Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 24
I FRETTABLAÐIÐ SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 515 75 00 Ritstjórn: 515 7515, símbréf: 515 75 06, rafpóstur: ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 515 75 15 - símbréf 515 75 16 - rafpóstur auglysingar@frettabladid.is Dreifing: 515 7520 VlÐ SECJUM FRÉTTIR Fréttavefurinn á vísir.is Fyrstur með fréttirnar SímaLottó! 600.000 kr. sigling með Úrval- Útsýn fyrir 300 kr. ? Hringdu strax í 907-2000 DragiS allcr flmmtudaga. Fylgstu mcfi á RÚV. Ekki missa af vinningi! Bakþankar STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR ...................... Málið er vinur og förunautur Eitt af því skemmtilegasta við að vera maður er að eiga tungumál sem hægt er að nota til að tala, skrifa og ekki síst hlusta á aðra. í beitingu tungumálsins er fólgin mikil sköpun, sköpun sem allir menn eiga sameig- iniega því allir eiga sér móðurmál. —«— Örvun í skapandi beitingu málsins er afar mikilvæg öllum börnum og unglingum. Það á að þrykkja þessu fólki til að tala, skrifa og hlusta alveg viðstöðulaust. Aðal- atriðið er að tungumálið sé lifandi og fólki handgengið. Þó að það sé góðra gjalda vert að nota sömu orð og notuð voru fyrir þúsund árum og sömu málfræðireglur líka er þetta ekki lykilatriði heldur að geta notað málið til að segja það sem maður er að hugsa. Móðurmálskennsla á að örva fólk til þess konar sköpunar en ekki letja það og alls ekki vekja ótta við málið. —♦— Það er mikil lenska að fárast yfir því hvernig ungt fólk talar. Mál- far unglinga er að vísu á köflum nokkuð einhæft. Hins vegar er til fólk á öllum aldri sem talar einhæft mál, jafnvel þótt það noti orð sem hafa verið til í málinu frá alda öðli og hviki aldrei frá málfræðireglunum. Þetta finnst mér oft gleymast þegar talað er um að heimur versnandi fari. —♦— Eitt af því sem einkennir fólk á unglingsaldri er að það vill storka umhverfinu. Það er eðlilegur liður í þroska sérhvers manns að setja spurningarmerki við gildin sem manni hafa verið kennd bæði heima og í skólum. Þetta er liður í því að verða fullorðinn og þurfa sjálfur að taka ákvarðanir og seinna meir að innprenta öðrum sín gildi. Ef ekki væru unglingsárin með sínum spurn- ingarmerkjum við það sem kennt hefur verið og ákveðinni uppreisn væri líklega fátt skapandi gert meðal okkar mannanna. ■ Uppreisn unglingsáranna nær vítt og breitt, meðal annars til máls- ins. Sú uppreisn er oft fólgin í því að nota erlendar slettur en líka að beita málinu á einhvern hátt öðruvísi en tíðkast hefúr, til dæmis með því að hnika til merkingu orða. Slettur koma og fara og yfirleitt eru þær felldar inn í íslenska beygingakerfið þannig að málkerfinu sjálfu stafar lítil ógn af þessum tímabundnu gest- um. í óhefðbundinni beitingu málsins er Iíka oft fólgin sköpun og mjög lif- andi málnotkun. Aðalatriðið er að vera í góðu vinfengi við móðurmálið sitt, líta á það sem förunaut sinn og lifandi tæki sem nota má til að tjá sig um allt sem maður hugsar. „Líkt og síðasta saga Sjóns er Mcd titrandi tcír bullandi skemmtileg og íyndin. 1 lún bregður sér í margra kvikinda líki, er grótesk. ljóðræn, dulspekileg og heimssöguleg. Saman mynda þessar tvær skáldsögur Sjóns magnaða aldarlokakviðu. Þetta eru iantasíur, þar sem allt er með ólíkindum en þó spriklandi af jarðbundnu lífí. dauða, kynlífi og slagsmálum." Jón Vngr i Jóhannsson, DV „í stuttu máli sagt er þessi skáldsaga rnjög skemmtileg, bugmyndarík og fvndin furðusaga. Þetta er heimur sem er heillandi, fvndinn og skemmtilegur. Sjón hefur tekist að skapa íurðusögu sem er mjög vel skrifuð og dregur lesandann áfram.“ Hákon Gunnarsson, kistan.is M Mál og menning „Einstök skáldsaga. fjölskrúðug, Ijölþætt og ævintýraleg, og umfrarn allt: dýrlega skennn tileg.“ Úlíliildur Dagsdóttir, Kaslljósi sound. vision.sou/ NS-11 eru hljómtæki sem hafa vakið athygli fyrir það að uppfylla helstu óskir þeirra sem eru að leita að hljómgæðum ásamt fallegri og stílhreinni hönnun. /A ? http://www.fJoneer-eur.com Þegar fegurð, stíll og gæði sameinast Verð: 76.900,-stgr BRÆÐURNIR PÍORMSSON HLJÓMTÆKI Lágmúla 8 • Slmi 530 2800

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.