Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2001, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 21.11.2001, Qupperneq 2
KJÖRKASSINN SVARTIR í MYRKRINU Meirihluti þeirra sem greiddu atkvæði gerir sitt besta til að vera ósýnilegur í umferðinni með þvl að nota ekki endurskinsmerki. Notar þú endurskinsmerki? Niðurstöður gærdagsins á www.visir.is Nei Spurning dagsins í dag: Fylgist þú með dönskum stjórnmálum? Farðu inn á vlsi.is og segðu þína skoðun ____________________ LÍKKISTA BORIN Lík blaðamannanna fjögurra, sem myrtir voru í Afganistan á mánudag, fundust f gær. Starfsmenn líkhúss sjást þarna halda á líkkístu eins þeirra. Fulltrúar helstu hópa í Afganistan: Ræða fram- tíð Afganist- an í Berlín kabúl. ap Norðurbandalagið í Afganistan, sem nú er með höfuð- borgina Kabúl ög meira en helm- ing landsins á sínu valdi, féllst í gær á að taka þátt í viðræðum allra, eða a.m.k. sem flestra þjóð- arbrota um næstu stjórn landsins. Viðræðurnar hefjast í byrjun næstu viku og verða haldnar í Berlín í Þýskalandi undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. Joschka Fischer, utanríkisráð- herra Þýskalands, sagðist í gær hlakka til að fá að leggja sitt af mörkum við að móta næstu stjórn í Afganistan. Norðurbandalagið, sem er bandalag nokkurra þjóðarbrota í Norður-Afganistan, verður einn fjögurra helstu hópanna, sem taka þátt í fundunum í Berlín. Fulltrú- ar frá Mohammed Zaher Shah, sem var konungur Afganistan áratugum saman á síðustu öld og vill verða konungur að nýju, verða einnig á þessum fundum, en talibanar verða ekki með. Hins vegar verða fulltrúar pastúna á staðnum, en pastúnar eru fjöl- mennasti þjóðflokkurinn í Afganistan. Talibanar eru lang- flestir pastúnar, og Mohammed Zaher Shah er einnig pastúni. ■ —♦— Kvörtun um samkeppni: Kröfum hafnað samkeppnismál Samkeppnisráð hefur úrskurðað um kvörtun Fornleifafræðistofunnar um ójaf- na samkeppnisstöðu við fornleifa- rannsóknir. Taldi Fornleifastofan að hún keppti við ríkisstyrktar- stofnanir sem gætu í krafti stöðu sinnar undirboðið verk á þessum markaði. Samkeppnisráð taldi ekki skilyrði til að aðhafast í mál- inu og því ekki orðið við kvörtun- inni. Telur ráðið að samkeppnisað- ilinn Fornleifastofnun sé sjálfs- eignarstofnun sem starfi að öllu leyti í samkeppnisumhverfi. ■ 2 FRÉTTABLAÐIÐ 21. nóvemer 2001 MlÐVlKUrACUR Ríkisútvarpið til umfjöllunar hjá ríkisstjórn: Mega hækka afnotagjcddið um 7 % ríkisútvarpið Hækkun afnota- gjalds Ríkisútvarpsins hefur ver- ið heimiluð frá næstu áramótum og ákveðið að vinna að frekari skipulagsbreytingum á rekstri stofnunarinnar. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, lagði á fundi ríkisstjórnar í gærmorgun, fram skýrslu starfshóps um fjár- hag og rekstur Ríkisútvarpsins. Ákveðið var að heimila Útvarpinu 7 prósent hækkun afnotagjalda frá 1. janúar 2002 og að stjórnar- flokkarnir settu niður hóp undir forystu menntamálaráðherra til að vinna að skipulagsbreytingum á stofnuninni og breytingu á opin- berri tekjuöflun til að stan- da undir rekstri þess. Gangi hækkun afnota- gjaldsins eftir hækkar það úr 2.250 krónum í 2.408. Þá mun menntamálaráðherra, í ljósi skýrslunnar, beita sér sérstaklega fyrir at- hugun á fjárhagslegum tengslum Ríkisútvarpsins pg Sinfóníuhljómsveitar íslands. Vinnuhópurinn skilaði af sér til ráðherra á fimmtudaginn í síðustu viku. í skýrslu hópsins, sei RÍKISÚTVARPIÐ Vinnuhópurinn sem menntamálaráðherra skipaði til að fara yfir fjárhag og rekstur Ríkisútvarpsins telur að meiri sveigjanleika sé þörf í rekstri stofnunarinnar og hún þurfi að geta lagað sig betur að aðstæðum án þess að til lagabreytingar þurfi að koma. i má ráðuneytisins, kemur fram að finna á heimasíðu menntamála- lagaákvæði sem kveði á um leiti. verkaskiptingu og yfir- stjórn stofnunarinnar séu hamlandi fyrir rekstur og að verkaskipting útvarps- stjóra og útvarpsráðs sé óskýr. Fram kemur að þeir þættir sem helst skýri versnandi fjárhags- stöðu útvarpsins séu auknar lífeyrisskuldbind- ingar í kjölfar síðustu kjarasamninga og kostn- aður vegna lána sem tekin voru til að uppfylla þær skuldbindingar og vegna flutnings stofnunarinnar í Efsta- Mesta erlenda fjárfesting í íslensku hlutafélagi Bakkavör kaupir breskt matvælafyrirtæki á 15,6 milljarða. Seljendurnir koma með hlutafé upp á 2 milljarða inn í Bakkavör. Með kaupunum verður Bakkavör eitt af stærstu fyrirtækjum landsins með starfsemi í níu löndum. Aætlaður hagnaður fyrir afskriftir skatta og íjármagnsliði er rúmir 4 milljarðar. Það sem eru ekki síður tíð- indi er að fjöl- skyldan sem á fyrirtækið kemur með tveggja millj- arða fjárfest- ingu í Bakka- vör fyrirtækja- samsteypuna. vipskipti Bakkavör Group hefur keypt breskt matvælafyrirtæki, Katsouris Fresh Foods Ltd. og er kaupverðið um 15,6 milljarðar ís- lenskra króna. Bakkavör hefur einnig gert fjármögnunarsamn- inga við þrjá af stærstu bönkum Evrópu sem munu lána fyrirtæk- inu rúma 12 millj- arða, bæði til þess- ara kaupa, svo og til endurfjármögn- unar eldri lána fyrirtækisins. „Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur sem lítið fyrirtæki uppi á íslandi,“ segir Ágúst Guðmunds- son, stjórnarfor- maður Bakkavar- ar. „Það sem eru ekki síður tíðindi er að fjölskyld- an sem á fyrirtækið kemur með tveggja milljarða fjárfestingu í Bakkavör fyrirtækjasam- steypuna." Ágúst segir að fyrir utan að fjölskyldan hafi trú á rekstri Bakkavarar, skipti verulegu máli þær breytingar sem eru að verða á umhverfi fyrirtækja. Það er heimildin til að gera upp í erlendri mynt, afnám verðbólguskila og lækkun skatta.“Þessi fjárfesting erlendra aðila í íslensku fyrirtæki er sú stærsta sem orðið hefur,“ segir Ágúst. Bakkavör hefur vaxið gríðar- lega og Katsouris er annað fyrir- tækið á Bretlandi sem keypt er. Innan samsteypunnar eru fyrir- MIKILL VÖXTUR Bakkavör tilkynnti um langstærstu landvinninga sína til þessa, en fyrirtækið kaupir breskt fyrirtæki fyrir 15,6 milljarða króna. tæki í níu löndum. „Við gerum mjög strangar kröfur til þeirra fyrirtækja sem við kaupum. Við gerum kröfu um að reksturinn sé góður og að þau skili hagnaði, vaxtarmöguleikar séu fyrir hendi og að eigendur hajdi áfram að vinna með okkur. í okkar huga skiptir miklu að hvert fyrirtæki innan samsteypunnar hafi hag af því að vera í samfloti með hinum.“ Bakkavör mun auka hlutafé sitt í kjölfar kaupanna og efna til hlutafjárútboðs hér á landi og í Danmörku og Svíþjóð til að fjár- magna 25% kaupanna. Katsouris Fresh Foods Ltd. hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá stofnun árið 1982 og er skuldlaust. Hagn- aður fyrirtækisins á síðasta ári var rúmir 2 milljarðar fyrir skat- ta. Lykilstarfsmenn fyrirtækisins og fjölskyldan mun áfram starfa hjá fyrirtækinu eftir kaupin. Áætluð velta Bakkavarar fyrir næsta ár er 20 milljarðar og áætl- un geri ráð fyrir hagnaði fyrir skatta, afskriftir og fjármagnsliði upp á rúma 4 milljarða. haflidi@frettabladid.is Hugarfarsbreyting í Danmörku: Um 40 prósent Dana fylgjandi pyntingum PANSKT hucarfar Af einhverjum ástæðum hefur afstaða Dana til pyntinga breyst mjög á síðustu mánuðum. Nú eru 40 prósent Dana fylgjandi því að „hóflegum líkamlegum þrýstingi" sé beitt í baráttunni gegn hryðjuverkum. Þetta kom fram í skoðanakönnun sem dagblaðið Jyllandsposten lét gera. í júlí síðastliðnum voru hins vegar aðeins 14 prósent Dana fylgjandi „hóflegum líkamlegum þrýstingi", að því er fram kom í skoðanakönnun Gallup. Sú skoð- anakönnun var gerð eftir að Carmi Gillon, sem þá var væntan- legur til Danmerkur til þess að taka við embætti sendiherra fsra- els, hafði viðurkennt í viðtali að hann hefði tekið þátt í að beita fanga „hóflegum líkamlegum þrýstingi". Augljóst þótti, að með þessu orðalagi ætti hann við pynt- ingar. Danir brugðust almennt ókvæða við þessari yfirlýsingu, og kröfðust þess margir að dönsk stjórnvöld neituðu að taka við honum, ellegar þá að hann yrði lögsóttur þegar hann kæmi til Danmerkur. Nú er mannréttindasamtökum í Danmörku hins vegar brugðið vegna þeirrar hugarfarsbreyting- ar sem orðið hefur. „Þá hafa hryðjuverkamennirnir sigrað," sagði Inge Genefke, heiðursfor- seti alþjóðlegra samtaka um end- urhæfingu fórnarlamba hryðju- verka, í viðtali við Jyllandsposten. „Þeim hefur tekist að virkja ótt- ann og sigrast á öllu því, sem mannlegt og eðlilegt er, og sem við höfum verið að berjast fyrir árum saman.“ ■ ÚR KOSNINGABARÁTTUNNI Anders Fogh Rasmussen er þarna á tali við kjósendur, en hann er formaður stærsta hægri flokks Danmerkur og líklegur sigurvegari kosninganna I gær. Hann hefur mikið notfært sér ótta landa sinna við útlendinga í kosningabaráttunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.