Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 18
HVER ER TILGANGUR LÍFSINS Að lifa fyrir daginn Að lifa í dag og deyja á morgun. Stefán Máni rithöfundur Véla- viðgerðir VELALAND VÉLASALA * TÚRBÍNUR VARAHLUTIR • ViÐGERÐIR Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík Sími: 577 4500 velaland@velaland.is BORGARLEIKHUSIÐ STORA SVIÐID NYJA SVIDID FJANDMAÐUR FOLKSINS e. Henrik Ibsen Fim. 27. des. kl. 20 LAUS SÆTI Áskriftargestir munið valmöguleikann!!! BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsleinsson_______ Sun. 30. des. kl. 14 LAUS SÆTI KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fös. 28. des. kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VlFIÐ ILÚKUNUM e. Rav Coonev_________ Lau. 29. des. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau. 19. jan. kl 20 - LAUS SÆTI SÍMI: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13 -18 alla virka daga og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is JÓLAGAMAN BORGARLEIKHÚSSINS_________________ Leikið - sungið - lesið - dansað kringum jólatré Jólasveinar - Bóla - Grýla & Leppalúði - Eóda Heiðrún o.m.fl. Lau. 15. des. kl. 17 Sun. 16. des. kl. 17 Aðgangseyrir kr. 500 BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Fös. 28. des. kl. 20 LAUS SÆTI ÞRIÐJA HÆÐIN PÍKUSÖGUR 6. Eva Ensler Lau. 29. des. kl. 20 UUS SÆTI LITLA SVIÐIÐ VETUR IBÆ_________________________________ Kvöldvaka með Kötlu Margréti og Eddu Björgu, Jazztrió, leynigestur o.tl. Sun. 16. des. kl 20 GJAFAKORTILEIKHUSIÐ Heill heimur i einu umslagi • Sendum heim ■ 13. desember 2001 FIMMTUDAGUR BÆKUR Þófyrr hefdi verið Sögur, leikrit, Ijóð að hefur skipt sköpum fyrir ís- lenskar bókmenntir að eiga snillinga í bókmenntaþýðingum. íslendingar eru svo heppnir að eiga nokkra slíka. Vonum seinna er komið út heildarsafn verka Geirs Kristjánssonar eins merkilegasta þýðanda þjóðarinnar. Hverjum unglingi er hollt að verða fyrir nokkrum bókmennta- legum vitrunum á viðkvæmum aldri. Eina slíka á ég Geir Krist- jánssyni að þakka. Þegar ég las þýðingu hans á „Ský í buxum,“ eft- ir Majakovski var eins og ég væri lostinn eldingu, kraftur þýðingar- innar dreif mig með sér, þaðan sem ég átti ekki afturkvæmt. Hugurinn þroskast í slíkum skrefum. frumsamin verk og þýoingar Höfundur: Geir Kristjánsson Úgefandi: Mál og menning 2001 412 bls. Mér þykir mestur fengur í öll- um þýðingunum á einum stað, en það er líka forvitnilegt að kynnast frumsömdu efni Geirs. Það sýnir að hann var prýðilegur höfundur, þótt þýðingarsnilldin yfirskyggi nokkuð hans eigin verk. Margir höfundar gætu vel lifað við hand- bragð frumsömdu verkanna, en næmi, sköpunarkraftur og mál- snilld þýðinganna munu halda nafni Geirs á lofti svo lengi sem menn lesa íslensku. FIMMTUPAGURINN 13. DESEMBER JÓLASVEINAR_________________________ 10.30: Giljagaur kemur til byggða og lít- ur við í Ráðhúsi Reykjavíkur. FYRIRLESTRAR OG MÁLSTOFUR 12.10: Svanborg Sígmarsdóttir kynnir doktorsritgerðina Human Dignity and Political Theory, sem hún er að skrifa við University of Essex, á Málstofu stjórnmálafræðiskorar í stofu 201 í Odda. 16.15: Ragnheiður Hrönn Stefánsdóttir flytur erindið The downstream pathway of the hypocretin receptors í sal Krabbameinsfélags Islands, efstu hæð. 20.00: Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkra- húsprestur, heldur fyrirlestur í Fossvogskirkju undir fyrirsögninni Jólin og sorgin. TÓNLEIKAR 21.00: Tónleikar á aðventu með Bubba Morthens á Kringlukránni. 21.00: Jólatónleikar Borgardætra á Nasa. Trfóið eru Andrea Gylfa, Ellen Kristjáns og Berglind Jón- asdóttir og undirleikarar Eyþór Gunnarsson og Birgir Bragason. 21.00: Djasskvöld í Múlanum, Húsi Málarans. Davíð Þór Jónsson á píanó, Valdimar Kolbeinn Sigur- jónsson á kontrabassa og Helgi Svavar Helgason á trommum. 22.00: Grungekvöld á Gauk á Stöng. Steini úr Dead Sea Apple og Val- ur Buttercup leika uppáhaldslög. 21.00: Erna Blöndal heldur tónleika ásamt Vitringunum, skipaða Eð- valdi Stefánssyni, Guðmundi Pálssyni og Erni Arnarsyni, í Kaffileikhúsinu. UPPLESTUR___________________________ 20.30: Vinstri grænir efna til bóka- og upplestrarkvölds á Næsta bar. Einar Már Guðmundsson, Katrin Jakobsdóttir, Rakel Pálsdóttir, Vigdís Grimsdóttir, Kristín Ómarsdóttir og Þórunn Valdi- marsdóttir lesa upp. SKEMMTUN____________________________ 20.00: Jólagleði Súfistans. Óvæntar uppákomur, jólahappdrætti og fleira. Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson leika. Er náunginn takmarkið eða leið að takmarkinu? Hvað er mannleg virðing? Svanborg Sigmarsdóttir doktorsnemi hef- ur komist að því að skilningur manna á hugtakinu er margþættur. I dag kl 12.10 mun Svanborg ræða þessa hluti og fleira í málstofu í Odda, stofu 201. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. DVERCARNIR MÓTMÆLTU ( Þýskalandi og Frakklandi er lögbundið í stjórnarskrá ríkjanna að virða skuli virðingu mannsins. Fyrir nokkrum árum kom upp mál í Frakklandi þar sem banna átti dvergakast sem íþrótt og var það byggt á þeirri kenningu Kants að ekki ætti að nota aðra mann- eskju sem hlut. Dvergarnir mótmæltu harðlega og vildu fé að taka þá ákvörðun sjálfir. málstofa Þegar Svanborg var í mastersnámi ætlaði hún að skri- fa um mannréttindakenningar. Mannréttindayfirlýsing Samein- uðu þjóðanna og reyndar vel flestar réttindayfirlýsingar S.Þ., að hennar sögn, hefjast á því að virða beri mannlega virðingu. Öll önnur réttindi mannsins byg- gja á þessu. „Það töluðu allir eins og það ætti að liggja í augum uppi hver þessi mannlega virðing væri. Ég var hins vegar ekki alveg sam- þykk því að þetta væri svona augljóst,“ segir Svanborg, sem í doktorsritgerð sinni í stjórn- málafræði fjallar um hugtakið mannleg virðing. í ritgerðinni ber hún saman greiningu þriggja fræðimanna og hugsuða á hugtakinu, þeirra Immanuel Kants, Charles Taylors og Maclntyre. „Ég hef viljað fylgja skil- greiningu Taylors sem fjallar annars vegar um að mannleg virðing feli í sér að það sé eitt- hvað einstakt við manninn og hins vegar um þá hugsjón mannsins að lifa hinu virðulega lífi sem m.a. kemur fram í því hvernig við berum okkur þegar við komum fram opinberlega eða tölum við ókunnugt fólk. Um það hvort fólki takist að öðlast virð- ingu annarra.“ Hún segir ýmislegt í samfé- laginu sem gefi okkur vísbend- ingar um hvað við eigum að virða í fari annarra. Sjálf hefur hún verið á móti slíkum algildingum þar sem samfélagið sé stöðugum breytingum undirorpið. „Kant sagði að virða bæri manninn af því að hann væri sjálfráða. Maðurinn væri sið- ferðileg vera sem væri fær um að taka eigin ákvarðanir og að allar ákvarðanir væru einstak- ar.“ Hún segir slíkar ákvarðanir ekki falar að mati Kants: Það sem ekki hafi verð hafi virðingu, segi hann og tengi skilgreining- una skylduboði sínu; hvernig eigi að koma fram við menn. Aldrei eigi að koma fram við sjálfan sig né aðra eins og það sé leið að takmarki heldur eins og það sé takmarkið í sjálfu sér, að mati Kants. „Fólk er auðvitað alltaf að nota annað fólk en það eitt gerir það ekki að ósiðlegum manneskj- um að mínu mati. Hins vegar má spyrja sig: Ef manneskjur eru ekki færar um að taka eigin ákvarðanir er þá í lagi að nota þær? Til að mynda manneskju sem liggur í dái? Ég kemst að þeirri niðurstöðu að í nútíma fjölþjóðlegu samfé- lagi sé ekki hægt að byggja rétt- indi manna á skilgreiningu Kants.“ kristjangeir@frettabladid.is Harðir Skrúfjárna/bitasett 42 stk í tösku 2.995 kr. Bita-, bora- og toppasett 42 stk í öskju 1.995 kr. pakkar Robust hleðsluborvél 14.4V, hleðslutími 1 klst. 2 rafhlöður og taska fylgir 11.995kr. 16" verkfærataska með skrúfuboxi 995 kr. HÚSASMIÐJAN Sími 525 3000 • www.husa.is •

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.