Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 8
o
8
mriMn A-rTiiaa
FRETTABLAÐIÐ
rr\nr .,4^,---,k nr nn itfiur/ n nn
10. desember 2001 MÁNUDACUR
Mótorhjólasýning á Italíu:
Glæsimeyjar
kynna hjól
bolocna.Italiu.ap Mótorhjólasýn-
ing er haldin um þessar mundir í
borginni Bologna á Ítalíu. Á
myndinni má sjá hið nýja Ducati
Monster 620 súpermótorhjól sem
kynnt var með mikilli viðhöfn ný-
verið af tveimur glæsimeyjum. ■
Fj árhagsáætlun Reykj avíkurborgar:
Vatnaparadís í
Laugardalnum
framkvæmpir Á næsta ári verða
hafnar framkvæmdir við bygg-
ingu nýrrar 50 metra innisund-
laugar í Laugardalnum í Reykja-
vík, að því er kemur fram í nýsam-
þykktri fjárhagsáætlun Reykja-
víkurborgar fyrir næsta ár. Laug-
in verður lögleg keppnislaug þan-
nig að hér verður hægt að halda al-
þjóðleg sundmót, að sögn Stein-
unnar V. Óskarsdóttur, borgarfull-
trúa R-listans, en hún er formaður
stjórnar íþrótta- og tómstunda-
ráðs borgarinnar. Hún segir að
stefnt hafi verið að byggingunni
um nokkurt skeið og að heildará-
sýnd sundlaugarsvæðisins í Laug-
ardal breytist nokkuð með tilkomu
hennar. Nýtt anddyri verður byggt
fyrir bæði nýju og gömlu laugina
og þá stendur til að á svæðinu rísi
heilsuræktarstöð. „Sundlaugar-
garðurinn verður þannig betur af-
markaður. Ég sé fyrir mér að
þarna geti maður haft útiaðstöðu
með frábæru skjóli fyrir veðri og
vindum, með buslpottum og leik-
tækjum. Þannig gæti þetta orðið
STEINUNN V. ÓSKARSDÓTTIR
Steinunn segir að nýja sundlaugin komi til með að hafa margþætta
notkunarmöguleika því botn hennar verði færanlegur. Þannig megi
nota hana fyrir eldri borgara, ungbarnasund og fleira.
ein allsherjar vatnaparadís," sagði
Steinunn sem gerði ráð fyrir að
nýja sundlaugin yrði tekin í notk-
un síðari hluta árs 2004. „Það er
búið að gera kostnaðaráætlun og
frumhönnun, en byrjað verður á
jarðvegsframkvæmdum og grun-
ni fljótlega. Framkvæmdatíminn
er í raun, 2002 til 2003 og hálft árið
2004.“ ■
Foreldrar grunnskóla-
nema:
Dýravinir gagnrýna skemmtiatriði:
Ekki víst að höfrungunum sé skemmt
Ekki skylt
að starfa í
foreldrafé-
lögum
foreldrafélög Menntamálaráðu-
neytið hefur úrskurðað að ekki sé
hægt að skylda foreldra grunn-
skólabarna til að starfa í nefndum
foreldrafélaga sem starfrækt eru í
grunnskólum.
Ráðuneytið var beðið um að úr-
skurða hvort hægt væri að skylda
foreldra og forsjáraðila grunnskóla-
barna til að starfa í foreldrafélögun-
um. Niðurstaða ráðuneytisins var sú
að foreldrum væri skylt að stofna og
starfrækja foreldraráð og gætu
stofnað samtök foreldra en ekki
væri hægt að skylda tiltekna for-
eldra til þátttöku í stjórnum nefnd-
um eða ráðum foreldrafélaga. ■
dóminíska lýðveldið. ap Skemmtiat-
riði með höfrungum njóta sífellt
meiri vinsælda hjá ferðamönnum,
ekki síst í Bandaríkjunum, Mið-
Ameríku og eyjum í Karíbahafinu.
Meðal annars er ferðamönnum boð-
ið upp á að fá sér sundsprett með
höfrungum.
Jafnframt vex gagnrýni á slíkt
og fullyrða margir að þau skemmti-
atriði, sem boðið er upp á, séu dýr-
unum skaðleg. Meðal annars er
gagnrýnt að höfrungunum sé ekki
gert kleift að forða sér, t.d. með því
að kafa nógu djúpt, ef þeir vilja
ekki leika sér með mannfólkinu.
Gagnrýnendurnir segja að höfr-
ungum líði ekkert vel að hafa fólk
nálægt sér og geri það eingöngu
vegna þess að matar er von í stað-
inn. Þessi „skemmtun" valdi þeim
einungis óþægindum og stressi.
Þeir sem bjóða upp á skemmtiat-
riði með höfrungum segja hins veg-
ar að dýravinirnir ímyndi sér að
höfrungar hugsi eins og mannfólk-
ið, en hugtök eins og „frelsi" hafi í
raun enga merkingu fyrir höfr-
unga. Engu að síður eru höfrung-
arnir auglýstir sem „gáfuðustu
spendýr jarðar að manninum und-
anskildum". ■
LITLU SÆTU HÖFRUNGARNIR
Þótt börn á öllum aldri hafi gaman af að
leika sér að höfrungum, þá er ekki vfst að
ánægjan sé gagnkvæm.