Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 14
14
FRETTABLAÐIÐ
10. desember 2001 MÁNUDAGUR
TENNIS
BRÆKURNAR UPP í BORU
John McEnroe var einn af fjölmörgum
tennisleikurum, sem tóku þátt í Honda
Challenge tennismótinu í London í síðustu
viku. Petta er stærsta tennismót Bret-
landseyja innanhúss. McEnroe sló á létta
strengi þegar hann tapaði fyrir Tékkanum
Petr Korda í undanúrslitum en Frakkinn
Cuy Forget vann mótið. ■
Jókertölur
laugardags
8 6 5 7 2
VINNINGSTÖLUR
nMn
36) 39) 44)
BÓNUSTÖLUR
Alltaf á
1
miðvikudögum
Jókertölur
mlðvlkudags
9 7 8 8 5
Bjö,rgvin Björgvinsson í Austurríki:
Fyrstu stigin í Evrópubikcir
SKíði Björgvin Björgvinsson frá
Dalvík lenti í 29. sæti á Evrópubik-
armóti í stórsvigi í Damuels í Aust-
urríki í gær. Fyrir vikið hlaut
Björgvin fyrstu tvö Evrópubikar-
stig sín og sýnir að hann er kepp-
andi, sem hefur burði til að komast
í fremstu röð. Björgvin var í 36.
sæti eftir fyrri ferð en náði sext-
ánda besta tímanum í þeirri seinni.
í dag tekur Björgvin þátt á al-
þjóðlegu svigmóti í Lech í Austur-
ríki. Fyrirætlað var að hann myndi
taka þátt í heimsbikarmóti í svigi í
Madonna di Campiglio á Ítalíu en
þær áætlanir breyttust. Fleiri Evr-
ópubikarmót eru hinsvegar á döf-
inni hjá honum.
í Lech í dag tekur Jóhann Frið-
ALLTAF í BREKKUNNI
Björgvin tekur einnig þátt á alþjóðlegu
svigmóti í Austurríki í dag.
rik Haraldsson úr KR einnig þátt.
Jóhann keppti í Lech um helgina
en féll úr keppni í síðari umferð. ■
ESSO-deild karla:
Haukar gera
jafntefli
hanpbolti Þrír leikir fóru fram í
ESSO-deild karla í gær en sá f jórði,
Víkingur-ÍBV var frestað þangað til
kl. 20 í kvöld. Þess vegna var leik
KA og Víkings, sem átti að fara
fram á morgun, frestað fram til
miðvikudags.
íslandsmeistarar Hauka, sem
voru taplausir, gerðu 24-24 jafntefli
við Fram. Það verður að teljast
afrek hjá Fram í ljósi síðustu úrsli-
ta. ÍR sótti FH heim í Hafnarfjörð-
inn og vann leikinn örugglega, 28-
21. Loks fór Stjarnan í heimsókn til
Gróttu/KR. Stjarnan átti lítið í leikn-
um og Grótta/KR vann 26-19. ■
E5SQ DEILP KARLA
Lið Leikir u J T Mörk Stig
Haukar 11 10 1 0 308:268 21
Valur 11 8 1 2 304:275 17
ÍR 10 6 1 3 257:245 13
UMFA n 6 1 4 265:254 13
Þór A ii 5 2 4 312:300 12
KA ii 4 2 5 274:275 10
Grótta/KR 10 5 0 5 255:265 10
FH 10 3 3 4 259:255 9
Selfoss n 4 1 6 290:303 9
ÍBV 10 4 1 5 271:288 9
Fram n 2 4 5 267:263 8
HK n 3 2 6 304:311 8
Stjarnan 10 3 2 5 246:258 8
Víkingur 10 0 1 9 218:270 1
Tvö ár án marks liðin:
Ronaldo
skorar
fótbolti Brasilíska fótboltastjarn-
an Ronaldo skoraði sitt fyrsta
mark í rúm tvö ár í gær. Hann var
í byrjunarliði Inter Milan á móti
Brescia í ítölsku Serie A deildinni
í gær og skoraði fyrsta mark
leiksins á 18. mínútu. Inter vann
leikinn 3-1 en Christian Vieri
skoraði hin mörkin fyrir Inter.
Ronaldo hefur lýst yfir óánægju
sinni að hafa ekki fengið að spila
heila leiki í deildinni og Evrópu-
bikarnum en Hector Cuper þjálf-
ari leyfði honum að vera í byrjun-
arliðinu í gær.
Ronaldo sneri aftur í atvinnu-
boltann í haust eftir að hafa geng-
ist undir tvær hnéaðgerðir og
langt endurhæfingarferli. Hann
lék síðast heilan leik fyrir Inter
21. nóvember 1999 og skoraði þá
eitt mark í 6-0 sigri á Lecce. Áhan-
gendur Brescia og Inter samein-
uðust í að hylla Ronaldo í gær,
stóðu á fætur og fögnuðu ákaft.
Sömu sögu er að segja um aðra
áhorfendur út um allan Ítalíu en
sagt var frá marki Brasilíubúans
á ljósaskiltum allra leikvanga.
Inter er enn á toppi ítölsku
deildarinnar. í öðrum leikjum
gærdagsins unnu Chievo Lecce og
Roma Parma. ■
Ronaldo fagnar eftir að skora mark fyrir
Inter Milan á móti Brescia í ítölsku Serie A
deildinni í gær.
NAGGURINN SKORAR
Hér fagnar Steve Stone marki sínu fyrir Aston Villa. Litlu mátti muna að Arsenal tapaði fyrir Aston Villa í gær.
Barátta á enska toppnum
Leeds komst upp í annað sætið í gær en Arsenal ýtti því niður í þriðja sæti
jafnóðum. Sex stiga forskot Liverpool frá laugardeginum helmingaðist.
FÓtbolti Thierry Henry skoraði
mark í viðbótarmínútum viður-
eignar Arsenal og Aston Villa í
gær og tryggði þannig Arsenal 3-2
sigur. Þannig helmingaði liðið sex
stiga forskot Liverpool á toppi
ensku úrvalsdeildarinnar. Litlu
mátti muna að Arsenal tapaði
leiknum en fyrrum liðsmaður
þess, Paul Merson, og Steve Stone
komu Villa í tveggja marka for-
ystu í fyrri hálfleik. Varamaður-
inn Sylvain Wiltord og Henry, sem
skoraði tvö mörk, komu í veg fyr-
ir það.
Hermann Hreiðarsson og fé-
lagar hans í Ipswich eru sem
negldir við botn deildarinnar. Þeir
töpuðu 1-0 fyrir Newcastle á
heimavelli. Sigurmarkið skoraði
Nolberto Solano frá Perú eftir að-
eins 20 sekúndur. Ipswich er því
með níu stig. Eiður Smári
Guðjohnsen átti nokkur færi en
náði ekki að nýta þau þegar Chel-
sea gerði markalaust jafntefli við
Sunderland.
Robbie Fowler spilaði í fyrsta
skipti fyrir Leeds í gær. Hann var
í byrjunarliði á móti Blackburn
Eiður Guðjohnsen berst við Darren Willi-
ams í markalausu jafntefli Chelsea og
Sunderland í gær.
Rovers á útivelli en lét ekki mikið
á sér bera. Leeds sigraði samt
sem áður 2-1 og var það Harry
Kewell, sem skoraði tvö mörk fyr-
ir liðið. Henning Berg skoraði eitt
mark fyrir Rovers. Leeds komst
tímabundið í annað sæti deildar-
innar en Arsenal var ekki lengi að
ví niður.
laugardaginn vann Liverpool
Middlesbrough með tveimur
mörkum gegn engu. Markamask-
ínan Michael Owen skoraði annað
markið og Patrik Berger hitt en
þau voru bæði glæsileg.
Meistarar Manchester United
eru ennþá í tómri vitleysu. Liðið
tapaði 1-0 fyrir West Ham og er
því ellefu stigum frá Liverpool í
toppsætinu. Jermain Defoe skor-
aði fyrir West Ham. Nýju stjörnu-
rnar Juan Sebastian Veron og
Ruud van Nistelrooy voi-u hvíldir
á bekknum ásamt David Beck-
ham. Eftir að hafa unnið deildina
sjö sinnum síðastliðin níu ár segir
stjórinn Alex Ferguson að krafta-
verk þurfi til að liðið endurtaki
leikinn í ár.
í fyrstu deildinni vann Heiðar
Helguson og lið hans Watford
Coventry með tveimur mörkum
gegn engu. ■
ENSKA ÚRVALSPEILDIN-EFSTU LID
Lið Leikir U J T Mörk Stig
Liverpool 14 10 2 2 25:11 32
Arsenal 15 8 5 2 33:17 29
Leeds 15 7 7 1 18:9 28
Newcastle 15 8 3 4 25:18 27
Chelsea 16 5 9 2 19:12 24
Aston Villa 16 6 6 4 21:18 24
Tottenham 16 7 3 6 25:23 24
Fulham 15 5 7 3 17:13 22
Man. Unlted 15 6 3 6 31:27 21
Charlton 16 5 6 5 21:20 21
RMIÐI HtRlWM
SMjI\ uverpool
1892-2001, ..
/ M
Í j A a
k m * 'A-
Ifer \ k t - f'
P% ■ p</ / ý * í
RAUÐI
-^HERINN.
- saga Liverpool 1892-2001
Knattspyrnubókin f ár.
Frábær bók um frábært lið.
r
BOKAUTGAFAN HOL/VR
Úrvalsdeild karla:
Njarðvík í
sveiflu
körfubolti Sex leikir fóru fram í
úrvalsdeild karla i körfubolta í
gær. Þór tók á móti ÍR í hörkuleik.
IR var yfir í öllum fjórum leik-
hlutunum en þá kviknaði á Þórs-
urum, sem skoruðu síðustu átján
stig leiksins, sem fór 94-91 fyrir
Þór. Þjálfarinn Hjörtur Flarðar-
son tryggði sigurinn með þriggja
stiga körfu þegar fimm sekúndur
voru eftir. Fyrir gærdaginn hafði
KR tapað tveimur leikjum í röð.
Það fékk Tindastól í heimsókn og
endaöi taphrinuna með glæstum
sigri, 100-74. Liðið fór hamförum í
síðasta leikhluta, skoraði 20 stig.
Stjarnan tók á móti Grindavík,
sem vann 76-73. Njarðvík sótti
Hauka heim og vann 80-71. Skalla-
grímur vann Keflavík óvænt 85-
84 og Hamar og Breiðablik gerðu
84-84 jafntefli í Smáranum. ■
NJARÐVÍKURSIGUR
Njarðvík vann Hauka með 80 stigum á
móti 71 og fór á topp deildarinnar.
ÚRVALSPEILD KARLA
Lið Leikir U J T Mörk Stig
UMFN 10 8 0 2 876:790 16
KR 9 8 0 1 795:737 16
Keflavík 10 7 0 3 929:832 14
Hamar 9 5 1 3 829:829 11
Þór A. 10 5 1 4 905:907 11
Grindavík 10 5 0 5 833:851 10
Tindastóll 10 5 0 5 775:804 10
ÍR 10 4 0 6 849:850 8
Skallagrímur 10 4 0 6 770:785 8
Haukar 10 4 0 6 734:772 8
Breiðablik 10 3 0 7 797:818 6
Stjarnan 10 0 0 10 720:837 0