Fréttablaðið - 10.12.2001, Blaðsíða 10
FRETTABLAÐIÐ
Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf.
Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson
Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson
Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson
og Sigurjón M. Egilsson
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing:
Þverholti 9, 105 Reykjavík
Aðalsími: 515 75 00
Símbréf á fréttadeild: 515 75 06
Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is
Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16
Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is
Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf.
Plötugerð: (P-prentþjónustan ehf.
Prentun: ísafoldarprentsmiðja hf.
Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is
Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf-
uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingaikostnaðar: kr. 1.100 á mánuði.
Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni
blaðsins (stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds.
Hvalfj arðargöng:
Minna um
hraðakstur
LðCRECLUMÁL Hraði í Hvalfjarðar-
göngum hefur lækkað töluvert eftir
að myndavélar voru settar upp og
keyra langflestir ökumenn á rétt-
um hraða í gegnum göngin. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lögreglu
var 301 ökumaður kærður fyrir of
hraðan akstur á tveggja vikna tíma-
bili í nóvember en 14.200 ökutæki
fóru um göngin á þeim tíma. Mjög
lítið sé nú um akstur á meira en 100
km hraða, en það hafi verið nokkuð
algengt fyrstu vikurnar eftir að
vélarnar voru settar upp. Nú séu
flestar kærur vegna hraða frá rúm-
lega 80 km til rúmlega 90 km hraða.
Auk hraðamyndavéla í Hval-
fjarðargöngum þá eru rauðljósa-
myndavélar og hraðamyndavélar
notaðar vítt og breitt um borgina.
Segir lögregla kærur í nóvember
hafa verið 108 talsins og heildar-
fjöldi myndavélakæra því verið 409
kærur í nóvembermánuði. ■
10
FRÉTTABLAÐIÐ
10. desember 2001 MÁNUDACUR
3,2 milljónir á hvert ársverk
Skattgreiðendur greiða jafnvirði
100 þúsund króna á hverja fjög-
urra manna f jölskyldu á ári í beina
styrki til framleiðslu á mjólkur-
■ - ■ vörum og lamba-
kjöti. Með því er að-
eins hálf sagan sögð
því aðra eins fjár-
hæð má rekja til
þess kostnaðar sem
til fellur vegna þess
að framtak bænda
er hneppt í fjötra
ofskipulagningar
og neytendum bannað að njóta
hagræðis af innflutningi erlendra
matvæla.
Samkvæmt tölum, sem Þorvald-
ur Gylfason prófessor hefur tekið
saman og birtir á heimasíðu sinni,
Á síðasta ári
nam stuðning-
urinn rúmlega
3,2 milljónum
króna á hvert
ársverk í land-
búnaði
er beinn kostnaður ríkisins um það
bil helmingur af því sem búvernd-
in kostar þjóðina og kostnaðurinn
alls um 200 þúsund krónur á ári á
hverja fjögurra manna fjölskyldu.
Það hefur löngum kostað íslend-
inga meira en aðrar þjóðir að halda
uppi landbúnaði og í þeim efnum
eigum við heimsmet. A síðasta ári
nam stuðningurinn rúmlega 3,2
milljónum króna á hvert ársverk í
landbúnaði. Það jafngildir því að
greiddar séu 250 þúsund krónur á
mánuði til hvers starfandi manns í
landbúnaði. Þá er eftir að taka tillit
til þeirra fjármuna sem neytendur
nota í að greiða fyrir landbúnaðar-
vörur. Sá sparnaður sem orðið hef-
ur í útgjöldum ríkisins vegna land-
búnaðar á undanförnum árum er
Stjórnkerfi Reykjavíkurborgar:
..Málmanna.
Pétur Gunnarsson
skrifar um stuðning við landbúnað
fyrst og fremst til kominn vegna
þess að störfum í greininni fer
fækkandi, ekki vegna þess að
minna sé greitt vegna hvers starfs
en áður. Við landbúnað starfa um
4% af mannafla í landinu en fram-
lag greinarinnar til landsfram-
leiðslu er aðeins 2%. Framleiðni í
íslenskum landbúnaði er með því
minnsta sem þekkist.
Stuðningur Evrópusambands-
ins við landbúnað innan sinna vé-
banda nemur um 1,7 milljónum
króna á hvert ársverk, eða um
144.000 krónur á mánuði vegna
hvers Evrópubúa sem starfar í
landbúnaði. I Bandaríkjunum nem-
ur kostnaðurinn um 2,3 milljónum
króna á ári, eða um 185 þúsund
krónum á mánuði. Talsmenn ís-
lenska kerfisins tala jafnan um að
stuðningur við landbúnað í Evrópu
sé gríðarlegur. Með því að færa
stuðninginn á íslandi niður að
meðaltali ESB-landanna mætti
spara hverri fjögurra manna fjöl-
skyldu á íslandi um 86 þúsund
krónur á ári. ■
Stj órnunarkostn-
aður tvöfaldast
borcarstiórn „Þetta er hvorki
meira né minna en tvöföldun á sex
árum,“ segir Eyþór Arnalds, borg-
arfulltrúi Sjálfstæðisflokksins um
kostnað við stjórn Reykjavíkur-
borgar. Hann fjallaði á borgar-
stjórnarfundi í gær um sívaxandi
umfang og kostnað við stjórnkerfi
Reykjavíkur þegar önnur um-
ræða um fjárhagsáætlun fór
fram.
„Stjórnunarkostnaður borgar-
innar er nú áætlaður 776 milljónir
króna og hefur hækkað um 9
milljónir frá síðustu umræðu eða
um meira en milljón á dag.“
Eyþór segir að þrátt fyrir að ráð-
VOXTUR UTGJALDA
(MILLJÓNIR)
Fjárframlög Reykjavíkurborgar til
„starfsmanns menningamálanefndar"
1998 1.1
1999 4.1
2000 7.2
2001 14.8
húsið sé stórt og mikið sé það fyrir
löngu sprungið og starfsmenn þess
víða um borgina með skrifstofur.
Ekkert lát sé á stjórnunarkostnaði
og greiðslur vegna aðkeyptrar
vinnu, svo sem ráðgjafa, kannana,
útgáfu og skýrslugerða, hlaupi á
hundruðum milljóna.
EYÞÓR
ARNALDS
„Eitt skýrasta
dæmið um vöxt á
stjórnunarkostn-
aði er að finna í
menningarmál-
um."
innar,“ segir Eyþór.
„Beinn kostnað-
ur vegna stjórn-
kerfisins er hátt í
milljarður króna
þegar allt er sam-
an tekið. Óbeinn
kostnaður stofn-
ana, fyrirtækja og
einstaklinga vegna
svifaseins stjórn-
kerfis er þá
ómældur. Kostn-
aður við skriffin-
sku bitnar svo á
endanum á grunn-
þjónustu borgar-
Berlusconi storkar
Evrópus amb andinu:
Sætir
vaxandi
gagnrýni
róm. ap Silvio Berlusconi, forsæt-
isráðherra Ítalíu, sætir vaxandi
gagnrýni jafnt heima fyrir sem
erlendis vegna andstöðu hans við
áform Evrópusambandsins um að
hægt verði að gefa út handtöku-
heimildir samtímis fyrir öll aðild-
arríki sambandsins. Öll aðildar-
ríkin, nema Ítalía, hafa þegar fall-
ist á þetta fyrirkomulag, sem sagt
er nauðsynlegt m.a. í baráttunni
gegn hryðjuverkum. Nokkrir
embættismenn Evrópusambands-
ins hafa haft á orði, að andstaða
Berlusconis við þetta fyrirkomu-
lag stafi af því, að sjálfur hefur
hann þurft að glíma við lögin. ■