Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 2
KJÖRKASSINN MEIRI LÁN Flestir kjósendur á Vísi styðja málstað náms- manna sem sumir hverjir hafa farið fram á hærri lán vegna gengis- falls krónunnar. Eiga íslenskir námsmenn er- lendis að fá hærri lán til að mæta lægra gengi krónunnar? Niðurstöður gærdagsins á www.vlsir.is 27% Spurning dagsins í dag: Reiknarðu með að borða rjúpur um þessi jól? Farðu inn á vísi.is og segðu þína skoðun Endurskoðun stjórnar fiskveiða: Frumvarp í upphafi vor- þings lagasetning Árni Mathiesen sjávar- útvegsráðherra sagði á Alþingi í gær að hann stefndi að því leggja frumvarp um endurskoðaða stjórn fiskveiða fyrir Alþingi á fyrstu dög- um vorþings. Sjávarútvegsráðherra sagðist hafa vonast til þess að geta lagt frumvarpi þessa efnis fram fyrir jólaleyfi en ýmislegt hefði tafið málið og komið í veg fyrir það. Þar mætti m.a. telja annir í ráðuneytinu og það að Framsóknarflokkurinn hefði ekki lokið málinu að sínu leyti fyrr en á miðstjórnarfundi fyrir nokkru.Endurskoðunin væri þó komin langt á leið og raunhæft að þingflokkar stjórnarflokkanna fengju frumvarpið í sínar hendur áður en þing hæfist að nýju eftir áramót og að það yrði lagt fram á fyrstu dögum þingsins. Jóhanni Ársælssyni þótti frum- varpið eiga að koma seint fram miðað við hversu stórt mál væri um að ræða. Því efaðist hann um að nægur tími gæfist til að gaumgæfa málið. Þeirri skoðun lýsti sjávarút- vegsráðherra sig andvígan, mikið hefði þegar verið unnið í málinu og að sínu áliti væri vel mögulegt að Ijúka því fyrir þinglok. ■ kðCREGLUFRÉTTIRl Forsvarsmenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins sátu á fundi þeg- ar blaðið fór í prentun og var von- ast til að þeir næðu samkomulagi um að fresta ákvörðun um upp- sögn gildandi kjarasamninga til 1. maí í stað 15. febrúar. Gengi krónunnar hefur styrkst um 5% síðan hún náði sögu- legu lágmarki í lok nóvembermán- aðar. í gær nam styrkingin rúmu hálfu prósenti og stóð gengisvísi- talan í 144 stigum við lokun mark- aða. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,3% og er nú 1.101 stig. FRÉTTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDACUR ,Fjórjr Palestínu- og tíu Israelsmenn létust í gær: Vonir um 2ja daga frið urðu að engu gazaborg. ap Tíu f sraelsmenn létust og að minnsta kosti 25 særðust i gær í tveimur árásum Palestínu- manna. Annars vegar hófu Palest- ínumenn skothríð á ísraelskan strætisvagn á Veturbakkanum. Hins vegar sprengdu tveir sjálfs- morðsárásarmenn sig upp nálægt ísraelskri landnemabyggð á Gaza- svæðinu. fsraelsmenn hefndu þessa fáeinum klukkustundum síðar með loftárásum á lögreglustöðvar Palestínumanna. Á LEIÐ f SJÚKRAHÚS Pessi maður særðist í árás á byggð ísraelskra landtökumanna á Gazasvæðinu í gær. Ekkert lát var á ofbeldinu í gær þótt Anthony Zinni, sendifull- trúi Bandaríkjanna, hafi beðið menn um að halda ró sinni í tvo sólarhringa. í gærmorgun skutu ísraels- menn úr þyrlum á palestínskar flóttamannabúðir. í þeim árásum létust fjórir palestínskir skæru- liðar og 20 manns særðust. Þetta var skömmu eftir að Palestínu- menn hófu skothríð í nágrenni ísraelskra landnemabyggða, án þess þó að valda tjóni. I átökum lsraelsmanna og Palestínumanna undanfarna fimmtán mánuði hafa 815 Palestínumenn og 232 ísraels- menn látið lífið. ■ Osama bin Laden: Fleiri mynd- bönd fundin hryðjuverk Fresturinn, sem liðs- mönnum al Kaída í Hvítufjöllum í Afganistan gafst til að gefast upp, var í gær framlengdur þar til í dag. Sýna átti myndband, sem sagt er sanna sekt Osama bin Ladens, í gærkvöldi. Sjónvarpsstöðin A1 Djasíra í Katar segist hafa fengið nokkur myndbönd send frá bin Laden, bæði fyrir og eftir 11. september, en ekki sýnt þau enda hafi þau ekki talist fréttnæm. Sjónvarpsstöðin tók við- tal við bin Laden í október, en sýndi það ekki því hann svaraði ekki spurningum fréttamanns heldur aðeins því sem honum sýndist. ■ Örvænting, ótti og reiði í Kabúl Ibúar Kabúl hungraðir og kaldir. Ongþveiti og uppþot myndast á hverjum degi í tengslum við matargjafir. Otti við stjórnleysi eftir að ógnarstjórn talibana leið undir lok. kabúl. ap Á hverjum degi myndast mikil spenna í Kabúl, höfuðborg Afganistans, þegar matvælum er dreift til fólks. Margir fyllast reiði eða ótta þegar hamagangurinn leysist upp í slagsmál og lögreglan slær frá sér til þess að halda hungruðum mannfjöldanum í skefjum. „Það er hræðilegt að horfa upp á þetta,“ sagði Abdul Hadi, starfs- maður Matvælastofnunar Samein- uðu þjóðanna. „Fólkið er svo svangt. Það er erfitt að segja við það: Við ætlum að reyna að hjálpa öllum, en þú verður að bíða þangað til röðin kemur að þér.“ Afganskir hermenn, nýkomnir af vígstöðvunum, hafa verið fengnir til að halda aftur af fólki, en beita oft meiri hörku en efni standa til. „Þeir voru að berja konur með prikum, og ég þoldi ekki að horfa á það,“ sagði Sarajuddin Khalid, starfsmaður íslamskrar hjálpar- stofnunar. „Ég fékk þá til að hætta þessu, en tíu mínútum síðar gerð- ist það aftur.“ Að minnsta kosti tveir af hverj- um þremur íbúum borgarinnar verða algjörlega að treysta á mat- argjafir hjálparstofnana. Margir foreldrar óttast um líf barna sinna, ekki síst þegar næt- urkuldinn er mestur. „Á hverjum einasta morgni óttast ég að þau vakni ekki,“ sagði Malalai Azizi, fimm barna móðir og ekkja í Kab- úl. „Og þegar þau gráta stanslaust og segjast vera svöng, þá hef ég BEÐIÐ EFTIR MATNUM Wlóðir reynir að ná athygli hjálparstarfsmanns sem útdeilir hveiti, en hermenn reyna að halda fólki í skefjum. ekkert að gefa þeim nema þunnt te.“ Þótt ástandið í Kabúl sé nógu slæmt, þá segja starfsmenn hjálp- arstofnana að það sé hálfu verra í fjarlægari landshlutum þar sem snjór er þegar orðinn djúpur og tálmar umferð um fjallaskörð. Víða má búast við þjófum og stríðsherrar heimta sums staðar toll af vörum sem fluttar eru land- leiðina. Meðan talibanar réðu ríkjum var sjaldgæft að uppþot yrðu vegna þess hve mikill óttinn við þá var. Nú óttast hins vegar margir að algjört stjórnleysi sé í uppsiglingu, og atvik á borð við uppþot í kring- um matargjafirnar í Kabúl styrkja ótta manna við það. ■ Alþingi: Þinglok á morgun alþingi „Við ætlum að halda okkur við dagskrá og ljúka þingstörfum á föstudag", sagði Halldór Blöndal forseti Alþingis í gær og er því stefnt á að störfum Alþingis fyrir jólahlé ljúki á morgun. „Við höfum haldið nokkurn veginn dagskrá bæði í fyrra og hitteðfyrra." Minna hefur verið um það síðustu ár en áður að þingstörf drægjust fram undir jól. Halldór sagði ástæðurnar ýmsar og margt hafa breyst. Tekist hafi að ná betri tökum á efnahags- málum og ríkisfjármálum þannig að slíkt dragist ekki fram undir jól. Meiri festa hafi því fengist í þing- störfin. „Þau eru óneitanlega færri stóru málin sem hafa komið frá rík- isstjórninni“, segir Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Al- þingis og telur það eina ástæðu þess að svo virðist sem starfsáætl- un haldist þó þingstörf geti tafist lítillega. Guðmundur segir mikið fundað síðustu dagana. „Það eru fundir hér frá morgni til kvölds, það er byrjað tíu á morgnana og haldið áfram svo lengi sem þarf.“ ■ Bandarísk sprengjuvél: Hrapaði í Indlandshaf WASHINGTON. AP Bandarísk sprengjuflugvél hrapaði í Ind- landshaf í gær, en flugvélin hefur verið notuð í loftárásir á Afganist- an. Fjögurra manna áhöfn er í vél- inni, og björguðust þeir allir. Vélin er útbúin þannig að áhöfnin getur skotið sér út úr vélinni ef hún er að hrapa. Flugvélin hrapaði u.þ.b. 50 km norður af eyjunni Diego Garcia, sem er í miðju Indlands- hafi. Eyjan lýtur breskum yfirráð- um og þar er herflugvöllur sem bandaríski herinn hefur notað frá því árásirnar á Afganistan hófust þann 7. október. ■ Fangar á Litla-Hrauni: SKÍaldborg \ • BÓKAÚTGÁFA GrensásvegiU‘10e ReyktavleStm 588-2400'Fax 5888994 Aðför stjórnenda að betrunarhlutverki FANGELSISMÁL Fangar á Litla Hrauni eru þeirrar skoðunar að lokun svonefnds fyrirmynda- gangs fangelsisins í október sl. sé til marks um allsherjar slæmt ástand þar. Þetta kemur fram í greinargerð sem sendu til fjöl- miðla og annarra í vikunni. Fram kemur að stjórnendur Litla Hrauns og önnur fangelsisyfir- völd sýni betrunarhlutverkinu lít- inn skilning og að þróun fangelsis- mála hér á landi sé ekki í takt við önnur Evrópulönd. Meðal annars er sagt að starfs- menn fangelsins noti flutning fanga á milli deilda innan fangels- LITLA HRAUN „Það er því ekki að undra að einstaka fangi ...sé að gefast upp og hugi að því að lifa vistina af með aðstoð lyfja og öðru sem ekki getur talist heppilegt," segja fangar. isins á gerræðislegan hátt sem refsivönd. Auk þeirrar alvarlegu frelsissviptingar sem felist í slíku setji það fangana oft í erfiða stöðu gagnvart fjölskyldum sínum. Einnig gagnrýna þeir miklar skorður varðandi símatíma og segja óljós rök að baki því að koma í veg fyrir samskipti þeirra við fjölskyldur og vini. Þá er m.a. nefnt dæmi um tilefnislausa ein- angrun, þar sem viðkomandi fangi vann sér það eitt til sakar að hafa geymt of mikla fjármuni inni í klefa sínum. Allt er sagt bera að sama brunni, að fangelsið sé ekki rekið með það að leiðarljósi að búa fanga undir frelsi, heldur hvetji þá beinlínis til endurkomu. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.