Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.11.2001, Qupperneq 7

Fréttablaðið - 21.11.2001, Qupperneq 7
MIÐVIKUDAGUR 21. nóvember 2001 FRÉTTABLAÐIÐ Sögulegur sigur borgaralegu flokkanna í Danmörku: Anders Fogh Rasmussen fagnar sigri KOSNINGAR í DANMÖRKU Þegar búið var að telja nærri 25 prósent at- kvæða úr þingkosningunum í Danmörku í gær, höfðu borgara- legu flokkarnir fengið samtals 97 þingsæti, þar af var Vinstriflokk- urinn með 56 þingsæti og hafði bætt við sig 14 sætum frá kosn- ingunum 1998. Stjórnarflokkarnir tveir og stuðningsflokkar hennar 74 þingsæti, þar af voru Sósíalde- mókratar með 54 þingsæti og höfðu tapað 9 sætum. Nokkuð ljóst þótti því að And- ers Fogh Rasmussen, leiðtogi Vinstriflokksins, taki við forsæt- isráðherraembættinu af Poul Nyrup Rasmussen. Búist var við að ný stjórn tæki við um næstu mánaðamót. Líklegast þykir að það verði minnihlutastjórn sem njóti stuðnings Danska þjóðar- flokksins. Borgaralegu flokkarnir hafa ekki haft meirihluta á danska þjóðþinginu frá því 1929, þannig að þessi úrslit þykja heldur betur söguleg af þeirri ástæðu einni. Til þess að ná manni á þing í Danmörku þurfa stjórnmálaflokk- ar að fá a.m.k. tvö prósent at- kvæða. Fjórir flokkar voru ná- lægt þessum mörkum. Framfara- flokkurinn og Miðjuflokkurinn FLÓKNIR KJÖRSEÐLAR Ósagt skal látið, hvort Danir hafi tekið sér kosningastjórn í Flórlda til fyrirmyndar, en víst er að kjósendur f Danmörku þurftu að skoða kjörseðlana sína vel í gær til þess að átta sig á þeim. virtust ekki ætla að ná inn, en Ein- Demókratar virtust ætla að skríða ingarflokkurinn og Kristilegir yfir markið. ■ Vantar á annað þúsund sjúkraliða Fjölga þarf um 300 sjúkraliða árlega næstu fimm árin til að fullnægja þörf fyrir þjónustu þeirra. Stjórn og stjórnarandstaða sammála um að aðgerða sé þörf en stjórnarandstæðingar gagnrýna stjórnarliða fyrir aðgerðaleysi. alþingi Það vantar á annað þús- und sjúkraliða til starfa ef manna á að fullu stöður þeirra sjúkra- liða sem þarf til að halda uppi eðlilegri þjónustu í heilbrigðis- kerfinu sagði Margrét Frímanns- dóttir í utandagskrárumræðum um stöðu sjúkraliða innan heil- brigðiskerfisins sem fram fór á Alþingi í gær. „Er ljóst að fjölga þyrfti um 300 einstaklinga með sjúkraliða- réttindi á hverju ári næstu fimm árin“, sagði Margrét en benti á að æ færri innriti sig í sjúkraliða- nám og ljúka því eða um 20 ein- staklingar á ári. Starfsaðstæður og kjör sjúkraliða sagði Margrét standa í vegi fyrir fjölgun þeirra og vildi vita hvernig heilbrigðis- ráðherra hyggðist taka á málinu og hvað hann hyggðist gera í menntunarmálum sjúkraliða og hvort metið hefði verið sérstak- lega hver yrði þörfin fyrir sér- menntað hjúkrunarfólk næstu tíu árin og hvort sérstakar aðgerðir væru fyrirhugaðar vegna þessa. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra, tók undir að sjúkraliða- skortur virtist vera viðvarandi vandi. Hann sagði að útskrifuð- um sjúkraliðum hefði fækkað síðustu ár og hefðu verið gefin út færri starfsleyfi en áður. Hann sagði samráð ráðuneytisins og Félags ísienskra sjúkraliða urn lausn á vandanum vera gott og hygðist hann stofna starfshóp til að koma með tillögur um hvernig mætti bæta úr vandanum. Hann sagði sjálfsagt að beita sér fyrir því að ómenntaðir starfsmenn fengju frekari tækifæri til að afla sér menntunar. Hins vegar hefði áður fyrr reynst erfitt að meta mannaflaþörf fram í tím- SJÚKRALIÐAR Á ÞINGPÖLLUM Sjúkraliðar fjölmenntu á áhorfendapalla Alþingis í gær íil að fylgjast með utandagskrárumræðum um stöðu sína og aðstæður. ann en þó væri stefnt að því í heilbrigðisáætlun að slíkt mat færi fram. Guðmundur Árni Stefánsson sagði vandann liggja í áhugaleysi Sjálfstæðisflokksins sem vildi brjóta kerfið niður innanfrá svo hægt væri að boða markaðsvæð- ingu í heilbrigðiskerfinu. Drífa Hjartardóttir var bjartsýnni á úr- bætur og sagði að stofnanasamn- ingur sem væntanlega yrði geng- ið frá tæki á kjaramálum, starfs- aðstöðu og menntun sjúkraliða og gæti orðið fyrirmynd annarra. ■ Gerhard Schröder á flokksþingi þýskra jafnaðarmanna: Vill enn nánara samstarf Evrópusambandsríkja nurnberg. ap Gerhard Schröder Þýskalandskanslari ítrekaði í gær hugmyndir sínar um að Evrópu- sambandið eigi að ganga enn lengra í áttina að því að vera sam- bandsríki. í ræðu sinni á flokks- þingi þýska Sósíaldemókrata- flokksins sagði hann að aðildar- ríki sambandsins ættu að leggja enn meiri völd í hendur sameigin- legra stofnana ESB, og sagði rétt að samin verði sérstök stjórnar- skrá fyrir ESB. „Það er vel hugsanlegt að þjóð- ríkið þurfi að framselja fleiri völd til Evrópu," sagði hann, en bætti því þó við að um leið sé rétt að færa önnur valdasvið niður á við, frá Evrópusambandinu til þjóð- ríkjanna eða héraða innan þeirra. Þegar Schröder viðraði þessar hugmyndir sínar síðastliðið vor mætti hann litlum skilningi meðal í’áðamanna annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Sérstaklega líst Bretum og Frökkum illa á hugmyndir um evi’ópskt alríki í einni eða annarri mynd. ■ SCHRÖDER RÆÐIR VIÐ BLAÐAMENN Myndin er tekin í Numberg í Þýskalandi í gær, þar sem flokksþing þýska Sósíalde- mókrataflokksins stendur yfir. Fyrirtæki til sölu, t.d.: • Rótgróið og arðbært eininga- húsafyrirtæki. Mikil sérstaða á markaði. • Sólbaðsstofa í miðbænum. 6 bekkir + gufubað og önnur að- staða. Lágt verð. • Stór útivistarverslun í góðum rekstri. Ársvelta 140 MKR. • Vinnufataverslun með eigin inn- flutning. Ársvelta 24 MKR. • Stór og glæsileg hárgreiðslustofa í miðbænum. 8 stólar og mikið að gera • Mjög góður söluturn í Hafnarfirði með bilalúgum, grilli og video. 6,5 MKR mánaðarvelta og vax- andi. • Höfum til sölu nokkrar heildversl- anir í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100-350 MKR. Einnig stór verslunarfyrir- tæki sem sum stunda einnig heildverslun. • Austurlenskur take-away mat- sölustaður á Akureyri. Ársvelta 18 MKR. • Bílaverkstæði í Hafnarfirði. Gott húsnæði og vel tækjum búið. Mikið að gera. • Traust verktakafyrirtæki í jarð- vinnu. 80 MKR ársveita. Mjög góð verkefnastaða næstu tvö ár. • Lítill skyndibitastaður í atvinnu- hverfi. Ársvelta 20 MKR. Þægi- legt fyrir einn kokk. • Rótgróin heildverslun með sæl- gæti. 80 MKR ársvelta. Mjög góð framlegð. • Sjálfsalafyrirtæki. Mikill tækja- búnaður, lítil vinna. • Hárgreiðslustofa í miðbænum. • Gott fyrirtæki í jarðvegsvinnu, hellulögn, steypusögun, kjarna- borun og múrbroti. Traust hluta- félag í eigin húsnæði. • Veitinga- og skemmtistaður á Höfn í Hornafirði. Eigið húsnæði. • Stór og vinsæll pub i miðbæn- um. Mikil velta. • Góð videósjoppa í Breiðholti með 4 MKR veltu á mánuði. Auðveld kaup. • Söluturn á Akureyri. Lottó, video og grill. Ársvelta 20-24 MKR. Auðveld kaup. • Verslun, bensinsala og veitinga- rekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Mjög góður rekstur. Árs- velta 160 MKR. • Falleg lítil blómabúð í Breiðholti. Mjög einfaldur og öruggur rekst- ur. Auðveld kaup. ® Þekkt unglingafataverslun í Kringlunni. 24 MKR ársvelta. Auðveld kaup. • Kjötvinnslufyrirtæki sem er í miklum vexti. Ársvelta nú um 100 MKR. Meðeign eða sameining kemur vel til greina. • Sérverslun á Djúpavogi. Eigið húsnæði á besta stað. 20 MKR ársvelta. • Lítið verktakafyrirtæki sem star- far nær eingöngu á sumrin. Fastir viðskiptavinir, stofnanir og stór- fyrirtæki. Hagnaður 7-8 MKR á ári. • Gömul og þekkt heildverslun með byggingarvörur og búsá- höld. 30 MKR ársvelta. Góð framlegð. • (s og videosjoppa í Grundarfirði. Miklir möguleikar. • Þekkt bílabónstöð með 15 MKR ársveltu. Stórir viðskiptavinir í föstum viðskiptum. Gott hús- næði, ný tæki. • Gistihús miðsvæðis í Reykjavík. 15 herbergi. 20 MKR ársvelta. • Kjörbúð i Reykjavík. 40 MKR árs- velta. Rótgróin verslun í gömlu hverfi. • Falleg gjafavöruverslun við Laugaveginn, heildsala og net- verslun. Mikil tækifæri. • Suðurlandsbraut 50 (bláu húsln) • Sími 533 4300 • Gsm 895 8248

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.