Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 22
FRÉTTABLAÐIÐ 10. desember 2001 MÁNI/DAGUR SONUR VIKUNNAR Michael Biggs, sonur hins alræmda lestar- ræningja Ronnie Biggs, var hnugginn þeg- ar hann tapaði máli í dómi í London í síð- ustu viku. Michael, sem er brasilískur ríkis- borgari, vildi fá landvistarleyfi í Bretlandi til að geta verið við hlið föður síns, sem er undir ströngu eftirliti. Hann sagði það ómannúðlegt að aðskilja þá feðga. Ronnie Biggs er við mjög slæma heilsu eftir þrjú slög og getur aðeins tjáð sig með því að rymja. Michael segist vera sá eini, sem get- ur skilið hann. ■ 22 Bandarísk könnun: Imynd bandarískra múslima hefur batnað new york.ap ímynd bandarískra múslima hefur batnað lítillega í augum landa þeirra eftir hryðju- verkaárásirnar á Bandaríkin. Er það ekki sú þróun sem búist hafði verið við, að því er kemur fram í nýlegri bandarískri könn- un. 59% Bandaríkjamanna höfðu jákvætt viðhorf til múslimskra landa sína í nóvembermánuði samanborið við 45% í mars. Repúblikanar i landinu, sem löngum hafa verið taldir íhalds- samir, sýna mestu breytinguna í skoðunum. 64% þeirra líta já- kvæðum augum á bandaríska múslima á móti 35% í mars. „Könnunun sýnir það svart á hvítu að Bandaríkjamenn eru að hlýða kalli George Bush, for- seta, um aukið umburðarlyndi," Q segir höfundur könnunarinnar. | Er Bandaríkjamenn voru | spurðir að því hvers vegna þeir héldu að hryðjuverkaárásirnar hafi verið gerðar á landið, sögðu 49% að stjórnmálaskoðanir væru ástæðan á meðan 30% sögðu að trúarástæður hefðu verið á bak við verknaðinn. 85% MÚSLIMAR Múslimskar stúlkur sitja að snæðingi. Svo virðist sem múslimar í Bandaríkjunum séu ekki litnir jafnmiklu hornauga og búist hafði verið við i Bandaríkjunum. svarenda sögðust styðja árásirn- inn hefði lagt of lítið af mörkum ar á Afganistan en 25% sögðu til að forðast lát óbreyttra borg- aftur á móti að bandaríski her- ara í landinu. ■ Raf- geyma þjónusta VELALAIMD VÉLASALA • TÚRBÍNUR UARAHLUTIR * VIÐGERÐIR I/agnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is „Hvað er ein bók á milli vina?“ Vinirnir Diddú og Björgvin Halldórsson eru að leiða saman hesta sína á tveimur sviðum fyrir þessi jól, á plötumarkaðinum og bókamarkaðinum. Það er því ekki aðeins tími til þess að syngja, heldur líka staldra við og riíja upp. Þau lofa að 99% af því sem komi f ram sé hreinn sannleikur. DIDDÚ OG BJÖRGVIN Diddú segir það að ákveða hversu miklu hún vildi deila með þjóðinni hafa verið erfitt, Björgvin virðist þó vera óhræddari við að láta allt flakka. tónlist Maður hefði talið það verk að koma auga á Bó & Co auðvelt á jafn litlum stað og á Vegamótum. En þegar inn var komið bólaði ekkert á honum né Diddú. í örvæntingu minni sá ég svo að öll borð voru mönnuð þan- nig að þegar þessi tvö af þekktari andlitum klakans mættu á svæð- ið væri það mitt fyrsta verk að leiða þau á annan stað. Skyndi- lega kallar kunnulega rödd að ofan nafn mitt og á efri hæðinni, sem vanalega er lokuð, veifar Bó til mín um að koma upp. „Önnur hæðin opnar alltaf þegar við komum á svæðið," er það fyrsta sem hann segir þegar ég kem mér fyrir við borðið við hlið hans og Diddúar. Er eitthvað eðlilegra en að skrifa bækur um svona menn? „Mér fannst nú fyrst ekkert vera kominn tími á bók en svo þegar ég fór að rifja upp ferilinn fannst mér ágætt að fá að tappa af þessum köflum í lífinu," svarar Diddú aðspurð um tilurð bókar sinnar. Sjálf er hún sögu- maður, Súsanna Svavarsdóttir er söguritari og Guð almáttugur lík- legast höfundur. „Þegar maður eldist man maður hluti í allt öðru ljósi heldur en á meðan þetta er svona ferskt í hausnum, þannig að ég sló til. Ég vildi gera þetta núna af því að ég er búin að ákveða að taka mér hlé frá allri útgáfustarfsemi í óákveðin tíma;“ „Ég vil ekki kalla bókina mína ævisögu, heldur ævispegil,“ seg- ir Bó. „Þetta er eins og hasarblað, það eru myndir með hverjum texta og talað mikið við sam- ferðamenn. Þetta er saga af strák sem fæddist í Hafnafirði og datt inn í þennan bransa, fyrir slysni.“ Hann stoppar við það að Diddú flissar léttilega. „Þarna koma allar hetjurnar fram, Lúdó & Stefán, Raggi Bjarna og Alfreð Clausen." Þar sem Diddú og Björgvin hafa unnið náið saman í gegn- um árin (hann hefur t.d. stjórn- að upptökum á 5 síðustu plötum hennar) hefði maður haldið að þau kæmu fram sem aukaper- sónur í bókum hvors annars. „Ég held að ég tali nú ekkert um Björgvin í bókinni!" segir Diddú og brosir. Hér verður Björgvin auðséð hissa og tekur það fram að hún hafi ekki einu sinni sagt honum frá sinni bók þegar þau tóku upp nýju plöt- una hennar, þrátt fyrir að hún vissi vel af hans. „Hvað er ein bók á milli vina?“ spyr Diddú, fær sér sopa af kaffinu og hlær svo dátt með vini sínum að sér- visku sinni. biggi@frettabladid.is w FRÉTTIR AF FÓLKI r Leiðangur Vilhjálms Stefánssonar Árið 1913 stóð Vilhjálmur Stefánsson landkönnuður fyrir metnaðarfullum leiðangri norður í Ishaf, 17. júní það ár lagði skipið Karluk upp frá Kanada. Sex vikum síðar var heimsskautsveturinn skollinn á, skipið teppt i ís og leiðangursstjórinn á bak og burt. Með því að nýta sér dagbækur skipbrotsmannanna hefur Jennifer Niven tekist að endurskapa atburðarrás þessa afdrifaríka leiðangurs og örvæntingarfullar tilraunir skipbrotsmanna til að komast heim úr auðnum norðursins. Þeir sem komumst lífs af urðu aldrei samir. Þessi kynngimagnaða mannraunasaga lætur engan ósnortinn. PP FORLAG Vladimir Putin, forseti Rúss- lands, mun sækja ísland heim og sitja Reykjavíkurfund utanríkis- ráðherra NATÓ í maí ef marka má upplýsingar sem fram komu í rúss- nesku sjónvarpi um helgina. Það verður því margt stórmenna hér- lendis þessa daga í maí. Auk Putins og Halldórs Ásgrímssonar gista þá landið Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýska- lands, og Jack Straw, utanríkisráð- herra Breta, svo fáeinir séu nefnd- ir. Áætlun fjárlaga gerir ráð fyrir að það kosti skattgreiðendur 340 milljónir króna að fá þessa herra- menn í heimsókn. Oli ’lVnes, er á förum frá frétta- stofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar. Það verður sjónarsviptir að Óla, sem hefur flutt erlendu fréttirnar af svo mikilli innlifun að hún hefði varla verið meiri þótt hann sjálfur hefði verið á vettvangi í Afganistan eða ísrael. Hann hefur af hug- kvæmni reynt að vinna upp ann- marka fjarlægðarinnar frá atburð- unum og orðið trúverðugur stríðs- fréttaritari standandi í kakískyrtu fyrir framan landakortið. Starfslok Ola bætast við þann missi sem Stöð 2 hefur orðið fyrir með brotthvarfi Páls Magnússonar, Sigmundar Ern- is Rúnarssonar, Eggerts Skúlasonar og Kristjáns Más Unnarssonar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.