Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 8
 -FRETÍA6LAЮ FRETTABLAÐIÐ Útgáfufélag: Fréttablaðið ehf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Gunnar Smári Egilsson Fréttastjórar: Pétur Gunnarsson og Sigurjón M. Egilsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Þverholti 9, 105 Reykjavík Aðalsími: 515 75 00 Símbréf á fréttadeild: 515 75 06 Rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Símbréf á auglýsingadeild: 515 75 16 Rafpóstur: auglysingar@frettabladid.is Setning og umbrot: Fréttablaðið ehf. Plötugerð: ÍP-prentþjónustan ehf. Prentun: Isafoldarprentsmiðja hf. Fréttaþjónusta á Netinu: Vísir.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis til allra heimila á höf- uðborgarsvæðinu. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar; kr. 1.100 á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Furðubarátta borgarinnar Allt frá því fyrsti maðurinn tjáði sig um hneykslan sína vegna súlustaðanna í Reykjavík hafa borgaryfirvöld háð einkennilega ...~4.- og vonlitla baráttu í löngun sinni til að loka þessu stöðum. Barátta borgaryfir- valda virðist nokk- uð farsakennd. Ein- hvern tíman var ákveðið að banna dansa hægra megin Vandinn hvarf ekki þegar Keisaranum var lokað - hann fluttist til. ---4--- við Aðalstræti, það er að segja frá horni Hafnarstrætis og Vesturgötu séð. Eins voru hugmyndir um að setja mörk, þannig að súludansari mætti ekki athafna sig nær áhorf- anda en í fjögurra metra fjarlægð. Ríkisvaldið gekk í lið með stjórn- endum borgarinnar og sett voru, sennilega alveg eðlileg, takmörk á innflutningi súludansara. Enda- lega var frá því gengið að súlu- dansarar eru ekki listamenn og koma ekki hingað á þeirra undan- þágu. Þrátt fyrir allt sem gert hefur verið ganga flestir staðanna enn- þá. Það nýjasta sem heyrst hefur er að nú standi til að banna einka- dans. Ekki er vitað hvað kemur næst. En öll þessi barátta er harla furðuleg og virðist hafa verið vita gagnslaus til þessa. Ekki er hér verið að mæla þess- um stöðum bót eða verja þá á nokkurn hátt. Á sama hátt er ekki heldur hægt að verja alla þá fjár- hættuspilasali sem eru í miðborg- M.áJ...roaoDa Sigurjón M. Egilsson skrifar um ógæfufólk inni - og víðar. Þrátt fyrir að þar sitji ógæfufólk daglangt og spili frá sér ráð og rænu hefur fáum komið til hugar að loka stöðunum. Það er sama með súlustaðina, þar eru ekki bara konur sem hafa leiðst, með einhverjum hætti, út í þessa atvinnugrein. Þar eru líka karlar sem ekki ráða við sig og borga fyrir glápið. Sennilega er fullsannað að ekki er unnt að koma í veg fyrir nektar- dansa og ekki er hægt að koma í veg fyrir fjárhættuspil með því að setja endalaust þrengjandi tak- mörk. Það sést vel á því ógæfu- fólki sem voru fastagestir á Keis- aranum. Vandinn hvarf ekki þegar Keisaranum var lokað - hann flutt- ist til. ■ Aukiö öryggi FILMUISETNINCAR .afíínt okkur í filmuisctnin^utn í bílti <>% litis HVERFISGATA 18 í Alþjóðahúsinu verður margþætt starfsemi. Sádi-Arabía: Engin þörf fyrir lýðræði RÍap ap Sultan btn Túrki, sádi-arab- ískur prins sem hefur töluverð áhrif meðal valdastéttarinnar þar, sagði í viðtali við AP-fréttastofuna enga þörf á lýðræði þar í landi, enda sé lýðræði ekki rétta leiðin til að velja hæfa stjórnendur. „Ef fólk gæti kosið með frjáls- um hætti þingmenn í Shura-ráðinu, þá myndi fólki ekki takast að kjósa þingmenn sem búa yfir nægjan- legri reynslu eða sérþekkingu," sagði bin Túrki, sem er kaupsýslu- maður og frændi Fahds konungs. Hann bætti því að í sumum lýðræð- isríkjum „ná sumir frambjóðendur í þingsæti með því að kaupa at- kvæði“. Ummæli bin Túrkis eru lið- ur í umræðum um breytingar á stjórnskipan landsins, sem farið hafa fram innan sádi-arabísku valdastéttarinnar þótt ekki fari þær hátt. Shura-ráðið er sú stofn- un í Sádi-Arabíu, sem kemst næst því að vera þing, en hlutverk ráðs- ins er eingöngu að vera konungin- um til ráðgjafar. ■ --4— 240 milljónir áfimm árum Einkahlutafélag um Alþjóðahúsið. Rekstur tryggður næstu ár. Gegn fordómum. fjölmenning Fjögur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Reykja- víkurdeild Rauða krossins hafa stofnað einkahlutafélag um stofn- un 'Alþjóðahúss og var þjónustu- samningur við húsið undirritaður sl. mánudag. Þessi sveitarfélög eru Reykjavíkurborg, Kópavogsbær, Hafnarfjarðarbær og Seltjarnar- nesbær. Með þessum samningi er rekstur hússins tryggður næstu fimm árin með 48 milljónum króna árlegu framlagi og þar af nemur árlegur hlutur Reykjavíkurdeildar Rauða krossins um 4 milljónum króna. Alþjóðahúsið er þegar tekið til starfa í leiguhúsnæði að Hverf- isgötu 18 þar sem starfsmenn verða um 12 talsins. Stefnt er að því að Alþjóðahús- ið verði miðstöð þekkingar í fjöl- menningarlegu samfélagi, sam- starfsvettvangur fólks af innlend- um og erlendum uppruna og sem veitir útlendingum sem öðrum sérhæfða þjónustu. Einn aðaltil- gangur með starfseminni er að fólk af ólíkum uppruna tengist á jákvæðan hátt þar sem markvisst verður unnið gegn fordómum gagnvart útlendingum. Þarna er rekin túlkaþjónusta, upplýsinga- veita og ráðgjöf, aðstaða fyrir fé- lög útlendinga og tölvuver. Þá verður einnig kaffihús í Alþjóða- húsinu. ■ Tveir pakistanskir kjarn- orkuvísindamenn: Áttu í við- ræðum við bin Laden hryðjuverk Tveir pakistanskir kjarnorkuvísindamenn áttu í löngum viðræðum við Osama bin Laden um kjarnorku-, efna-, og sýklavopn í ágústmánuði á þessu ári í Kabúl, höfuðborg Afganist- ans. Þetta kom fram í yfirheyrsl- um yfir mönnunum sem staðið hafa yfir í rúma tvo mánuði, að því er segir á fréttavef Was- hington Post. Engar sannanir eru þó fyrir því að viðræðurnar hafi leitt til framleiðslu slíkra vopna. Vísindamennirnir tveir höfðu áður sagst hafa hitt bin Laden til að ræða við hann um málefni tengd góðgerðarstörfum á þeirra vegum í Afganistan. ■ —4— Bandarísk menning: Safn til heið- urs blökku- Sjávarútvegur: Félagsdómur sýknaði LIU pómsmál Félagsdómur hefur sýknað Landssamband íslenskra útvegsmanna í máli sem Sjó- mannasamband íslands höfðaði vegna niðurstöðu gerðardóms um skiptakjör vegna fjölda í áhöfn ísrækjuskipa, netabáta, trollbáta og dragnótarbáta. Krafa Sjómannasambandsins var um það að hækka aflahlut frá nýjum við- miðunarmörkum sem sett voru um það hvenær heildarkostn- aður útgerðar hækkar ekki við fækkun í áhöfn og þegar um skiptingu aflahlutar á miili út- gerðar agáliafnar er.aö HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Sjómenn fengu ekki hnekkt niðurstöðu gerðardóms fyrir ______Félagsdómi.____ ræða við fækkun í áhöfn. í niðurstöðu Félagsdóms kem- ur fram að skiptaprósentan hækk- ar ekki nema fjöldi í áhöfn fari yfir þann fjölda sem segir í mönn- unarákvæðum síðast gildandi kjarasamn- ings. Það þýðir að eng- in breyting verður til hækkunar á skipta- hlut frá því sem gilti fyrir úrskurð gerðar- dómsins. Sem kunn- ugt er starfaði þessi gerðardómur sam- kvæmt lögum frá því sl. sumar sem bundu enda á verkfall sjó- manna á fiskiskipa- flotanum. ■-------------------- mönnum washington.ap Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt frumvarp um að hafin verði skipuiagning að byggingu safns til heiðurs blökkumönnum í Bandaríkjunum og þess sem þeir hafa lagt að mörkum til landsins. Hafa svartir þingmenn í Banda- ríkjunum lengi barist fyrir því að slíkt safn yrði byggt. „Ég held að það sé löngu kominn tími fyrir afrískt-bandarískt safn hér í höf- uðborg okkar [Washington]," sagði John Lewis, þingmaður, sem lagt hefur fram frumvarp um byggingu slíks safns undanfarin -12 ár..B- — —

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.