Fréttablaðið - 13.12.2001, Side 12

Fréttablaðið - 13.12.2001, Side 12
12 FRÉTTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDAGUR Sala Perlunnar í Öskjuhlíð: Söluverð mótast af starfseminni INNLENT kipverji, sem var bjargað sl. þriðjudagskvöld, eftir að hann tók út af togaranum Kaldbak í Eyjafirði, segist alltaf hafa verið sannfærður um að hjálp bærist og þakkar lífgjöfina réttum viðbrögð- um áhafnarinnar. Skipverjinn var um 10 mínútur í sjónum. RÚV greindi frá. A' hugi innlendra f járfesta á Sím- anum hefur glæðst í vikunni og fór gengi félagsins á Tilboðsmark- aði VÞÍ hæst í 6,30 á þriðjudag. Út- boðsgengið í september var 5,75 og er því um töluverða hækkun að ræða. Telja má að hækkunin skýrist af tilboðum TeleDanmark og Providence í 25% kjölfestuhlut í Símanum sem eru til skoðunar hjá einkavæðingarnefnd. fasteignir Unnið er að því að koma á eignaskiptasamningi fyrir Perluna í Öskjuhlíð, að sögn Finn- boga Kristjánssonar hjá Fasteigna- sölunni Fróni. „Það er í sjálfu sér ekkert voðalega mikið vandamál. Þetta verður bara leyst og er ekki þröskuldurinn í sjálfu sér,“ sagði hann og taldi þröskuldinn frekar liggja í háum fasteignagjöldum, 32 milljónum á ári, og háu fasteigna- mati. „En fasteignamatið sem er 1,8 milljarðar myndi kannski skiptast í eignaskiptasamningi. Samt hef ég ekki trú á að það liggi í tönkunum heldur frekar í kúplinum," sagði hann og taldi óhætt að búast við að sala Perlunnar gæti tekið einhvern tíma. „Miðað við hvað þetta er sér- stök bygging má alveg búast við að þetta verði eitthvað fram á næsta ár. Við höfum lent í að vera með byggingar sem eru sérsniðnar fyrir alveg ákveðna starfsemi í sölu í á annað ár þannig að alveg rólegir eins og er, yfir þessu.“ Finnbogi FINNBOGI KRISTJÁNSSON Finnbogi segir að verði spilavítisrekstur heimilaður á Islandi þýddi það að töluvert hærra verð gæti fengist fyrir Perluna yrði hún tekin undir slíka starfsemi. sagði að söluverðið yrði að fá að mótast dálítið enda væru engar sambærilegar eignir að bera sig saman við, en það mótaðist óneitan- lega af nýtingarmöguleikum bygg- ingarinnar og fleiri þáttum. ■ Frakkland: Kosningar haldnar í vor parís. ap Forsetakosningar verða haldnar í Frakklandi dagana 21. apríl og 5. maí næstkomandi. Þingkosningar verða síðan haldnar dagana 9. júní og 16. júní. Ríkisstjórn Frakklands tók ákvörðun um þetta í gær, en kjörtímabil Jaqcues Chiracs Frakklandsforseta rennur út 16. maí. Nú þegar hafa fjölmargir ein- staklingar kynnt framboð sitt til forsetaembættisins, en hvorki Chirac né Lionel Jospin forsætis- ráðherra, hafa ekki enn gefið nein- ar yfirlýsingar um framboð. ■ Bætt vínmenning eða áhrif bjórsins? Læknir og vínsérfræðingur segir aukna sölu ATVR e.t.v. til marks um breytta vínmenningu. Læknir hjá SAA segir lengi hafa verið búist við aukningu í framhaldi af lögleiðingu bjórsins. 3.500 manns bíða aftöku í Bandaríkjunum: 85 aftök- ur í fyrra washington. ap Á árinu 2000 voru áttatíu og fimm fangar teknir af lífi í Bandaríkjunum, sem er þrettán aftökum færra en árið áður. Meira en 3.500 fangar bíða hins vegar aftöku í 37 ríkjum Bandaríkjanna. Þar af eru rúm- lega fimmtíu konur. Yfirvöld í Texas tóku fjörutíu manns af lífi árið 2000 en í Okla- homa voru aftökurnar ellefu. 49 hinna líflátnu voru hvítir á hörund, 35 svartir og einn ind- jáni. Nærri allir voru teknir af lífi með því að eitri var sprautað í æð þeirra, en fimm enduðu æv- ina í rafmagnsstól. Frá því árið 1977, þegar af- tökur voru heimilaðar á ný í Bandaríkjunum, hafa samtals 683 fangar verið teknir af lífi þar. ■ vínmenning Einar Thoroddsen, læknir og landsþekktur vínsér- fræðingur, segir að sölutölur ÁTVR um aukna vínsölu kunni að endurspegla breytta vínmenningu hér á landi. „Ég get vel imyndað mér að þetta endurspegli þann aukna áhuga og vit sem fólk hefur á þessu. Alla vega hjá þeim sem tala við mig á förnum vegi. Kannski hefur heilsufarsáróður- inn um jafna neyslu haft einhver áhrif,“ sagði hann og benti á að sumar kannanir hafi talið sig sýna fram á að regluleg, hófleg áfeng- isneysla sé heilsusamleg. „Það er allt frá einu glasi og upp í hálfa flösku á dag, eftir atvikum. Sumir halda þessu fram og örugglega eitthvað til í því. Svo eru sjálfsagt einhverjir annmarkar ef fólk leið- ist út í stigaukna neyslu. Ef léttvín aukast á kostnað annara tegunda, þá er ég svo sem manna fegnast- ur, en gallinn er bara sá að þau eru of dýr á íslandi," sagði Einar. Guðbjörn Björnsson, læknir SÁÁ, segist ekki sjá breytingar á vínmenningu í sínu starfi, enn sem komið er. „Sannleikurinn er sá að við sjáum ekki nema toppinn á ísjakanum og fáum bara þá sem komnir eru í mestu vandræðin. Að jafnaði tekur langan tíma og mörg ár fyrir breytingar að koma í ljós hér hjá okkur, en það getur alveg tekið 10 ár að þróa alkóhólisma," sagði hann og bætti við að um nokkurt skeið hafi verið búist við aukningu í þeim efnum, en rúm 12 ár væru síðan bjórinn hafi verið leyfður á íslandi. ■ EINAR THORODDSEN Einar segir ekki ólíklegt að kyrrseta geri það að verkum að víndrykkja og golf séu algeng hugðarefni lækna, enda séu þeir „dellukarlar og þverhausar" upp til hópa og stundi oft vel áhugamál sín. Ný bók eftir Ólaf Hauk Símonarson Fáir höfundar hafa skemmt íslenskum bömum og unglingum betur en Ólafur Haukur á síðustu áratugum. Þessi bók er í senn organdi fyndin og raunsönn lýsing á samskiptum fólks í nánu sambýli. Frábær bók. „Hafi fullorðið fólk gaman af bókum fyrir böm eru þær góðar. Það á svo sannarlega við um Fólkið í blokkinni.“ Sigurður Helgason, Mbl. Mál og mynd Bræðraborgarstíg 9*101 Reykjavík Sígraent eðaltré í haesta gaeðaflokki frá skátunum prýðir nó þúsundir ísienskra heimiia. 10 ára ábyrgð <s* Eldtraust ia 12 stærðir, 90 - 500 cm Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga i>* Truflar ekki stofublómin ta Þarf ekki að vökva a. íslenskar leiðbeiningar tí Traustur söluaðili ta Skynsamleg fjárfesting /Annsiffe'Siikks] 2 Bandalog íahsnskra tkóia Akranes: Hart deilt um fjárhagsáætlun SVEITARSTJÓRNARMÁL Bæjarstjórn Akra- ness afgreiddi fjár- hagsáætlun næsta árs á fundi sínum á þriðjudagskvöld og er þar gert ráð fyr- ir að 14 milljón króna halli verði á rekstri bæjarsjóðs. Sjálfstæðismenn gagnrýndu fjár- hagsáætlunina harkalega. „Það er dapurleg staðreynd að nú þegar tekjur Bæjarsjóðs Akraness hafa ekki í annan tíma verið meiri og álögur á bæjarbúa aldrei verið jafnháar, þá er skuldastaðan verri en nokkru sinni áður. Það er skoðun okkar sjálfstæðismanna að ekki sé hægt að styðja lántökur til að halda úti rekstri og í raun er það algjört ábyrgðarleysi." Fulltrúar meiri- hluta Framsóknar og Akraneslista í bæjarstjórn lýstu furðu sinni á bók- un sjálfstæðis- manna þar sem fulltrúi sjálfstæð- ismanna hafi unnið að gerð áætlunar- innar í bæjarráði og aldrei komið fram að hann hafi ekki ætlað að standa að áætluninni. „Þess vegna kemur það mjög á óvart að bæjarfulltrúar sjálfstæð- isflokksins hlaupi nú út undan sér og skýli sér bak við bókun sem er full af rangfærslum. Meirihlutinn lýsir yfir mikilli vanþóknun á slík- um vinnubrögðum og telur afstöðu bæjarfulltrúa Sjálfstæðismanna lýsa ömurlegri málefnafátækt þeirra." ■ Danski ríkislögreglustjórinn: AKRANES Hart var deilt um fjárhagsáætlun næsta árs á bæjarstjómarfundi. Fjarlægði klámsíðu- tengil af heimasíðunni klámsíða Tengill inn á heimasíðu TV3 sem leiddi inn klámsíðu af heimasíðu dönsku lögreglunnar hefur verið fjarlægður af danska ríkislögreglustjóranum. Var þetta gert eftir að tölvudeild íslenska ríkislögreglustjórans hafði sam- band við upplýsingadeild danska ríkislögreglustjórans í kjölfar fréttar á Strik.is um tengingu inn á klámsíðu af íslenska lögreglu- vefnum í gegnum hinn danska. Samstarf hafði verið með dan- ska ríkislögreglustjóranum og TV3 vegna sjónvarpsþáttarins „Efterlyst" og í þeim tilgangi hafði tenglum milli heimasíða þessara tveggja aðila verið kom- ið á. TV3 hafði síðan bætt inn tenglin inn á klámsíðu á sinni heimasíðu og um það var danska ríkislögreglustjóranum ekki kunnugt fyrr en sá íslenski benti á það. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.