Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 1
FÓLK Stærsta jólagjöfin í ár bls 22 NAUNGINN Takmark eða leið að takmarki? bls 18 J>— MCCARTNEY Styður hernað í Afganistan * HYUNDAI Multidp) Total IT Solution Provider bls 4 éik Hagkvæm og traust tölva OTÆKNIBÆR Skipholti 50C S: 551-6700 www.tb.is Umboðsaðíli HYUNDAI á Islandi FRETTABLAÐIÐ 165. tölublað - 1. árgangur Þverholti 9, 105 Reykjavík — sími 515 7500 Fimmtudagurinn 13. desember 2001 PIMWITUBAGUR Þingmenn fá handfrjálsa gjöf örycci Slysavarnafélagið Lands- björg gefur öllum þingmönnum handfrjálsan búnað fyrir GSM- síma við Alþingishúsið kl. 9.30. Þetta er gert í tilefni þess að nú er skylt að nota slíkan búnað þegar talað er í síma við akstur. Borgardætur með jólatónleika tónleikar Borgardæturnar Ellen Kristjánsdóttir, Andrea Gylfadóttir og Berglind Björk Jónasdóttir halda jólatónleika á Nasa við Aust- urvöll kl. 21. Breiðhyltingar fara í Miðbæinn ferðalag Nemendur Fella- og Hóla- brekkuskóla hafa spilað félagsvist við eldri borgara í Breiðholti í vet- ur. í dag fara spilafélagarnir saman í fræðsluferð undir leiðsögn lög- reglumanna og er förinni heitið í Miðborgina að horfa á jólaljósin og anda að sér jólastemmningunni. Komið verður við í Dómkirkjunni þar sem hópurinn tekur lagið. IVEÐRIÐ í PAC | REYKJAVÍK Suðaustan 10-15 m/s og þokusúld með köflum. Hiti 4 til 8 stig. VINDUR ÚRKOMA HITI ísafjörður O 10-15 Súld Q 8 Akureyri © 5-8 Léttskýjað Q 6 Egilsstaðir Q 8-13 Súld Q6 Vestmannaeyjar Q 10-15 Þokusúld Q7 Jólin nálgast í Hæstarétti pómstólar Hæstiréttur kveður upp dóma kl. 16. í dag eru einnig flutt mál fyrir réttinum í síðasta sinn fram til 9. janúar á næsta ári. 1KVÖLPIÐ i KVÖLP( Tónlist 18 Bió 16 Leikhús 18 Iþróttir 14 Myndlist 18 Sjónvarp 20 Skemmtanir 18 Útvarp 21 NOKKRAR STAÐREYNDIR UM FRÉTTABLAÐIÐ Hvaða blöð lesa 25 til 49 ára íbúar á bKfnA-65,8% borgarsvæð- inu í dag? Meðallestur 25 til 49 ára á fimmtudögum samkvæmt fjölmiðlakönnun Gallup frá október 2001 70.000 eintök 65% fólks les blaðið MEÐALLESTUR FÓLKS A ALDRINUM 25 TIL 80 ÁRA Á HÖFUÐBORGARSWEÐINU SAMKVÆMT FJÖLMIÐLAKÖNNUN GALLUP I OKTÓBER 2001. Engin prófkjör hjá R-listanum Vinstri-grænir verða með. Sigrún Magnúsdóttir sögð á útleið og Anna Kristinsdóttir taka við. Stefán Jón Hafstein er von borgarstjórans til að styrkja veika hlekki Samfylkingarinnar. r-listinn Samfylkingin mun fá þrjá af sjö fyrstu á framboðslista Reykjavíkurlistans við borgar- stjórnarkosningar í vor. Heimildir Fréttablaðsins herma að búið sé að ganga frá samkomulagi um listann. Þar er gert ráð fyrir að Vinstri-grænir fái tvo fulltrúa og Framsókn- arflokkur tvo. Allt bendir til að Vinstri-grænir fá for- seta borgarstjórnar, hald- ist meirihlutinn, og eftir því sem næst verður kom- ist fá Framsóknarmenn fyrsta sæti listans og þá um leið leiðtoga- sætið, nokkurskonar þingflokks- formennsku. Vinstri-grænir og Framsókn munu ætla að stilla upp í sín sæti. Samfylkingin mun ekki ætla að hafa prófkjör og ekki uppstill- ingu, heldur verður farin einhver önnur leið. Skoðanakönnun hefur verið nefnd, en ekki með hvaða hætti hún yrði framkvæmd. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir borgarstjóri verður sem fyrr í áttunda sæti list- ans. Innan Vinstri-grænna er andstaða við þátttöku á Reykjavíkurlistanum. Helstu andstæðingarnir eru sagðir vera bræðurnir Ármann og Sverrir Jakobssynir og Sigrún Stefánsdóttir, en hún hefur leitt viðræðurnar fyrir flokkinn. Meðal Framsóknarmanna er gert ráð fyrir að Alfreð Þorsteins- son verði þeirra leiðtogi og að Sig- rún Magnúsdóttir gefi ekki kost á sér. í hennar stað verði valin Anna Kristinsdóttir, Finnbogasonar. Nokkur spenna er meðal Sam- fylkingarfólks þar sem ekki er einhugur um þeirra fremstu menn; þá Helga Hjörvar og Hrannar B. Arnarsson. Víst er að þeir munu hafa nokkuð fyrir að verja sæti sín. Heimildir blaðsins herma að leit sé hafin að nýjum þátttakendum og hefur nafn Stef- áns Jóns Hafstein verið nefnt hvað oftast. „Því fer fjarri að allir séu sáttir við að hann taki að sér stórt hlutverk hjá okkur. Borgar- stjóri er hins vegar á því að Stef- án Jón sé góður kostur, en þetta eftir að skýrast," sagði áhrifamað- ur innan Samfylkingarinnar. sme@frettabladid.is Tuttugu og fjórir látnir í umferoinni: Lést í árekstri á Eyrar- bakkavegi banaslvs Banaslys varð á Eyrar- bakkavegi þegar fólksbíll og jeppi rákust saman rétt norðan við bæ- inn Stekki um klukkan hálfþrjú í gær. Jeppinn var á leið suður Eyrar- bakkaveg þegar hann skall fram- an á fólksbifreið sem var á norð- urleið. Karlmaður, sem var öku- maður fólksbifreiðarinnar, lét líf- ið, en tvær konur, farþegi í fólks- bílnum svo og ökumaður jeppans, voru fluttar illa slasaðar á heil- brigðisstofnun á Selfossi og þaðan á Landspítala-háskólasjúkrahús. Vaktahafandi læknir á Landspít- ala sagði í samtali við Fréttablað- ið í gærkvöldi að konurnar væru í rannsókn og ljóst að báðar yrðu lagðar inn á sjúkrahús. Þær eru þó ekki í lífshættu. Eyrarbakkavegurinn var lok- aður í um tvær klukkustundir meðan lögregla og slökkvilið unnu að því að ná fólkinu úr bílunum. Nú hafa tuttugu og fjórir látist í umferðarslysum á árinu sem er að líða. ■ —«— Innan Vinstri- grænna er andstaða við þátttöku á Reykjavíkur- listanum. — LlK FJÖCURRA PALESTfNUMANNA BORIN TIL GRAFAR Mikill mannfjöldi safnaðist saman í Khan Yunis flóttamannabúðunum í gær þegar fjórir Palestínumenn voru bomir til grafar, en þeir létust snemma um morguninn. Sjá má vopnaða menn 1 hópi syrgjenda. Útboði Bakkavarar lokið: ÞETTA HELST Hefðu getað selt miklu meira útboð „Það er ljóst að það verður að koma til skerðingar, bæði með- al almennings og fagfjárfesta vegna gríðarlega góðra undir- tekta. Við fengum skráningar fyr- ir um fimm milljörðum króna,“ segir Ármann Þorvaldsson hjá Kaupþingi en tvískiptu útboði Bakkavarar Group hf. á nýju hlutafé lauk í gær. Sala til fagfjár- festa fór einnig fram í nokkrum Evrópulöndum auk fslands. Lagt var upp með að almenningur gæti skráð sig fyrir 700 milljónum að markaðsvirði og fagfjárfestar fyrir 2.200 milljónum, eða samtals 2.900 milljónum. Þó var heimild fyrir um 3.600 milljóna heildar- hlutafjáraukningu og má því telja líklegt að lokaniðurstaða verði ná- lægt þeirri tölu. Nánari tölulegar upplýsingar voru ekki gefnar í gærkvöld. Kaupþing og Búnaðar- bankinn sölutryggðu útboðið, en ljóst er að ekki mun reyna á slíkt. „Við vorum nokkuð bjartsýn- ir,“ sagði Ármann, „en það er ljóst að þetta fór fram úr björt- ustu vonum. Það má segja að þetta sýni mikið traust fjárfesta á Bakkavör." Útboðsgengi hlutanna hefur verið ákveðið 6,80 krónur eða við hærri mörk, en ákveðið var að láta gengið ráðast af sölu. ■ T Terðbólga síðustu 12 mánuði V er 8,6%. Verð á innfluttum vörum hækkaði um 0,9% í liðnum mánuði og ollu gengisbreytingar mestu um verðhækkanir í þeim mánuði. bls. 4. Átta ísraelsmenn létust og a.m.k. 25 særðust í tveimur árásum Palestínumanna í gær. bls. 2. —♦— . Fangar á Litla-Hrauni segja fangelsisyfirvöld sýna betrun- arhlutverki fangelsa lítinn skiln- ing. Þróun fangelsismála hér á landi sé ekki í takt við önnur Evr- ópulönd. bls. 2. —♦— Ibúar Kabúl eru hungraðir og kaldir. Öngþveiti og uppþot í tengslum við matargjafir eru daglegt brauð í borginni. Ótti við stjórnleysi eftir að ógnarstjórn talibana leið undir lok. bls. 2. Heimastjórn Palestínu: Til atlögu gegn Hamas og Jihad cazaborc. ap Heimastjórn Palest- ínumanna á Vesturbakkanum og Gazaströndinni sagðist í gær ætla að loka öllum skrifstofum og stofnunum samtakanna Hamas og íslömsku Jihad, sem bera ábyrgð á flestum sjálfsmorðsárásum Palestínumanna og skotárásum á ísraelsmenn. Jasser Arafat, leið- togi Palestínumanna, hefur verið undir sívaxandi þrýstingi ísraels- manna, Bandaríkjamanna og Evr- ópusambandsins um að grípa til harðra aðgerða gegn herskáum Palestínumönnum. Með því gæti Arafat þó kallað ýfir sig innbyrðis átök Palestínumanna. ■ 300m OOO kr. sólarferð með Urval-Utsýn fyrir ^ O O kr. ? SímaLottó! Hringdu strax í 907-2000 DregiS alla fimmtudaga. Fylgstu mefl á RÚV. Ekki missa afvinningi!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.