Fréttablaðið - 12.12.2001, Blaðsíða 14
MARKA-
SKORARAR
í ENSKU
%
Thierry Henry, Arsenal VjB#* MÖRK:
21
& zttr •Sb' -3t*' Sttr Xs' ’je^ -ts' 45f' afe*'
W W W W W W W W W V* W
Michael Owen, Liverpool MÖRK: 20
W W W W W W W W W W' w w
W W W w w w w w w w
Ruud Van Nistelrooy, Man. Utd. MÖRK: 16
W W W W W W W W w w w w
w w w w w w
Michael Ricketts, Bolton mörk: 12
& Sfcr -to' afer' W mr Or mr ífr 3£y -Ifey W
Jimmy Hasselbaink, Chelsea MÖRK: 12
w w w* w w w w w w w w w
14
Marcel Desailly:
Ekki á leið til
Man. Utd.
fótbolti Franski landsliðmaðurinn
Marcel Desailly slær á sögusagn-
ir um að hann sé á leið til
Manchester United. Vörn meist-
aranna er sem gatasigti líkust,
þeir hafa tapað 6 af 15 deildar-
leikjum og fengið á sig 25 mörk.
Sagt er að liðið sé tilbúið að greiða
þrjár milljónir punda fyrir fyrir-
liða Chelsea. A heimasíðu sinni
segir Desailly að það sé ekkert til
í þessum sögum.
„Þetta er bara slúður. Mig slær
hljóðan við að heyra það og neita
að tjá mig um þetta.“ Hann segist
vera að ná sér eftir meiðsl og að
hann sé að komast í leikform.
Diskótek
Sigvalda Búa
allar græjur - öll tónlist
upplýsingar í síma
898 6070
r J j
J LOOP vöðlur
i verð frá 26.900 kr.
riitnaou
Vandaður flísfatnaður frá LOOP,
jakkar, peysur og smekkbuxur,
verð frá 6.090 kr.
UTOST
Síðumúla 11 • 108 Reykjavík • S: 588-6500 • www.lax-a.is
sími 533 1111
fax 533 1115
Andrés Pétur Rúnarsson
löggiltur fasteignasali.
Einar sölum.
Hinnrik sölum.- Jónas sölum.
Digranesvegi 10 Kópavogi (fyrir ofari Sparisjóð Kópavogs)
ATVINNUHUSNÆÐI TIL SOLU
Kaplahraun, 225 f
Akralind, 900 fm.
Stórhöfði, 2300 fm.
Brautarholt, 1800 fm.
Vesturvör, 5000 fm.
Suðurhraun, 200 fm
Akralind 2*300 fm.
Kothús Garður, 1600 fm.
Hvaleyrarbraut, 140 fm .
Lækjamelur, 360 fm.
Gnoðavogur, 62 fm.
ATVINNUHUSNÆÐt TIL SÖLU EÐA LEIGU
Glæsileg skrifstofa c. 60 fm.
í stærri turninum í Kringlunni
Útsýni yfir alla Reykjavík.
Armúli, 300 fm.
Austurstræti, 500 fm.
Skipholt, 200 fm.
Lyngháls, 2100 fm.
Lyngás, 65 fm..
Brautarholt, 560 fm.
FYRIRTÆKI
Sólbaðsstofur 5-14 m.
Bifreiðav. Bílapartasala.
Sjálfsalafyrirtæki.
Matsölustaður.
Framköllunarþjónustan
Gott fyritæki fyrir sendif.bílstj.
Húsgagnaverslun Hafnarf.
Kaffi og veitingahús
Bar í miðbænum
Blómaverslun.
Höfum kaupendur og leigjendur að öllum tegundum af
fyrirtækjum, atvinnu og leiguhúsnæði.
FRÉTTABLAÐIÐ
12. desember 2001 IVtlÐVIKUDAGUR
Fram Fótboltafélag Reykjavíkur hf.:
Um 25 milljóna króna
rekstrarhagnaður 2001
MARCEL DESAILLY
Franski varnarmaðurinn hjá Chelsea er að
ná sér að fullu og segist vera kominn í
gott form.
„Ég sný fljótt aftur og kem til
liðs við félaga mína í næstu viku.
Því miður spila ég ekki gegn
Liverpool." Man. Utd. mætir Der-
by í kvöld. Beckham, Veron, Van
Nistelrooy og Blanc koma inn í
liðið aftur en Alex Ferguson hvíl-
di þá um síðustu helgi þegar liðið
lá fyrir West Ham. ■
fótbolti Fram Fótboltafélag
Reykjavíkur hf. (FFR) tapaði 48,5
milljónum króna árið 2000. Á aðal-
fundi FFR, sem haldinn var í fyrra-
kvöld kom fram að mikil viðsnún-
ingur hefði orðið á rekstri félags-
ins á þessu ári og að rekstrarhagn-
aður næmi 25 milljónum króna.
Á fundinum sagði Steinar Guð-
geirsson, varaformaður FFR, að
helsta skýringin á miklum við-
snúningi í rekstri væri að öll gjöld
hefðu verið skorin niður og tekjur
auknar með markvissum hætti.
Helst bæri að telja auknar auglýs-
ingatekjur, sjálfboðavinnu stjórn-
ar- og leikmanna og svo frjáls
framlög stuðningsmanna. Á
gjaldahliðinni hefði vegið þyngst
sú lækkun sem orðið hefði á leik-
mannasamningum. Niðurstaðan
væri rekstrarhagnaður upp á tæp-
ar 25 milljónir króna og lækkun
skammtímaskulda úr 42 milljónum
í um 10 milljónir króna.
Skuldir félagsins munu enn
vera um 20 milljónir króna, en
Steinar sagði að horfurnar fyrir
næsta ár væru þokkalegar, ef áætl-
anir gengju eftir. ■
'Sudurgil
Breidablik
Stólalyfta flutt á
Framsvædi
iX
. mm mm tm
ipulag fyrír Bláfjallasvædi
Ný 4 sseta
stölalyfta
--GrilyftaJluttá.Haúkasvædi °
- Armann
rettdsvædí'f Ný lyfta
Kóngsgilt*
*** ' SkídasRáli
Haukar
Nýjar Qögurra sæta stóla-
lyftur í Bláíjöll og Skálafell
Norskir sérfræðingar leggja til að róttækar breytingar verði gerðar á
skíðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu. Stofnað verði hlutafélag um
reksturinn og níu lyftur verði færðar til.
skíði Norskir sérfræðingar mæla
með að stofnað verði hlutafélag
um skíðasvæðin á höfuðborgar-
svæðinu og að sett verði upp fjög-
urra sæta stólalyfta í Kóngsgili í
Bláfjöllum og í Skálafelli. í nýlegri
úttekt sérfræðinganna, sem nær
til skíðasvæðanna í Bláfjöllum,
Skálafelli og í Henglinum, er enn-
fremur lagt til að níu lyftur verði
færðar til og að lyftur fyrir snjó-
brettafólk verði settar upp í Blá-
fjöllum og í Skálafelli. Þá er lagt til
að skíðaskálarnir verði endurbætt-
ir eða jafnvel byggðir nýir.
Kristján Helgason, kynningar-
fulltrúi skíðasvæðanna, sagði að
ekki væri búið að ákveða hvenær
yrði ráðist í framkvæmdirnar það
væri samkomulagsatriði sveitar-
félaganna sem stæðu að rekstri
svæðanna, en þau eru 13 talsins. í
fyrravetur gaf Bláfjallanefnd,
sem er skipuð fulltrúum sveitar-
félaganna þrettán, út stefnumót-
unarskýrslu um stóraukna upp-
byggingu á svæðunum. í skýrsl-
unni segir að stefnt verði að því
að aðsókn í fjöllin tvöfaldist mið-
að við meðaltal áranna 1994-1999,
en þá sóttu um 46 þúsund manns
fjöllin á ári.
í kjölfar skýrslu Bláfjalla-
nefndar voru Norðmennirnir Edg-
ar Berentsen arkitekt og Alfred
Andersen verkfræðingur fengnir
til að móta tillögur, en þeir hafa
tekið út og endurhannað skíða-
svæði víða um heim. Umboð þeir-
ra var víðtækt og í úttekt þeirra
eru skíðasvæðin endurskipulögð
frá grunni, en megináherslan er
lögð á Bláfjalla- og Skálafells-
svæðið. Uppbyggingin miðast
fyrst og fremst að því að bæta að-
stöðuna fyrir skíðaiðkendur og
tengja skíðabrekkurnár betur
hvora við aðra, með því að færa
lyftur til svo fólk geti rennt sér úr
einni brekku og í aðra í stað þess
að þurfa að ganga á milli lyfta.
Bláfjöll
í Bláfjöllum leggja Norðmenn-
irnir til að ný fjögurra sæta stóla-
lyfta verði sett upp sunnan megin
við Kóngsgilið og að núverandi
stólalyfta, sem er norðan megin
við Kóngsgil verði flutt yfir á
Fram-svæðið. Þá er lagt til að sett
verði upp lítil ný lyfta sem mun
tengja Kóngsgilið við Skíðaskál-
an, þannig að fólk þurfi ekki að
ganga þá leið, þegar það fer upp í
skála. Einnig er lagt til að byggð-
ur verði sérstakur skáli fyrir
göngufólk, bílastæði verði stækk-
uð og tekið upp rafrænt miða-
kerfi.
Skálafell
í Skálafelli leggja Norðmenn-
irnir til að ný fjögurra sæta stóla-
lyfta verði sett upp þar sem í dag
eru tvær diskalyftur hlið við hlið.
Önnur diskalyftan verður flutt
vestan megin við núverandi stóla-
lyftu og nýtist fyrir æfingar. Hin
diskalyftan verður þar sem hún
er, við fyrirhugaða fjögurra sæta
stólalyftu, og mun nýtast snjó-
brettafólki. Þá er lagt til að diska-
lyfta af Fram-svæðinu verði flutt
upp í Skálfell og þar muni hún
tengja stólalyfturnar tvær við
fjallstoppinn. í Skálafelli er ein-
nig gert ráð fyrir bílastæði verði
stækkuð og tekið upp rafrænt
miðakerfi.
Hengill
Normennirnir vilja að diska-
lyfturnar tvær á Ármannssvæð-
inu verði lagðar niður. en að
barnalyftan standi. Áherslan
verði því lögð á Hamragil, þar
sem sett verði upp ný tveggja
sæta stólalyfta.
trausti@frettabladid.is
^ESSO-deild karla:
ÍR í gódum
málum
hanpbolti í gær fóru fram þrír
leikir í 12. umferð ESSO-deildar.
ÍR er á skriði, tók á móti
Gróttu/KR og vann 23-21. Þetta
var fimmti sigurleikur ÍR í röð.
FH átti góða ferð til Selfoss, vann
25-23. Afturelding tók vel á móti
Þór frá Akureyri í Mosfellsbæn-
um með því að vinna 27-26. Þór
hefur ekki unnið leik í rúman
mánuð. ■
VELKOMINN I MOSFELLSBÆ
Daði Hafþórsson hjá Aftureldingu vinnur
sig í gegnum Þórsaravörnina. Afturelding
vann leikinn 25-24.