Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 10. desember 2001
FRÉTTABLAÐIÐ
15
Vináttulandsleikur:
Banda-
ríkin tapa
fyrir Sudur-
Kóreu
fótbolti í gær fór fram vináttu-
landsleikur Bandaríkjanna og
Suður-Kóreu á Jeju eyju, sem er
rétt fyrir norðan Seoul. Suður-
Kórea vann leikinn með einu
marki gegn engu.
Fyrirliði Suður-Kóreu, Yoo
Sang-Chul kom Bandaríkjamönn-
um í opna skjöldu og skoraði sig-
urmarkið þegar rúmlega 20 mín-
útur voru liðnar af leiknum. Þetta
er ekki góð byrjun hjá Banda-
ríkjamönnum en þessi tvö lið eru
saman í D riðli í lokakeppni HM á
næsta ári ásamt Póllandi og
Portúgal. Leikurinn í gær fór
fram á einum af glænýjum völlum
landsins fyrir HM á næsta ári,
Seoguipo velli. ■
Bandaríkjamaðurinn Pablo Mastroeni er greinilega óánægður með slæmt gengi liðs síns í
leiknum og sparkar hér af öllu afli í afturenda Suður-Kóreubúans Park Ji-sung þegar hann
reynir að skora.
ESSO-deild kvenna:
Toppsætið hrifsað
handbolti Fjórir leikir fóru fram í
áttundu umferð ESSO-deildar
kvenna í handbolta á laugardaginn.
ÍBV komst tímabundið á topp deild-
arinnar með 20-17 sigri á Val úti í
Eyjum. Þar fóru markverðir beggja
liða á kostum, Vigdís Sigurðardóttir
hjá ÍBV varði 25 skot, þar af þrjú
víti, og Berglind Hansdóttir hjá Val
varði 29 skot, þar af fimm víti.
Fram tók á móti FH í Framheim-
ilinu. FH hafði yfir í hálfleik og
vann tæpan sigur, 18-17. Víkingur
spilaði við botnliðið KA/Þór á Akur-
eyri og vann leikinn 29-18. Þar
munaði um Helgu Birnu Brynjólfs-
dóttur hjá Víkingi, sem skoraði 11
mörk. Þá varði Helga Torfadóttir
ESSO-PEILP KVENNA
Lið Leikir U J T Wlörk Stig
Haukar 8 6 0 2 203:142 12
ÍBV 7 6 0 1 149:120 12
Stjarnan 8 5 2 1 181:160 12
Grótta/KR 7 4 1 2 150:135 9
Víkingur 8 3 1 4 145:153 7
Valur 7 2 2 3 144:145 6
FH 7 3 0 4 135:155 6
Fram 8 1 0 7 157:199 2
KA/Þór 6 0 0 6 107:162 0
hjá Víkingi 21 skot og skoraði tvö
mörk. Síðasti leikur dagsins fór
fram á Ásvöllum þar sem Haukar
unnu Gróttu/KR 29-20. Þannig náðu
Haukar toppsætinu vegna hagstæð-
ara mai'kahlutfalls en ÍBV og
Stjarnan. ■
Opið
Komdu og gerðu
frábær kaup!
Mánudaga-föstudaga 10-18
Laugardaga kl. 10-14
...........alltiym..k.t:Q.p.pion
HREYSTI
....-mmumniMmmnm
Fæðubótarefni - Æfingafatnaður-Rafþjálfunartæki
Harmleikur í heimsbikarnum:
Lcimaðist í bruni
16" verkfærataska
með skrúfuboxi
HUSASMIÐJAN
Sími 525 3000 • www.husa.is
ÞYRLA Á SJÚKRAHÚS
Læknar hlúðu að Beltrametti í klukkutíma I brekkunni áður en honum
var komið fyrir í þyrlu.
skíði Um helgina fór fram
heimsbikarmót í alpa-
greinum í Val D’Isere í
Frakklandi. Keppnin gekk
ekki snurðulaust fyrir sig
því í brunkeppninni á
laugardagsmorgun missti
svissneski skfðamaðurinn
Silvano Beltrametti jafn-
vægið á 120 kílómetra
hraða, þaut í gegnum ör-
yggisnet og endaði á dýnu-
klæddum staur, sem
stendur langt frá braut-
inni.
Beltrametti var með fullri
meðvitund þegar komið var að
honum. Hann lá á grjóthrúgu með
hjálminn brotinn öðru megin og
hafði enga tilfinningu fyrir neðan
mitti. Þá tók við klukkutíma að-
hlynnning lækna í brekkunni áður
en þyrla flutti hann á sjúkrahús.
Þar kom í ljós að mænuskaðinn,
sem hlaust við slysið, var slíkur
að Beltrametti lamaðist fyrir neð-
an mitti. Hann er einungis 22 ára
og þótti efnilegur skíðamaður.
Fyrir slysið gekk Beltrametti
prýðilega á mótinu. Á föstudaginn
lenti hann í þriðja sæti í risastór-
sviginu. Hann var ekki langt á eft-
EBERHARTER
Vann á föstudag og
laugardag, en lenti í
þriðja sæti i gær.
ir samlanda sínum Didier
Cuche en Austurríkismað-
urinn Stefan Eberharter
vann keppnina.
Á laugardaginn hélt
Eberharter sigurgöngu
sinni áfram. Hann lenti í
fyrsta sæti en ítalinn
Kurt Sulzenbacher og
Austurríkismaðurinn
Michael Walchhofer voru
á hæla hans í öðru og þrið-
ja sæti. Þessi sigur tryg-
gði Eberharter einnig
fyrsta sæti í stigakeppni heims-
bikarsins, hann skaust á toppinn
með 280 stig.
Sunnudagurinn var hinsvegar
dagur Bandarfkjanna. Þá fór
fram stórsvigskeppni, þar sem
skíðamaðurinn Bode Miller færði
þjóð sinni fyrsta stórsvigssigur-
inn í átján ár. Hann vann sig upp
úr þriðja sæti eftir fyrstu umferð
og var einungis tveimur hund-
raðshlutum úr sekúndu á undan
Frakkanum Frederik Covili.
Eberharter, sem var að reyna að
klái'a sigurþrennuna á þremur
dögum, lenti í þriðja sæti og getur
því verið mjög ánægður með
gengi helgarinnar. ■
Robust hleðsluborvél
14.4V, hleðslutími 1 klst.
2 rafhlöður og taska fylgir
11.995 kr.
Skrúfjárna/bitasett
42 stk í tösku
2.995 k,
Kress borvél 500W
bitabox og taska fylgir
7.995 ki
Harðir pakkar
í Húsasmiðjunni