen. Skyggða svæðið, sem er 42 þús- und ferkílómetrar, tilheyrir (slandi en norska fyrirætkið InSeis hefur gert samning við iðn- aðarráðherra um rannsóknir og olfuleit þar. leitar sé sú að menn viti að þar sé að finna þykk setlög, skyld þeim sem eru á olíusvæðum við Noreg. Fyrir 16 árum stóðu Noregur og ísland sameigin- lega að frum- kortlagningu svæðisins með tilliti til hugsan- legrar olíuleitar en þá var áhugi olíufélaga lítill. Aðeins eitt fyrir- tæki sýndi áhuga á því að eignast gögn um rann- sóknirnar. „Núna virðast aðstæður hafa breyst,“ seg- ir Steinar Þór. 01- íuleitarfyrirtæk- in meta það svo að þau haft fyrir kostnaði með því að endurselja gögnin sem þau afla. „Tækniþró- ÍSLENSK FRAMTÍÐ? Nú eru menn hættir að tala um að olíulindir heimsins séu að ganga til þurrðar. Framfarir i tækni hafa gert olíuleit auðveldari og fljótlegri og olíuvinnslu ódýrari og hagkvæmari en áður. unin og auknir viðskiptamöguleik- ar hvetja menn nú áfram. Það hef- ur orðið ótrúlega mikil breyting í tækninni." 1-2000 metrar eru niður á hafs- botn á leitarsvæðinu en rannsókn- irnar verða stundaðar með hljóð- endurvarpsmælingum, sem gefa þversnið af jarðlögum. Tækni á þessu sviði hefur fleygt hratt fram og nú er hægt að kanna jarð- lög á nokkurra kílómetra dýpi sem ekki var unnt að kanna fyrir fáum áratugum.“ Olíuvinnslan er að verða ódýr- ari, tíminn sem líður milli rann- sókna og framleiðslu er stöðugt að styttast vegna bættrar tækni til að finna olíulindir og loks hafi menn lært að nýta lindirnar betur en áður. „Áður var talið eðlilegt að vinna um þriðjung úr olíulind en nú er talið að menn geti unnið allt að tvo þriðju hluta þess sem finnst í lindinni. Það hefur mikið að segja varðandi það hvað óhætt er að kosta miklu til,“ segir Steinar Þór. Þess vegna tekur InSein áhætt- una á því að ráðast í kostnaðinn við leitina í von um að finna aðra aðila, sem vilja hagnýta þær nið- urstöður. Þannig er ferlið; tekin eru stutt skref og smám saman skýrist það hvort líkurnar á olíu- vinnslu eru raunhæfar og hvort íslendingar feta í fótspor Norð- manna og raka saman olíugróða. ■ ORDRÉTTI „Fyrr í haust hafi [...] sonur Pét- urs Sveinbjarnarsonar haldið til náms í Bretlandi í lífrænni rækt- un og verði þar næsta árið. Hann fær samkvæmt heimildum DV mánaðarlegar greiðslur frá Sól- heimum upp á 250 þúsund krónur. [...] Pétur Sveinbjarnarson telur í samtali við DV að ekkert sé óeðli- legt við þennan samning. Þetta séu réttindi sem Guðmundur hafi áunnið sér eftir tíu [ára] starf á Sólheimum. [...] Aðrir sem DV ræddi við spyrja hinsvegar hvort eðlilegt sé hvort Sólheimar, sem í grunninn séu heimili fyrir fatlaða einstaklinga, styrki fólk til náms í að rækta lífrænt grænmeti." DV, 20.11. „ II a n n Árni upplýsti landsfund Sjálfstæðis- flokksins um að kvótakerf- ið hefði reynst vel. Sú y f irlýsing stenst hvergi nema í Undralandi, því áð á tíma kvótakerfisins hefur afrakstur af botnfiskveiðum við ísland helm- ingast eða svo í magni. Ætli skuld- ir útgerðar og fiskvinnslu hafi ekki tvöfaldast á sama tíma?“ Jón Sigurðsson, Mbl. 20.11. „Auðlindin er takmörkuð og sóknargetan of mikil og vaxandi. Því þarf einhverja skömmtun, svo að veiðin verði sjálfbær. Spurningin er bara hvers konar skömmtun v e r n d a r s t o f n i n n bezt, fram- kallar fæst lögbrot og gefur kost á sem ein- f ö 1 d u s t u skipulagi og eftirliti. [...] Svarið við þessum vandamálum öllum er að bjóða afladagana upp á almennu útboði, þar sem allir lysthafend- ur geti tekið þátt. Útboð eru eina hagfræðilega leiðin til að skammta aðgang að takmarkaðri auðlind og afladagar eru besta leiðin til að gera sjávarútveginn sjálfbæran. Þetta er brýnt verk- efni. Stunduð er glórulaus of- veiði við ísland og hlaðið er und- ir glórulausa glæpahneigð ís- lenzkra sjómanna. Á endanum neita útlendingar að kaup fisk- inn héðan, af því að hann getur ekki fengið alþjóðlega vottunar- stimpla um sjálfbæran sjávarút- veg.“ Jónas Kristjánsson, DV/, 20.11. ~+ i 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.