Fréttablaðið - 21.11.2001, Page 22

Fréttablaðið - 21.11.2001, Page 22
HRAÐSOÐIÐ ÖRN FRIÐRIKSSON formaður Félags járniðnaðarmanna UmlOO manns á upp- sagnarfresti HVER er staða atvinnumála meðal fé- lagsmanna? „Það eru um það bil um 100 manns á uppsagnarfresti. Þetta er aðallega í byggingar- og málmiðnaði. Félags- menn okkar eru um 2000 þannig að þetta er um 5% þeirra. Það er þó samt ekki þannig að allir þessir menn muni missa vinnuna. í það minnsta vonast maður til að svo verði ekki þegar líða tekur á upp- sagnarfrestinn. Hann er misjafnlega langur eftir því hvað menn hafa langa starfsreynslu. Þannig að það er alveg klárt mál að það eru blikur á lofti.“ HVAÐ veldut? „Þetta stafar einkum af þeim sam- drætti sem orðið hefur hjá þeim fyr- irtækjum sem hafa verið að draga saman seglin af ýmsum ástæðum og m.a. vegna tapreksturs svo ekki sé minnst á þau sem hafa orðið gjald- þrota. Fyrirtæki byrja einna fyrst á þvi að minnka eins og hægt er allan viðhaldskostnað og fresta hlutum og svona og það kemur fljótt niður á þeim sem hafa unnið þessi verk. Þá byrjaði yfirvinna hjá mörgum að dragast saman strax í haust með styttri vinnutíma. Þar af leiðandi fá menn minna útborgað en áður hefur verið. Á sama tíma hefur verðlag verið að hækka og fyrir vikið fær fólk minna fyrir krónuna." HVERNIG heldurðu að þróunin verði í atvinnumálunum þegar líða tekur á veturinn? „Það er voðalega erfitt að segja til um þaö. Þetta skiptist þó aðallega í tvennt. Sem dæmi þá hafa verið næg verkefni og vinna í framleiðslu- greinunum þar sem t.d. er verið að framleiða vinnsluvélar og annað í þeim dúr til útflutnings. Þama eru m.a. fyrirtæki eins og Marel, For- max og ýmsir fleiri sem eru á fullu. Það hefur hins vegar kreppt að í ýmsum þjónustugreinum eins og t.d. í viðhaldi skipa svo ekki sé minnst á virkjanaframkvæmdir sem eru að dragast saman. Það gæti hins vegar komið kippur í útgerðirnar í fram- haldi af spám um að hagur þeirra sé að vænkast. Fyrir utan stórvirkjanir geta verið fleiri möguleikar framundan í atvinnumálum eins og t.d. í sambandi við smávirkjanir hjá bændum sem gætu skapað eitthvað af störfum fyrir félagsmenn okkar svo nokkuð sé nefnt." Örn Friðriksson hefur verið formaður Félags járniðnaðarmanna um árabil. Hann hefur jafnframt gegnt embætti varaforseti ASI. 22 FRETTABLAÐIÐ 21. nóvemer 2001 MIÐVIKUDAGUR Eftir fimm ára bann talibana í Afganistan: Sjónvarpsútsendingar heíjast að nýju kabúl. ap í fimm ár hafa íbúar í Afganistan hvorki mátt horfa á sjónvarp né fara í kvikmyndahús. Þetta er þó breytt og á mánudag- inn gerðist undrið. Kvikmynda- hús í Kabúl troðfylltist og smá- vaxin kona kynnti sjónvarpsdag- skrána í beinni útsendingu. Konur hafa ekki mátt sýna and- lit sitt opinberlega frá því 1996, og því má slá því föstu að andlitið á sjónvarpsþulunni Marian Shekeba hafi samstundis orðið þekktasta kvenmannsandlit lands- ins þegar hún kynnti dagskrárat- riði í sjónvarpinu. Hún talaði ekki nema í mesta lagi tvær mínútur í einu, og las upp texta af handskrifuðu blaði. Fáum Afgönum var þessi sjón þó verulega framandi, þótt langt sé frá því þeir hafi átt slíku að venj- ast. „Ég var kynnir barnaefnis áður en talibanarnir komu,“ sagði hún. „Síðustu fimm árin hef ég setið heima og ekki gert neitt.“ Aðeins er sjónvarpað tvær klukkustundir á dag til að byrja með. Sendingar ná aðeins til höf- uðborgarinnar Kabúl og næsta ná- grennis vegna þess að aðalsendir sjónvarpsins var eyðilagður í loft- árásum Bandaríkjanna. ■ ÞEKKTASTA KONA í AFGANISTAN Andlitið á Marian Shekeba varð tvímælalaust þekktasta kvenmannsandlit í Afganistan þegar hún kynnti sjónvarpsdagskrána á mánudaginn. FRÉTTIR AF FÓLKI Það má hafa af því góða skemmtun að fylgjast með herferð Vef-Þjóðviljans, sem skrifar á slóðinni www.and- riki.is, gegn umhverfisþættinum Spíral, sem sýndur er á Ríkis- sjónvarpinu, „heilaþvottarþáttur ríkisins" er hann reyndar kallað- ur í nýjasta pistlinum. Þar segir og að „mikið [sé] lagt upp úr því að sannfæra börnin um gagn- semi flokkunar og endurvinnslu á pappír. Við þennan þvott þeir- ra spíralsmanna er hvorki notuð sápa né vatn heldur stór skammtur af rangfærslum og ósvífni. Takmarkið er að börnin verði „litlar löggur" á heimilum og hafi gætur á hinum fullorðnu. Allt er þetta gert í nafni um- hverfisverndar, ekki síst til að vernda skógana. Ef við flokkum ekki pappír frá öðru rusli og komum honum á ekki á sérstaka gámastöð spáir Spírall því að „íslendingar yrðu ekki nema sex daga að skeina sig á öllum trján- um á Miklatúni." Magnús Þór Hafsteinsson, fréttamaður Ríkissjón- varpsins, hefur verið umtalaður undanfarið í kjölfar frétta sinna um brottkast fisks. Hreinn Hreinsson, einn í ritstjórn vefrits- ins Kremlar, rís honum til varnar i nýlegum pistli þar sem hann fjallar um „of- sóknir" á hendur Magnúsi. „Hagsmunasamtökin LÍÚ sendu yfirmanni hans til að mynda bréf þar sem óskað var eftir að hann fjallaði ekki um mál sem tengjast útvegi auk þess sem sjávarútvegsráðherra þjóðarinn- ar ásakar hann um að sviðsetja fréttir. Það sem Magnús hefur til saka unnið er að leggjast svo lágt að stunda rannóknarblaða- mennsku," segir Hreinn. Hrós vikunnar á Kremlar- vefnum fær „blessað Ríkis- sjónvarpið fyrir að vera með Disney-myndir á föstudagskvöld- um. Myndirnar eru flestar algert rusl, en börnin á heimilinu hafa gert þetta að sér- stakri helgistund fjölskyldunnar hjá þeim kremlverja sem hrósið skrifar. Áfram Disney-myndir á föstudögum!!!“ Eyjafréttir slá því upp að af þeim 270 sem svöruðu spurn- ingu vikunnar hjá þeim um hvar fólk ætli sér að sinna jólainn- kaupum, þá svöruðu tæp 48% því til að þeir ætluðu að versla í Vest- mannaeyjum, rúm 43%-í Reykjavík og tæp 9% erlendis. Byrjaði að for- rita á unga aldri Helgi Páll Helgason, tölvunafræðingur, hefur nýlokið við mastersritgerð við Háskóla Islands. Hann er einn af þeim fyrstu sem lýkur slíku námi en hann fékk snemma áhuga á forritun. Verkefni hans snýst um að láta tölvur þekkja óþekktar veirur eða vírusa og láta þær hugsa eins og mannsheilann. tölvur „Þetta er ekki bara rit- gerð heldur er þetta tækni til að finna óþekktar Windows veirur, þ.e. tölvuvírusa, með tauganet- um. Þetta er ólínuleg reiknisað- ferð sem er mjög heitt rannsókn- arsvið í dag,“ sagði Helgi Páll um lokaverkefnið sitt, þegar Fréttablaðið hafði sambandi við hann í gær. „Tauganetin líkja eftir mannsheilanum og hvernig hann virkar. Þau virka því öðruvísi en aðrar reiknisaðferðir og vinna öðruvísi en tölvur gera venju- lega. Ég notaði tauganetin þan- nig að þau læra að þekkja mun- inn á hreinum skrám og vírus- um.“ Helgi Páll hefur undanfarin ár starfað hjá Friðriki Skúlasyni ehf., sem sérhæfir sig í vörnum gegn tölvuvírusum, og vann verkefnið í samstarfi við fyrir- tækið. „Veiruvarna hugbúnaður er byggður á veirum sem eru þekktar, en notendur hafa enga vörn gegn þessum nýju veirum, sem eru alltaf að skjóta upp koll- inum, nema þeir séu búnir að uppfæra forritin sín. Þá verður að vera búið að greina þessar nýju veirur áður og allt tekur sinn tíma. Til að bæta gráu ofan í svart eru margir notendur sem uppfæra ekki reglulega þessa gagnagrunna þannig að þeir eru í enn verri málum. „Með þessari tækni er hægt að grípa þessar óþekktu veirur með mun betri áreiðanleika og nákvæmi en hefur þekkst áður. Það er að vísu erfitt að segja hvernig þetta stendur gagnvart m m .. ■ ■ i ' \ ' - . - HELGI PÁLL HELGASON Helgi Páll útskrifast með meistaragráður úr Háskóla íslands n.k. febrúar. Hann hefur unnin s.l. ár hjá Friðriki Skúlasyni. öðrum veiruvarnahugbúnað úti í heimi en við stöndum mjög framarlega með þessari tækni." Helgi Páll segir að með tækn- inni sé hægt að ná 80% af áður óþekktum veirum en með hefð- bundnu tækninni sem hefur ver- ið reynd áður náðist innan við 40% Helgi Páll er 24 ára og út- skrifaðist úr Verslunarskólanum árið 1997. Hann segist hafa byrj- að snemma að fikta við tölvur. „Ég held ég hafi fengið mína fyrstu tölvu þegar ég var fimm ára. Það var Sinclair Spectrum leikjatölvan en ég fékk áhuga fyrir forritun mjög snemma. Eg held ég hafi byrjað að forrita þegar ég var sex eða sjö ára en þá vpru það leikir o.fl.“ „Ég veit nú ekki hvaðan gráð- an sjálf segir en með náminu nær maður að fara dýpra í hlut- ina. Það er líka mjög gaman að fá tækifæri til að framkvæma rannsóknir á sviðum sem hafa ekki verið rannsökuð áður. „Þetta kemur sér mjög vel fyrir mig sjálfan, Friðrik Skúla- son og Háskólann. Þetta er eitt af fyrstu meistaraverkefnum sem eru unni þar og gott að geta verið í tengslum við atvinnulíf- ið.“ kristjan@frettabladid.is Greinilega margir Vestmannaey- ingar sem láta sér vöruúrval á eyjunni sinni nægja. Borgarstjórinn í Reykjavík hefur verið frá vinnu frá því hún kom heim úr heimsókn sinni til Kína í síðustu viku. Ingibjörg Sól- rún mun hafa nælt sér í skæða inflúensu í Kínaförinni og nú mun jafnvel talið að hún sé komin með lungnabólgu upp úr öllu saman. Það er því ekki búist við borgar- stjóranum á skrifstofu sína fyrr en í eftir helgi. Henni er óskað góðs bata. Ingibjörg Sólrún var í Kína m.a. til að ganga frá samningum við þarlenda um lagningu hitaveitu.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.