Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 11
FIMMTUDACUR 13. desember 2001 Stóraukin þátttaka almennings í lyfjaverði: Málin verða skoðuð HEitBRiCÐiSMÁl Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, segir að könnun BSRB á þróun lyfjaverðs sl. áratug verði tekin til skoðunar í ráðuneytinu. „Tekin voru ákveð- in sjúkdómstilfelli og reiknað út hvað kostnaður hefði hækkað mikið. Niðurstaðan var sú að verulegar kostnaðarhækkanir hafi orðið, sérstaklega á bilinu 1990 til 1996. Síðan hafa ekki miklar hækkanir orðið, nema hjá sjúklingum með lungnaþembu þar sem hækkunin er töluverð. Við höfum gert ráðstafanir til að kalla þá til sem gerðu könnunina og ætlum að fara yfir hana með þeim. Við höfum líka áhuga fyrir því að vita hvort aukin tækni, nýrri lyf, eða aðrir þættir kunni að spila inn í þessar niðurstöður," sagði Jón og bætti við að hann fagnaði allri umræðu um málið. Hann sagði ekki hægt að neita því að á næsta ári kæmu til auknar álögur á sjúklinga. „Það er aukin greiðsluþátttaka. Hún er u.þ.b. helmingurinn af þessum sparnað- armarkmiðum [ríkisstjórnarinnar á næsta ári]. Það reyndar felur ekki í sér aukna greiðsluþátttöku að raungildi, en krónurnar eru fleiri því kostnaðurinn er reiknað- ur upp til verðlags, en við höfum reynt að miða okkur við það á sem flestum sviðum.“ ■ Skipverjar á Júpiter ánægðir: Feit og falleg boltaloðna sjávarútvecur Nóta- og togveiða- skipti Júpiter var að koma aftur á miðin í gærkvöldi norður af Langa- nesi eftir að hafa landað 840 tonn- um af loðnu á Þórshöfn. Jón Axels- son, skipstjóri, var sáttur við veið- arnar dagana á undan en þegar bræla brast á dreif hann sig í land til að landa. Hann segir að erfitt hafi verið að ná loðnunni undanfarið. „Það þarf að kasta mikið fyrir þetta. Hún kemur mjög vel upp en er dreifð ennþá.“ Mannskapurinn um borð hefur því þurft að hafa mikið fyrir að ná þessum tonnum en Jón segir að það liggi vel á áhöfninni. „Það er hátt verð fyrir loðnuna svo þetta er helvíti flott.“ Auðveldast er að ná loðnuna upp úr klukkan sex á daginn og fram til níu á morgnana. „Þetta er stór og falleg loðna. Boltaloðna sem er sér- staklega feit og kemur mjög vel undan sumri,“ segir Jón og vonast til að hún eigi eftir að þétta sig þeg- JÚPITER Á LOÐNU Vel liggur á áhöfn Júpiters þó það hafi þurft að kasta oft til að ná loðnunni. Verð- ið er hátt og loðnan feit. ar fram líða stundir. Nokkuð margir bátar hafa verið þarna norður af Þistilfirði og að Langanesi og sagði Jón að ein átta skip hefðu verið í kringum Júpiter áður en bræla skall á. Skipverjarnir á Júpiter ætla að róa fram að 20. desember og halda svo aftur á miðin eftir áramótin. Jón segist vona að vertíðin standi fram yfir janúar eftir að áhöfnin hafi eytt góðum jólum í faðmi fjöl- skyldunnar. ■ Lagersala - Lagersala Lagersalan við hliðina á Rafha húsinu, Lækjargötu 30.Hafnarfirði heldur áfram. Mikið úrval af gjafa- og jólavörum. Erum að taka upp mikið magn af nýjum vörum Fatnaður frá kr 300.- Jólaskraut frá kr. 50.- Skór frá kr 400.- Fallegar úlpur kr. 1.900,- Skyrtur kr. 300.- Snyrtivörur kr. 50,- Skartgripir frá kr. 50.- til kr. 300,- Vídíóspólur nýjar og notaðar eitt verð kr. 300.- Fallegar handtöskur og seðlaveski frá kr 400,- til kr. 1.500,- Opið alla daga i desember frá kl. 11.00 - 18.00 fram að jólum og 11.00 - 18.00 milli jóla og nýárs Upplýsingar í síma 869 8171 Fræðslukvöld í Fossvogskirkju kl. 20-22 á vegum Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma, prófastsdæmanna í Reykjavík og Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Sr. Sigfinnur Þorleifsson, sjúkrahússprestur, fjallar um efnið: Jólin og sorgin. Allir velkomnir. INTER SPORT jólainnkaupin i Islandsbanka — og þú ræður hvað gjafirnar kosta! Nú getur þú gert öll þín jólainnkaup á einum staó og komiÓ þeim sem þér þykir vænt um skemmtilega á óvart med nýstárlegri gjöf frá íslandsbanka. Gjöfina færðu í fallegri gjafaöskju. Gefðu gjöf sem vex! Islandsbanki - þar sem gjafirnar vaxa! VINTERSPORT VINTERSPORT riNTERSPORT VINTERSPORT Þú færð jólagjjöfína f Intersport -k' ¥ www.isb.is VINTERSPORT Bildshöfða • S10 8020 Smáralind » 510 8030 www.intersport.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.