Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 13.12.2001, Blaðsíða 6
SPURNING DAGSINS FRETTABLAÐIÐ 13. desember 2001 FIMMTUDAGUR Hvað ætiarðu að hafa í jólamatinn? Uppáhaldiö mitt er kalkúnn. En þau vilja borða gæs í ár, því miður. Bjarni Einarsson stúdent CostgQ-pöntunarlistinn: 85 greiddu 5.000 kall LOCREGLURANNSÓKN Rannsókn lög- reglu á starfsemi Costgo-pöntun- arlistans er á lokastigi og ljóst að fjárhagslegt tjón þeirra sem greid- du fyrir pöntun- arlistann verður óverulegt. Rann- sókn málsins leid- di í ljós að 85 ein- staklingar greid- du alls 425.000 krónur fyrir pönt- unarlistann en lögregla hefur lagt hald á megin- hluta þess fjár. Lögreglan hefur COÐI SVEINSSON Samtals 425 þús- und sem greiddar voru af viðskipta- vinum Costgo verða að mestu endurgreidd að sögn lögreglu. þegar haft samband við flesta þá sem keyptu pöntunarlistann og munu þeir fá það fé sem lagt var hald á greitt inn á reikninga sína á næstu dögum. ■ Tveimur fiðlum stolið frá tónlistarkennara: Heitir fundarlaunum innbrot Tveimur fiðlum var stolið frá heimili Ewu Tosik, tónlistar- kennara, að Laugavegi 69 í nóv- ember síðastliðinn. Ewa segir þessar fiðlur skipta hana miklu máli og þar sem hún starfi sem tónlistarkennari séu þetta í raun verkfæri hennar sem hún sakni mikið. Hún segist heita fundar- launum hverjum þeim sem geti einhverjar upplýsingar gefið um fiðlurnar. Ewa segir þær hafa ver- ið teknar þegar verkfall tónlistar- kennara stóð sem hæst. Þá hafi hún þurft að æfa sig oft heima við og gruni jafnvel aó einhverjum nágrönnum hafi ekki Iíkað hávað- inn og verið orðnir pirraðir og ákveðið að stríða henni með þessu. Gruninn byggir hún á því að einungis fiðlunum hafi verið stolið og einni vískíflösku en allt annað verðmæti látið í friði. Ewa segir fiðlurnar skráðar og því erfitt um vik fyrir þjófana að Bandarískur fyrrum liðsmaður talibana: Sýklavopnaárás á Bandaríkin væntcinleg árás Á ameríku Bandaríkjamaður- inn John Walker, sem barðist með talibönum gegn hersveitum Norðurbandalagsins í Afganist- an, varaði í gær við því að Banda- ríkjamenn ættu yfir höfði sér sýklavopnaárás á næstu dögum. Sagði hann við yfirheyrslur skammt frá borginni Kandahar að „annað stigið" í stríði al Qaeda gegn Bandaríkjunum myndi eiga sér stað undir lok ramadan, sem WALKER John Philip Wal- ker, 18 ára gamall, á þessari mynd sem tekin var árið 1998. er föstumánuður múslima, en honum lýkur á sunnudaginn. Þriðja stigið í stíði al Qaeda mun síðan leiða til gjöreyðingar Bandaríkjanna, að því er frétta- vefur Sky greindi frá. Ráðamenn hafa tekið þessum upplýsingum með fyrirvara þar sem Walker var ekki hátt settur á meðal tali- bana og aðeins lauslega tengdur al Qaeda-samtökunum. Walker, sem var handsamaður í Afganist- an nýlega, gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir landráð. ■ Flutningur Jafnréttisstofu: Ferdakostnadur aukist verulega stjórnsýsla „Það sem stendur upp úr er að ferðakostnaður hefur aukist mjög mikið og við höfum haft aukinn kostnað af þessum flutningi", segir Stefanía Óskars- dóttir, varaþingmaður Sjálfstæð- isflokksins um svar féiagsmála- ráðherra við fyrirspurn hennar um kostnað við flutning Jafnrétt- isstofu til Akureyrar. Jafnréttisstofa tók til starfa á Samráð þýskra banka: Sektaðir um 100 milljón evrur esb Framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins hefur sektað fimm þýska banka fyrir að hafa samráð um þjónustugjöld sem innheimt voru af viðskiptavinum sem skip- tu peningum sínum í evrur. Sektin sem bankarnir fimm þurfa að greiða nemur hundrað milljónum evra, jafnvirði 950 milljóna króna, en það er ein hæsta sekt sem framkvæmdastjórn ESB lagt á fyrirtæki fyrir brot á samkeppn- islögum.Mario Monti sem fer með samkeppnismál í framkvæmda- stjórninni sagði samráð bankanna hafa leitt til beins og óafturkræfs taps viðskiptavina og dregið úr tiltrú fólks á evruna. ■ Akureyri 1. september á síðasta ári og var stofnkostnaður 3,7 milljónir. Ferðakostnaður hefur aukist verulega frá því Jafnréttis- stofa tók við störfum Skrifstofu jafnréttismála sem var staðsett í Reykjavík. Ferðakostnaður Skrif- stofu jafnréttismála nam 182.000 krónum árin 1999 og fram í ágúst 2000 en ferðakostnaður skrifstofu jafnréttismála frá september á síðasta ári nemur 2,3 milljónum króna. Skiptist kostnaðurinn milli ferða starfsmanna og leiðbein- enda og fyrirlesara á námskeið- um. „Við höfum aukinn kostnað af flutningi ríkisstofnana eins og Jafnréttisstofu og Byggðastofn- unar út á land“, segir Stefanía. „Spurningin er hvort það skili sér í aukinni uppbyggingu byggð- STEFANÍA ÓSKARSDÓTTIR Visað er til aukinnar þjónustu við lands- byggðina vegna aukins ferðakostnaðar. anna. Því hefur ekki verið svarað endanlega með þessu svari, það verður tíminn að leiða f ljós.“ ■ | INNLENlH ICökkrinu og vætutíðinni sem nú er virðast ökumenn sjá illa frá sér þegar kettir eru að skjóta sér yfir götur. í gærmorgun var ekið yfir þrjá ketti, einn á Kringlumýrarbraut, Langholts- vegi og Suðurfelli í Breiðholtinu og drápust þeir allir. Að sögn lög- reglunnar eru eigendur látnir vita ef kettirnir eru merktir þan- nig að auðvelt sé að rekja þá til þeirra. Oft reynist það erfitt séu þeir einungis eyrnamerktir og því sé öruggara að nota ól. Tilraun var gerð til innbrots í fyrirtæki í Grafarvogi í gær- morgun. Unnar voru skemmdir á gluggakörmum en svo virðist sem þjófunum hafi ekki tekist ætlunarverk sitt. Þá voru unnar skemmdir á fjórum bifreiðum í Grafarvogi. Þykir líklegt að eynt hafi verið að stela þeim því bæði stýrislás og kveikjulás voru eyði- lagðir. EWA TOSIK SAKNAR HLJÓÐFÆRANNA Ewa lofar þeim sem tóku fiðlurnar að gera ekkert frekar í málinu skili þeir henni hljóðfær- unum heldur muni hún gera gott betur og borga viðkomandi skilalaun fyrir. koma þeim í verðmæti og gagnist ekki ætla að gera neitt frekar í þær engum nema viðkomandi málinu verði fiðlunum skilað og leiki sjálfur á fiðlu. Ilún segist lofar jafnvel skilalaunum. ■ Stofnun um forvarnir í smíðum: Lýðheilsustofn- un á næsta þingi heilbricðismál Stefnt er að því að leggja fram frumvarp um Lýð- heilsustofnun á Alþingi eftir ára- mót, að sögn Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra. „Við erum í ráðuneytinu að kanna laga- grundvöllinn og erum með í vinnslu lagafrumvarp varð- andi Lýðheilsustofnun," sagði hann en hlutverk hennar yrði að efla for- varnir með samstarfi þeir- ra aðila og stofnana sem að þeim koma. „Það er stefnt að því að efla þennan þátt í heilbrigðiskerfinu og fjöl- margt sem þarna kemur undir,“ sagði hann og nefn- JÁN5SON Kallað hefur verið eftir aðgerðum til að bregðast við þyngdaraukningu þjóðarinnar. di að offita, bæði barna og fullorð- inna, væri einn af þeim þáttum. Nýlega var spurst fyrir, á Alþingi, um aðgerðir sem snúa að börnum sem stríða við offitu. „Það er full ástæða til að koma þeim málum upp á borðið, ásamt fleirum. Það er til mikils að vinna, að koma í veg fyrir heilsutjón með forvörnum, en þetta kallar á mikið skipulag," sagði heilbrigð- isráðherra og treysti sér ekki til að spá fyrir um hvenær Lýðheilsustofnun gæti komist á legg, enda ætti þingið eftir að fjalla um málið. ■ Komdu og njóttu hátíðarstemningarinnar í Smáralind þar sem jólasveinarnir og yfir 70 verslanir og þjónustuaðilar bjóða alla velkomna. JóTadagskráin í Vetrargarðinum í dag! 16:30 og 1730 JÓIasaganiesin. 17:00 og 18:00 Jólasveinar skemmta. Ævintgraheimur barnanna íJÓlalandÍnUíallandag. Veröldin okkar er full af lífi og fjöri í dag og það sama á við um göngugötuna þar sem Jólasveinakvartettinn og harmonikkuleikarar skapa rétta jólaandann. VG> Smáralind I -RÉTTI JÓLAANDINN Verslanir opnar í dag milli klukkan 11:00 og 20:00 • www.smaralind.is 1

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.