Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 12
12
FRÉTTABLAÐIÐ
10. desember 2001 MÁNUDAGUR
Lægsta verð
frá 990 kr.
Borgarstjórar og ríkisstjóri New York:
Dagsferð til Israels
JERÚSALEM. ap Þrír háttsettir
Bandaríkjamenn frá New York
lögðu leið sína til Jerúsalemborg-
ar um helgina til þess að sýna
samstöðu sína með ísraelsmönn-
um. Þetta voru þeir Rudolph
Giuliani, borgarstjóri New York
borgar, Michael Bloomberg, sem
tekur við borgarstjóraembættinu
um áramótin, og George Pataki,
ríkisstjóri New York ríkis.
Þeir skoðuðu þar vettvang
sjálfsmorðsárása og gróðursettu
þar tré.
Með þessari heimsókn lýsa
þeir ótvírætt stuðningi við yfir-
lýsingar Ariels Sharons, forsætis-
ráðherra ísraels, sem segist eiga í
höggi við hryðjuverkamenn af
sama toga og Bandaríkjamenn
hafa þurft að kljást við.
Þegar Ariel Sharon kom til
Bandaríkjanna um síðustu mán-
aðamót, þá skoðaði hann m.a. vett-
vang eyðileggingarinnar þar sem
áður stóðu tvíburaturnar World
Tbade Center í New York. ■
VIÐ GRATMÚRINN
George Pataki (t.v.) skrifar á
miða sem hann síðan lagði í
rifu á Grátmúrnum að hætti
Gyðinga. Michael Bloomberg
(t.h.) var þegar búinn að leggja
sinn miða I glufu á múrnum.
BRILLIANT
FANGAÐU AUGNABLiKIÐ
BRILLIANT
SMÁRALIND
S: 564-4120
Lagersala - Lagersala
Lagersalan við hliðina á Rafha húsinu, Lækjargötu 30. Hafn-
arfirði. Mikið úrval af gjafa- og jólavörum. Opið verður í
desember alla daga frá kl. 11.00 -18.00 fram að jólum.
NÝJAR VÖRUR DAGLEGA
Þráðlaus tölvumús kr. 2.000,- Úlpur kr. 1.900,- Skartgripir frá
kr. 50,- til kr. 300.- Snyrtivörur kr. 50,- Skór kr. 400,- til kr.
800.- Fatnaður kr 300,- til kr. 1.500,-
Vídeóspólur nýjar og notaðar eitt verð kr. 300.-
Upplýsingar í síma 869 8171
30% afsláttur
af síðum og stuttum
flauelis jökkum
Opnunartímar:
Mán-föstud. 10-18
Laugardag 10-16
Sunnnudag 13-16
Tískuvöruverslun
Eddufelli 2, s. 557 1730
Bæjarlind 6, s. 554 7030
Aukin skuldsetning
borgarinnar gagnrýnd
Fjárhagsáætlun Reykjavíkur fyrir næsta ár var samþykkt fyrir helgi.
Einsetningu grunnskóla á að ljúka á árinu og hlutfall barna sem njóta
niðurgreiddrar dagvistunar eykst. Þá sér fyrir endann á hreinsun
strandlengjunnar.
borgarstjórn Fjárhagsáætlun
Reykjavíkurborgar var samþykkt
aðfararnótt föstudags. Umræður
stóðu langt fram á nótt, en bæði
borgarfulltrúar og varaborgarfull-
trúar tóku þátt í þeim og stóðu ræð-
ur einstakra fulltrúa í allt að
klukkustund.
Sjálfstæðismenn gagnrýna
harðlega það sem þeir kalla sívax-
andi skuldasöfnun og aukna út-
þenslu í rekstri borgarinnar. Þeir
segja að þrátt fyrir góðar ytri að-
stæður hafi skuldaaukning borgar-
innar verið gífurleg og staðhæfa að
frá árslokum 1993 til ársloka 2002
hafi hreinar skuldir á föstu verð-
lagi áttfaldast. „Þetta er ekkert
flóknara en aðstæður hjá venju-
legri fjölskyldu, ef þú eyðir meiru
en þú aflar, setur þú þig í skuldir og
það kemur alltaf að skuldadögum
hjá öllum,“ sagði Inga Jóna Þórðar-
dóttir, oddviti sjálfstæðismanna í
borgarstjórn og taldi að heldur
hefði átt að nota góða tíð til að
greiða niður skuldir. í bókun Sjálf-
stæðisflokks við afgreiðslu fjár-
hagsáætlunarinnar er talað um að
skuldasöfnunin veiki Orkuveitu
Reykjavíkur og að biðlistar eftir
hvers kyns þjónustu hafi lengst.
Inga Jóna segir það staðreynd að
grunnþjónustu borgarinnar sé ekki
nægilega vel sinnt og hafi jafnvel
hrakað gagnvart ákveðnum hópum,
RÁÐHÚS REYKJAVÍKUR
Fulltrúar meirihlutans I borgarstjórn viðurkenna að skuldir borgarinnar hafi aukist en
benda á að eignir hennar hafi á sama tíma aukist margfalt meira og því I raun óeðlilegt
að einblína bara á skuldastöðuna.
INGAJÓNA
Bendir á að sömu
fjárhæð sé ráð-
stafað á næsta ári
til uppbyggingar
fyrir aldraða og i
að gera víð hús
borgarverkfræð-
ings.
t.a.m. hafi aldraðir
setið á hakanum.
„Þegar maður
hlustar á bókun
sjálfstæðismanna
hlýtur maður að
velta því fyrir sér
hvort við búum í
sömu borg því af
lýsingum þeirra að
dæma ríkir hér
neyðarástand á
götum úti,“ sagði
Helgi Hjörvar,
boi’garfulltrúi R-
lista og forseti
borgarstjórnar og
benti á að yfir 90 prósent barna á
aldrinum 1-5 ára í borginni myndu
njóta niðurgreiddrar dagvistar-
þjónustu á næsta ári. „Þá er að
koma hér inn nýtt hjúkrunarheimili
í Sóltúni sem mun stytta verulega
bið eftir hjúkrunarrýmum og verið
að leggja í 100 nýjar leiguíbúðir á
ári til að mæta húsnæðisþörfinni,
sem nú er þó útlit fyrir að dragi úr
vegna minnkandi þenslu,“ bætti
hann við og sagði jafnframt fráleitt
að Orkuveitan hafi verið veikt með
skuldasöfnun enda gæti hún greitt
upp skuldir sínar með tekjuafgangi
frá rekstri á 5,1 ári. „Á sama tíma
myndi það taka Landsvirkjun sem
sjálfstæðismenn stjórna 20 ár að
gera það sama. Enda hafa þeir
skuldsett Landsvirkjun um nærri
100 milljarða og ekki fundist það
neitt tiltökumál," sagði hann.
oli@frettabladid.is
Myndband sem fannst í Afganistan:
Sagt sanna aðild
bin Ladens
washington. ap Bandaríkjamenn
hafa komist yfir myndband, þar
sem sjá má og heyra Osama bin
Laden ræða um hryðjuverkin í
Bandaríkjunum þann 11. septem-
ber. Þar segir hann m.a. tjónið
hafa orðið meira en búist var við,
og þykir þetta órækasta sönnunin,
sem fundist hefur, fyrir því að
hann hafi haft eitthvað haft með
hryðjuverkin að gera. Bandaríska
dagblaðið Washington Post skýrði
frá þessu í gær.
„Nú er augljóst að ekki aðeins
vissi bin Laden fyrirfram af árás-
unum, heldur er þetta sönnun fyr-
ir því að hann bar ábyrgð á skipu-
lagningu þeirra,“ hafði Was-
hington Post eftir ónafngreindum
embættismanni.
Myndbandið mun vera 40 mín-
útna langt. Það fannst í íbúð í
borginni Jalalabad, sem er í aust-
urhluta Afganistans, og munu
bandarísk stjórnvöld vera að
bræða það með sér, hvort birta
OSAMA BIN LADEN
Bandarískir embættismenn segjast nú hafa
ótvíræðar sannanir fyrir aðild hans að
hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. sept-
ember.
eigi myndbandið opinberlega.
Bandarísk stjórnvöld hafa
hvað eftir annað fullyrt, að þau
hafi hlerað símtöl sem sanni ótví-
rætt aðild bin Ladens að hryðju-
verkunum, en hingað til hafa þau
ekki viljað birta neitt af þeim op-
inberlega. ■