Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 14
FRETTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDACUR Amerískar lúxus Jólatilboð! Verðdæmi King Queen áður kr 184.350 áður kr 134.900 nú kr 136.420 nú kr. 99.840 ESSO-deild karla: Haukar lögðu Val HANPBOLTi Toppslagur fór fram í ESSO-deildinni í gær. Þá mættust Haukar og Valur á Ásvöllum. Heimamenn unnu leikinn 24-23. í hálfleik voru Haukar komnir með fimm marka forskot, 15-10, en Vals- menn tóku á honum stóra sínum og minnkuðu muninn. Það dugði þó ekki til. KA tók á móti Víkingi á Ak- ureyri. Það var eins og í Hafnar- firðinum, heimavöllurinn knúði fram sigur og KA vann leikinn ör- ugglega, 31-20. Þriðji og síðasti leikur kvöldsins fór fram í Garða- bænumþar sem Stjarnan tók á móti Fram. Öfugt við hina leiki kvölds- ins unnu gestirnir leikinn. Staðan var jöfn í hálfleik, 11-11, en Fram fór á skrið í seinni hálfleik og vann 27-23. í gær átti að fara fram í Vest- mannaeyjum viðureign ÍBV og HK. Honum var frestað vegna ófærðar og fer fram kl. 20 í kvöld, ef veður leyfir. ■ ESSO DEILD KARLA Lið Leikir U J T Mörk Stig Haukar 12 11 1 0 332:291 23 Valur 12 8 1 3 327:299 17 IR 11 7 1 3 285:266 15 UMFA 11 6 1 4 265:254 13 Þór A. 11 5 2 4 312:300 12 KA 12 5 2 5 305:295 12 Crótta/KR 11 6 0 5 281:284 12 Fram 12 3 4 5 294:286 10 FH 11 3 3 5 280:283 9 Selfoss 11 4 1 6 290:303 9 IBV 10 4 1 5 271:288 9 HK 11 3 2 6 304:311 8 Stjarnan 12 3 2 7 288:311 8 Víkingur 11 0 1 10 238:301 1 UNITED RÉTTIR ÚR SÉR Roy Keane skorar hér annað mark Manchester United í 4-0 sigurleik liðsins á móti Derby í Ensku úrvalsdeildinni I gær. Liverpool mætti einnig Fulham en sá leikur endaði með markalausu jafntefli. Ein mest selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heisludýnunum. Refefejan Skipholti 35 • Sítni: 588-1955 LAGER SALA | Gæsaskyttirí heima í stofu. Myndvarpinn varpar myndinni afbráðinni ávegginn og riffillinn er tengdur myndinni, þegar þú hittir fellur bráðin til jarðar. Hörkuspennandi I og skemmtilegt verkfæri. áður kr. 12.900,- Saumavélin sem saumar, gengur fyrir rafhlööum, Þú getur saumað á dúkkuna þína. - Box með tvinna, skærum, málbandi o.fl. fylgir. Næstumþvi alvöru .. *—' saumavél. áður kr. 2.100,- MonsterTruck. Þessi er alveg frábær. Þú trekkir hann upp með því að & ýta á hann og krafturinn %i er ótrúlegur, hann veður yfir allt sem í vegi hans er. tm áður kr. 2.900,- Opnunartími: alla daga frá kl 13-17 (lokað á sunnudögum) I.Guðmundsson ehf. Skipholti 25 • 105 Reykjavík Leiftur skuldar tæpar 30 milljónir króna Leiftur hefur óskað eftir fjárhagsstyrk frá bæjarstjórn Ólafsfjarðar til að geta gengið til nauðasamninga. Skuldir félagsins námu 45 milljónum króna í fyrra. fótbolti Leiftur á Ólafsfirði hefur farið fram á fjárhagslegan styrk frá bæjarstjórn Ólafsfjarðar. Benedikt Sverrisson, sem verið hefur formaður Leifturs síðastliðið ár, sagði að skuldir félagsins næmu um 26 til 28 milljónum króna og að ef það fengi styrk frá bænum yrði gengið til nauðasamninga, annars blasi gjaldþrot við. Bæjar stjórn myndi taka erindið fyrir á fundi á þriðjudaginn. „Það er búið að vera að vinna í þessum málum síðan í fyrra,“ sagði Benedikt. „Skuldir félagsins voru allt aðrar í fyrra en þær eru í dag. Þær voru að minnsta kosti 45 milljónir króna. „ Að sögn Benedikts eru fjöl- margar ástæður fyrir slæmri fjárhagsstöðu Leifturs. Hann sagði að félagið hefði, líkt og mörg önnur félög á íslandi, spen- nt bogann alltof hátt, m.a. hefði launakostnaður leikmanna verið of hár, en að ýmislegt annað hefði einnig spilað þar inn í. „Ég held að of hár launa- kostnaður hafi samt ekki verið dropinn sem fyllti mælinn. Það er al- veg sama hvað þú ert að gera ef þú borgar of mikið fyrir einn þátt þá hlýtur það að koma niður á einhverjum öðrum." Skuldir félagsins hafa því lækkað um 17 til 19 milljónir á milli ára og sagði Benedikt að það mætti þakka aðahaldi í rekstri og þá hefðu einstaklingar einnig lagt sitt af mörkum með fjárframlög- um til félagsins. Vissulega yrði reksturinn áfram erfiður þó gengið yrði til nauðasamninga, en ef gjaldþrota- leiðin yrði farin þyrfti að leggja félagið niður og stofna nýtt. Nýja félagið myndi síðan þurfa að hefja keppni í 3. deild og sagði Benedikt að reynslan hefði sýnt að öll upp- bygging yrði mun erfiðari ef lið neyddust til að gera það. ÍBÍ (íþróttabandalag Isafjarðar) var lagt niður á sínum tíma og knatt- spyrnan hefur í raun aldrei náð sér á strik á ísafirði síðan þá, þó nýtt knattspyrnufélag hafi verið stofnað. Benedikt sagði afar mikilvægt fyrir félög að vera með sterkan meistaraflokk, því ungmennin sem æfðu hjá þeim þyrftu að eiga sér fyrirmyndir og hafa að ein- hverju að stefna. Efnilegir knatt- spyrnumenn vildu leika með góð- um liðum og að Akureyringar hefðu t.d. orðið vitni að því þegar knattspyrnan hefði verið í lægð þar. Þá hefðu knattspyrnumenn þar frá flykkst til Olafsfjarðar sem þá átti lið í efstu deild. Leift- ur lék í efstu deild frá árinu 1995 til 2000, en í síðastliðið sumar lenti liðið í fimmta sæti í 1. deild. ■ HART BARIST Claudio Caniggia, leikmaður Glasgow Rangers, var eitt sinn dæmdur í þrettán mánaða keppnisbann fyrir kókalnneyslu líkt og landi hans Maradona. Erfiður rekstur í Ameríku: Boca skuldar Caniggia 300 milljónir króna fótbolti Allir bankareikningar argentínska liðsins Boca Juniors hafa verið frystir þar sem liðið skuldar Claudio Caniggia, fram- herja Glasgow Rangers, rúmar tvær milljónir punda eða um 300 milljónir íslenskra króna. Liðið má ekki kaupa né selja leikmenn þar til það hefur gert upp við framherjann snjalla. Caniggia lék með Boca frá ár- inu 1996 til 1998. Hann gerði samning við liðið þess efnis að hann fengi borgað fyrir hvern spilaðan leik en þegar Carlos Bi- anchi tók við þjálfun liðsins árið 1998 var Caniggia ýtt út í kuldann. Hann sætti sig ekki við það og fór í mál við Boca sem endaði með fyrrgreindum dómsúrskurði. Mál Caniggia er ekki eins dæmi því Faustino Asprilla, sem leikið hefur með mexíkóska liðinu Atlante, gekk útaf æfingu fyrir nokkru þar sem hann segir liðið skulda sér laun. „Þeir skulda mér tveggja mánaða laun, auk bónusa," sagði Asprilla í samtali við fjölmiðla en hann lék eitt sinn við Parma. Stjórn Atlante neitar því hins- vegar að skulda honum pening og hafa hótað að fara í mál við kól- umbíska framherjann. ■ Leikmenn KH: Fáekki borgað FÓTBOLTI Leikmenn KR eiga inni vangoldin laun til nokkurra mánaða hjá félaginu. Fjárhagsstaða KR- Sport er ekki sterk og verið er að endurskipuleggja félagið og lækka fastan kostnað þess. í sambandi við það verða samningar leikmanna teknir til skoðunar. í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi kom fram að leikmenn liðsins hefðu boðað til verkfalls eftir áramót vegna þessa. Heimildarmaður Fréttablaðsins sagði hinsvegar að leikmenn hefðu ekki fundað um umrætt verkfall og formaður KR- Sport, sem vildi ekki tjá sig um málið, sagðist ekki kannast við að boðað hefði verið til verkfalls. ■ NBA: Lakers tapa heima körfubolti Los Angeles Lakers tap- aði 104-93 fyrir Seattle Superson- ics á heimavelli í fyrrakvöld. Lakers tapaði þar með sínum öðr- um leik í röð því á föstudaginn tap- aði liðið fyrir Sacramento Kings 97-91 á útivelli. Gary Payton fór fyrir sínum mönnum og skoraði 29 stig fyrir Supersonics og gaf 10 stoðsending- ar. Shaquille O’Neal skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók 16 fráköst. Lakers hefur nú sigraði í 16 leikj- um en tapað í þremur. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.